Morgunblaðið - 17.04.2008, Síða 31
✝ Sigríður Ingi-björg Aradóttir
fæddist í Stóra-
Langadal á Skóg-
arströnd 16. okt.
1917. Hún lést á
Hrafnistu í Hafn-
arfirði 4. apríl síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Ari
Stefánsson, f. 1872,
d. 1957 og Kristín
Guðmundsdóttir, f.
1874, d. 1944.
Systkini Sigríðar
voru: Salbjörg
Kristín, f. 1900, d. 1978, Sig-
urður Tryggvi, f. 1904, d. 2007,
Jóhanna Stefanía, f. 1906, d.
2003, Guðmundur, f. 1908, d.
1908, Guðný Ingunn, f. 1910, d.
2004, Guðrún Áslaug, f. 1913, d.
1995 og Björg, f. 1915, d. 2005.
Sigríður giftist 11. okt. 1941
Jóni Árna Kristinssyni, f. 29.10.
1914 í Hafnarfirði, d. 17.10.
1984. Foreldrar hans voru Krist-
inn Friðrik Brandsson, f. 1888,
d. 1968, og Ingibjörg Guðrún
Árnadóttir, f. 1887, d. 1949.
Börn Sigríðar og Jóns Árna
eru: 1) Kristín Ingunn, f. 1943,
maki Baldur Sveinsson, f. 1942,
börn þeirra eru, a) Sveinn, f.
1962, maki Ma Cheung, f. 1966;
sonur Sveins er Baldur Benja-
mín, f. 1996, móðir hans er fyrr-
verandi sambýliskona Sveins,
Sigríður Bára Traustadóttir, f.
1956, b) Árni Jón, f. 1968, synir
hans eru Hlöðver Kristinn, f.
1991, móðir hans er Sólrún
Hlöðversdóttir, f. 1962, Óskar
Ingimar, f. 1997, móðir hans er
Margrét Lísa Óskarsdóttir, f.
1976, c) Sigríður Björk, f. 1980,
unnusti Zak Shu-
kor, f. 1970, d)
fóstursonur Óskar
Ingimar Árnason.
2) Kristinn Friðrik,
f. 1944, maki Edda
Jóhannsdóttir, f.
1947, börn þeirra
eru: a) Guðrún
Björk, f. 1966, dótt-
ir hennar er Edda
Hilmarsdóttir, f.
1986, faðir hennar
er Hilmar Þór
Hilmarsson, f.
1960, b) Jóhann
Ólafur, f. 1976, sambýliskona Jó-
hanna Garðarsdóttir, f. 1977,
sonur þeirra er Kristinn Kári, f.
2008. 3) Ingibergur Gunnar, f.
1944, maki Júlía Magnúsdóttir,
f. 1946, börn þeirra eru: a)
Magnús, f. 1966, maki Halldóra
Magnúsdóttir, f. 1968, börn
þeirra eru Jakob Daníel, f. 1988,
Júlía, f. 1990, Lilja Líf, f. 1995,
Enok, f. 1997, b) Þráinn, f. 1973,
börn hans eru Thelma, f. 1991,
móðir hennar er Rósa Björk
Jónsdóttir, f. 1967, Benjamín, f.
1995, móðir hans er Rósmarý
Ósk Óskarsdóttir, f. 1968, c)
Elvar f. 1978, maki Sigríður
Margrét Jónsdóttir, f. 1980, syn-
ir þeirra eru Benedikt Efraím, f.
1999, Ingibergur Alex, f. 2002.
4) Lilja Björk, f. 1959, maki Lár-
us Þór Jónsson, f. 1960, börn
þeirra eru: a) Jón Kristinn, f.
1986, b) Ólafur Már, f. 1989, c)
Sigríður María, f. 1992.
Sigríður og Jón Árni bjuggu
allan sinn búskap í Hafnarfirði.
Sigríður verður jarðsungin
frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin kl. 13.
Amma Silla.
Þegar ég hugsa til baka þá sé ég
fyrir mér brosmilt andlit þitt,
hlýlegt og glaðlegt.
