Morgunblaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ NEYÐIN Í BÚRMA Náttúruhamfarirnar í Búrmamunu leiða af sér ómældarhörmungar ef fram heldur sem horfir. Vegna tregðu herforingja- stjórnarinnar í landinu er ekki hægt að koma hjálp til þeirra, sem verst urðu úti þegar fellibylurinn Nargis gekk yfir, nema í mjög takmörkuðum mæli. Stjórnvöld segjast hafa fullt vald á ástandinu en það er öðru nær. Talið er að hundrað þúsund manns hafi farist, ein milljón manna hafi misst heimili sín og ein og hálf milljón þurfi á hjálp að halda. Berist aðstoð ekki nú þegar mun ástandið fara hríð- versnandi. Fólk verður uppskroppa með mat og þá fer sulturinn að sverfa að. Um leið munu sjúkdómar breiðast út og herja á fórnarlömb óveðursins. Helstu atvinnuvegir landsins eru í bráðri hættu. Nú má búast við upp- skerubresti vegna seltu á ökrum. Brátt skella á monsúnrigningar og ógerningur er að segja til um hvenær akrarnir verða nothæfir aftur. Upp- skera næsta árs gæti því einnig orðið takmörkuð. Þá gæti sjávarútvegurinn verið í rúst. Gervihnattamyndir sýna að fiskibátafloti landsins hefur orðið illa úti í óveðrinu. Við Búrma blasir hrun. Það litla, sem herforingja- stjórnin gerir, er ekki í neinu sam- ræmi við þarfirnar og hún neitar að þiggja hjálp umheimsins. Hvað getur alþjóðasamfélagið gert við slíkar kringumstæður? Hvað ber því að gera? Geta þjóðir heims staðið hjá án þess að skerast í leikinn? Er ábyrgð þeirra engin? Þessar spurningar eru nú mjög áleitnar. Bernard Kouchner, utan- ríkisráðherra Frakklands, hefur lagt til að Sameinuðu þjóðirnar samþykki ályktun um að herforingjastjórnin verði að þiggja hjálp. Þessari hug- mynd hafa Rússar og Kínverjar, sem eru einhverjir helstu stuðningsmenn herforingjastjórnarinnar, hafnað. Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, vill taka málið upp á neyð- arfundi á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna. Nú er sem sagt komin fram krafa um að notuð verði sú grundvallar- regla í alþjóðasamskiptum sem kveð- ur á um „skyldu til að vernda“. Á grundvelli þessarar reglu skárust Vesturlönd í leikinn til að stöðva þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir Slobodans Milosevic í Kosovo. Mark- mið þessarar reglu er að vernda fólk gegn stríðsglæpum, þjóðarmorði, þjóðernishreinsunum og glæpum gegn mannkyni. En á þessi regla við þegar náttúruhamfarir dynja yfir? Á móti má spyrja hvort það sé einhver munur á því að stjórn lands murki líf- ið úr eigin borgurum eða aðhafist ekkert til að bjarga eigin borgurum þegar neyðarástand skapast vegna hamfara? Alþjóðasamfélagið á ekki annars kost en að grípa í taumana. Augljósasti kosturinn er að varpa gögnum úr lofti þar sem neyðin er stærst. Slík aðstoð kemst hins vegar ekki til skila nema að hluta til. Lang- skilvirkast væri að koma gögnum til skila á jörðu niðri en í her Búrma eru fjögur hundruð þúsund manns undir vopnum. Myndi hann beita valdi til að koma í veg fyrir að aðstoð bærist til fólks í neyð? Það er hins vegar ljóst að beri þjóðum heims skylda til að koma í veg fyrir glæpi gegn mannkyni hvílir einnig á þeim skylda að koma til hjálpar í neyð eins og nú ríkir í Búrma. Hvað ætlar alþjóðasamfélagið að gera? BANDARÍSKI SEÐLABANKINN OG EIGNABÓLUR Athyglisverðar umræður fara núfram innan bandaríska seðlabank- ans að því er fram kom í frétt í Fin- ancial Times í gær. Þar segir að innan bankans sé nú rætt um leiðir til þess að fást við eignabólur í kjölfarið á þeim vanda, sem upp er kominn á alþjóðleg- um fjármálamörkuðum. Og þá er átt við að bankinn geti hugsanlega beitt regluverki og jafnvel vaxtastigi til þess að berjast gegn hækkunum á eignum, sem ekki séu rök fyrir að mati bankans. Hér er augljóslega átt við aðgerðir til þess að koma í veg fyrir verðbólur af því tagi, sem hafa einkennt hlutabréfa- markaðinn hér og raunar