Morgunblaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2008 37 eru því ófá handtökin sem hann á í félagsheimilinu „Víkinni“ og á skíða- svæðum félagsins, þegar byggja átti nýtt, sinna viðhaldi á húsnæði eða skíðalyftum, auk annarra viðvika sem til féllu. Hjörleifur starfaði mikið fyrir Handknattleikssamband Íslands þar sem hann átti sæti í landsliðsnefnd- um og var formaður aganefndar um árabil. Fyrir störf sín var hann sæmdur gullmerki HSÍ árið 1991. Í öllum störfum sínum var hann heilsteyptur, farsæll og úrræðagóð- ur, en um leið fylginn sér þegar við átti. Fyrir störf sín fyrir Víking var hann sæmdur silfurmerki 1968, gull- merki 1978 og gullmerki með lárvið- arsveig 1998. Staðfastur stuðningur, umhyggja og einlægur áhugi Hjörleifs fyrir framgangi Víkings verður ekki full- þakkaður. Víkingar senda þér, Lillý, og fjöl- skyldunni innilegar samúðarkveðjur og kveðja kæran vin og félaga með virðingu og söknuði. Þór Símon Ragnarsson. Á hundrað ára afmælisári Víkings hefur verið höggvið stórt skarð í rað- ir traustustu félagsmann þess. Fyrir skömmu andaðist Örn Guðmunds- son og nú er Hjörleifur Þórðarson, rafvirkjameistari og fyrrverandi for- maður handknattleiksdeildar félags- ins látinn. Við andlát Hjörleifs koma mörg áhugaverð minningabrot upp í hugann, bæði úr sameiginlegu áhugamáli okkar, handknattleikn- um, svo og störfum okkar. Ég kynnt- ist Hjörleifi þegar hann var formað- ur handknattleiksdeilda Víkings og ég og vinur minn Einar Magnússon vorum valdir í stjórn deildarinnar. Fundir voru þá haldnir á heimili Hjörleifs og Jensínu, eiginkonu hans. Er mér sérstaklega minnis- stæður áhugi Hjörleifs á að stórefla unglingastarf innan deildarinnar. Þetta starf skilaði félaginu mörgum árum síðar einhverju sigursælasta liði í sögu handknattleiks á Íslandi. Þá er mér enn minnisstæðar góðu terturnar hennar Jensínu sem hún bakaði í tilefna fundanna og var því fundarsókn ávallt góð! Hjörleifur var valinn í landsliðs- nefndir HSÍ, fyrst piltalandsliðsins og síðar karlalandsliðsins þegar ég var leikmaður með Víkingi. Sýndu hann og félagar hans í nefndunum mér það traust að leika með þessum liðum. Einn eftirminnilegasti leikur okkar á þessum árum er 15-10 sig- urleikurinn gegn Dönum í troðfullri Laugardalshöllinni, en þá höfðu Hjörleifur og félagar hans í lands- liðsnefndinni sýnt það hugrekki að setja fimm unga en efnilega leik- menn inn í liðið í stað okkar leik- reyndustu kappa. Ég man að Hjör- leifur sem allir aðrir voru mjög ánægðir að þeim leik loknum. Þá fór- um við fyrstir Víkinga á Ólympíu- leika í München 1972, Hjörleifur sem landsliðsnefndarmaður og far- arstjóri og ég sem leikmaður. Hjör- leifur sat ásamt góðum félögum sín- um, Jóni Kristjáns og Sveini í mörg ár í aganefnd HSÍ þar sem þeir fé- lagar þurftu að fjalla um mörg erfið mál og sem þeir tóku á með festu handknattleiksíþróttinni til heilla. Man ég þetta mjög vel sem formaður HSÍ á þessum tíma. Þegar ég stofnaði fyrirtæki mitt, Altech, sem m.a. smíðaði fyrsta ís- lenska róbótann eða vélmenni fyrir álver, þá aðstoðaði rafverktakafyr- irtæki Hjörleifs við að smíða stjórn- skápa fyrir vélarnar og leggja raf- magnsleiðslur á þær og skynjara til að stýra þeim. Hélst þetta samstarf okkar í mörg ár þegar við hófum út- flutning á þessum vélum til álvera. Hjörleifur naut virðingar í fagi sínu sem rafvirkjameistari. Ég og Sonja vottum látnum heið- ursmanni og vini virðingu okkar. Við vottum ástkærri eiginkonu Hjör- leifs, Jensínu Guðrúnu, börnum þeirra