Þú tókst mér alltaf opnum örmum
og varst alltaf tilbúin að gefa mér
tíma og sinna mér. Ekki fór nú lítið
fyrir mér og uppátækin ýmiss konar
en alltaf sýndir þú mér skilning og
þolinmæði.
Við áttum oft gott spjall saman og
fann ég mig ávallt sem jafningja og
góðan vin í þinni návist. Við ræddum
um Drottin og tilgang lífsins. Það er
mér ógleymanlegt þegar við áttum
saman einlæga bænastund og við
játuðum saman trú okkar á Drottin.
Þú varst alltaf tilbúin til að gefa af
þér og veita þeim sem voru þér næst
athygli þína, varst ávallt uppörvandi
og hvetjandi.
Það var alveg ljóst að þú elskaðir
góðan félagskap. Ég mun alltaf
muna eftir gestrisni þinni, hvernig
þú tókst á móti fólki og hvernig þú
kvaddir og ég vitna í orð þín: „Ó
hvað er gaman að sjá ykkur.“ Það
var einlægt og það kom beint frá
hjartanu.
Það var ávallt til nóg með kaffinu,
það var í raun alltaf veisla hjá
Ömmu Sillu. Þær voru ófáar stund-
irnar sem við áttum í eldhúsinu
heima á Öldugötu 33, þú bakaðir
pönnukökur og við spjölluðum sam-
an.
Þú varst alltaf jákvæð og uppörv-
andi. Þú sást bara það jákvæða og
talaðir um það jákvæða í fari fólks.
Þú hvattir mig áfram í því sem ég
tók mér fyrir hendur og það var al-
veg ljóst að það var einlæg ósk þín
að mér mætti ganga sem best í líf-
inu.
Amma, þitt jákvæða viðhorf og
umburðalyndi er mér afar dýrmætt
og hafði það gríðarleg áhrif á líf
mitt. Ég hef tekið þig til fyrirmynd-
ar og ávallt lagt mig fram við gera
slíkt hið sama.
Þegar ég kveð þig þá er ég þér af-
ar þakklátur fyrir hversu gefandi þú
varst, uppörvandi og hvetjandi.
Glaðlegt andlit þitt, lífsgleði þín og
góða skapið verður ávallt fast í huga
mér.
Amma Silla, takk fyrir góðar
minningar, takk fyrir allt, þú varst
mér góður vinir, þú varst frábær
amma.
Magnús Gunnarsson.
Fögrum kafla er lokið í tilvist
góðrar sálar. Kaflinn er fagur því
hér var vel lifað og margur fjársjóð-
urinn skilinn eftir í formi góðra
minninga í sinni þeirra er eftir lifa.
Hér kom saman mýktin og þraut-
seigjan, glaðværðin og gæskan, á
þann hátt að öllum þótti gott til að
Sigríður Ingibjörg
Aradóttir
þekkja. Lífshlaup hennar var sjálf-
sagt einkennandi fyrir þá kynslóð
sem fæddist snemma á síðustu öld,
það er að fæðast í torfbæ og alast
upp við leik að legg og skel og flytja
svo á mölina, hitta sinn lífsförunaut
og með honum sjá börn, barnabörn
og barnabarnabörn vaxa úr grasi.
Þetta er saga íslensku þjóðarinnar í
hnotskurn: vegferðin frá örbirgð til
allsnægta á tæpri öld.
Það er erfitt fyrir okkur, sem
yngri erum, að gera sér í hugarlund
þær miklu breytingar og þá miklu
atburði sem þessi kynslóð hefur
upplifað. Í heimssögulegu samhengi
fæddist hún inn í heimsstyrjöldina
fyrri, upplifði heimskreppuna miklu
um fermingu og hóf barneignir um
miðja heimsstyrjöldina síðari.
Barnabörnin komu svo í kalda stríð-
inu og fyrsta barnabarnabarnið rétt
fyrir lok þess.