fasteigna- markaðinn einnig að einhverju leyti. Í frétt Financial Times kemur fram, að hinn heimsþekkti fjármálamaður, Alan Greenspan, hafi verið þeirrar skoðunar, að seðlabankar ættu ekki að ráðast gegn verðbólum heldur reyna að milda neikvæð áhrif þeirra, þegar þær væru sprungnar. Nú séu forráðamenn bandaríska seðlabankans hins vegar að taka þessa stefnu Greenspans til endurskoðunar. Ein aðferð, sem til umræðu er innan Seðlabanka Bandaríkjanna að sögn brezka blaðsins, er sú, að hækka vexti meira en ella væri talið tilefni til ef vís- bendingar væru um að eignaverð væri að hækka meira en eðlileg rök væru fyrir. Innan bankans eru þó sagðar efa- semdir um þessa leið en meiri áhugi á að nota regluverk til þess að koma böndum á eignabólur. Þannig hefur fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna lagt til að Seðlabanki Bandaríkjanna fái heimildir til að krefja fjármálafyrir- tæki um breytta hegðun ef talið er að ákvarðanir þeirra geti ógnað efnahags- legum stöðugleika. Það er full ástæða til fyrir íslenzk stjórnvöld að fylgjast með þessum um- ræðum í Bandaríkjunum. Í forystu- grein Morgunblaðsins í fyrradag sagði m.a.: „Til viðbótar er svo tímabært að hefjast handa um að endurskoða allt efnahagskerfið og fjármálakerfið í ljósi þeirra vandamála, sem upp hafa komið. Markmiðið ætti að vera að sníða af því þá hnökra og vankanta, sem hafa komið í ljós. Einmitt nú, þegar menn hafa fengið eins konar „sjokk“ vegna óvæntrar þróunar mála, er tækifærið til að grípa til slíkra aðgerða og koma þeim í framkvæmd. Það á ríkisstjórnin að gera.“ Slík vinna virðist nú vera í gangi í Bandaríkjunum ef marka má frétt Fin- ancial Times. Er hún hafin hér? Ef ekki, má spyrja hvort ekki sé tímabært að hún hefjist nú þegar? Það er hrópað á aðgerðir. Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Málflutningur fyrirHæstarétti vegna átjánákæruliða í Baugsmál-inu svonefnda hófst stundvíslega klukkan átta í gær- morgun. Sigurður Tómas Magnús- son settur ríkissaksóknari hafði orð- ið og var gert réttarhlé rétt fyrir klukkan 17. Þá hafði Sigurður lagt mál sitt í dóm. Í dag taka svo verj- endur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, stjórnarformanns Baugs, Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarfor- stjóra, og Jóns Geralds Sullenberg- er, fyrrverandi viðskiptafélaga Baugsmanna, við keflinu. Frá upphafi var ljóst að saksókn- ara var naumt skammtaður tími til ræðuhalda. Hann talaði lengst af á því sem næst tvöföldum hraða – mið- að við í Héraðsdómi Reykjavíkur – og undir lokin var hann orðinn ill- skiljanlegur vegna flýtis. Þegar yfir lauk var mikið dregið af honum og hafnaði hann viðtölum við fjölmiðla m.a. á þeirri forsendu að hann þyrfti að jafna sig. Raunar tók hann einnig fram að það væri ekki góð regla að tjá sig á meðan enn væri verið að flytja málið. Beinist ekki að þeim sem önnuðust færslugerð Sigurður Tómas byggði málflutn- ing sinn upp eins og fyrir héraði og á löngum köflum var aðeins um end- urtekningu að ræða. Þó lagði hann töluvert ríkari áherslu á ábyrgð Jóns Ásgeirs sem forstjóra Baugs á þeim tíma sem meint bókhaldsbrot áttu sér stað, þ.e. árin 1999-2002, og tók fram að brotin beindust að þeim sem fyrirskipaði þau, ekki þeim sem önn- uðust færslugerð. Einnig tók hann fram að um fullframin bókhaldsbrot væri að ræða, þegar innri eða ytri fylgiskjöl fylgdu ekki færslum, eða engin raunveruleg viðskipti stæðu þeim að baki. Hann minnti einnig á að fátt væri líkt með Baugur Group í dag og Baugi hf. á þeim tíma sem ákæran tæki til. Fyrirtækið hefði verið al- menningshlutafélag með smásölu sem kjarnastarfsemi. Stjórnendur þess hefðu átt að gæta hagsmuna hluthafa. Tölvubréfin ekki fölsuð Tölvubréf hafa mikið vægi í Baugsmálinu og fór mikið púður við aðalmeðferð fyrir héraði í rökræður um hvort auðvelt væri að falsa