hjóna, Þórði Georg og Þórdísi og barnabörnum svo og fjölskyldum þeirra og vinum okkar innilegustu samúð. Megi algóður Guð styðja okkur öll í sorg okkar. Í vináttu, kærleika og sannleika, Jón Hjaltalín. Enn eitt skarðið er höggvið í raðir okkar Víkinga, Hjörleifur Þórðarson er fallinn frá eftir erfiða en hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Ekki er langur tími síðan við fylgdum öðrum góðum vini okkar, Erni Guðmunds- syni, til grafar. Við kynntumst Hjölla í gegnum Víking og það fór ekki milli mála að þar fór sannur Víkingur og ekki síð- ur góður og traustur vinur. Hjölli var einn af stofnfélögum í Veiði- félaginu Kjarna og kjörinn fyrsti formaður þess. Kjarni er fé- lagsskapur veiðigarpa, og golfara í seinni tíð, sem standa við bakið á Víking. Nú eru að baki veiðitúrar, fjöl- skylduferðir og golfferðir og eftir lif- ir minningin um Hjölla og hvað hon- um þótti vænt um sína nánustu. Okkur er ofarlega í huga hvað hann hafði forgangsröðina í lífinu á hreinu, oftar en einu sinni kom það fyrir að golfferð erlendis hjá Kjarna kom upp á sömu daga og Andrésar andar leikarnir á skíðum. Það var ekki að spyrja að því að Hjölli valdi frekar að fylgjast með barnabörn- unum sínum og öðrum iðkendum Skíðadeildar Víkings en fjölskylda Hjölla hefur átt veg og vanda af upp- gangi þeirrar deildar. Hjölli var fastur á sínu að vanda og fór sínu fram. Ekki gat hann hugsað sér að sleppa Kjarnafundum þrátt fyrir að vera orðinn máttfarinn og sótti fundi og sinnti sínum störf- um eins lengi og hann hafði heilsu til. Minnisstæð er okkur ferð sem við fórum í fyrrahaust með Hjölla og Lillý. Hjölli var nú ekki upp á sitt besta en reyndi engu að síður að njóta ferðarinnar eins vel og hann gat. Í dag erum við sérstaklega þakklát fyrir þessar góðu stundir. Þegar við hittum Hjölla í síðasta sinn vorum við á 100 ára afmælishá- tíð Víkings 1. maí síðastliðinn. Ekki hvarflaði að okkur þá að kveðju- stundin yrði sú síðasta. Lillý hafði sótt hann á spítalann svo hann gæti fylgst ungum sem öldnum Víkingum þramma í gegnum hverfið. Án efa hefur það glatt Hjölla og hjarta hans fyllst stolti að fylgjast með fulltrúum félagsins bera merki þess hátt á lofti. Hjölli var einn af þessum frum- herjum í Víking sem skildu mikil- vægi unglinga- og æskulýðsstarfs í hverfinu. Lífið er hverfult, Hjölla bíða nú önnur störf á öðrum vettvangi og eftir lifir minningin um allar góðu stundirnar. Elsku Lillý og fjölskylda, megi Guð vera með ykkur og styrkja ykk- ur á þessum erfiðu tímum. Helga Ólafsdóttir og Jón Ólafsson. Hann Hjörleifur Þórðarson vinur okkar og félagi í Veiðifélaginu Kjarna og Víkingi er látinn. Það er ekki hægt að segja að baráttan við sjúkdóminn sem skaparinn lét Hjör- leif berjast við hafi verið á jafnrétt- isgrundvelli. En þannig er það nú oft að mismikið er lagt á menn. Kynni okkar Hjörleifs eða Hjölla eins og við kölluðum hann alltaf hóf- ust í afmæli eins félaga okkar fyrir tæpum 27 árum. Hjörleifur vildi stofna veiðifélag þar sem félagarnir væru eingöngu úr röðum Víkings. Stofnskjalið var servíetta úr afmæl- inu sem félgarnir rituðu nafn sitt á, og eftir nokkrar uppástungur um nafn varð Kjarni fyrir valinu, enda var þetta og er góður kjarni. Svo skemmtilega vill til að servíettan en er ennþá til og er á heimili Hjörleifs og Jensínu. Veiðiferðin í Miðfjörðinn í haust verður svo sannarlega ekki eins og venjulega, án Hjölla með flugu- stöngina sína. Miðfjörðurinn hefur verið, eins og Víkin, okkar heimaá. Þangað höfum við farið í