Morgunblaðið - 24.04.2008, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 24.04.2008, Qupperneq 14
Eftir Ólaf Bernódusson Skagaströnd | Pálsfiskur (Zenopsis conchifera) kom í trollið hjá Arnari HU 1 í síð- asta túr. Fiskurinn, sem veiddist á Grindavíkurdýpi, er um 30 sm langur og því ungur fiskur þar sem full- vaxnir geta pálsfiskar orðið 80 cm langir. Pálsfiskur er afar sjald- gæfur við Íslandsstrendur enda þótt hann veiðist á strandsvæðum við Atlantshaf og sé einnig í Ind- landshafi og við Ástralíu. Fiskur- inn er silfurlitur, með dökka bletti á flötum búk og með harða geisla í uggunum. Þá er röð af horntönn- um meðfram bakugga og rauf- arugga beggja vegna á fiskinum. Hann er miðsjávar- og botnfiskur á heimaslóðum sínum þar sem hann veiðist töluvert. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Pálsfiskur í trollið hjá Arnari Furðufiskur Pálsfiskur er þunn- vaxinn og höfuðstór. 14 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Eftir Líneyju Sigurðardóttur Þórshöfn | Lífið á Þórshöfn á Langanesi snýst núna um gráslepp- una og höfnin iðar af lífi flesta daga. Blíðviðri hefur verið undanfarið, stillur og skínandi vorsól. Grásleppukarlar eru þokkalega ánægðir með veiðina það sem af er vertíð. Átta grásleppubátar eru gerðir út frá Þórshöfn þetta vorið. Lítið fer fyrir annarri veiði því hrygningarstopp er í tvær vikur inn- an þriggja mílnanna á meðan þorsk- urinn er í sínu árlega fæðingarorlofi. Á vegum Hafrannsóknarstofn- unarinnar er svo einn bátur á neta- ralli í Þistilfirðinum í nokkra daga. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Bryggjuspjall Það er fjörugt við höfnina þegar bátarnir koma að, sjómenn og landkrabbar ræða landsins gagn og nauðsynjar í vorblíðunni. Höfnin iðar af lífi á grásleppuvertíðinni Sjávarútvegssýningarnar European Seafood Exposition (ESE) og Sea- food Processing Europe (SPE) hóf- ust í Brussel í byrjun vikunnar en þessar sýningar eru vettvangur alls hins besta og framsæknasta sem sjávarútvegsfyrirtæki heimsins og fyrirtækja sem þjónusta sjávarút- veginn hafa upp á að bjóða. ,,Sjávarútvegssýningin í Brussel er sú langstærsta sem haldin er í heiminum í dag og þangað koma kaupendur frá öllum heimshornum. Aðrar sýningar komast ekki í hálf- kvisti við Brussel-sýninguna og reynsla okkar af þátttöku er mjög góð,“ segir Svavar Svavarsson, markaðsstjóri HB Granda, á heima- síðu félagsins. Svavar stendur vakt- ina í Brussel ásamt fleiri starfs- mönnum fyrirtækisins. Ánægðir með árangurinn Að sögn Svavars er Brussel mik- ilvægur vettvangur til að kynna HB Granda sem öflugan útflytjanda og birgi fyrir sjávarafurðir. Ekki er svo langt síðan að HB Grandi tók alfarið yfir markaðssetningu afurða sinna, sem ýmis sölusamtök sáu um áður, og segir Svavar að það hafi eðlilega tekið nokkurn tíma að vinna fyrirtækinu sess á erlendum mörkuðum sem sjálfstæður útflytj- andi sjávarafurða. ,,Við erum ánægðir með árangurinn og okkar starf nú felst að hluta til í að við- halda og styrkja tengslin við við- skiptavini okkar á mörkuðum nær og fjær auk þess sem við sækjum fram á nýjum markaðssvæðum. Sýningin í Brussel er góður vett- vangur til þess. Við höfum áður stofnað til nýrra viðskiptasambanda í Brussel eða í kjölfar sýningarinnar þar og væntum þess að svo verði einnig að þessu sinni, segir Svavar Svavarsson. Ráðherra í heimsókn HB Grandi tekur nú þátt í ESE í fjórða skipti og meðal þeirra sem heimsóttu