Morgunblaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2008 17
STYRKUR TIL
TÓNLISTARNÁMS
Minningarsjóður um Jean Pierre Jacquillat mun á þessu
ári veita tónlistarfólki styrk til framhaldsnáms erlendis
á næsta skólaári 2008-2009.
Veittur er styrkur að upphæð kr. 600 000.
Umsóknir, með upplýsingum um námsferil og
framtíðaráform, sendist fyrir 1. júní nk.
til formanns sjóðsins:
Arnar Jóhannssonar,
pósthólf 8620,
128 Reykjavík.
Umsóknum fylgi hljóðritanir, raddskrár frumsaminna
verka og/eða önnur gögn sem sýna hæfni umsækjenda.
TÓNLEIKAR Sinfóníuhljómsveitar
Norðurlands voru að vissu leyti há-
tíðartónleikar þar sem farsælt sam-
starf hins 60 ára gamla Tónlistar-
skóla á Akureyri og fimmtánda ári
hljómsveitarinnar var fagnað með
„gígjum og bumbum“ á veglegan og
glaðbeittan hátt.
Raunar markaði Tónlistarskólinn
sér snemma þá stefnu að hlúa sem
best að hljómsveitarstarfi. Það var
mikið lán að framsýnir kennarar og
góðir hljóðfæraleikarar studdu við
bakið á sínum nemendum með því
að leika með þeim og leiða þá í
hljómsveitarspili.
Kammersveit Akureyrar sem for-
veri Sinfóníuhljómsveitar Norður-
lands var skipuð að stórum hluta af
kennurum Tónlistarskólans og enn
eru það kennarar skólans og þeir
nemendur sem lengst eru komnir í
námi sem mynda kjarna hennar.
Þegar rætt er um árangur af
námi í tónlistarskólunum miðað við
kostnaðinn, sem mörgum þykir
óheyrilegur, gleymist oft að öflugt
starf tónlistarmanna vítt um land í
leik og kennslu er ekki síst árangri
þessara skóla að þakka. Mér telst
svo til að hátt í hundrað starfandi
tónlistarmenn í landinu hafi stund-
að nám við Tónlistarskólann á Ak-
ureyri.
Þrjátíu nemenda liðsauki barst
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands úr
tónlistarskólum beggja vegna
Tröllaskagans að þessu sinni og var
mér einkar kært að heyra hve mik-
ill hljómur og góður bættist við
þegar hersingin var öll saman kom-
in.
Efnisskráin var við alþýðuhæfi
og verkin flest á hita(hit)-lista sí-
gildrar tónlistar.
Áhrifamest á þessum tónleikum
fannst mér túlkun Vilhjálms Inga
vera á einleikshlutverki í hinum
fræga trompetkonsert eftir Hay-
den. Breiður og mjúkur tónn hans
var mikið eyrnakonfekt. Tækni
hans, hvort sem var á hröðum sköl-
um eða á löngum og veikum tónum,
var óskeikul. Öryggi hans og túlkun
var svo sem best verður á kosið.
Það er hvetjandi fyrir starfsemi
Tónlistarskólans á Akureyri að geta
státað af því að hafa ýtt slíkum
manni af stað út í tónlistarheiminn.
Mér fannst hljómsveitin vera of
dauf í svörun sinni við þessum líf-
lega leik. Raunar fannst mér einnig
að Pulcinella-svítuna skorti þann
blóðhita og ögrun sem gerir verkið
spennandi. Carmen-svítan fékk
verulega blóðgjöf og var oft með
fínum sprettum. Ef til vill hefðu
þættirnir sem minna eru þekktir
þarfnast meiri æfinga hjá þeim sem
ekki eru komnir í gír atvinnu-
manna.
Mikill og einlægur fögnuður ríkti
í lokin og þakkaði hljómsveitin með
því að endurtaka Sverðdansinn
glæsilega á enn glaðbeittari hátt.
Bravúr trompetleikur
TÓNLIST
Tónleikar
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ásamt
nemendum úr tónlistarskólum Akureyrar,
Dalvíkur, Eyjafjarðar og Skagafjarðar.
Á efnisskrá: Forleikur að Nabucco eftir
Verdi, Þrjú norsk þjóðlög op. 17 eftir
Grieg, Ungverskur dans nr. 5 eftir
Brahms, Sverðdansinn eftir Khachat-
urian, Trompetkonsert Haydens. Pulc-
inella-svítan eftir Stravinsky og Carmen-
svíta nr. 1 og 2 eftir Bizet. Einleikari á
trompet: Vilhjálmur Ingi Sigurðsson.
Konsertmeistari. Martin Lazarz. Hljóm-
sveitarstjóri: Guðmundur Óli Gunn-
arsson. Sunnudaginn 20. apríl kl. 16.
Sinfónískir tónleikar í íþróttasal Gler-
árskóla á Akureyri
bbbbn
Jón Hlöðver Áskelsson
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Stórgóðir tónleikar Sinfóníuhljómsveit Norðurlands á æfingu í fyrra.
EIRÍKUR Örn Norðdahl hlaut í
gær Íslensku þýðingarverðlaunin
fyrir þýðingu sína á bókinni Móð-
urlaus Brooklyn. Verðlaunin voru
afhent á Gljúfrasteini, á afmæli
Halldórs Laxness. Ekki náðist í Ei-
rík í gær áður en blaðið fór í prent-
un.
Í umfjöllun sinni um þýðingu Ei-
ríks í Lesbók Morgunblaðsins síð-
asta laugardag sagði Hjörvar Pét-
ursson meðal annars: „Honum ferst
verkið hér vel úr hendi, íslenski
textinn er kankvís og strákslegur
og á það til að hlaupa út undan sér,
rétt eins og sögumaður sjálfur. Sér-
staklega er gaman að sjá Eirík
sleppa fram af sér beislinu þegar
málfarskækir Lionels fara á flug.
Þá fær merkingin í þýðingunni oft
að fjúka og í staðinn er lögð áhersla
á að ná réttri fónetík og hrynjandi,
jafnvel svo að þýðandinn grípur
fastataki hvað sem hendi er næst til
að fanga það áráttukennda hugs-
anaflæði sem vellur út úr frumtext-
anum, meira að segja brjóstin á
sjálfu tálkvendinu eru toguð út í
flauminn: „Screwtony! Nertscrony!
Screwtsony! Tootscrewny!“ verður
að „Skíttmeðtony! Nýttmeðskóný!
Skíttíróní! Túttugóní!““.
Tilnefnd voru auk Eiríks þau
Friðrik Rafnsson fyrir Brandarann
eftir Milan Kundera, Jón Kalman
Stefánsson fyrir Loftskeytamann-
inn eftir Knut Hamsun, Sigrún Kr.
Magnúsdóttir fyrir Módelið eftir
Lars Saabye Christensen og Sig-
urður Pálsson fyrir Skíðaferðina
eftir Emmanuel Carrère. Í dóm-
nefnd voru Silja Aðalsteinsdóttir,
Fríða Björk Ingvarsdóttir og Árni
Matthíasson.
Þýðingarverðlaunin til Eiríks Arnar
Morgunblaðið/hag
Á Gljúfrasteini Herdís Hubner, móðir Eiríks, tók við verðlaununum fyrir
hans hönd á Gljúfrasteini í gær, úr hendi forseta Íslands.