Morgunblaðið - 17.04.2008, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2008 49
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
BÓKAKAUPSTEFNAN í London,
sem hófst á mánudag og lauk í
gær, er með helstu bókasýningum
heims og hefur farið mjög stækk-
andi á undanförnum árum. Á
stefnunni kynna útgefendur vænt-
anlegar bækur og samið er um út-
gáfur á bókum um allan heim. Ís-
lenskir bókaútgefendur hafa nýtt
sér hátíðina til að kynna bækur og
eins að leita að bókum sem væn-
legt er að gefa út á Íslandi.
Sú nýbreytni er á hátíðinni að
þessu sinni að þekktum kokkum
víða að er boðið því að verð-
launahátíðin alþjóðlega Gourmand
World Cookbook Award er með
sérstaka kynningu á starfi sínu á
hátíðinni og bauð sérstaklega tólf
meistarakokkum víða að að vera
með sérstaka kynningu á bókum
sem þeir hafa gefið út og eins
færni þeirra í eldhúsinu. Völundur
Snær Völundarson var einn þeirra
sem var boðið að vera með og á
mánudaginn kynnti hann bók sína
og eldaði fyrir gesti og gangandi í
eldhúsi sem komið var fyrir á sýn-
ingunni.
Stækkar við sig
Völundur Snær er kunnur fyrir
störf sín við matreiðslu í gegnum
árin, fyrir sjónvarpsþætti á Skjá
einum, Borðleggjandi með Völla
Snæ, og eins fyrir bókina Delicious
Iceland sem kom út sumarið 2006.
Sú bók, sem var átta ár í smíðum,
fékk sérstök heiðursverðlaun á Go-
urmand World Cookbook Award-
hátíðinni sem haldin var í Kína
fyrir ári og í framhaldi af því var
Völundi Snæ boðið að vera með
kynningu á London Book Fair, en
auk þess að kynna verðlaunabók-
ina sjálfa kynnti hann nýja útgáfu
hennar í minna broti, einskonar
vasaútgáfu af bókinni.
Kokkarnir á London Book Fair
fengu allir knappan tíma til að
kynna sig, um þrjú korter hver, en
á þeim tíma snaraði Völundur
fram fylltum bökuðum tómötum,
ofnbökuðum baguette-sneiðum
með osti, sólþurrkuðum tómötum,
lárperum og þistilhjörtum, kampa-
vínssoðnum og krydduðum kræk-
lingi og ofnbökuðum kóríander-
legnum þorski með mangó, ananas
og sítrusávaxtasalsa. Völundur
hefur búið á Bahamaeyjum und-
anfarin ár, rekur þar eitt veitinga-
hús og er að byggja annað, og
lýsti því í kynningunni að hann
hefði viljað flétta saman íslenskt
sjávarfang og hráefni úr Kar-
íbahafi.
Eldað fyrir bókabéusa
Matreiðslumaðurinn Völundur Snær Völundarson á meðal
tólf meistarakokka á bókastefnunni í London sem lauk í gær
Morgunblaðið/Árni Matthíasson
Kokkað Völundur Snær Völundarson matreiðir á bókakaupstefnunni í
Lundúnum. Völundur hefur búið á Bahamaeyjum undanfarin ár.
„DON’T Worry Be Happy“ söng
Bobby McFerrin fyrir einum 20 ár-
um, þau fleygu orð segja allt sem
segja þarf um inntakið í heimild-
armyndinni Lifandi ljósberum.
Myndavélin eltir handritshöfundinn,
Sean Mulvihil, frá einum heimspek-
ingnum og fræðimanninum til ann-
ars í leit að leiðinni til að höndla
hamingjuna í lífsins ólgusjó. Mikið
fjallað um sjálfhverfa íhugun austur-
lenskra munka frá Tíbet og víðar,
trúarskoðanir rabbína, lausnir ísl-
ams, kaþólikka, kristinna manna,
baptista, svo eitthvað sé talið. Rætt
við höfunda metsölubóka á borð við
The Power of Now, The Rythm of
Life, sem allar fjalla um sjálfshjálp í
leit að lukkunni og innra friði.
„Ljósberarnir“ hafa forvitnilegan
boðskap fram að færa og er myndin
áhugaverðust þeim sem leita svara
og eru að reyna að fá einhvern botn í
lífsgátuna. Hvort sem árangur hegð-
unar á lífsleiðinni er tengdur
frammistöðu okkar á fyrri til-
veruskeiðum eða afstöðu stjarn-
anna … þá eru flestir spekingarnir
sannfærðir um að vald yfir andanum
kemur aðeins með trú, kærleika og
að geta fyrirgefið öðrum og ekki síð-
ur sjálfum sér.
