Morgunblaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 41
MÁL OG MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2008 41
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9-
16.30, jóga kl. 9-10, botsía kl. 10, út-
skurður og myndlist kl. 13-16.30,
Grandabíó kl. 13.
Árskógar 4 | Baðþjónusta kl. 8.15-16,
opin smíða- handavinnustofa kl. 9-
16.30, botsía kl. 9.30, helgistund kl.
10.30, leikfimi kl. 11, myndlist kl. 13.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Bingó kl. 13.30.
Hárgreiðsla, böðun, handavinna,
myndlist, fótaaðgerð, bókband, slök-
unarnudd. Vorferð verður farin frá
Bólstaðarhlíð, 20. maí, á Landnáms-
sýningu/Egilssýningu í Borgarnesi.
Kjartan Ragnarsson leikari tekur á
móti hópnum. Kaffihlaðborð. Verð
3.700 kr. Skráning í síma 535-2760.
Dalbraut 18-20 | Postulínsnámskeið
kl. 13-16, leiðbeinandi er Hafdís, Lýður
mætir með harmonikkuna kl. 14, guðs-
þjónusta kl. 15.10, sr. Bjarni Karlsson.
Félag eldri borgara Kópavogi, ferða-
nefnd | 22. maí verður ekinn Bláfjalla-
hringur – Hellisheiðarvirkjun skoðuð –
Landbúnaðarháskólinn í Hveragerði
heimsóttur, blómasýning o.fl. Kvöld-
matur á Hótel Hlíð í Ölfusi. Brottför frá
Gullsmára kl. 10.45 og Gjábakka kl. 11.
Skráningarlistar eru í félagsmiðstöðv-
unum og á skrifstofu FEBK, sími 554-
1226.
Félagsheimilið Gjábakki | Ramma-
vefnaður, almenn leikfimi og málm- og
silfursmíði fyrir hádegi, bókband kl. 13
og bingó kl. 13.45. Myndlistarsýning
Sigurgeirs Jóhannssonar er opin á
sama tíma og Gjábakki.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 11, handa-
vinnuhorn og karlaleikfimi kl. 13,
botsía kl. 14. Hluti vorsýningar stendur
í Jónshúsi, til kl. 16.30 á morgun.
Félagsstarf Gerðubergs | Helgistund
kl. 10.30, umsj. sr. Guðmundur Karl
Ágústsson. Frá hádegi vinnustofur
opnar, m.a. myndlist og perlusaumur.
Mánud. 19. maí býður Toyota í heim-
sókn á Nýbýlaveginn, Jón Björn Skúla-
son flytur fyrirlestur „Áhrif CO2 á um-
hverfið“ akstur og veitingar í boði.
Skráning á staðnum og í síma 575-
7720.
Furugerði 1, félagsstarf | Útskurður
og handavinna kl. 9, samverustund
með handavinnuívafi kl. 13.30. Á
morgun er messa kl. 14, prestur sr.
Ólafur Jóhannsson.
Hraunbær 105 | Handavinna og
postulínsmálun kl. 9, boccia kl. 10, leik-
fimi kl. 11, hádegismatur, félagsvist kl.
14, kaffi.
Hraunsel | Bingó kl. 13.30, tónleikar í
Víðistaðakirkju 17, Gaflarakórinn og
Hringurinn, kór eldri borgara í Rangár-
þingi, syngja.
Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa
kl. 9-16 hjá Jóhönnu. Botsía kl. 10-11.
Böðun fyrir hádegi. Hádegisverður. Fé-
lagsvist kl. 13.30, kaffiveitingar í hléi.
Hársnyrting.
Korpúlfar, Grafarvogi | Á morgun er
sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl.
9.30.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Sögu-
stund og spjall kl. 9.45, botsía karla-
klúbbur kl. 10.30, handverksstofa og
bókastofa opin – postulínsnámskeið kl.
13, botsía kvennaklúbbur kl. 13.30,
kaffiveitingar, barnakór frá Háteigs-
kirkju kl. 15.
