Morgunblaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurð- ardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is „ÞAÐ er ákveðið áhyggjuefni að líta til nágrannasveitarfélags okkar, Reykjavíkur, á það sem er að gerast í borgarstjórninni,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamála- ráðherra á fundi sjálfstæðismanna í Kópavogi í gærkvöldi. „Við líðum fyrir það að við náum að koma mál- unum, sem við vinnum að, fram en ekki nægilega vel á framfæri.“ Þorgerður Katrín sagðist standa við þau orð sín að Tjarnarkvartettinn svokallaði hefði aðeins verið fínn á pappír. „Það var ekkert sem kom frá þeim kvartett, ekki einu sinni falskur tónn þessa 100 daga og það segir mikið um hvernig þessi meirihluti starfaði.“ Núverandi meirihluti hefði tekist á við erfið málefni, t.d. biðlista- vandamál varðandi ung börn, Lauga- veg 4-6, en hann hefði leyst þau mál. Því miður virtust þessi mál ekki ná nægilega vel eyrum almennings. „Ég hlýt að lýsa yfir ákveðnum áhyggjum þegar eitt af okkar sterk- ustu vígjum mælist með 30% í skoð- anakönnun þegar við erum í meiri- hluta í Reykjavík. Ég held að það sé einfaldlega þannig að það verði allir að líta í eigin barm, ekki bara borg- arstjórnarfólkið okkar heldur við í Sjálfstæðisflokknum, og skoða hvað megi betur gera á þeim vettvangi því það er hugsanlegt að það sé bara tímaspursmál hvenær þetta muni bitna almennt á landsmálapólitík- inni.“ Þorgerður Katrín sagði hins- vegar að svo lengi sem flokkurinn ynni að sínum málefnum eftir sinni stefnu væri hún bjartsýn. „Við eigum að halda áfram okkar vinnu, vera ein- örð en við þurfum að fá skýrar línur í Reykjavík.“ Ekki fela galla ESB-aðildar Þorgerður Katrín ræddi að auki um þau mál á Alþingi sem reynt yrði að klára fyrir þinglok, líkt og nýja rammalöggjöf um leik-, grunn- og framhaldsskóla, orkufrumvarpið og matvælafrumvarpið. Hún lýsti yfir ánægju sinni með að Sjálfstæðis- flokkurinn hefði nú náð hreinum meirihluta á Akranesi og kom þar að auki inn á verðbólguógnina sem reynt væri að ná niður. Þá fjallaði hún nokkuð um Evrópusambandið (ESB) og inngöngu í það. „Ég er eindreginn talsmaður þess að við förum vel yfir Evrópumálin öll,“ sagði Þorgerður Katrín en það væri skylda stjórnmálamanna að upplýsa samfélagið um kosti og galla inngöngu í ESB. Hún sagði að sér hefði fundist á undanförnum vikum að einungis kostirnir hefðu verið dregnir fram en gallar fylgdu líka inngöngu og ekki ætti að fela þá. Tók hún sem dæmi að aukið atvinnuleysi myndi fylgja inngöngu í sambandið auk þess sem matvælaverð myndi að öllum líkindum hækka. Þorgerður Katrín sagðist treysta landsmönnum til að kjósa um inn- gönguna í þjóðaratkvæðagreiðslu og nefndi næsta kjörtímabil í því sam- bandi. Breyta þyrfti stjórnar- skránni, m.a. hvað varðaði valdsvið forsetans „vegna þjóðaratkvæða- greiðslu í tengslum við þau lög sem hann hefur hafnað af hálfu þingsins“. Ástandið í borgarstjórn mikið áhyggjuefni Morgunblaðið/G. Rúnar Fundað Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, á fundi sjálfstæðismanna.  Tímaspursmál hvenær það bitnar á landsmálapólitíkinni  Þjóðaratkvæðagreiðsla ætti að ákvarða inngöngu í ESB LAX-Á, fyrirtæki sem sérhæfir sig í þjónustu tengdri veiðimennsku, mun ekki endurnýja leigu- samning sinn við Veiðifélag Miðfjarðarár. Samn- ingurinn rennur út í sumar, en fyrirtækið hefur verið leigutaki allra veiðisvæða í Miðfjarðará síðan árið 2001. Haft var eftir Árna Baldurssyni, for- stjóra Lax-ár, á vefsíðunni vötnogveiði.is í gær að með þessu væri Lax-á að hugsa til framtíðar. Efnahagsástandið í landinu væri með þeim hætti að fyrirtækið yrði að „gíra sig niður á innanlands- markaði“. Ekki tekið mið af efnahagsaðstæðum Í samtali við Morgunblaðið staðfestir Stefán Sigurðsson, sölustjóri Lax-ár, að aðalfundur