slík gögn eða ekki. Saksóknari tók sér- staklega fram að ákærðu hefðu óbeint staðfest að tölvupóstarnir væru frá þeim komnir, þ.e. þar sem sakborningar hefðu ekki sagt að þeir væru falsaðir og frekar lýst efni þeirra, þó svo að þeir hefðu ítrekað spurt, og þá sérstaklega við rann- sókn málsins, hvort tölvubréfin hefðu fundist í tölvum þeirra. Notaði hann sem dæmi yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri hjá lögreglu þar sem hann var spurður hvort hann hefði orðið var við fölsuð tölvubréf. Jón Ásgeir hefði vikið sér frá því að svara og spurt sýknt og heilagt hvort bréfin hefðu fundist á tölvu sinni. Sigurður lýsti þá rannsókn lög- reglu á þeim tölvubréfum sem lögð hafa verið fram í málinu. Játaði hann þó að hægt væri að falsa slík bréf, en það væri ansi erfitt eins og fram hefði komið við aðalmeðferð málsins. Hann sagði þá engar vísbendingar hafa komið fram um að framlögð tölvubréf væru fölsuð eða að þau kæmu ekki frá þeim sem við ætti. Það hefði átta sérfræðingum ekki tekist að finnaog liti ákæruvaldið svo á að um mjög áreiðanleg sönnunar- gögn sé að ræða. Síðar bað hann Hæstarétt að hafa í huga að ef bréfin væru skoðuð ein og sér væri ekki sýnt fram á mikið með þeim en ef dagsetningar og önn- ur gögn væru skoðuð með mætti ráða af þeim fjölmargt. Þá minntist saksóknari einnig á þá tilhneigingu Baugsmanna að nota „matarmál“ í tölvubréfum sínum, bæði í titlum og inntaki. Meðal ann- ars hefði verið rætt um „sósumál“ í Lúxemborg og eitt bréfið hafði yfir- skriftina „eldamennska“. Taldi sak- sóknari það einkennilega tilviljun að upp á enska tungu væri talað um „cooking the books“ þegar breyta eða fegra ætti bókhald. 104. gr. ekki óskýr Í öðrum kafla ákærunnar, þ.e. ákæruliðum 2-9 er Jón Ásgeir kærð- ur fyrir brot á 104. grein hlutafélaga- laga með því að veita ólögleg lán. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að í fjórum ákæruliðum væri um að ræða atferli sem bryti í bága við 104. gr. en sýkn- aði Jón Ásgeir þar sem refsiheim- ildin væri ekki nægilega skýr. Í greininni er lagt bann við tilteknum athöfnum hlutafélaga en ekki ein- staklings. Í öðrum ákæruliðum taldi Héraðsdómur ekki um brot á hluta- félagalögum að ræða. Settur saksóknari er eðli málsins samkvæmt ósammála túlk aðsdóms og sagði m.a. að væri mjög skýr. Reifaði han dóma máli sínu til stuðning aði til danskra dómaf Einnig vísaði hann í greina sem ítarlega er fjallað um ann. Sigurður fór einnig yfir a veitingar, vakti athygli á þ Ásgeir væri nær ávallt báðu við borðið og um sjálfsafgr væri að ræða. Í flestum tilv um að ræða vaxtalaus lá kaupa hlutafé í Baugi í teng hlutafjárútboð árin 1999 Lánin hefðu verið afar óeðl gerð nokkur tilraun til innh hefðu þau verið skráð á v mannareikning viðkoman Fjárfars, Gaums og Kris hannesdóttur. Með þessum lánum hefð félagsins verið breytt. Lögðu saman á ráðin Settur saksóknari fór yfir ákæruliði 10-17, en í Jón Ásgeir og Tryggvi ákæ an fyrir bókhaldsbrot. Héra sakfelldi Jón Ásgeir fyrir e Tryggva þrjá. Voru þeir þriggja og tólf mánaða skilo ið fangelsi. Sigurður Tómas benti á náið samráð hefði verið m Jóni Ásgeiri og Tryggva þeir lagt á ráðin um a færslur sem ákært væri f hann þátt Jóns Ásgeirs sé fyrir og las upp úr yfirheyr sem Jón Ásgeir viðurke skoða allar lokafærslur auk leggja blessun sína yfir b áður en uppgjör voru kynn Settur saksóknari lagði ríka áherslu á ábyrgð Jóns Ásge Ásetningur og fram í tölvubré Ákæruvaldið Jón Þór Ólason aðstoðarmaður og Sigurður Tómas Aðeins fjölmiðlamenn og áhugafólk sátu fyrri dag málflutnings í Baugs- málinu sem tekið er fyrir í Hæstarétti. Þar var Andri Karl og hlýddi á settan saksóknara. Vörnin F.v.: Brynjar Níelsson, verjandi Jóns Geralds, Gestur Jóns verjandi Jóns Ásgeirs, og Jakob R. Möller, verjandi Tryggva Jóns

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.