Þótt lífsbaráttan hafi á stundum
verið erfið var það þó ekki á henni að
sjá. Hún kunni ekki þá leiðu list að
kvarta, hvorki yfir aðstæðum né
öðrum. Hún var ætíð góð heim að
sækja og eigum við barnabörnin
margar góðar minningar á heimili
ömmu og afa að Öldugötu 33 í Hafn-
arfirði. Við rifjum gjarnan upp
hversu gott það var að sitja í eldhús-
inu og fylgjast með pönnuköku-
bakstri ömmu af áhuga og sporð-
renna hverri pönnukökunni af fætur
annarri, rjúkandi heitri beint af
pönnunni.
Blómagarður hennar var ætíð til
mikillar fyrirmyndar, en hún rækt-
aði ekki aðeins blóm í bókstaflegum
skilningi, því allir fengu blóm í
hjarta sem henni kynntust.
Gagnvart mér var hún ekki aðeins
hjartahlý amma, heldur líka leik-
félagi. Hún kunni nefnilega þá list að
tefla, og það þótti tíu ára strák ekki
amalegt. Oft var þó taflmennskan
trufluð af símhringingu, því ekki var
hún amma vinafá. Þannig fóru
margar skákirnar í bið á meðan sím-
töl við vini og vandamenn fóru fram.
Nú þegar horft er um öxl er mér
efst í huga þakklæti fyrir allar góðu
stundirnar, alla hlýjuna og kærleik-
ann og ekki síst fyrir að hafa kynnst
hennar óbilandi þrautseigju og létt-
leika, sem hvetur til dáða þegar lífs-
ins þorra þarf að þreyja.
Viðskilnaðurinn er tímabundinn,
eða svo segir mér hugur og hjarta,
og hlakka má til endurfundanna
þegar þar að kemur.
Minning hennar lifir í hjörtum
okkar og ber okkur ljós og yl um
ókomin ár.
Sveinn Baldursson.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2008 31
“Takk fyrir alla hjálpina, Magga
mín.“
Kærar kveðjur sendum við öllum
sem sakna þín.
Þínir vinir í
3.HG, Setbergsskóla.
Elskuleg vinkona okkar Margrét
Finnbogadóttir er látin. Hún kvaddi
svo skyndilega og allt of fljótt. Eftir
stöndum við agndofa og harmi slegin.
Laugardaginn 5. apríl áttum við
yndislega stund með þeim hjónum
Möggu og Gylfa.
Við borðuðum saman og fórum í
Þjóðleikhúsið. Hvern hefði órað fyrir
að það væri okkar síðasta samveru-
stund.
Vinátta okkar Margrétar hófst í
Barnaskóla Hafnarfjarðar fyrir rúm-
um fimmtíu árum og aldrei hefur
skuggi fallið þar á. Við áttum samleið
alla tíð við Magga, sem litlar stúlkur,
ungar konur, mömmur og ömmur. Og
eftir að leiðir okkar Lofts og þeirra
Möggu og Gylfa lágu saman styrktust
þessi bönd en auk þess voru þau Loft-
ur og Magga vinir og samstarfsmenn
til margra ára.
Hún Magga var svo kát og
skemmtileg kona. Hún var hrein og
bein og kom alltaf til dyranna eins og
hún var klædd. Hún var mikil fé-
lagsvera, tók þátt í stjórnun margra
félaga og snerti hjörtu margra bæði í
leik og starfi. Hún var hógvær og
tranaði sér hvergi fram en kom þó svo
mörgum góðum verkum í fram-
kvæmd.
Magga vann í Setbergsskóla í tæp
18 ár. Hún var einstaklega góður
starfsmaður og átti ást og virðingu
samstarfsmanna sinna. Hún sinnti
starfi sínu af alúð og nærgætni og
þeir voru margir nemendurnir sem
nutu leiðsagnar hennar og aðstoðar.
Á kveðjustund er margs að minn-
ast. Minnisstæð er ferðin okkar með
Möggu og Gylfa til Hollands, heim-
sókn þeirra hjóna og drengjanna til
Kaupmannahafnar þegar við vorum
þar við nám. Ferðirnar vestur í Bol-
ungarvík, borðhald í miðnætursól í
Skálavíkinni og allar stundirnar sem
við Magga sátum yfir kaffibolla og
töluðum um heima og geima. Uppá-
haldsumræðuefnið var auðvitað börn-
in okkar og svo seinna barnabörnin
sem voru Möggu ákaflega hjartfólgin.
