Morgunblaðið - 24.04.2008, Síða 3

Morgunblaðið - 24.04.2008, Síða 3
Framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar ı Borgartúni 10-12 ı 105 Reykjavík. Sími þjónustuvers er 411 1111. www.reykjavik.is/fer Vorin eru mikill annatími hjá þeim sem sinna hreinsun borgarinnar. Nýliðinn vetur var snjóþungur og sjaldan gafst tækifæri til að sópa og ryksuga. Framundan eru næg verkefni og má til dæmis nefna hreinsun á umferðarmerkjum, hreinsun opinna svæða og sérstakt átak er í gangi til að fjarlægja veggjakrot. Vorhreinsun gatna og göngustíga er hafin og henni lýkur fyrir mánaðamót. Um leið og Framkvæmda- og eignasvið setur aukinn kraft í hreinsun borgarinnar hvetjum við íbúa og fyrirtæki til að taka til hendinni á eigin lóðum og sameiginlegum reitum til að gera borgina enn fallegri. Alla næstu viku verða starfsmenn hverfastöðva á ferðinni og fjarlægja greinar og garðaúrgang sem settur hefur verið við lóðamörk. Samtakamáttur í hverfum birtist oft í tiltektardögum og þar hafa hverfastöðvarnar lagt íbúum lið. Árvekni íbúa er lofsverð og til að opna henni farveg höfum við tekið til í boðleiðum okkar. Við vekjum sérstaka athygli á 1, 2 og Reykjavík sem er að finna á vef Reykjavíkurborgar - www.reykjavik.is. Einnig er nú hægt að ná sambandi við allar hverfastöðvar í einu símanúmeri: 411 11 11. Um leið og við óskum Reykvíkingum gleðilegs sumars þökkum við fyrir hvatningu, stuðning og ábendingar. Framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar fer með ábyrgð á verklegum framkvæmdum borgarinnar og annast samskipti vegna þeirra. Bygging, rekstur og viðhald mannvirkja í eigu borgarinnar er kjarni starfsins. Undir Framkvæmda- og eignasvið heyrir eignasjóður en í honum eru allar eignir Reykjavíkurborgar. Framkvæmda- og eignasvið er öflug stoð fyrir fagsvið Reykjavíkurborgar og starfsumhverfi þess mun líkjast því að um sjálfstætt fyrirtæki sé að ræða. Með þessu nýja fyrirkomulagi er stefnt að auknu gegnsæi í kostnaði og að kostnaðarvitund innan borgarkerfisins muni aukast. Nú hreinsum við borgina eftir veturinn! Gleðilegt hreint sumar! Nýtt Framkvæmda- og eignasvið Hreinsun gangstíga Tiltekt íbúa Götuþvottur Þrif umferðarmerkja Hirðing trjágreina Hverfahreinsun Hreinsun veggjakrots Tyrfing Endurbætur gatnakerfis Sláttur FR A 04 08 -0 4 hr

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.