Morgunblaðið - 17.04.2008, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2008 43
Krossgáta
Lárétt | 1 andstaða, 4 frá
Svíþjóð, 7 ávinningur, 8
heiðursmerki, 9 lík, 11
kvendýr, 13 þvertré í
húsi, 14 mikla, 15 gaffal,
17 klúryrði, 20 duft, 22
stjórnum, 23 bál, 24 út, 25
framleiðsluvara.
Lóðrétt | 1 lausagrjót, 2
pytturinn, 3 gamall, 4 inn-
yfli úr fiski, 5 afkomandi,
6 staði, 10 svipað, 12 ílát,
13 hryggur, 15 viðburð-
arás, 16 talan, 18 hugleys-
ingja, 19 efnuð, 20
skömm, 21 megna.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 víðlendur, 8 stund, 9 illur, 10 dót, 11 riðla, 13
asnar, 15 Gláms, 18 slota, 21 kát, 22 slaga, 23 alurt, 24
ólifnaður.
Lóðrétt: 2 íburð, 3 ledda, 4 neita, 5 uglan, 6 ósar, 7 grær,
12 lem, 14 sól, 15 gust, 16 áfall, 17 skarf, 18 staka, 19 ot-
uðu, 20 autt.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Heimsfriðurinn byrjar á heim-
ilinu. Þú hefur sjaldan verið umburð-
arlyndari og átt næga ást að gefa. Þannig
dýpkarðu samband þitt við ástvini þína og
ókunnuga.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þú hefur reynt að hunsa það en
sannleikurinn er sá að þú hefur tilfinn-
ingalegar og líkamlegar þarfir sem þú
færð ekki útrás fyrir. Gerðu þér grein fyr-
ir þeim og fáðu úr bætt.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þú veist að þótt fólk tali og tali
þarf ekki að vera að nokkur maður skilji
það sem sagt er. Vertu góður hlustandi.
Hlustendur standa uppi með pálmann í
höndunum.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Tiltektar er þörf, skila skal hlut-
um og beðist afsökunar. Byrjaðu á að
skrifa lista og forgangsraðaðu á hann. Þá
gengur allt eins og í sögu.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Þér finnst þú herskár, veist að þú
hefur margt fram að færa. Í þessu kjark-
mikla skapi tekurðu áhættur en vanalega
þótt allt gangi ekki upp reddast það.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Það er eldgos af hugmyndum í
kollinum þínum og ekkert fær þig stöðv-
að. Kannski færist hiti í leikinn í sam-
skiptum við aðra, það er bara jákvætt.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Það er ekkert skordýraeitur sem
vinnur á ferðbakteríunni þinni. Und-
anfarið minnir hún þig í sífellu á hinn
stóra heim sem bíður þín. Af stað!
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Þú átt í viðskiptalegu sam-
bandi við aðila sem þú dregst að. Á þenn-
an máta geturðu lært meira um viðkom-
andi manneskju en ef þið væruð bara
vinir.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Í núverandi félagslegri að-
stöðu þinni er verið að neyða þig til að láta
eins og þér sé skemmt. Ekki verða hissa
þegar það verður gaman í alvöru.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Felurðu peninga? Áttu leyni-
legan reikning sem bara er ætlaður þér til
skemmtunar? Ef já, þá leggurðu inn á
hann í dag. Ef nei, þá er þetta rétti dag-
urinn til að opna hann.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þú biður ekki um nægilega
mikla hjálp. Kannski óttastu að fólk muni
seinna meir rukka þig um greiðann.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Þú átt erfitt með að halda þig við
efnið, endar alltaf í pælingum um framtíð-
arplön. Að ferðast um óþekktar nýlendur
færir mann tilbaka í núið.
stjörnuspá
Holiday Mathis
Tárin þerruð.
Norður
♠G763
♥G1042
♦Á6
♣1076
Vestur Austur
♠D10 ♠ÁK954
♥9873 ♥6
♦-- ♦G1072
♣ÁKDG532 ♣984
Suður
♠82
♥ÁKD5
♦KD98543
♣--
Suður spilar 5♦ doblaða.
„Ég trúi þessu ekki, áttu engan tíg-
ul? Þá fer ég einn niður.“ Suður lagði
upp og harmaði þau örlög sín að lenda í
4-0 legu í trompi. En ekki lengi.
Spilið er frá undanúrslitum Íslands-
mótsins og gekk á ýmsu, auðvitað, eins
og alltaf þegar skiptingin er mikil. Á
tilvitnuðu borði vakti vestur á 2♣,
Precision, og austur hleraði með 2♦.
Suður ákvað að ganga rösklega til
verks og stökk í 5♦, sem vestur passaði
treglega og líka þegar makker hans
doblaði. En hvað gat hann svo sem
gert? Vörnin fékk tvo slagi á spaða og
einn á tromp.
„Mig grunaði það, við eigum sex
lauf,“ sagði vestur í eftirmálanum og
suður þerraði tárin. „Ég passaði fimm
tígla – það er krafa,“ bætti vestur við
og reyndi þannig að gera makker sinn
samsekan, án árangurs. Í svona spilum
verða menn að hrökkva eða stökkva.