Við hjónin sendum vini okkar
Gylfa, börnum, tengdabörnum,
barnabörnum og öðrum ástvinum
Margrétar innilegar samúðarkveðjur
um leið og við kveðjum
Margréti vinkonu okkar og þökk-
um henni áratugalanga vináttu og
tryggð.
Erla og Loftur.
Sá sem eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.
(Hannes Pétursson)
Skjótt skipast veður í lofti.
Kær vinkona, Margrét Finnboga-
dóttir, er horfin úr hópnum. Okkur
langar í örfáum orðum að þakka
henni áratugalanga samfylgd.
Fyrir aðeins örfáum dögum sátum
við saman hressar og kátar sauma-
klúbbssystur og lögðum framtíðar-
plön. Ekki óraði okkur þá fyrir ótíma-
bæru fráfalli hennar Möggu okkar og
að þetta yrði okkar síðasta samveru-
stund með henni.
Minningar rúmlega þrjátíu ára vin-
áttu streyma fram. Fyrstu árin vor-
um við ungar og hressar konur upp-
teknar af hannyrðum og myndarskap
en fljótt voru prjónarnir lagðir til hlið-
ar og við tóku önnur áhugasvið. Við
sinntum menningunni meira, fórum í
leikhús, óperu og tónleika, ræddum
bókmenntir og listir. Ýmislegt var
spjallað og brallað. Nokkrar utan-
landsferðir voru farnar á aðventu og
var einmitt ein slík fyrirhuguð á þessu
ári. Síðasta ferð okkar saumaklúbbs-
systra saman var frábær ferð til
Kaupmannahafnar síðla árs 2006. Sú
ferð var í senn vel heppnuð, skemmti-
leg og ógleymanleg og verður okkur
vinkonunum án efa dýrmæt í safn
minninganna.
Við ótímabært fráfall Möggu okkar
verður okkur hugsað til hversu brot-
hætt lífið er og hversu mikilsvert það
er að eiga samleið með góðu fólki á
lífsins leið.
Elsku Gylfi og fjölskyldan öll. Við
vottum ykkur okkar dýpstu samúð og
biðjum þess að góður Guð og birta
vorsins veiti ykkur styrk í sorginni.
Hvíl í friði kæra vinkona.
Ingibjörg, Kristín, Inga, Erna
og Þorbjörg.
Margt má kaupa fyrir fé, bæði gott og illt.
En öll heimsins auðæfi hrökkva ekki til að
kaupa þér vin eða bæta þér missi vinar.
(G. D. Prentice.)
Þessi orð eiga vel við í dag þegar
við kveðjum Margreti Finnbogadótt-
ur, góða vinkonu til margra ára. Öll
heimsins auðæfi duga ekki til að fá
hana til okkar aftur. Það eru liðin tæp
40 ár sem vinátta okkar hefur varað.
Fyrsta skiptið sem ég sá Möggu var
vestur á Ísafirði, þá var hún ung hús-
mæðraskólamær og ég var að vinna í
kaupfélaginu. Þangað komu þessar
föngulegu meyjar til að versla. Fyrir
vestan eru örlög hennar ráðin, hún
hittir hann Gylfa sinn. En það er ekki
fyrr en við flytjumst í Hafnarfjörð að
okkar vinskapur hefst. Það eina sem
við áttum sameiginlegt þá var að
mennirnir okkar voru úr Bolungar-
vík. Við vorum frumbyggjar í Norð-
urbænum, þau á Laufvangi, við á Suð-
urvangi. Nokkrum árum síðar færum
við okkur aðeins um set, þau á Sæv-
ang, við á Vesturvang. Við fylgdumst
nokkurn veginn að í barneignum. Í
mörg ár var það föst regla hjá okkur
að fara saman í útilegur á sumrin og
út að borða á fyrsta vetrardag. Seinna
breyttist það í sumabústaðaferðir að
vori og hausti. Í upphafi vorum við
með 4 elstu börnin okkar sem síðar
átti eftir að fjölga í 7, en svo fækkaði
smám saman í hópnum þangað til við
„gömlu“ vorum bara eftir. Í nokkur
skipti buðum við elstu barnabörnun-
um okkar með. Fjórir strákar á líkum
aldri. Við vorum ekki farin að taka
litlu stelpurnar okkar með. Búið var
að ákveða næstu ferð á Snæfellsnes í
byrjun maí.
