Morgunblaðið - 17.04.2008, Side 34
34 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Þórhildur Gísla-dóttir fæddist á
Brekku í Garði 12.
september 1925.
Hún lést á Sjúkra-
húsi Suðurlands á
Selfossi að morgni
8. apríl síðastliðins.
Hún var dóttir
hjónanna Gísla
Matthíasar Sigurðs-
sonar bónda, f. 3.7.
1895, d. 7.7. 1982,
og Ingibjargar Þor-
gerðar Guðmunds-
dóttur húsfreyju, f.
2.8. 1898, d. 28.9. 1936. Systkini
Þórhildar eru: Jóhanna Guðný f.
1920, d. 1923; Þórir Guðmundur f.
1922, d. 1923; Guðmundur Jóhann
Sveinn f. 1923; Haraldur Helgi f.
1924, d.1974; Guðmundur Helgi f.
1926, d. 1998; Svava f. 1927; Alla
Margrét f.1928; Ingibjörg f. 1930;
Reynir f. 1931, d. 2005; Magnús f.
1932; Eyjólfur f. 1934; Ingibjörg
Anna f. 1935 og óskírð stúlka f.
28.9. 1936, dáin sama dag.
Hinn 12.6. 1952 giftist Þórhild-
ur Þorleifi Kjartani Kristmunds-
syni, f. 12.6. 1925, d. 4.6. 2000.
Foreldrar hans voru Kristmundur
Benjamín Þorleifsson, f. 27.12.
1895, d. 16.4. 1950, og Guðný Sig-
ríður Kjartansdóttir, f. 29.6. 1902,
d.19.4. 1984. Börn Þórhildar og
Þorleifs Kjartans eru: 1) Guðný
Sigríður, f. 1.11. 1952. Hún er gift
Jóhanni Kristjáni Ragnarssyni f.
1948. Börn þeirra eru: Þorleifur
Kjartan, f. 1974, sambýliskona
Kristín Eva Sveinsdóttir, f. 1974.
Dóttir þeirra er Viktoría Líf;
Ragnar Kristján, f. 1980; Styrmir,
f.1981. Hann er kvæntur Thelmu
Rós Tómasdóttur, f. 1984; Jó-
hanna f. 1983. 2) Ingibjörg Þor-
gerður, f. 23.6. 1954. Dóttir henn-
ar og Sigurðar Björgvinssonar, f.
1950, er: Sigríður Inga, f. 1971.
Hún er gift Jóni Áka Leifssyni, f.
1966. Börn þeirra eru Hildur
Björg, Leifur Már og Haukur
Freyr. Börn Ingibjargar og Sól-
björns á Toftini, f. 1959, eru
Magnús, f. 1988; sonur hans og
Helgu Guðrúnar Ásgeirsdóttur er
Svanur, f. 1986, og Brynjar Andri,
f. 1991.
Þórhildur ólst uppi í Miðhúsum
í Garði fram yfir fermingu. Eftir
móðurmissinn bjó hún með elstu
systkinum sínum hjá föður sínum
og ömmu. Yngri börnin fóru í
fóstur á heimilum í Garðinum.
Eftir fermingu var hún í vist m.a.
hjá Sigurveigu Halldórsdóttur
frænku sinni. Þórhildur veiktist af
berklum á unglingsaldri, var vist-
maður á Vífilsstöðum, Kristnesi
og Reykjalundi. Eftir að hún náði
bata vann hún við ýmis störf í
Reykjavík – aðallega á sauma-
stofum. Stóran hluta ævi sinnar
var hún þó frísk en sl. 20 ár tókst
hún af hugrekki á við erfiðan
lungnasjúkdóm sem var afleiðing
af berklunum sem hún fékk sem
ung stúlka. Árið 1952 giftist hún
Þorleifi Kjartani. Í júní 1955 vígð-
ist Þorleifur Kjartan sem sóknar-
prestur að Kolfreyjustað í Fá-
skrúðsfirði og fluttu þau austur í
sama mánuði. Á Kolfreyjustað
stóð heimili þeirra í tæp 40 ár.
Þar vann Þórhildur merkileg
störf. Hún ól upp börnin sín auk 2
fóstursona. Nokkur barna-
barnanna dvöldust á Kolfreyju-
stað í lengri eða skemmri tíma.
Kolfreyjustaður er kirkjustaður
og þar var mjög gestkvæmt. Þór-
hildur stýrði þessu stóra heimili af
stakri snilld. Hún hugsaði afar vel
um kirkjuna sína – bauð öllum í
kaffi að loknum messum og studdi
eiginmann sinn í störfum hans.
