Morgunblaðið - 17.04.2008, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Skömm að lýsingu
MÉR varð ekki um sel kvöldið 14.
apríl þegar ég hlustaði á lýsingu frá
körfuboltaleik Snæfells og Grinda-
víkur. Sá sem lýsti leiknum á Stöð 2
lagði þar nánast í einelti erlendan
leikmann Grindavíkur, sem stóð sig
vel í leiknum. Hann kallaði leik-
manninn „hlunkinn“ í hvert skipti
sem hann fékk boltann.
Ég spyr; hvurslags smekkleysi er
þetta að gera grín að leikmanni
vegna holdafars hans (sem mér
sýndist alls ekkert hlunkslegra en
lýsandinn sjálfur)?
Bóta er þörf hjá Stöð 2 ef þetta er
það sem koma skal.
Árni Heiðar Grímsson
Stefnumót
MIG langar að þakka fyrir afar
skemmtilegan þátt fyrir hönd nokk-
urra vinkvenna. Þátturinn var í út-
varpinu 10. mars sl. og höfðum við
allar svo gaman af honum. Þar var
þáttastjórnandinn Svanhildur Jak-
obsdóttir í þættinum Stefnumót en
þar tók hún viðtal við Sigríði Hann-
esdóttur leikkonu. Þær rifjuðu upp
gamla tíma þegar Sigríður var að
byrja ferilinn sinn og Svanhildur
skilaði þessu svo meiriháttar vel.
Mig langaði bara að benda á hvað
þetta var afburðagóður þáttur og
það væri gaman að fá hann end-
urtekinn.
Saumaklúbburinn minn hefur
mikið dálæti á þessum þáttum.
Saumaklúbbskona
Tiltekt fyrir alla
MIG langaði að koma á framfæri
þeim skilaboðum, að við berum öll
ábyrgð á umhverfi okkar. Við ættum
að taka saman höndum og vera dug-
leg að tína upp eftir okkur ruslið.
Málfríður Kristjánsdóttir
Mannaveiðar
SJÓNVARPSÞÁTTURINN
Mannaveiðar er mjög góður, en mér
finnst þættirnir vera gjöreyðilagðir í
flutningi. Því í ósköpunum voru ekki
fengnir alvöru leikarar í hlutverkin í
þessum annars fína þætti?
Margrét Ásgeirsdóttir
GOLF er talið vera frá Skotlandi og hefur verið spilað í að minnsta kosti
500 ár á Bretlandseyjum. Þessi mikla nákvæmnisíþrótt hefur þó verið leik-
in í margar aldir en ekki alltaf eins og við þekkjum hana í dag.
Morgunblaðið/Frikki
Golfari í góðu færi
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
BJÖRG, VERTU ALVEG KYRR...
KANNSKI SÉR SKRÍMSLIÐ
ÞIG EKKI
O.K.,
TRAUSTI
TRAUSTI?
TRAUSTI?!? AAAH!
BJÖRG MÍN...
TRAUSTI ER
KOMINN LANG-
LEIÐINA TIL
HONG KONG
EN
FRÁBÆRT
ÞAU ERU SAMT
EKKI ALGÓÐ
SNJÓKORNIN ERU
SVO FALLEG...
ÞAU SVÍFA RÓLEGA TIL
JARÐAR OG ÞEKJA TRÉN
OG GRASIÐ...
EN SÁ
DAGUR!
ÞAÐ
VERÐUR ALLT
SVO HLJÓTT
ÞEGAR ÞÚ ERT
EKKI HEIMA
ÞAÐ
VERÐUR SKO
HÁVAÐI
NÚNA,
FÉLAGI!
EINS OG ALLAR UNGAR
KONUR ÞÁ BEIÐ ÉG EFTIR
ÞVÍ AÐ HITTA FALLEGAN,
UNGAN MANN...
EKKI
KENNA MÉR
UM...
ÞÚ HEFÐIR ALVEG
GETAÐ BEÐIÐ
LENGUR
GRÍMUR, HELDUR
ÞÚ AÐ VIÐ SÉUM
ORÐNIR OF MIKLIR
AUMINGJAR?
HVAÐ
ÁTTU
VIÐ?
SVONA SEM DÝR...
VIÐ MUNDUM
EKKI ENDAST Í
EINN DAG ÚTI
Í NÁTTÚRUNNI
TALAÐU
FYRIR SJÁLFAN
ÞIG!
ÉG ER
ENNÞÁ
ÓTAMIÐ
VILLIDÝR!
HVERNIG HÆKKA
ÉG KRAFTINN Í
ÞESSU LOPPU-
NUDDTÆKI
ÞÚ
SNÝRÐ
TAKK-
ANUM
KANNSKI HEFUR ADDA RÉTT
FYRIR SÉR. KANNSKI VINN
ÉG ALLT OF MIKIÐ
ÉG ÆTTI AÐ EYÐA MEIRI
TÍMA MEÐ FJÖLSKYLDUNNI.
ÉG ÆTTI AÐ FARA SNEMMA
HEIM Í KVÖLD
HÆ, ADDA!
ÉG GET KOMIÐ
HEIM Í
KVÖLDMAT
Á EFTIR
ERTU AÐ
GRÍNAST?
KLUKKAN ER
TÍU! VIÐ ERUM
LÖNGU BÚIN
AÐ BORÐA!
MORGUN Í
NEW YORK...
„MIG DREYMDI AÐ JONAH JAMESON HEFÐI
HRINGT OG SAGST VERA ÁSTFANGINN“
MIKIÐ
DREYMDI MIG
SKRÍTINN DRAUM
Í NÓTT!
UM
HVAÐ VAR
HANN?
SÆLL,
RÓBERT
VEISTU
HVAÐ, RÓBERT
MINN?
ÞAÐ
VAR EKKI
DRAUMUR
dagbók|velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
SIGLINGASTOFNUN
STEFNUMÓTUN Í SAMGÖNGUM
Samgönguráð efnir til sjötta fundar í fundaröð sinni um stefnu-
mótun í samgöngum. Fundarefnið að þessu sinni er:
Samgöngur og byggðaþróun
Ferðavenjur sumarið 2007 - Bjarni Reynarsson, skipulags-
fræðingur, ráðgjafi hjá Land-ráði sf.
Fjárhagsstaða hafna/vandi landsbyggðarinnar - Sveinn Agn-
arsson, hagfræðingur, Hagfræðistofnun HÍ
Flug og byggðaþróun - Pétur Maack, flugmálastjóri
Búferlaflutningar og samgöngubætur á Íslandi 1986-2006 -
Vífill Karlsson, hagfræðingur, dósent við Háskólann á Bifröst
Staðsetning íbúðarhúsnæðis og tengsl við verð á Stór-höf-
uðborgarsvæðinu - Ásgeir Jónsson, hagfræðingur, forstöðu-
maður greiningardeildar Kaupþings
Umræður og fyrirspurnir
Fundarstjóri er Dagur B. Eggertsson formaður samgönguráðs
Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 17. apríl 2008 kl. 14:30 - 17:00
á Hótel Sögu Reykjavík í salnum Harvard II. Fundurinn verður jafn-
framt sýndur á Veraldarvefnum á slóðinni: www.straumur.hotels-
aga.is - að því búnu er valið: Samgönguráð. Aðgangur er ókeypis.
Væntanlegir þátttakendur eru vinsamlegast beðnir að skrá sig á net-
fangið postur@sam.stjr.is eigi síðar en klukkan 12:00 þann 17. apríl
2008.
Samgönguráð
Flugmálastjórn Íslands - Siglingastofnun Íslands - Vegagerðin
Samgönguráðuneytið