sýningarbás fyrirtækis- ins var Einar K. Guðfinnsson, land- búnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Fjölmenni var við opnun sjávarút- vegssýninganna en þær draga að árlega sýnendur og kaupendur alls staðar að úr heiminum. Þátt í ESE- sýningunni taka rúmlega 1.600 fyr- irtæki frá 87 þjóðlöndum og sýn- endur á SPE-sýningunni, sem er vettvangur véla- og tækjaframleið- enda, eru um 200 talsins frá 22 löndum. Fjöldi íslenzkra fyrirtækja tekur þátt í sýningunum báðum. Ánægðir með árang- urinn af sýningunni HB Grandi eitt fjölmargra fyrirtækja sem sýna í Brussel Sýningar Grandamennirnir Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri HB Granda, og Svavar Svavarsson markaðsstjóri með sjávarútvegsráðherra, Einari Kristni Guðfinnssyni, á evrópsku sjávarútvegssýningunni í Brussel. Hertz Car Rental Flugvallarvegi 101 Reykjavik, Iceland hertz@hertz.is Tel. +354 522 44 00 Fax. +354 522 44 01 www.hertz.is Taktu tvöfalda vildarpunkta með þér í fríið 1000 Vildarpunktar          Bókaðu bílinn fyrir 1. maí á www.hertz.is og fáðu 1000 vildarpunkta hjá Vildarklúbbi Icelandair. Tilboðið gildir til 1. maí. Hertz hefur yfir 7600 afgreiðslustaði í 146 löndum. Morgunblaðið, í samstarfi við Heimsferðir, býður áskrifendum sínum frábært tilboð á vikuferð til Montreal í Kanada 23. maí eða 6. júní. Einnig frábært tilboð á vikuferð til hins einstaka sumar- leyfisstaðar Mont Tremblant í nágrenni borgarinnar. Sumarið er frábær tími í Montreal og nágrenni, svæðið allt í blóma og skartar sínu fegursta. Vert er að benda á að 8. júní er Formúla 1 kappakstur í Montreal og sérstaklega mikið um að vera í borginni á þeim tíma. Áskrifendum býðst nú einstakt tækifæri til að kynnast þessum slóðum. Í boði eru góðir gististaðir og spennandi kynnisferðir um borgina með fararstjórum Heims- ferða. 23. maí eða 6. júní Kanada frá aðeins kr. 29.990* Montreal eða Mont Tremblant Þú spa rar all t að kr. 30 .042 á man n Þú mætir með miðann sem fylgdi Morgunblaðinu 19. apríl til Heimsferða, Skógarhlið 18, eða á einhverja af umboðsskrifstofum þeirra. Einnig er unnt að bóka tilboðið á www.heimsferdir.is Frábært sértilboð fyrir áskrifendur Morgunblaðsins Montreal - Verðdæmi – VIKUFERÐ 23. maí eða 6. júní (nánar á www.heimsferdir.is) Áskr. verð frá Alm. verð Þú sparar allt að 23. maí Flugsæti(netverð m/sköttum) 29.990 40.635 10.645 Hotel Travelodge **+ 49.990 73.890 23.900 Hotel Les Suites Labelle *** 54.990 84.290 29.300 ** Hotel Delta Centre de Ville **** 69.990 90.264 20.274 Innifalið í verði pakka: Flug, skattar, gisting í 7 nætur og íslensk fararstjórn, vikuferð 23. maí. Athugið að ferð 6. júní kostar kr. 20.000 aukalega (verð gistingar eru mun hærri vegna Forrmúlu 1 á þessum tíma). Verð er netverð á mann í tvíbýli. Ath. morgunverður er ekki innifalinn í verði á Hotel Delta Centre de Ville. Mont Tremblant - Verðdæmi – VIKUFERÐ 6. júní (nánar á www.heimsferdir.is) Hotel La Tour des Voyageurs **** 48.745 78.787 30.042 Innifalið í verði pakka: Flug, skattar og gisting í 7 nætur. Verð er netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í herbergi í viku, 6.-13. júní. *) Ath aðeins fyrstu 50 sætin á hvorri dagsetningu. **) Hotel Delta Centre de Ville er ekki í boði í ferð 6. júní. • Glæsilegir skemmtigarðar • Fjörugt næturlíf • Frábært að versla • Himnaríki sælkerans • Einstakt loftslag E N N E M M / S IA • N M 3 3 22 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.