Morgunblaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 33
annaðist líka frágang á kyrtlum og öðru því sem þurfti fyrir athöfnina. Guðrún sá einnig til þess að kirkja væri reiðubúin fyrir athafnir með blómum og kertum með mikilli snyrti- mennsku. Guðrún tók virkan þátt í starfi Kvenfélags Kjósarhrepps og öðrum félagsmálum í sveitinni. Guðrún var glæsileg kona og geislaði af henni innri fegurð og hlýju sem einkenndi alla hennar framgöngu. Hún stóð ætíð þétt við bakið á bónda sínum og var umhugað um velferð fjölskyldunnar og samferðamanna sinna. Guðrún var í miklum metum hjá sveitungum sín- um sem kunnu vel að meta rausn hennar og hlýju. Við eldri Kjósverjar kveðjum Guðrúnu með virðingu og þökk með þeirri vissu að ungu prest- hjónin ganga nú á ný á vit vorsins, hlýju og bjartra daga. Við fjölskyldan að Eyjum II send- um fjölskyldu Guðrúnar innilegar samúðarkveðjur, minningin lifir. Guð blessi minningu Guðrúnar Guðmundsdóttur. Magnús Sæmundsson. Sem börn óskuðum við þess oft að geta verið nær ömmu til að geta notið enn fleiri gleðistunda en við urðum að- njótandi með henni á sumrin. Ég ólst upp í Englandi ásamt fjórum systk- inum mínum og mamma reyndi að fara með okkur til Íslands eins oft og mögulegt var til að dvelja hjá ömmu. Amma bjó fyrstu 27 ár mín í Grænat- úni og við hlökkuðum mikið til sumr- anna þegar til stóð að fara til Íslands. Við vorum sótt á flugvöllinn og réðum okkur ekki fyrir spennu síðasta spöl- inn til ömmu. Amma bauð þá öllum hinum börnum sínum sjö ásamt barnabörnum og skarinn tók þar á móti okkur. Þá bauð amma upp á bestu kökur sem ég hef nokkurn tíma fengið á ævinni. Amma var mjög gestrisin og gef- andi. Mamma sagði mér oft frá mikl- um gestamóttökum á Reynivöllum þegar hún ólst þar upp. Hún sagði frá öllum girnilega bakstrinum hjá ömmu og við furðuðum okkur oft á því hvernig hún kom þessu í verk ásamt öðrum skyldum. Hún opnaði hús sitt fyrir okkur á sumrin og við dvöldum hjá henni allt að tvo mánuði á sumrin. Hún virtist aldrei þreytt á okkur og var ávallt leið þegar við fórum. Það var alltaf svo notalegt á heimili ömmu og mér leið alltaf eins og heima hjá mér. Ég dáðist að grænu fingrunum hennar og sagði vinum mínum í Eng- landi oft með stolti frá öllum fallegu blómunum í húsinu hennar ömmu, sem áttu sinn þátt í að gera það ein- staklega notalegt. Þá fannst mér allt- af jafnsérstakt að fylgjast með ömmu prjóna og horfa á fingurna hreyfa prjónana með ógnarhraða. Þegar hún sendi okkur fallegar peysur til Eng- lands sagði ég öllum með stolti að þessa peysu hefði hún amma mín prjónað sjálf. Við systkinin töluðum ekki mikla íslensku. En þegar við sát- um saman á kvöldin og amma las dag- blaðið sitt eða horfði á sjónvarp var mikil nálægð í þögninni. Amma var þungamiðja fjölskyld- unnar og dró alla saman af stóru til- efni eða á hátíðum. Með yfir 30 barna- börn í húsinu gekk oft mikið á en ekkert kom ömmu úr jafnvægi. Hún lét ekkert trufla sig sem ekki var ástæða til að hafa áhyggjur af. Þess vegna leið okkur alltaf vel hjá henni. Þó að við ættum erfitt með að tala við hana voru það tveir hlutir sem við skildum mjög vel, ástúð hennar og skopskyn. Við elskuðum að sjá hana brosa og hlæja og sjá skoplegu hliðar lífsins en það gerði hún oft. Oft hlógu mamma og amma saman að einhverju skoplegu. Þá óskaði ég þess að geta skilið að hverju þær hlógu. Þótt við byggjum í Englandi mundi amma alltaf eftir okkur um jól og af- mæli og við hlökkuðum til að fá frá henni flott og góð páskaegg um hverja páska. Allt þetta sýndi okkur hve hug- ulsöm amma var. Ég dáðist alltaf að orku hennar og jákvæðni. Mér fannst alltaf merkilegt að hún skyldi vinna þar til hún var 79 ára. Hún var vön því að vinna mikið og þá dyggð innprent- aði hún fjölskyldu sinni. Við systkinin erum þakklát fyrir fallegt líf ömmu og fyrir hamingjuna sem hún gaf okkur. Indira, Ester, Sara, Adam og Pravin. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2008 33 ✝ Jón MagnúsGunnlaugsson fæddist 4. ágúst 1926 á Vallholti á Dalvík. Hann ólst þar upp og einnig á Akureyri. Hann lést sunnudaginn 4. maí sl. Foreldrar hans voru hjónin Gunn- laugur Sigfússon, f. 12.1. 