Þau voru mjög samhent og í
þeirra tíð var Kolfreyjustaður
byggður upp af miklum metnaði.
Þórhildur sat í hreppsnefnd í
Fáskrúðsfjarðarhreppi, var í
stjórn Æðarræktarfélags Íslands
og tók þátt í ýmsum öðrum fé-
lagsstörfum.
Árið 1994 lét Þorleifur Kjartan
af prestsskap; fluttu þau þá heim-
ili sitt til Hveragerðis. Eftir lát
Þorleifs bjó Þórhildur ein á heim-
ili sínu með góðri aðstoð barna
sinna og barnabarna til dauða-
dags. Þórhildur var fagurkeri og
hámenntuð þó hún væri ekki lang-
skólagengin. Hún hélt andlegri
reisn fram í andlátið.
Þórhildur verður jarðsungin frá
Garðakirkju á Álftanesi í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
Bjarki Fannar; Þór-
hildur Helga f. 1990.
3) Drengur, f. 8.3.
1957, d. 9.3. 1957. 4.)
Kristmundur Benja-
mín, f. 15.3. 1962.
Hann er kvæntur Mi-
roslöwu Helgu Þor-
leifsson, f. 1964.
Dóttir Kristmundar
og Guðrúnar Fríðar
Heiðarsdóttur f.
1963 er Kristrún, f.
1986. Sambýlis-
maður hennar er
Kristinn Þórisson.
Börn Kristmundar og Miroslöwu
eru: Sylvía Barbara, f. 1980. Sam-
býlismaður hennar er Mark
Brumm. Dóttir þeirra er Roxan
Alda. Þorleifur Kjartan, f. 1991.
Anna Þórhildur, f. 1993. 5) Stein-
vör Valgerður, f. 24.9. 1963. Hún
er gift Kristjóni Jónssyni, f. 1966.
Dætur þeirra eru: Kristín Jóna f.
2004 og Þórhildur f. 2007. 6) Þór-
hildur Helga, f.14.9. 1965. Hún er
gift Boga Theodor Ellertssyni, f.
1968. Sonur hennar og Kristgeirs
Friðgeirssonar, f. 1963, er Kjart-
an Þór, f. 1985. Sambýliskona
hans er Veronika Eberl, f. 1979.
Sonur þeirra er Patrekur Jóhann.
Börn Þórhildar Helgu og Boga
eru Lúkas Björn, f. 1997, Kolf-
reyja Sól, f. 2000. Fóstursynir
Þórhildar og Þorleifs Kjartans
eru 1) Jón Helgi Ásmundsson, f.
4.1. 1953. Kona hans er Ásthildur
Guðmundsdóttir, f. 1953. Dætur
þeirra eru Júlíana Torfhildur, f.
1970. Hún er gift Guðna Sverr-
issyni f. 1966. Synir þeirra eru
Daníel Aron, Sverrir Frans og
Anton Örn. Þórhildur, f. 1975.
Hennar maður er Hlynur Jó-
hannsson, f.1971. Börn þeirra eru
Ámundi Georg, Sunneva Rós og
Kató Hrafn. Stefanía Kristjana, f.
1977. Sonur hennar og Sveins Þ.
Albertssonar f.1974 er Jón Helgi.
Hrafnhildur, f. 1981. Dóttir henn-
ar og Arngríms Vilhjálmssonar, f.
1979, er Ásthildur Erla. 2.) Hjört-
ur Kristmundsson, f. 27.7. 1960.
Synir hans og Ástu Auðbjargar
Ægisdóttur, f. 1965, eru Kjartan
Mamma okkar var af þeirri kyn-
slóð er lifði tímana tvenna. Hún
fæddist í torfbæ, fluttist á barnsaldri
í Miðhús þar sem hún eyddi æskunni
í stórum systkinahóp. Gaman var að
heyra mömmu segja frá æskuárun-
um, börnin hjálpuðu til við búskap-
inn, skautuðu á Síkinu, renndu sér á
hólunum og áttu margar ánægju-
stundir. Alltaf gaman, sagði mamma.
Það var mikill missir fyrir stóru fjöl-
skylduna þegar mamma var 11 ára
og móðir þeirra lést af barnsförum.
Móðurmissirinn hafði mjög mikil
áhrif á mömmu og hún saknaði henn-
ar alla tíð.