Veiðifélags Miðfjarðarár hafi hafnað nýjum leigu- samningi sem í bígerð var milli Lax-ár og stjórnar veiðifélagsins og sett fram annan í hans stað. Leigusamningurinn hefur hingað til verið vísitölu- tryggður og því hækkað með verðlagi. Nýi samn- ingurinn hafi tekið mið af versnandi verðbólgu- horfum, leigutökum í hag, en móttillaga aðalfundar Veiðifélagsins ekki. Segir Stefán ársleiguna hafa hækkað um ná- lægt 10 milljónum á síðustu tveimur árum. „Leig- an var orðin það há að við vorum ekki alveg tilbúin að halda áfram að láta hana hækka endalaust. Ef verðbólga heldur áfram eins og hún er í dag gæti leigan hækkað um 12-13 milljónir í viðbót á einu ári héðan í frá. Verð er bara orðið ofsalega hátt og við erum ekki alveg tilbúin að taka þátt í þeirri þróun,“ segir Stefán. Hann kveður leiguverð á ís- lenskum veiðiám hafa verið að hækka upp úr öllu valdi. Nú sé flest að lækka og tími sé kominn á að árnar fylgi þeirri þróun að einhverju leyti. Mið tekið af aðstæðum í framtíðinni? Í frétt vefjarins vötnogveiði.is er því velt upp hvort útlendingar verði mögulega atkvæðamiklir aftur í veiðileyfakaupum hér á landi, samhliða samdrætti innanlands. Íslendingar hafi í uppgangi síðustu ára ýtt útlendingum út af borðinu að vissu marki. Eins er því velt upp að aðrir landeigendur og leigutakar, t.d. við Vatnsdalsá í Húnaþingi, hafi nýlega framlengt leigusamninga og þá tekið tillit til breyttra efnahagsaðstæðna. Lax-á endurnýjar ekki leigu sína á Miðfjarðará Í HNOTSKURN »Lax-á hefur allnokkrar veiðiár á leigu hér-lendis, m.a. Ytri- og Eystri-Rangá, Blöndu, Víðidalsá og Laxá á Ásum. »Veiðileyfi í íslenskum laxveiðiám á bestatíma hafa nálægt því þrefaldast í verði á síðustu fimm árum. Líklegt þykir að það gangi til baka að hluta á næstu misserum. Dýrt Veiðileyfi hafa hækkað mikið í verði. „Gíra sig niður á innanlandsmarkaði“ vegna efnahagsástandsins í landinu AÐEINS rúmur helmingur, eða 55% aðspurðra í viðhorfskönnun Capa- cent Gallup fyrir Vegagerðina, segist vera frekar eða mjög öruggur á veg- um landsins. Til samanburðar má nefna að árið 2005 sögðust tæp 69% vera örugg eða mjög örugg. Í fyrra var hlutfall þeirra sem töldu sig örugga eða mjög örugga þó enn lægra en í ár, eða 53%, og hefur því hækkað lítillega síðan þá. Ófullnægjandi merkingar Þetta kemur fram í Fram- kvæmdafréttum Vegagerðarinnar. Niðurstöður sömu könnunar sýna einnig að sífellt stærri hópur fólks telur merkingar á vinnusvæðum ófullnægjandi. Sá hópur telur nú rúm 58% en var um 33% í ágúst árið 2006. Einnig var spurt um viðhorf fólks til hálkuvarna og kom í ljós að fólk er greinilega óánægt með þær. Þannig sagði tæpt 61% þær vera ófullnægjandi en rúmur fjórðungur vegfarenda taldi þær fullnægjandi. Margir óttast um öryggi sitt á vegum Umferð Einungis 55% telja sig frek- ar eða mjög örugg á þjóðvegunum. Morgunblaðið/ÞÖK ♦♦♦ ÞRIGGJA bíla árekstur varð við Suðurlandsveg rétt vestan Kög- unarhóls í gærkvöldi. Engin slys urðu á fólki, en tveir jeppar og einn fólksbíll áttu hlut að máli. Var fremsti bíllinn að beygja inn á Suð- urlandsveg þegar sá aftasti lenti aftan á þeim í miðjunni og þeytti honum á þann fremsta. Tvo þeirra þurfti að flytja af vettvangi með kranabíl, mikið skemmda. Þrír bílar skullu saman ELDSNEYTISVERÐ hækkaði í gær, fyrst hjá N1 en öðrum í kjöl- farið. Bensín hækkaði um 3 kr. hjá N1 og aðrar olíur um 5 kr. Í gær- kvöldi var algengt verð í sjálfs- afgreiðslu hjá Olís 161,9 kr. á lítra af bensíni og 176,8 kr. á lítrann af dísil. Hjá Shell gilti sama verð. Á sjálfsafgreiðslustöðvum Atlantsolíu og Ego var bensín á 160,2 kr. og dísilolía á 175,2 kr. Hjá ÓB var bensín skráð á 157,2 kr. og dísil 170,2. á lítrann, en 157,1 og 170,1 hjá Orkunni. Bensínverð náði 161,9 kr. á lítra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.