tæplega tuttugu ár. Hjölli talaði um það þremur dögum áður en hann kvaddi, að hann hlakkaði til að fara í Mið- fjörðinn í haust eftir að hafa hvílt sig aðeins á spítalanum. Ég veit að Hjölli verður svo sannarlega nálægt okkur á bökkunum í haust. Hjölli hafði líka alveg sérstaklega skemmtilegan húmor. Hann tók sig oft á tíðum ekkert sérstaklega hátíð- lega og gerði grín að sjálfum sér við ýmis tækifæri. Fyrir nokkrum árum vourm við Kjarnafélagar í Miðfirðinum, og þegar komið var í hús um kvöldið til þess að vigta stóru laxana kemur Hjölli með tvo litla, já mjög litla, laxa í hús. Menn horfa á hann og spyrja hvað hann sé að gera með þessi seiði, sem hafi varla fundið saltbragð ennþá. Jú, Hjörleifur var farinn að vernda stórlaxinn. Litlu laxarnir voru vigtaðir. Vigtin var eitt Hjöll. Þetta fannst Hjölla frábært, og litlir laxar voru eftir það alltaf vigtaðir í Hjöllum. Ég ætla ekki að telja allt það upp sem Hjörleifur hefur gert fyrir Vík- ing og HSÍ, aðrir eru betur til þess fallnir en ég, en eitt veit ég að það er svo sannarlega erfitt að meta það til fjár. Við Kjarnafélagar og eiginkonur sendum Jensínu og fjölskyldu henn- ar okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Guð geymi þig Hjölli minn. Magnús Þorvaldsson, Veiðifélaginu Kjarna. Hann Hjölli vinur minn er dáinn, langt fyrir aldur fram. Þvílíkur öð- lingur, hans verður sárt saknað. Upp í hugann koma ótal sögur, og eiga þær það allar sameiginlegt að vera skemmtilegar, fullar af húmor og væntumþykju. Sem lítill gutti fékk ég stundum að fara með Hjölla í veiðiferðir upp í Stóru-Laxá, var það mikið ævintýri. Ekki er laust við að máltakið hvað ungur nemur gamall temur eigi við hér. Svo ekki sé minnst á veru fjöl- skyldna okkar við Laxá í Þingeyj- arsýslu. Þar dvöldum við saman við veiðar árum saman. Slíkar minning- ar er gott að eiga um góðan mann. Við Erla viljum votta elsku Lillý, Tóta, Dísu og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð. Þinn vinur, Sigurður Óli. Það er alltaf erfitt að sætta sig við andlát einhvers, sem er manni kær, jafnvel þó að í aðdragandanum hafi verið ljóst hvert stefndi. Þannig varð mér um þegar ég heyrði á sjötugs- afmælisdegi Hjörleifs að hann hefði látist deginum áður. Mér fannst svo stutt síðan að hann skrifaði upp á sem rafvirkjameistari á viðbyggingu við hús okkar hjóna og þá, eins og alltaf, gaf hann sér góðan tíma til að spjalla og gefa mér góð ráð varðandi framkvæmdina. Sem rafvirkjameist- ari stýrði Hjörleifur mörgum stórum verkum og var einnig at- kvæðamikill í félagsstörfum fyrir Víking, HSÍ, Oddfellow o.fl. en ég minnist hans fyrst og fremst fyrir það hve hann var gefandi á allt það smáa í kynnum og samskiptum, sem skiptir samt svo miklu máli og skilur svo mikið eftir, þegar upp er staðið. Í mínum huga var Hjölli fyrst og fremst pabbi Tóta vinar míns, kall- inn sem við litum sannarlega upp til, velviljaður og góður maður. Þegar við hittumst fór mikill tími í að tala um íþróttir og veiði og sagði Hjölli okkur sögur (sannar að sjálfsögðu) af fræknum veiðitúrum, þannig að við göptum af undrun. Alltaf fylgdist hann með veiðiferðum okkar strák- anna og mátti ekki af neinu missa. Fyrir nokkrum árum var mér boð- ið að vera með Tóta á stöng en á hinni stönginni voru þeir félagar Hjölli og Siggi Óli. Ferðinni var heit- ið í Blöndu snemma sumars og höfðu borist fréttir um mikla veiði á okkar svæði. Eftir að veiði var lokið kl. 10 um kvöldið var ákveðið að fara á hót- elið og fá sér almennilega steik en þegar