Morgunblaðið - 17.04.2008, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2008 29
Í BYRJUN mars fór ráðuneytis-
stjóri utanríkisráðuneytisins til Ír-
ans. Lengi vel var á huldu hverra
erinda ráðuneytisstjórinn hefði ver-
ið að gegna í Íran og lengi vel var
látið í veðri vaka að megintilgangur
ferðarinnar hefði verið að liðka fyr-
ir viðskiptum ákveðinna íslenskra
fyrirtækja við Íran. Nú er komið í
ljós að svo var ekki.
Utanríkisráðherra var spurð um
það á Alþingi í síðustu viku hvaða
erindi ráðuneytisstjóri hennar hefði
átt til Teheran. Þegar umbúðunum
hafði verið svipt af svari utanríkis-
ráðherra kom í ljós að ráðuneytis-
stjórinn hafði farið til að reyna að fá
fylgi Írana við framboð Íslands til
Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.
Utanríkisráðherra gat þess í því
sambandi að við værum í kosninga-
baráttu og reyndum að afla okkur
fylgis sem flestra þjóða. Sem sagt
sama hvaðan gott kemur. Einum
þingmanni varð þá á orði: Hvað
næst? Ef til vill Norður-Kórea.
Þar með liggur það fyrir að utan-
ríkisráðherra telur eðlilegt að hafa
samband við og afla stuðnings
þeirrar ríkisstjórnar sem hefur átt í
hörðustu deilum við helstu vina- og
bandalagsþjóðir okkar. Íranar búa
við klerkastjórn öfgafullra Sjía-
múslimaklerka. Engir fá að bjóða
sig fram við kosningar nema þeir
sem eru þóknanlegir klerkunum.
Þeir sem játa önnur trúarbrögð en
múhameðstrú eru ofsóttir og iðu-
lega líflátnir. Unglingar eru hengd-
ir opinberlega vegna þess að þeir
eru sakaðir um að vera samkyn-
hneigðir svo nokkur atriði séu
nefnd.
Herstjórn Bandaríkjanna í Írak
heldur því fram að byltingarverðir
úr Íranska byltingarvarðliðinu
þjálfi og berjist með hryðjuverka-
mönnum í Írak sem leitast við að
drepa sem flesta bandaríska her-
menn. Alþjóðasamfélagið hefur
gert athugasemdir við kjarnorku-
tilraunir Írana. Þeir sem sinna
mannréttindamálum vita að stjórn
Írans er ein sú versta í heiminum.
Þrátt fyrir það sendir utanrík-
isráðherra ráðuneytisstjóra sinn til
að freista þess að afla fylgis Írana
við framboð Íslands til Öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna.
Ég hef reynt að fylgjast með
kosningabaráttunni til Örygg-
isráðsins og mér hefur satt að segja
blöskrað sá kostnaður sem lagt hef-
ur verið í. Sendiráð eru stofnuð þar
sem engin þörf er fyrir sendiráð Ís-
lands. Ráðstefnur eru haldnar í
ýmsum heimshlutum undir ýmiss
konar yfirvarpi en hafa það að meg-
in-markmiði að koma á framfæri
óskum um stuðning við framboð Ís-
lands til Öryggisráðsins. Utanríkis-
ráðherra er á ferð og flugi og sækist
sem harðast eftir stuðningi einræð-
isstjórna í Afríku auk þess sérstaka
kærleiksfaðmlags sem reynt er að
koma á við Írani.
Mér er nær að halda að kosninga-
barátta utanríkisráðherra sé
ómarkviss og hætt sé við að við höf-
um glatað stuðningi margra helstu
vina- og bandalagsþjóða okkar í
NATO vegna þeirrar áherslu sem
við höfum lagt á að ná stuðningi
þjóða eins og t.d. Írans. Við vitum
að Norðurlöndin styðja framboð Ís-
lands en ég er hræddur um að það
séu engar aðrar hefðbundnar vina-
þjóðir Íslands sem muni styðja
framboðið. Mér er ekki kunnugt um
að Bretland, Þýskaland, Frakkland,
Spánn, Ítalía, Írland, Holland eða
Belgía muni styðja framboð Ís-
lands. Hvernig stendur á því? Hafa
verið gerð meiri háttar mistök í
kosningabaráttunni? Sé svo, hverj-
um er þá um að kenna?
Meiri hluti íslensku þjóðarinnar
hefur samkvæmt ítrekuðum skoð-
anakönnunum verið andvígur því að
við leituðum eftir kjöri til Örygg-
isráðs Sameinuðu þjóðanna. Samt
sem áður hefur verið anað áfram.