1884, d. 26.7. 1959, og Sigríður Sigurðardóttir, f. 28.12. 1892, d. 25.6. 1970. Jón Magnús var næstyngstur af 5 systkinum en þau voru Njáll, Hulda, Sigfús og Gunnar. Þau eru öll látin. Bræðrabörn Jóns Magn- úsar eru Elín Sigríður, Arnór og Gunnlaugur Sigfúsbörn. Jón Magnús kvæntist Nínu Sól- veigu Markússon hinn 19. júní 1971. Jón Magnús fór ungur til náms í flugvirkjun í Banda- ríkjunum og starf- aði sem flugvirki hjá Flugfélagi Ís- lands, Loftleiðum síðar Flugleiðum. Hann starfaði tíma- bundið í öðrum löndum, m.a. í Bi- afra og Saudi- Arabíu Hann fór á eftirlaun 1993. Aðaláhugamál þeirra hjóna voru ferðalög bæði innanlands og utan, einnig höfðu þau mikla ánægju af golf- og skíðaiðkun. Útför Jóns Magnúsar fer fram frá Langholtskirkju í dag kl. 15. Í dag kveðjum við Jón frænda, föð- urbróður okkar. Jón var næstyngst- ur af fimm börnum afa okkar og ömmu en varð þeirra elstur. Sigfús faðir okkar var sá eini af þeim systk- inunum sem átti börn og nutum við þess að vera einu börnin í föðurætt- ina. Í æskuminningunni er Jón frændi sveipaður ævintýraljóma. Sem flugvirki í millilandaflugi ferðað- ist hann til framandi landa sem okkur bara dreymdi um eða lásum um og sáum ekki fyrr en við komumst á menntaskólaaldurinn þegar við fór- um sjálf að ferðast. Suma þeirra staða eigum við líklega aldrei eftir að sjá, eins og til dæmis Biafra. Það var líka mikið ævintýri að fá að fara upp á Keflavíkurflugvöll og sjá flugvélarn- ar í návígi og að keyra inn í flugskýli í stórri millilandaflugvél. Þegar Jón kom úr ferðum sínum færði hann okkur oft gjafir og út- lenskt sælgæti, sem á þessum tímum var fáséð, og fyrir áramótin fengum við bræður kraftmikla kínverja. Þá sprengdum við ásamt öðrum flugeld- um í heimsóknum okkar á Meistara- velli hjá Jóni og Nínu um áramót. Þegar menntaskólaárin liðu og al- vara lífsins tók við hjá okkur systk- inunum með námi erlendis hittum við Jón og Nínu sjaldnar en það kom oft- ar en ekki fyrir að á flugferðum okk- ar milli landa birtist flugfreyja fær- andi hendi með gjafir eða góðgæti frá Jóni frænda og Nínu. Við systkinin eignuðumst fyrir skömmu æskuheimili föður okkar, Vallholt á Dalvík sem afi okkar byggði og pabbi og Jón ólust upp í sem ungir drengir ásamt systkinum sínum. Þar hanga á vegg myndir af afa og ömmu ásamt börnunum sínum fimm og þar mun minning þeirra allra lifa. Við systkinin færum Nínu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Elín, Arnór og Gunnlaugur. Í dag kveðjum við Jón Magnús Gunnlaugsson en hann var kvæntur Nínu, kærri frænku minni. Jón var góður maður, sérstaklega barngóður og ljúfur í allri viðkynn- ingu. Jón og Nína hafa verið með okkur á öllum stærri dögum í lífinu, þau töldu það ekki eftir sér að koma aust- ur yfir heiðina í öll barnaafmælin á Búrfelli. Sama hvort það var á fal- legum sumardegi eða að vetri til. Ég minnist margra góða stunda, ein af mínum skemmtilegustu minn- ingum er þegar Jón spilaði á gítarinn, amma á píanóið og Óli á mandólínið. Þá iðaði allt af lífi og kátínu. Ég man hvað mér þótti gaman sem lítilli hnátu að fá að vera viðstödd brúðkaupið þeirra, þetta var allt svo fallegt og þau glæsileg brúðhjón. Það eru margar góðar minningar sem eru dýrmætar, það er ómetan- legt að eiga góða að og er ég þakklát fyrir að hafa átt Nínu og Jón að öll þessi ár. Nína sinnti Jóni af alúð þeg- ar heilsu hans fór að hraka og sem ávallt varð hún til að létta lund þótt lífsróðurinn væri þyngri en fyrr. Hugur minn er hjá Nínu á þessari stundu og vona ég að allar góðu minningarnar gefi henni styrk á erf- iðum tímum. Við fjölskyldan þökkum Jóni góða samfylgd og biðjum Nínu Guðs bless- unar og ástvinum öllum. Blessuð sé minning Jóns Magnúsar Gunnlaugs- sonar. Laufey Böðvarsdóttir. Flestir í flugheiminum hér á Ís- landi þekktu Jón undir nafninu Jón Newman og var hann ætíð kallaður svo af okkur vinnufélögunum. Newman-nafnið festist við hann þeg- ar hann var í námi á sínum tíma í Bandaríkjunum fljótlega eftir seinna