Norðurbrún 1 | Smíðastofa og vinnu-
stofa í handmennt opin kl. 9-16, Hall-
dóra leiðb. kl. 9-12, leirlistarnámskeið
með Hafdísi kl. 9-12, botsía kl. 10.
Sjálfsbjörg | Skák í kvöld í félagsheim-
ili Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæð-
inu, Hátúni 12.
Vesturgata 7 | Hárgreiðsla kl. 9-16,
fótaaðgerðir kl. 9-10, botsía kl. 9-16,
handavinna kl. 10-12, spænska kl.
11.30, hádegisverður, kóræfing kl. 13,
leikfimi kl. 14.30, kaffiveitingar.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl.
9, bókband, handavinnustofa opin,
morgunstund kl. 9.30, botsía, hár-
greiðslu- og fótaðgerðarstofur opnar,
framhaldssaga kl. 12.30, stóladans kl.
13.15, spilað. Uppl. í síma 411-9450.
Þórðarsveigur 3 | Bænastund og
samvera kl. 10, opinn salur kl. 13, leik-
fimi kl. 13.15, félagsvist kl. 14.30, kaffi.
Þórðarsveigur 3 | Bingó kl. 14.30.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Kyrrðar- og fyrir-
bænastund kl. 12. Léttur hádegis-
verður á vægu verði í Safnaðarheimil-
inu eftir stundina.
Árbæjarkirkja | Safnaðarferð á Sól-
heima í Grímsnesi. Lagt af stað frá Ár-
bæjarkirkju kl. 11. Skráning í síma 587-
2405 í síðasta lagi 16. maí. Guðsþjón-
usta kl. 14 í Sólheimakirkju. Áætluð
heimkoma (að kirkju) er kl. 17.
Áskirkja | Opið hús, söngstund með
organista kl. 14. Klúbbur 8 og 9 ára
barna kl. 17 og kl. 18 TTT-starfið. Efni
beggja fundanna er „Spurningakeppni
úr framhaldssögu“. Verðlaun.
Digraneskirkja | Vorferð kirkjustarfs
aldraðra verður farin til Reykjanes-
bæjar og m.a. snætt í Duushúsi. Lagt
af stað frá kirkjunni kl. 11. Starf 6-9 ára
kl. 16-17. Lokadagur. Æskulýðsstarf
Meme 8. bekk kl. 19.30-21.30.
www.digraneskirkja.is
Dómkirkjan | Opið hús í safnaðar-
heimilinu Lækjargötu 14a, kl. 14-16,
kaffi og spjall. Kvöldkirkjan er opin kl.
20-22. Bænastundir kl. 20.30 og
21.30, prestur á staðnum. Hægt er að
kveikja á bænarkerti og eiga kyrrláta
stund.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids
kl. 13 í Stangarhyl 4.
Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 |
Handavinnustofan opin kl. 9-16, leið-
beinandi við. Létt ganga kl. 10, hádeg-
isverður, brids kl. 13, jóga kl. 18.15.
Grafarvogskirkja | Foreldramorgunn
kl. 10-12. Kaffi og djús og brauð fyrir
börnin.
Háteigskirkja | Samvera með Taizé-
sniði kl. 20. Gengið inn í þögnina.
Bæna- og íhugunarsöngvar, Guðs orð,
ilmur og lifandi ljós. Altarisganga,
fyrirbæn og smurning.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Grunn-
fræðsla kl. 20, kennsla um grundvöll
kristinnar trúar, fyrirspurnir. Bæna-
stund fyrir alla á sama tíma. At 8pm
Prayermeeting in English. Everyone
welcome.
Kristniboðsfélag kvenna | Fundur kl.
16, hjá Höllu Jónsdóttur á Melabraut
5, Seltjarnanesi.
Laugarneskirkja | Morgunbæn kl. 8,
kyrrðarstund kl. 12, orgelleikur kl. 12-
12.10. Á eftir er máltíð í boði á kostn-
aðarverði í safnaðarheimilinu.
Neskirkja | Foreldramorgunn kl. 10,
vorgleði. Umsjón Elínborg Lárusdóttir.