þangað kom var búið að loka eldhúsinu og ekkert þar að hafa. Eft- ir að hafa komið að lokuðum Esso- skála og afskrifað þann möguleika að bruna í Borgarnes var ákveðið að fara upp í veiðihús og athuga hvað hægt væri að tína til. Í forrétt voru hlaupkallar, en þeir eru alltaf uppi- staðan í nestinu hjá Tóta, aðalrétt- urinn var kex, sem var gott báðum megin (og á hliðunum líka), skolað niður með flottu rauðvíni og eftir- rétturinn var kaffi og rúsínur. Grínið og gleðin var mikil hjá okkur þessa stund, sem lifir skær í minningunni, en hve mikið við veiddum, ef það var þá nokkuð yfirleitt, er ég búinn að gleyma. Ég og fjölskylda mín vottum Lillý, Tóta og Millu, Dísu og Hauk og ekki síst afabörnunum, samúðar vegna fráfalls þess góða drengs. Magnús R. Guðmundsson. Fallinn er frá einstakur frændi og mikill vinur. Hjölli var þessi frændi sem ætti að vera til í öllum fjölskyld- um. Þessi frændi sem öllum líkar við, var alltaf kátur og hress þegar fjöl- skyldan kom saman og ekki var það hávaðinn eða lætin í honum frænda okkar sem laðaði fólk að honum, þvert á móti var það þessi lág- stemmdi húmor, góðlátlega stríðnis- glottið og það hversu skemmtilegur viðmælandi hann var. Fyrir okkur bræðurna var hann líka trúnaðarvinur. Hjölli var næstyngstur fimm systkina og eini strákurinn. Okkur bræðrum varð oft hugsað til frænda okkar og uppvaxtarára hans, eitt- hvað hefur gengið á á þeim bænum. Þau systkinin ólust upp að Bergstað- arstræti 71 en það hús byggðu amma og afi okkar í kringum 1930 og bjuggu þar síðan alla sína tíð. Ansi margir niðjar þeirra hófu sinn bú- skap þar. Hjölli var samt hálfgerður undan- villingur í fjölskyldunni þar sem vel flestir voru góðir og gegnir Fram- arar, en af einhverjum óskiljanlegu ástæðum gekk Hjölli ungur að árum í raðir Víkinga og reyndist það hon- um og öðrum fjölskyldumeðlimum endalaust þrætuefni og tilefni til góðlátlegra rifrilda. Þessi ákvörðun Hjölla var samt örugglega ein af hans bestu ákvörðunum í lífinu, því þarna kynntist hann frábærum vin- um, eðal Víkingum. Foreldrar okkar bræðra bjuggu á efri hæðinn hjá afa og ömmu frá því 1953 til 1968 að við fluttum inn í Helluland í Fossvogi þar sem pabbi og mamma ásamt Hjölla og Lillý byggðu sér saman raðhús við þriðja mann. Við bræður ólumst upp í ná- vígi við frænda okkar, hann flutti síð- astur að heiman af Bergstaðastræt- inu og var hann ólatur við að atast í okkur litlu frændunum. Vorum við að tuskast við kallinn fram á gamals- aldur. Alltaf hafði hann jafngaman af í hláturskasti yfir hamaganginum í drengjunum, og það sem meira var, hann hafði alltaf betur. Mikill samgangur var milli heim- ilanna. Við pössuðum oft Tóta og Dísu og eins vorum við oft í „eftirliti“ hjá Hjölla og Lillý þegar foreldrar okkar fóru í siglingu sem var nú nokkuð oft. Voru þau með þetta eft- irlit með okkur bræðrum langt fram á fullorðinsár að okkur fannst, enda sumir okkar orðnir rígfullorðnir menn þegar þeir loks fluttu að heim- an. Hjölli frændi var gæfumaður í einkalífinu, hann giftist Lillý á með- an við bjuggum enn á Bestó og bjuggu þau í kjallaranum. Ekki leið á löngu þar til Tóti fæddist og bættist nánast í bræðrahópinn og síðan kom Dísa, sem varð eiginlega litla systir okkar bræðra og átti í okkur hvert bein. Fjölskyldan Hellulandi 5 hefur alltaf verið gríðarlega samheldin, alltaf í uppí Víking eins og það var kallað, á Akureyri á Andrési og víð- ar. Við bræður erum harmi slegnir við fráfall frænda okkar, við sendum Lillý, Tóta og Dísu, mökum og barnabörnum