Yngstu börnin fóru í fóstur en þau
eldri bjuggu hjá afa þar til hann
veiktist af berklum en þá leystist
heimilið upp. Mamma veiktist síðar
sjálf af berklum og eyddi megninu af
ungdómsárum sínum á Vífilsstöðum.
Án efa var sérstakt andrúmsloft á
Vífilsstöðum á þessum árum. Hvíti
dauðinn alltumlykjandi en sjúkling-
arnir margir hverjir á besta aldri.
Mamma sagði okkur sögur frá Vífils-
staðaárunum, sögur af skemmtiferð-
um út í hraun og kjarr, lautartúrum
og róðri á vatninu. Mamma fékk
lækningu þess tíma, höggningu, á
Kristnesi. Fljótlega eftir endurhæf-
ingu frá Reykjalundi kynntist hún
pabba og hófu þau búskap.
Árið 1955 urðu kaflaskipti í lífi
mömmu þegar pabbi hlaut brauð
fyrir austan. Kolfreyjustað. Þar
eyddu þau ævi sinni, voru samhent í
starfi og barnahópurinn stækkaði.
Það var gott að alast upp á Kol-
freyjustað; Hraunagerði, Sparar-
fjall, Halaklettur, Perlufjara,
Prestagjögur, Staðarhöfn og Andey.
Mamma og pabbi sinntu æðarvarp-
inu í Andey vel og þar áttum við
ógleymanleg sumur. Mamma líkti
því við sinfóníu að hlusta á náttúruna
í Andey vakna í dögun og hafði mikið
yndi af dvölinni þar. Hún var stolt af
því að vera æðarbóndi og fullvinna
vöruna því hún saumaði dýrindis-
dúnsængur.
Aldrei er mér kalt
undir þessum mjúka dúni
sem prestfrúin á Kolfreyjustað
vigtaði mér í sæng
eitt haust fyrir löngu.
Nei aldrei er mér kalt
og draumar mínir
eldskyggð næturfiðrildi
yfir Vattarnesskriðum
þó veturinn teikni
rósir á glugga.
Ég heyri í svefni
bjölluhljóm
utan úr eyju
finn blágresisilm
úr vaknandi móa.
Þó gamli presturinn
sé horfinn af brauðinu
og vigtin safni ryði
þá lifir hlýjan
og alúðin.
(Birgir Svan Símonarson.)
Mamma var mikil húsmóðir og
vann störf sín af vandvirkni, hún var
alltaf að enda heimilið stórt og gest-
kvæmt. Þrátt fyrir miklar annir gaf
hún sér nægan tíma fyrir okkur
börnin. Öll eigum við skemmtilegar
og góðar minningar um samvistir
með henni enda barngóð með en-
demum. Þegar starfsævi pabba og
mömmu lauk fluttu þau í Hvera-
gerði. Þar áttu þau góð ár saman og
var alltaf gott að koma þangað.
Pabbi lést árið 2000 og var söknuður
mömmu mikill enda voru þau sér-
staklega samrýmd og ástfangin
hjón. Mamma bjó áfram í húsinu
þeirra og fékk frábæra umönnun hjá
góðum nágrönnum og Hvera-
gerðisbæ og kunnum við þeim bestu
þakkir fyrir. Hennar ósk var að fá að
kveðja á meðan hún héldi enn sitt
heimili og fékk hún þá ósk sína upp-
fyllta.
Elsku mamma, góða ferð og hafðu
þökk fyrir allt og allt,
Þórhildur Helga, Steinvör,
Kristmundur og Hjörtur.
Mamma mín hún Dídí Gísla sofn-
aði inn í sumarið hinn 8. apríl sl.
Hún var dökkhærð og brúneygð –
fædd suður með sjó. Hún var auga-
steinn foreldra sinna, hjálpsöm og
ábyrg lítil stúlka. Vinkonurnar í
Garðinum; Inga á Sólbakka, Þóra í
Króki og fleiri stelpur fóru á skauta
á Síkinu, skruppu á hestbak, léku sér
glaðar og hraustar.
Sorgin barði að dyrum. Amma
Imba dó frá hópnum sínum. Mamma
mín var harmi slegin 11 ára telpa.
Svo komu fleiri högg. Berklarnir
eða hvíti dauðinn.
Heimilið leystist upp. Mamma fór
á Vífilsstaði, þar vildu allir lifa en
sumum auðnaðist það ekki. Baráttu-
þrek mömmu fleytti henni langt.