Vídalínskirkja, Garðasókn | Kyrrðar-
og fyrirbænastund kl. 22. Tekið við
bænarefnum af prestum og djákna.
Boðið upp á kaffi í lok stundarinnar.
Biblíulestur síðasta fimmtudag hvers
mánaðar kl. 21.
dagbók
Í dag er fimmtudagur 15. maí, 136. dagur ársins 2008
Orð dagsins: Ef einhver þykist hafa öðlast þekkingu á einhverju, þá þekkir hann enn ekki eins og þekkja ber. (I.Kor. 8, 2.)
Forvarnarsamtökin Blátt Áframhalda ráðstefnu í dag og ámorgun undir yfirskriftinniForvarnir eru besta leiðin.
Svava Björnsdóttir er umsjónar-
maður ráðstefnunnar og einn af stofn-
endum Blátt áfram: „Ráðstefnunni er
ætlað að kynna samfélaginu það helsta
sem er að gerast í málaflokknum,“ segir
hún. „Eins og yfirskriftin gefur til kynna
er áherslan sérstaklega á forvarnir, en
forvarnir eru besta leiðin til að stemma
stigu við kynferðisofbeldi gegn börnum.
Forvarnir gera kleift að forðast mikinn
skaða með lítilli fyrirhöfn, og miklu erf-
iðara að fást við afleiðingar ofbeldisins
þegar skaðinn er skeður.“
Svava segir ekki síst mikilvægt að
upplýsa að kynferðisofbeldi gagnvart
börnum á sér stað: „Fyrstu viðbrögð
fólks þegar ofbeldi gegn börnum berst í
tal eru oft reiði og ótti. Fólk vill oft ýta
þessum vanda frá sér og helst ekki
hugsa um að börnin okkar séu í hættu á
að geta verið beitt kynferðisofbeldi. Við
viljum stundum ekki horfast í augu við
staðreyndir málsins, jafnvel þegar of-
beldið getur verið beint fyrir framan
nefið á okkur,“ segir hún. „Það eitt að
opna augu almennings fyrir þessum
veruleika, og minna á mikilvægi þess að
foreldrar ræði þessi mál við börnin sín,
getur bjargað svo miklu.“
Fjórir erlendir fyrirlesarar og tveir
íslenskir halda stutt erindi fyrri dag ráð-
stefnunnar en allir eru virtir á sínu sviði.
„Erindi fimmtudagsins gefa ráðstefnu-
gestum innsýn í öll þau málefni sem eru
til umræðu á ráðstefnunni. Má nefna
umfjöllun um kynferðisofbeldi gegn fötl-
uðum börnum og greindarskertum og
áhugavert erindi um afleiðingar ofbeldis
í æsku á einstaklinginn síðar á lífsleið-
inni,“ segir Svava. „Ungur maður sem
varð fyrir alvarlegu ofbeldi þegar hann
var drengur ætlar að tala um örugga
netnotkun og annar fyrirlesari ræðir um
stöðu foreldra í forræðismálum þar sem
grunur er um kynferðisofbeldi. Kynnt
verður íslensk rannsókn um afleiðingar
kynferðisofbeldis og einnig kynnt nýtt
forvarnarátak sem Blátt áfram mun
fara af stað með í maí.“
Á föstudag verða haldnar vinnustofur
með fyrirlesurunum um viðfangsefni
fyrirlestranna. Haldnar verða fjórar
vinnustofur samhliða og svo endurtekn-
ar seinni part dags.
Ráðstefnan fer fram í húsi Háskólans
í Reykjavík við Ofanleiti og má finna
nánari upplýsingar um dagskrá, þátt-
tökugjöld og skráningu á slóðinni
www.blattafram.is.
Samfélag | Ráðstefna um kynferðisofbeldi gegn börnum í dag og á morgun
Gefum vandanum gaum
Svava Björns-
dóttir fæddist í
Reykjavík 1966.
Hún lauk stúdents-
prófi frá Mennta-
skólanum við Sund
og BS-gráðu í hót-
el- og veitinga-
rekstri í Kali-
forníu. Hún hefur
fengist við sölu- og markaðsstörf og
stóð að stofnun Blátt áfram 2004.