okkar innilegustu samúðarkveðjur, megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Við kveðjum ástkæran frænda á þann hátt sem við vitum að honum hefði líkað: Áfram Víkingur!!! Þórður, Halldór og Lárus jr. Horfin er á braut frábær manneskja og góður vinur. Þegar mér verður hugsað til Ástu, hrannast upp minningar frá því á unglingsárunum en þá hófst óslitin vinátta okkar Ástu. Þær minningar eru dýrmætar og gott að eiga. Ásta var mikil fjölskyldumann- eskja og varla finnst eins samheldin stórfjölskylda og hennar. Ég minnist brossins hennar Ástu, skemmtilega glettna augnaráðsins og dillandi hláturs hennar. Hún var alltaf svo já- kvæð, vingjarnleg og hlý. Já, Ásta hafði sannarlega stórt hjarta. Öll börn löðuðust að henni, því fékk son- ur okkar að kynnast. Það er mér minnisstætt þegar ég fór í fyrsta sinn í veislu með vinkon- unum ásamt mökum í Réttarselið til þeirra hjóna. Vinalegt viðmót, rausn- ar- og myndarskapur þeirra var með eindæmum. Það var eins og flokkur Ásta Ingvarsdóttir ✝ Ásta Ingv-arsdóttir fædd- ist í Reykjavík 4. nóvember 1955. Hún andaðist á heimili sínu í Reykjavík 13. mars síðastliðinn og var jarðsungin frá Bú- staðakirkju 25. mars. þjónustuliðs hefði séð um veisluhöldin. Eftir því sem árin liðu fór ég samt að átta mig á því að Ásta galdraði þess- ar veitingar fram á engri stundu, án nokk- urs fyrirvara og alltaf með bros á vör. Okkur er efst í huga af hve miklum hetju- skap og hugprýði Ásta tók veikindum sínum. Vel studd af Binna, börnunum og sínu nánasta fólki. Alltaf hafði hún nóg til að gefa öðrum. Sjálfur lenti ég í slysi, þar sem ég þurfti að stokka upp líf mitt. Ásta hefur eflaust ekki gert sér grein fyr- ir því hversu hvetjandi áhrif hún hafði á mig. Oft var mér hugsað til hennar og hvernig hún tókst á við sína erfiðleika af æðruleysi. Ég þakkaði Ástu aldrei þennan stuðn- ing. Haustið 2006 rákumst við á kunn- uglega „drengi“ utan alfaraleiðar á strætum Kaupmannahafnar. Það voru þeir Ingvar og „synir“. Binni, Bjarni og Einar eru jú tengdasynir, en í þessari samheldnu fjölskyldu held ég að enginn munur sé þar á. Ingvar hafði gert sér ferð út fyrir landsteinana með hópinn sinn til að finna rétta trébæsinn, sem ekki var fáanlegur á Íslandi. Mamma og syst- urnar, höfðu annað þarfara að gera en að þræða byggingavöruverslanir. Um kvöldið snæddum við saman og nutum þess að vera til. Hver hefði trúað að einhver í þessum hóp væri að glíma við alvarlegan sjúkdóm, slík var kátínan, jákvæðnin og stemning- in við borðið. Hver hefði trúað því að nú rúmu ári síðar væru tveir af sessunautum okkar þetta kvöld ekki lengur á meðal okkar. Myndbrot frá þessu kvöldi eiga eftir að hlýja okkur um ókomna framtíð. Ásta var orðin þreytt í lokin og er nú búin að fá hvíldina. Okkur þótti öllum vænt um Ástu og þökkum dýr- mæt kynni við hana. Þau gerðu okk- ur ríkari. Við munum öll sakna henn- ar sárt. Guð geymi hana. Elsku Binni, Auður, Inga Lillý, Bjarni og tengdabörn, við sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðj- ur. Einnig vottum við foreldrum Ástu, systkinum og öðrum aðstand- endum innilega samúð. Guð blessi ykkur öll og styrki. Þegar raunir þjaka mig þróttur andans dvínar þegar ég á aðeins þig einn með sorgir mínar gef mér kærleik, gef mér trú, gef mér skilning hér og nú. Ljúfi drottinn lýstu mér svo lífsins veg ég finni. Láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. (Gísli frá Uppsölum.) Ásta Birna, Gunnar og Þorgeir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.