Sameiginlegt áhugamál okkar
Möggu var prjónaskapur, flíkurnar
sem hún töfraði fram voru margar
hverjar listaverk.
Þær voru margar og góðar stund-
irnar sem við áttum með Möggu og
Gylfa í gegnum árin. Eftir lifir ljúf og
góð minning. Ekki má gleyma að
nefna Systrafélag Víðistaðasóknar,
þar starfaði hún af miklum krafti og
var formaður þess um tíma. Við í
Systrafélaginu höfum mist mikið. En
mestur er missirinn hjá honum Gylfa
okkar, strákunum þeirra, tengda-
dætrum og barnabörnum. Megi al-
góður guð vernda þau og styrkja á
þessum erfiðu tímum. Við þökkum
fyrir að hafa átt Margreti Finnboga-
dóttur að vini í öll þessi ár. Blessuð sé
minning hennar.
Guðmunda Veturliðadóttir
og Þórir Sturla Kristjánsson.
Það voru sorgarfréttir sem mér
voru færðar á miðvikudagsmorgun-
inn, þegar mér var tilkynnt að Mar-
grét Finnbogadóttir væri látin. Ég
trúði varla að ég væri að heyra rétt.
Magga var stuðningurinn minn öll
mín grunnskólaár í Setbergsskóla,
hún var mín hægri hönd og án hennar
hefðu ár mín í grunnskóla verið mun
fátæklegri. Þess má geta að hún var
einnig stuðningurinn hans Hössa
sem er kærastinn minn í dag enda
vorum við saman í bekk og naut hann
því einnig góðs af kynnum sínum af
henni. Hún var ekki bara stuðning-
urinn minn heldur þótti henni alltaf
svo vænt um mig og mér um hana og
það er eitthvað sem ég hef alltaf met-
ið mikils. Þótt leiðir okkar skildi
sendum við alltaf hvor annarri jóla-
kort og það var ekki að ástæðulausu
að ég bauð henni í útskriftina mína og
var búin að ákveða að ef við Hössi
myndum gifta okkur yrði henni pott-
þétt boðið. Ég á endalaust af falleg-
um og góðum minningum sem ég
mun geyma í hjarta mínu.
Ég bið góðan guð að styrkja fjöl-
skyldu hennar og vini á þessum erfiðu
tímum. Hössi sendir kæra kveðju.
Hvíl í friði.
Aðalbjörg Gunnarsdóttir.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
ANNA STEFÁNSDÓTTIR
frá
Mel á Eskifirði,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað
fimmtudaginn 3. apríl.
Útförin fer fram frá Eskifjarðarkirkju laugardaginn
19. apríl kl. 14.00.
Hjálmveig María Jónsdóttir, Rafn Helgason,
Arnfinnur Gísli Jónsson, Dagný Sigurðardóttir,
Elín Hrönn Jónsdóttir, Guðlaugur Bragi Gíslason,
Þorsteinn Snorri Jónsson, Kristbjörg María Helgadóttir,
Haukur Líndal Jónsson, Jóhanna Kristín Rafnsdóttir,
Guðrún Helga Jónsdóttir, Hannes Sigmarsson,
ömmu-, langömmu- og langalangömmubörn.
✝
Elskuleg móðir okkar og amma,
BJÖRG PÁLSDÓTTIR
frá Ísafirði,
Fornhaga 21,
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund
mánudaginn 14. apríl.
Útförin fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 22. apríl
kl. 15.00.
Kristjana Helgadóttir,
Helga Björg Helgadóttir,
Kolbrún Björg Þorsteinsdóttir,
Hildur Inga Þorsteinsdóttir,
Helgi Már Þorsteinsson.