Það er ekki til vísindaleg lausn.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
1 Hver er arkitektinn að verðandi sundlaug á Hofsósi?
2 Indriði Indriðason er 100 ára í dag. Fyrir hvað er hannþekktastur?
3 Smekkleysa lokar plötuverslun sinni. Hver er fram-kvæmdastjóri Smekkleysu?
4 Leikið verður til hreinna úrslita í Íslandsmótinu í blakikarla. Hvaða lið mætast?
Svör við spurningum gærdagsins:
1. Berlusconi verður næsti forsætisráðherra Ítalíu en hann er um-
svifamikill á öðru sviði. Hvaða? Svar: Í fjölmiðlum. 2. Fríblað í
eigu Baugs í Boston í Bandaríkjunum er hætt að koma út. Hvað
heitir það? Svar: BostonNOW. 3. Rúmenía hefur fengið nýjan ræð-
ismann hér á landi. Hver er hann? Svar: Jafet S. Ólafsson. 4.
Talsvert öflugt bókaforlag er rekið á Akranesi. Hvað heitir það?
Svar: Uppheimar.
Spurter… ritstjorn@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Elvar
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. exd5
exd5 5. Bd3 Rc6 6. Rge2 Rge7 7. O–O
Bf5 8. Rg3 Bxd3 9. Dxd3 Bxc3 10. Dxc3
Dd7 11. Bd2 O–O–O 12. b4 Hde8 13. b5
Rd8 14. a4 Kb8 15. Hfe1 h5 16. Re2
Rc8 17. Rf4 Hxe1+ 18. Hxe1 g5 19.
Rd3 f6 20. Rc5 Df7 21. Df3 Rd6
Staðan kom upp í fyrri hluta Íslands-
móts skákfélaga sem fór fram haustið
2007. Gylfi Þórhallsson (2187) hafði
hvítt gegn Ingvari Þ. Jóhannessyni
(2344). 22. Dxf6! Dxf6 23. Rd7+ Kc8
24. Rxf6 hvítur er nú með peði meira
og unnið tafl. Framhaldið varð: 24
… c6 25. bxc6 Rxc6 26. Rxd5 Rxd4?
27. Bc3! og svartur gafst upp enda
mannstap óumflýjanlegt.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Hvítur á leik.
dagbók|dægradvöl
FRÉTTIR
RÁÐSTEFNA
um umfjöllun fjöl-
miðla um innflytj-
endur og afbrot
verður haldin í
Salnum, Kópa-
vogi, föstudaginn
18. apríl kl. 13–
17.45.
Alþjóðahús,
Félags- og trygg-
inga-málaráðuneytið, Fjölmenning-
arsetur, lögreglan á höfuðborgar-
svæðinu, Blaðamannafélag Íslands
og Kópavogsbær standa að ráðstefn-
unni og er markmiðið að opna um-
ræðuna meðal hlutaðeigandi. Fund-
arstjóri er Birgir Guðmundsson,
lektor í fjölmiðlafræði við Háskólann
á Akureyri.
Dagskráin hefst með setningu
ráðstefnunnar og ávarpi Jóhönnu
Sigurðardóttur félags- og trygginga-
málaráðherra. Þá taka við framsög-
ur þar sem tölulegar upplýsingar um
afbrot verða kynnt og fjallað verður
um afbrot, staðalmyndir og innflyt-
endur. Sjónarhorn blaðamanna
koma fram og kynnt verður saman-
tekt fjölmiðlaumræðu um innflytj-
endur. Erindi flytja Rannveig Þór-
isdóttir, Helgi Gunnlaugsson, Rúnar
Pálmason og Magnús Heimisson.
Gestafyrirlesari ráðstefnunnar er
Arash Mokhtari, verkefnisstjóri hjá
Quick Response í Svíþjóð.
Að loknum erindum taka við mál-
stofur. Annars vegar um umræðu
meðal almennings og á bloggi og
hins vegar um formlega upplýsinga-
gjöf. Í lok dagskrár verða svo pall-
borðsumræður með þátttöku Dane
Magnússon, formanns Félags anti-
rasista, Þorbjörns Broddasonar,
prófessors við HÍ, Stefáns Eiríks-
sonar lögreglustjóra og Jóns Kaldal,
ritstjóra Fréttablaðsins.
Nánari upplýsingar um ráðstefn-
una og skráningu er að finna á
heimasíðu Alþjóðahúss, www.ahus.is
Umfjöllun fjölmiðla um
innflytjendur og afbrot
Arash Mokhtari
DÝRALÆKNAMIÐSTÖÐIN í Graf-
arholti í samstarfi við RKÍ (Rott-
weiler-klúbb Íslands) býður upp á
opinn dag í Dýralæknamiðstöðinni
laugardaginn 19. apríl. Dagurinn
verður tileinkaður eigendum stórra
hunda en allt hundaáhugafólk er
velkomið.
Dagskráin hefst kl. 15 með fyr-
irlestri dýralækna. Rætt verður um
heilbrigði og umhirðu stórra
hunda, mjaðma- og olnbogalos,
tannhirðu, ófrjósemisaðgerðir,
hreyfingu og fóðrun.
Albert Steingrímsson hunda-
þjálfari verður á staðnum og segir
nokkur orð um aga og uppeldi á
stórum hundum. Dýrheimar verða
með afslátt á Royal Canin-fóðri og
kynna nýtt tegundafóður fyrir
stóra hunda. Eftir dagskrána gefst
gestum kostur á að skoða spítalann
og kynnast tækjakosti nútíma-
dýralækninga. Aðgangseyrir er
500 krónur.
Hlunkadagur í Dýra-
læknamiðstöðinni
Sérstaklega boðinn Heiðursgest-
ur Hlunkadagsins verður lög-
regluhundurinn Neró.