stríð, en svo vildi til að kennarinn hans, sem hafði örugglega verið að gantast, spurði bekkinn, hver þessi nýi maður væri svo íslensku skóla- strákarnir sem voru með honum voru ekki lengi að festa þetta nafn í sessi. Sumir síðari tíma menn héldu jafnvel að þetta væri ættarnafn hans. Ég undirritaður átti því láni að fagna að vinna með Jóni á Fluglín- unni hjá Flugleiðum í áraraðir og get ég sagt að menn eins og hann voru vandfundnir. Það var aldrei að finna styggð í honum og lundarfarið alltaf þægilegt. Sérstaklega man ég eftir því að aldrei þurfti að bíða eftir hon- um ef verk var að vinna. Jón var alltaf fyrstur á vettvang þegar flugvélar komu erlendis frá til að spyrja flug- mennina og kanna hvort eitthvað væri sem þyrfti að dytta að áður en flugvélin færi í næsta flug. Það má segja með sanni að það eru ekki margir sem höfðu jafn langan starfsferil að baki í flugheiminum og Jón en hann var rétt um tvítugt þeg- ar hann hóf nám í flugvirkjun í Bandaríkjunum, og ef ég man rétt þá var það um 1948, svo það voru æði mörg ár að baki þegar hann hætti að vinna. Það væri áreiðanlega efni í heila bók ef saga hans yrði skrifuð í ljósi þess hve margar flugvélateg- undir hann hafði lært um og unnið við, en þetta var allt frá gömlu flot- flugvélum Loftleiða með stjörnu- hreyflum ásamt, Grunnman, DC3, DC4, DC6 og Canada air sem við kölluðum Monster vegna afkasta- getu. En svo kom þotuöldin og breyttir tímar með DC8-unum ásamt Boeing-þotunum 737 og 757, sem eru notaðar enn í dag hjá Flugleiðum, svo það má segja að Jón hafi tekið þátt í allri flugflórunni eins og hún var frá upphafi þegar stórhuga þeirra tíðar menn byrjuðu á millilandaflugi til dagsins í dag hjá Flugleiðum. Jón var einn af frumherjum flugsins og verð- ur minnst sem slíks í sögu okkar. Við Guðrún viljum votta eiginkonu Jóns, Nínu, sem hefir líka unnið í mörg ár hjá Flugleiðum, okkar dýpstu samúð og ég veit að við allir sem unnum með Jóni berum hlýhug til Nínu hans Jóns, eins og við sögð- um alltaf, en hún var okkur hjálpar- hella án þess að þekkja okkur alla þegar spurningar voru um farmið- abókanir, og við ekki fáir sem höfum leitað til hennar yfir árin og alltaf sömu þægilegheitin í svörum. Valdimar Samúelsson. Jón Magnús Gunnlaugsson Útför ástkærrar eiginkonu minnar og móður okkar, NORU S. KORNBLUEH, verður gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 19. maí kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á www.womenforwomen.org Fyrir hönd ættingja og vina, Óskar Ingólfsson, Mikhael Aaron Óskarsson, Aron Ingi Óskarsson. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, NANNA MAGNÚSDÓTTIR, Borgabraut 4, Hólmavík, verður jarðsungin frá Hólmavíkurkirkju laugardag- inn 17. maí kl. 14.00. Hrólfur Guðmundsson, Magnús Bragason, Elfa Björk Bragadóttir, Úlfur Hentze Pálsson, Valdimar Bragi Bragason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Eir, sem andaðist sunnudaginn 11. maí, verður jarðsungin frá kirkju Óháða safnaðarins, mánudaginn 19. maí kl. 11.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Félag Aðstandenda Alzheimersjúklinga (FAAS) sími 533 1088. Sigríður Sigurðardóttir, Pétur Pétursson, Sindri Þór Steingrímsson, Stefanía Ósk Pétursdóttir. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERLA PÁLSDÓTTIR, Kjarrheiði 1, Hveragerði, lést á heimili sínu fimmtudaginn 8. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Helgi Harðarson, Yuangkam Harðarson, Hjörtur Lárus Harðarson, G. Svava Guðmundsdóttir, Ingibjörg Pála Harðardóttir, Þórður Rúnar Þórmundsson, Lilja Hafdís Harðardóttir, Frank Þór Franksson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÚLÍUS GUÐLAUGSSON, Efra Hofi, Garði, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn 11. maí. Útförin verður auglýst síðar. Ellen Einarsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkæra eiginkona mín, ELSA KRISTINSDÓTTIR, lést fimmtudaginn 17. apríl á Droplaugarstöðum. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Guðmundur H. Indriðason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.