Morgunblaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGIN
REISUGILDI var haldið í menning-
arhúsinu Hofi í gær og sagði Sigrún
Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri,
m.a. við það tækifæri, að þegar væru
farnar að berast pantanir um ráð-
stefnur og fundi í húsinu allt fram til
haustsins 2010. Kvaðst hún eiga von
á að húsið yrði vinsælt til slíks brúks.
„Það er að vissu leyti undarleg til-
finning að standa hér í dag í Hofinu
okkar sem risið hefur hægt og bít-
andi, jafnt og þétt, upp úr jörðinni og
hefur nú gjörbreytt ásýnd Akureyr-
ar, er strax orðið eitt af kennileitum
bæjarins. Þessi kastali – þessi höll
sumarlandsins – sem við trúum að
muni einnig gjörbreyta öllu mannlífi
í höfuðborg hins bjarta norðurs. Er
full ástæða til að óska okkur öllum til
hamingju með það hvernig til hefur
tekist,“ sagði Sigrún Björk þegar
hún ávarpaði viðstadda.
Það var árið 1999 sem ríkisstjórn-
in ákvað að veita stofnstyrki til upp-
byggingar menningarhúsa utan höf-
uðborgarsvæðisins. Í febrúar 2003
samþykkti ríkisstjórnin að veita ein-
um milljarði kr. til byggingar menn-
ingarhúsa á Akureyri og í Vest-
mannaeyjum og samningur
Akureyrarbæjar og menntamála-
ráðuneytisins var undirritaður í apríl
sama ár. Þá var skipuð verkefnis-
stjórn, sem ætlað var að gera tillögu
um starfsemi í fyrirhuguðu menn-
ingarhúsi og gera rýmisáætlun og
tímaáætlun um framkvæmdina í
heild sinni. Að tillögu verkefnis-
stjórnarinnar var farið í hönnunar-
samkeppni um húsið og skipuð dóm-
nefnd með aðilum bæði frá ríki og
bæ. Alls bárust 33 tillögur að húsinu
sem í tóku þátt arkitektar í níu lönd-
um.
„Ákveðið var að við mat á tillögum
yrði höfuðáhersla lögð á byggingar-
list, innra fyrirkomulag, hagkvæmni
í rekstri, byggingarkostnað, aðgeng-
is- og öryggismál, fyrikomulag á lóð
og umhverfisþætti. Tilgangur sam-
keppninnar var að fá snjallar og
raunhæfar tillögur að fallegri bygg-
ingu sem fellur vel að umhverfi
sínu,“ sagði Sigrún Björk í gær.
Niðurstaða samkeppninnar var að
nota og útfæra tillögu arkitektastof-
anna Arkþings og Arkitema í Dan-
mörku.
Við hönnun tók húsið verulegum
breytingum frá því sem upphaflega
var áætlað, stækkaði t.d. úr 3500 fm í
7000 fm; bætt var við einni hæð og
ákveðið flytja starfsemi Tónlistar-
skóla Akureyrar í húsið. Þá var bætt
við kjallara.
Við athöfnina í gær lék hluti Sin-
fóníuhljómsveitar Norðurlands tvö
lög undir stjórn Guðmundar Óla
Gunnarsson, en hljómsveitin verður
með aðsetur í húsinu. „Í Hofinu okk-
ar kemur til með að verða mjög fjöl-
breytt starfsemi,“ sagði bæjarstjór-
inn í gær. „Hér verður tónlistar-
skólinn á efstu hæðunum en í öðrum
rýmum verður meðal annars að finna
veitingastað, upplýsingamiðstöð
ferðamanna og Akureyrarstofu. Sin-
fóníuhljómsveit Norðurlands og
Leikfélagið verða hér með sína við-
burði og ég á von á að húsið verði
vinsælt til ráðstefnu og fundarhalda.
Nú þegar eru farnar að berast pant-
anir fyrir ráðstefnuhald í Hofi allt
fram til haustsins 2010 – í þessum
geira er ekki ráð nema í tíma sé tek-
ið.“
Kristján Þór Júlíusson, fyrrver-
andi bæjarstjóri, hvatti bæjarbúa í
gær til að vera stolta af verkinu og
hætta tali um að það væri of dýrt.