Jákvæðni er eitt af grundvall-
aratriðunum og mætti í því sam-
bandi benda fréttamönnum á að það
finnast líka jákvæðar fréttir en þær
virðast ekki par vinsælar um þessar
mundir. Ég vil því sérstaklega
hvetja fréttastjóra sjónvarpsstöðv-
anna til að missa nú ekki af Lifandi
ljósberum!
Hamingjan er best af ölllu …
KVIKMYND
Regnboginnm: Bíódagar Græna
ljóssins
Heimildarmynd. Leikstjóri: Larry Kurn-
arsky. Handrit og leiðsögn: Sean A.
Mulvihill. 90 mín. Bandaríkin 2007.
Living Luminaries – Lifandi ljósberar
bbbnn
Sæbjörn Valdimarsson
VANTAGE POINT kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára
STÓRA PLANIÐ kl. 8 B.i. 10 ára
THE EYE kl. 10:10 B.i. 16 ára
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
eeee
- V.J.V.,
Topp5.is/FBL
,,Þessi glimrandi stemmning
sem skapast á tjaldinu er betri
en ég hef upplifað á tónlei-
kum hérlendis."
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI
SÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í KEFLAVÍK SÝND Á SELFOSSI
STÓRA PLANIÐ kl. 6D - 8D - 10D B.i. 10 ára DIGITAL
SHINE A LIGHT kl. 5:30D - 8D- 10:30D LEYFÐ DIGITAL
FOOL'S GOLD kl. 8 - 10:20 B.i. 7 ára
JUNO kl. 6 B.i. 7 ára
SHINE A LIGHT kl. 8 - 10:30 LEYFÐ
LARS AND THE REAL GIRL kl. 8 LEYFÐ
SHUTTER kl. 10:10 B.i. 16 ára
eeeee
Rás 2
eeee
- 24 Stundir
eeee
- V.J.V. Topp5.is/FBL
eeee
- S.U.S. X-ið 97.7
SÝND Í KRINGLUNNI
21 kl. 8 - 10 B.i. 12 ára
FOOL'S GOLD kl. 8 B.i. 7 ára
STÓRA PLANIÐ kl. 10 B.i. 10 ára
SÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK
/ KRINGLUNNI / AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI
Á SELFOSSI
J E S S I C A
A L B A
SÝND Í KEFLAVÍK
eeee
EMPIRE
eeee
NEWSDAY
eeee
OK! - G.H.J
POPPLAND
eeee
"Shine a Light skal njóta í bíó,
þar sem að hljóðrásin
nýtur sín í botn!
Dúndur upplifun fyrir
sanna Stones-menn."
BÍÓTAL
KVIKMYNDIR.IS
óbreytt miðaverð á midi.is
BRESKA leikkonan Emma Watson
fékk hvorki meira né minna en 10,5
milljónir punda, um 1,5 milljarða ís-
lenskra króna, í afmælisgjöf þegar hún
varð 18 ára á þriðjudaginn. Watson,
sem er þekktust fyrir hlutverk sitt sem
Hermione Granger í myndunum um
Harry Potter, varð fjárráða þegar hún
varð 18 ára, og fékk því aðgang að því
fé sem hún hefur unnið sér inn. Hún
segist ætla að leggja peningana inn á
banka, og fara svo á námskeið um
hvernig sé best að höndla slíka fjár-
muni.
Reuters
Auðug Emma Watson þarf ekki að hafa áhyggjur af peningum.
Stór afmælisgjöf Tónleikar
Karlakór Rangæinga heldur
tónleika í Fella- og hólakirkju
fimmtudagskvöldið 17 apríl kl. 20.30
Fjölbreytt dagskrá.
Miðasala við innganginn.
BANDARÍSKI leikarinn Tobey
Maguire og eiginkona hans Jenni-
fer Meyer eiga von á sínu öðru
barni í október. Stutt er stórra
högga á milli hjá þeim hjónum því
fyrir eiga þau hina 17 mánaða
gömlu dóttur Ruby.
„Þau eru afskaplega ham-
ingjusöm. Þar sem þau eiga litla
stelpu fyrir langar þau mikið til
þess að eignast dreng, þótt þau
myndu auðvitað fagna annarri
dóttur líka,“ sagði vinur hjónanna
í viðtali við tímaritið In Touch
Weekly.
Maguire er 32 ára en Meyer er
31 árs. Þau gengu í það heilaga í
september. Maguire er hvað
þekktastur fyrir hlutverk sitt sem
kóngulóarmaðurinn.
Annað á
leiðinni
Reuters
Hamingjusöm Meyer og Maguire.