Hún fór á Kristnes og var höggvin
eins og sagt var, upp á von og óvon.
Höggningin bjargaði lífi hennar.
Hún fór á Reykjalund í endurhæf-
ingu og náði sér ótrúlega vel.
Og aftur blasti lífið við.
Hún kynntist Kjartani sem hét
líka Þorleifur. Það varð beggja gæfa.
Þau rugluðu saman reytum sínum,
eignuðust tvær dætur og settust að á
prestssetrinu Kolfreyjustað, falleg-
asta stað í heimi. Þar undu þau glöð
við sitt og lífið var þeim gott.
Mamma gekk í smiðju til Guðnýjar
tengdamóður sinnar með heimilis-
hald. Heimilið var stórt, margir áttu
þar höfði sínu að halla og margir
komu við. Því hafði mamma í mörg
horn að líta. Samt gerði hún alltaf
frekar lítið úr sínum hlut. Hún var
mjög fjölhæf og taldi ekkert eftir
sér. Hún sinnti börnum og búfénaði.
Yndislegast fannst henni æðarvarpið
þar sem aldrei þurfti að deyða dýr.
Börnunum fjölgaði, alls urðu þau
Þórhildur Gísladóttir
✝
Yndislegi pabbi minn, sonur okkar, bróðir, mágur
og barnabarn,
SIGURJÓN DAÐI ÓSKARSSON,
Kambaseli 85,
Reykjavík,
sem lést af slysförum þriðjudaginn 8. apríl, verður
jarðsunginn frá Seljakirkju föstudaginn 18. apríl
kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á sjóð til styrktar litlu dóttur hans,
Viktoríu Vonar, reikningsnúmer 0528-04-250338, kt. 181005-2460.
Viktoría Von Sigurjónsdóttir,
Óskar Eyberg Aðalsteinsson, Margrét Árdís Sigvaldadóttir,
Þórða Berg Óskarsdóttir, Gunnar Örn Arnarson,
Ásta Kristín Óskarsdóttir,
Jóna Katrín Guðnadóttir, Sigvaldi Ármannsson,
Þórða Berg Óskarsdóttir, Birkir Baldursson.
✝
Þökkum innilega auðsýnda samúð, hlýhug og
virðingu við andlát og útför,
VALDIMARS ÓLAFSSONAR
yfirflugumferðarstjóra,
Lundahólum 3,
Guð blessi ykkur öll.
Helga Árnadóttir,
Alexander Einar Valdimarsson,
Ragnheiður Valdimarsdóttir, Páll Arnór Pálsson,
Þórunn Erlu- Valdimarsdóttir, Eggert Þór Bernharðsson,
Lilja Valdimarsdóttir,
Trausti Valdimarsson, Herdís Guðjónsdóttir,
Vala Sigurlaug Valdimarsdóttir, Kristófer Svavarsson,
Ásdís Valdimarsdóttir, Michael Stirling,
Árni Björn Valdimarsson,
Ólafur Kr. Valdimarsson, Guðrún Ósk Hjaltadóttir,
Vífill Valdimarsson,
Sindri Valdimarsson, Lára Guðrún Magnúsdóttir,
Kristín Þ. Valdimarsdóttir, Veigur Sveinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Bróðir okkar,
ÞORMÓÐUR JÓNSSON
fv. tryggingafulltrúi,
lést að Hvammi, heimili aldraðra á Húsavík,
þriðjudaginn 15. apríl.
Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju miðvikudaginn
23. apríl kl. 14.00.
Guðný Jónsdóttir, Ingimundur Jónsson og Þórólfur Jónsson.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JÓN SIGURÐUR GUÐMUNDSSON,
Drápuhlíð 45,
Reykjavík,
sem lést þriðjudaginn 8. apríl, verður jarðsunginn
frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 18. apríl
kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim
sem vilja minnast hans er bent á Landssamtökin
Þroskahjálp.
Ólafur Gísli Jónsson, Þórhalla Eggertsdóttir,
Guðrún Vigdís Jónsdóttir, Gunnar Thors,
Auðunn Örn Jónsson, Karen Guðmundsdóttir,
Guðríður Kristín Jónsdóttir
og barnabörn.
✝
Eiginmaður minn,
SÉRA KRISTINN HÓSEASON
fv. prófastur,
Ofanleiti 17,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum Fossvogi þriðjudaginn
8. apríl.
Útförin hefur farið fram.
Anna Þorsteinsdóttir.