„Þetta er verkefni sem á eftir að
margfaldast í virði fyrir bæjarbúa á
komandi árum og það er ákaflega
góð innspýting í það öfluga menning-
arlíf sem hér er. Ég er sannfærður
um að þessar raddir þagna mjög
fljótt, og verkefnið verður prísað og
lofað þegar það fer að bera þann
ávöxt sem tíð ætlumst til.“
„Hof gjörbreytir ásýnd Akureyrar“
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Höll sumarlandsins Hof mun gjörbreyta öllu mannlífi í höfuðborg hins bjarta norðurs, sagði bæjarstjórinn.
Morgunblaðið/Skapti
Sá stóri Séð ofan af „svölum“ aðalsalarins, sem taka mun 500 manns í sæti.
Í HNOTSKURN
»Í samkeppni sem haldin var íársbyrjun 2007 bárust 338 til-
lögur að 241 nafni. Tveir stungu
upp á nafninu Hof, þau Aðal-
björg Sigmarsdóttir og Heimir
Kristinsson, og var það einróma
álit nefndar sem skipuð var, að
leggja til að það yrði notað.
Pantanir hafa
borist um ráðstefn-
ur haustið 2010
AKUREYRI
Reykjavík
Vesturbær:
Fjölskyldudagskrá á vegum Vesturbæj-
arlaugar og sunddeildar KR kl. 10-12, frítt í
sundlaugina meðan á dagskrá stendur.
Helgistund í Neskirkju kl. 13. Skrúðganga
frá Melaskóla kl. 13.30. Fjölskylduskemmtun
við Frostaskjól kl. 14-15.30. www.frosta-
skjol.is
Austurbær:
Sameiginleg fjölskylduhátíð Tónabæjar og
Þróttheima í Tónabæ kl. 13-15.
Fjölskylduhátíð í Víkinni kl. 14-16. Grill við
Grímsbæ kl. 12-13, skrúðganga kl. 13.15 frá
Grímsbæ í Bústaðakirkju og þaðan haldið í
Víkina. www.tonabaer.is
Breiðholt:
Fjölskylduskemmtun í Miðbergi kl. 14.
Skrúðganga frá Fjölbrautaskólanum í Breið-
holti kl. 13 með viðkomu í Fella- og Hóla-
kirkju.
Fjölskylduskemmtun í Hólmaseli kl. 14.
Skrúðganga frá Þinni verslun kl. 13 með við-
komu í Seljakirkju. www.midberg.is
Árbær:
Ásinn í Árbænum (við Bónus, bókasafnið
og banka). Fjölskylduskemmtun kl. 14-16.
Skrúðganga frá Árbæjarsafni kl. 12.15 með
viðkomu í Árbæjarkirkju. www.arsel.is
Grafarvogur:
Fjölskylduskemmtun við Rimaskóla í
Grafarvogi kl. 13.30. Skrúðganga frá Spöng
og Íþróttamiðstöð Grafarvogs kl. 13. Frí-
stundaheimilin í Grafarvogi opin, uppskeru-
hátíð og andlitsmálun kl. 10.30-12 30. Fólk-
vangur á Kjalarnesi: Fjölskylduskemmtun kl.
13-17. Frítt í sundlaugina. www.gufunes.is.
Kópavogur
Að gömlum og góðum sið verður sumri
fagnað með skátamessu í Digraneskirkju kl.
11, skrúðgöngu sem leggur af stað kl. 13.30
frá Digraneskirkju og hátíðahöldum í Smár-
anum fyrir alla fjölskylduna sem hefjast kl.
14. Kynnar verða trúðarnir Búri og Bína.
Sumardagurinn fyrsti er skátadagur og
hefur skátafélagið Kópar veg og vanda að því
sem í boði verður.
Nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni
www.kopavogur.is.
Garðabær
Dagskrá sumardagsins fyrsta er að vanda í
umsjá skátafélagsins Vífils. Sumardagurinn
er um leið afmælisdagur félagsins og er þetta
sá fertugasti og fyrsti.
Dagskráin hefst með skátaguðsþjónustu í
Vídalínskirkju kl. 13. Þar endurnýja skátar
skátaheitið og veittar eru viðurkenningar fyr-
ir vel unnin störf.
Skrúðgangan hefst kl. 14 og verður gengið
frá Vídalínskirkju að Hofsstaðaskóla. Skáta-
foringjar úr Vífli munu sjá um fánaborg í
skrúðgöngunni og sér Blásarasveit Garða-
bæjar um göngutaktinn og hressan undirleik.