Svava er gift David Brooks og eiga
þau þrjú börn.
Tónlist
Áskirkja | Strætókórinn sem varð 50
ára 5. maí sl. verður með vortónleika kl.
20 í kvöld. Gestakór er Skólakór Varm-
árskóla. Söngstjóri Guðmundur Ómar
Óskarsson, undirleikari Arnhildur Val-
garðsdóttir. Ókeypis aðgangur.
Óháði söfnuðurinn | Veirurnar og Skap-
sveiflurnar halda söngtónleika í kirkju
Óháða safnaðarins 17. maí kl. 16. Fjöl-
breytt efnisskrá. Stjórnandi er Guðbjörg
Tryggvadóttir, píanóleikur Kristinn Örn
Kristinsson.
Salurinn, Kópavogi | Útskriftartónleikar
frá Listaháskóla Íslands kl. 20. Greta
Salóme Stefánsdóttir heldur fiðlu-
tónleika. Greta Salóme mun flytja lög
eftir: F. Kreisler, Arvo Pärt, Vivaldi, Grieg
og Ravel. Richard Simm er meðleikari á
tónleikunum.
Uppákomur
Glætan bókakaffi | Spilað og teflt í
kvöld. Ekkert aldurstakmark. Tilboð á
veitingum. Nýkomin tónlist og bækur.
Opið til kl. 22.
Fyrirlestrar og fundir
Verkfræðingahús | Á Samlokufundi VFÍ
og TFÍ kl. 12 kynna Ingólfur Þorbjörns-
son og Gissur Örlygsson notkun örtækni
í heilbrigðisverkfræði. Fjallað verður al-
mennt um örtækni og helstu verkefni á
þessu sviði hérlendis. Fundurinn verður í
Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9.
Fréttir og tilkynningar
Rannsóknasetur í barna- og fjölskyldu-
vernd | Dr. Michel Ungar við Dalhouse
University í Kanada mun halda erindi á
málstofu RBF og félagsráðgjafarskorar
HÍ kl. 12 í stofu 101 í Odda. Hann fjallar
um rannsóknir sína á þrautseigum börn-
um sem eiga við hegðunarvanda að
stríða í skólum en hann stjórnar rann-
sóknastarfi í 11 löndum um þetta við-
fangsefni.
FRÉTTIR
HIN árlega vormessa fer fram
í Krýsuvíkurkirkju sunnudag-
inn 18. maí kl. 14. Altaristafla
kirkjunnar eftir Svein Björns-
son verður hengd upp á sinn
stað við upphaf hennar.
Sr. Gunnþór Þ. Ingason
messar, Guðmundur Sigurðs-
son kantor leikur á orgel.
Sveinn Sveinsson leikur á
þverflautu. Forsöngvari úr
Barbörukór Hafnarfjarðar
leiðir söng. Eftir messuna er
boðið til kirkjukaffis í Sveins-
húsi. En þar stendur yfir sýn-
ing á verkum Sveins. Sætaferð
verður frá Hafnarfjarðar-
kirkju kl. 13.
Á hvítasunnu í fyrra var
haldið veglega upp á 150 ára
afmæli Krýsuvíkurkirkju og
10 ára dánarminningu Sveins
Björnssonar.
Vormessa í
Krýsuvíkur-
kirkju
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
ÞEIR sem fæddir eru 1951 og
voru nemendur í Breiðagerðis-
skóla eða Réttarholtsskóla og
makar þeirra ætla að hittast í
Félagsheimili Víkings, Víkinni,
30. maí næstkomandi kl. 20.
Boðið verður upp á léttar veit-
ingar og verði verður stillt í
hóf.
Rifjuð verða upp gömul
kynni og afrek, undir dynjandi
tónlist frá þessum árum. Allir
sem hafa undir höndum myndir
frá skólaárunum eru í frétta-
tilkynningu hvattir til þess að
koma með þær.
Tilkynna þarf þátttöku á net-
fangið skarpo@mr.is.
Rétthyltingar fæddir
1951 hittast í Víkinni
Fréttir á SMS