Kosningabaráttan hófst í ráðherra-
tíð Halldórs Ásgrímssonar og hver
ráðherrann á fætur öðr-
um tók við kyndlinum
úr höndum fyrirrenn-
ara síns og skeytti engu
um afstöðu þjóðarinnar
til málsins. Þegar Ingi-
björg Sólrún Gísladótt-
ir varð utanrík-
isráðherra var settur
aukinn kraftur í kosn-
ingabaráttuna. Þjóðin
var aldrei spurð og
engu skeytt um afstöðu
hennar til málsins. En
vegna afstöðu þjóð-
arinnar var hafið heimatrúboð og
háskólar landsins fengnir til að
boða til málþinga þar sem einhliða
var rekinn sá áróður
að það væri nauðsyn-
legt og gott fyrir Ís-
land að eiga fulltrúa í
Öryggisráði Sam-
einuð þjóðanna. En til
hvers?
Hvað ætlum við að
gera í Öryggisráðinu?
Ef við náum kjöri þá
gerum við það með
atkvæðum helstu ein-
ræðisstjórna heims-
ins. Ætlum við síðan
að vera sérstakir mál-
svarar lýðræðis og mannréttinda?
Hefði ekki verið betra að halda uppi
harðri baráttu fyrir frelsi og mann-
réttindum hvar sem er í heiminum
en láta Öryggisráðið lönd og leið?
Mér er nær að halda að það hefði
verið hlustað með mun meiri athygli
á rödd Íslands hefðum við einbeitt
okkur að því að vera trúir hug-
sjónum lýðræðis og mannréttinda.
Þess í stað sækjumst við eftir te-
boðum og stuðningi frá Teheran og
sambærilegum valdhöfum. Ríkis-
stjórna sem meina fólkinu um al-
menn mannréttindi og virða jafnvel
ekki þau mikilvægustu og nauðsyn-
legustu mannréttindi sem eru rétt-
urinn til lífs.
Til hvers er eiginlega barist?
Hvað er markmiðið með því að eign-
ast fulltrúa í Öryggisráði Samein-
uðu þjóðanna? Mér er það satt að
segja hulin ráðgáta eftir að hafa
kynnt mér kosningabaráttu
utanríkisráðherra.
Teboð í Teheran
Jón Magnússon skrifar um
framboð Íslands til Öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna
»Mér er nær að halda
að kosningabarátta
utanríkisráðherra sé
ómarkviss og hætt sé
við að Ísland hafi glatað
stuðningi margra vina-
þjóða okkar.
Jón Magnússon
Höfundur er þingmaður.
www.bifröst.is
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
3
3
11
6
ÓBREYTT
SKÓLAGJÖLD
ÞRIÐJA ÁRIÐ
Í RÖÐ
háskólinn á bifröst
VIÐSKIPTADEILD
• BS í viðskiptafræði
• BS in Business Administration
• MS í alþjóðlegri banka-
og fjármálastarfsemi
• MS í alþjóðaviðskiptum
• MS í stjórnun heilbrigðisþjónustu
• BA í heimspeki, hagfræði
og stjórnmálafræði (HHS)
• MA í menningarstjórnun
• MA í Evrópufræðum
FÉLAGSVÍSINDADEILD
• BS í viðskiptalögfræði
• ML í lögfræði
• MA í skattarétti
LAGADEILD
• Staðnám
• Fjarnám
FRUMGREINADEILD
Brynjar Þór Þorsteinsson
Viðskiptafræðingur frá viðskiptadeild
Til að framkvæma
þarf að kunna.
Í BS námi í viðskiptafræði eru öll helstu svið stjórnunar, rekstrar og
viðskipta kennd. Námið er alhliða viðskiptanám sem ætlað er að búa
nemendur undir ábyrgðar-, forystu- og stjórnunarstörf í innlendu og
alþjóðlegu samkeppnisumhverfi. Lögð er áhersla á hópstarf og
verkefnavinnu í nánum tengslum við fyrirtæki og stofnanir. Fjölbreytt
viðfangsefni og virkt samstarf nemenda og kennara tryggja nemendum
fyrsta flokks undirbúning fyrir ábyrgðarstöður í íslensku atvinnulífi. Við
deildina kenna innlendir og erlendir sérfræðingar úr atvinnulífinu,
öflugt menntafólk og rannsakendur sem miðla nemendum af víðtækri
reynslu sinni, menntun og þekkingu.
Af þeim sem sækja um fyrir 1. maí eiga 5 bestu umsækjendur í hverri
námsleið kost á veglegum námsstyrkjum í formi 50% afsláttar af
skólagjöldum fyrstu annar. Allar nánari upplýsingar á bifröst.is.
BS nám
í viðskiptafræði