Við Hofsstaðaskóla mun lúðrasveitin leika
nokkur lög og að því loknu hefst skemmti-
dagskrá þar sem allir ættu að geta fundið eitt-
hvað við sitt hæfi, t.d. þrautabraut, leiktæki,
söngur og skemmtiatriði. Trúðarnir Binni og
Bína kíkja í heimsókn auk söngatriðis.
Hofsstaðaskóli verður opinn og skátatertu-
hlaðborð Vífils. Kaffisalan verður í sam-
komusal skólans. Hægt er að kynna sér dag-
skrána á www.gardabaer.is.
Hafnarfjörður
Á sumardaginn fyrsta mun bærinn klæðast
hátíðarbúningi í tilefni af 100 ára kaupstað-
arafmæli sínu. Afmælisfánar verða dregnir að
húni og sett verða upp ný og glæsileg bæj-
armarkaskilti. Ferðaþjónustuaðilar munu
einnig skarta sínu besta og bjóða upp á
skemmtilega dagskrá.
Frítt verður í Sundhöll Hafnarfjarðar (opin
frá kl. 8 til 12) og Suðurbæjarlaug (opin frá kl.
8 til 17.30) allan daginn. Allir Hafnfirðingar
og aðrir gestir eru hvattir til þess að skella
sér í sund og taka léttklæddir á móti sumrinu.
Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá verður í
boði þennan dag og má þar helst nefna: Fjöl-
skyldudagskrá á Thorsplani (miðbæ Hafn-
arfjarðar) í umsjá Hraunbúa, skátafélags
Hafnarfjarðar, smalakeppni hjá Íshestum,
víkingabardaga á Fjörukránni, hið árlega
víðavangshlaup, tónleika með Bubba Morth-
ens og margt fleira. Gestir eru hvattir til að
heimsækja Þjónustuver Hafnarfjarðar og
kynna sér afþreyingu og dagskrá.
Hafnfirðingar eru höfðingjar heim að sækja
og bjóða öllum að koma til Hafnarfjarðar og
taka á móti sumrinu í góðum félagsskap.
Hægt er að kynna sér dagskrána á
www.hafnarfjordur.is.
Mosfellsbær
Dagskrá sumardagsins fyrsta fer að mestu
fram við Lágafellsskóla.
Skrúðganga leggur af stað frá Bæjarleik-
húsinu kl. 13. Skólahljómsveit Mosfellsbæjar
tekur á móti göngunni við Lágafellsskóla.
Sjoppa – tívolí – hoppkastali – gullkista –
spákona – og margt fleira
Kaffisala og skemmtun í matsal Lágafells-
skóla. Sr. Kjartan Jónsson flytur blessunar-
orð. Greta Salóme Stefánsdóttir og Hákon
Bjarnason spila á fiðlu og píanó. Leikfélag
Mosfellsbæjar. Sigurvegari söngvakeppni
Samfés, Stefanía Svavarsdóttir, syngur sig-
urlagið. Frá hæfileikakeppni Bólsins: Eyrún
og Harpa, sirkus- og dansatriði. Agnes Eir og
Telma Rut, dansatriði. Fjöldasöngur.
Leikfélag Mosfellsbæjar í Bæjarleikhúsinu.
Kl. 15 verður haldin barnaskemmtun í Bæj-
arleikhúsinu. M.a. á dagskrá er Þorri og Þura,
Naglasúpan, Amma segir sögur, Nýju fötin
keisarans og Bakkabræður.
Miðaverð er 500 kr. Miðapantanir í síma
566-7788. Hægt er að kynna sér dagskrána á
www.mosfellsbaer.is.
Seltjarnarnes
Ferðalangur á sumardaginn fyrsta, kaffi-
veitingar í Gróttu milli kl. 13 og 15.
Ferðalöngum er boðið inn í kaffi og kleinur.
Þá verður einnig opið upp í vitann þar sem
hægt er að líta útsýnið yfir Seltjarnarnesið,
Reykjavíkina, Skagann, fjöllin og sjóinn svo
langt sem augað eygir og veðurskilyrði leyfa.
Frítt fyrir alla; börn, konur og karla. Grótta,
Seltjarnarnesi. Nánari upplýsingar á vefsíð-
unni www.ferdalangur.is.
Fjölbreytt hátíðahöld á sumardaginn fyrsta
Morgunblaðið/hag
Sumardagurinn fyrsti verður
haldinn hátíðlegur í hverfum
borgarinnar fimmtudaginn 24.
apríl. Hér að neðan má sjá dag-
skrána í grófum dráttum en
nánari upplýsingar er að finna
á viðkomandi heimasíðum.