Morgunblaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
AIM Festival, alþjóðleg tónlist-
arhátíð, verður haldin á Akureyri
dagana 12.-16. júní nk. Opnunar-
atriðið verður kl. 16.30 fimmtudag-
inn 12. júní. Þá flýgur Arngrímur
Jóhannsson flugkappi á flugvél
sinni yfir Akureyri í takt við vals
sem verður útvarpað samtímis á
Rás 2 og var saminn sérstaklega
fyrir þetta tilefni.
Meðal tónlistarmanna sem troða
munu upp á Aim Festival í ár verða
þýski trompetleikarinn Sebastian
Studnitzky, ástralska djasspönk-
hljómsveitin Hoodangers og Vest-
firðingurinn Mugison.
Flugsýning við
klassíska tónlist
ÁTVR hefur haf-
ið nýja forvarn-
arherferð þar
sem lykilsetn-
ingin er: Láttu
ekki vín breyta
þér í svín,
drekktu eins og
manneskja.
Markmiðið er að
minna fólk á að umgangast áfengi
af ábyrgðartilfinningu og sóma.
Minnt er á að þegar fólk drekkur of
mikið gerir það stundum hluti sem
það annars gerir ekki.
Herferðin kemur í kjölfar fjölda
forvarnarherferða undanfarin ár,
segir í frétt frá ÁTVR. Í þeim hefur
meðal annars verið lögð áhersla á
mikilvægi skilríkja við áfengis-
kaup, hversu alvarlegt það er að
aka undir áhrifum áfengis og að
gestgjafar krefjist þess að gestir
þeirra aki ekki undir áhrifum.
Láttu ekki vín
breyta þér í svín
SJÖUNDI fundur samgönguráðs
um stefnumótun í samgöngum
verður haldinn í dag, fimmtudag, á
Hótel Sögu í Reykjavík kl. 15-17.
Fundurinn er öllum opinn og eru
fundarmenn beðnir um að tilkynna
þátttöku sína á netfangið post-
ur@sam.stjr.is.
Erindi flytja: Arnór B. Krist-
insson frá Flugstoðum ohf., Guðjón
Scheving Tryggvason frá Sigl-
ingastofnun og Björn Ólafsson frá
Vegagerðinni. Að loknum erindum
verða fyrirspurnir og umræður.
Fundarstjóri verður Dagur B. Egg-
ertsson, formaður samgönguráðs.
Fundur um
samgöngumál
NORRÆNA fé-
lagið gegn illri
meðferð á börn-
um fagnar 10 ára
afmæli á þessu
ári og heldur 5.
alþjóðlegu ráð-
stefnu sína á
Hilton Reykjavík
Nordica dagana
18.-21. maí nk.
Þema ráðstefnunnar að þessu
sinni er „Börn og vanræksla: Þarf-
ir-Skyldur-Ábyrgð“. Á ráðstefn-
unni verður athyglinni beint að
vanrækslu barna í víðum skilningi,
af hálfu foreldra, sérfræðinga og/
eða samfélagsins alls. Þá verðum
sjónum beint að þörfum barna,
áhættuþáttum og sérstaklega skoð-
uð þrautseigja barna í erfiðum að-
stæðum.
Ráðstefna um
þarfir barna
STUTT
FRÉTTASKÝRING
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
SKULDBINDINGAR ríkissjóðs
vegna eftirlauna ráðherra jukust um
rúmlega 127% á árunum 2000-2006.
Á sama tíma hækkaði vísitala lífeyr-
isskuldbindinga opinberra starfs-
manna, sem Hagstofa Íslands mæl-
ir, um 68%. Mest hækkuðu
skuldbindingarnar eftir að lögum
um eftirlaun æðstu embættismanna
þjóðarinnar var breytt árið 2003.
Forystumenn stjórnarflokkanna
ræða núna um breytingar á lögum
um eftirlaun forseta Íslands, ráð-
herra, alþingismanna og hæstarétt-
ardómara á þann hátt að koma í veg
fyrir að alþingismenn og ráðherrar
geti þegið eftirlaun samhliða því að
vera í launuðu starfi. Nokkrir al-
þingismenn og ráðherrar hafa nýtt
sér heimild til að taka eftirlaun þó að
þeir séu enn virkir á vinnumarkaði.
Ákvæði sem heimilar þetta kom ekki
inn í lögin árið 2003 eins og margir
halda heldur er þetta ákvæði að
finna í lögum sem sett voru um eft-
irlaun ráðherra og alþingismanna
árið 1965. Þegar hin umdeildu eft-
irlaunalög voru sett árið 2003 var
þetta gamla ákvæði tekið upp í 18.
gr. frumvarpsins þar sem segir:
„Enginn á rétt til eftirlauna sam-
kvæmt lögum þessum meðan hann
gegnir starfi sem lögin taka til eða
fær biðlaun fyrir það.“
Þetta þýðir að þegar ráðherra og
alþingismenn, sem náð hafa til-
teknum aldri, hætta á þingi eiga þeir
rétt á eftirlaunum óháð því hvort
þeir fara í annað starf eða ekki. Al-
mennt gildir sú regla í lífeyr-
issjóðakerfinu að eftirlaun skerðast
ef menn hefja töku lífeyris áður en
þeir verða 65 ára, en engin slík regla
gildir um alþingismenn eða ráð-
herra. B-deild Lífeyrissjóðs starfs-
manna ríkisins og gömlu sveitarfé-
lagasjóðirnir fylgja þeirri reglu að
sjóðsfélagar geta ekki fengið greidd-
an lífeyri ef þeir eru enn í starfi hjá
því opinbera. Kennari sem unnið
hefur sér réttindi til að fara á eft-
irlaun sextugur getur ekki fengið
eftirlaun ef hann ræður sig til starfa
hjá menntamálaráðuneytinu svo
dæmi sé tekið. Þeir sem eru í
A-deildinni geta hins vegar fengið
greiðslur úr lífeyrissjóðnum þó að
þeir fari í annað starf, en greiðsl-
urnar skerðast hins vegar ef þeir
byrja að taka eftirlaun fyrir 65 ára
aldur.
Heildarskuldbindingar
nálgast 10 milljarða
Þó að alþingismenn og ráðherrar
greiði iðgjald í lífeyrissjóð eins og
aðrir launþegar vantar mikið upp á
að þessar greiðslur dugi þegar kem-
ur að því að greiða eftirlaun. Lang-
stærstur hluti lífeyrisins kemur því
beint úr ríkissjóði. Árið 2000 námu
heildarskuldbindingar ríkissjóðs
vegna greiðslu eftirlauna alþing-
ismanna og ráðherra fjórum millj-
örðum króna. Í árslok 2006 námu
þessar skuldbindingar 8.668 millj-
ónum (7.045 milljónir vegna alþing-
ismanna og 1.623 milljónir vegna
ráðherra). Ekki fengust upplýsingar
í gær um hverjar skuldbindingarnar
voru um síðustu áramót, en miðað
við hækkun síðustu ára má gera ráð
fyrir að skuldbindingarnar hafi þá
numið tæplega 10 milljörðum króna.
Morgunblaðið/Kristinn
Lög Eftirlaunum ráðherra og alþingismanna var breytt með lögum árið 2003 en sú lagasetning er mjög umdeild.
Í HNOTSKURN
»Hækkun skuldbindingavegna eftirlauna ráðherra
og alþingismanna skýrist m.a.
af hækkun launa þingmanna
og ráðherra og auknum rétt-
indum sem komu til vegna
lagabreytingar árið 2003.
»Hagstofan mælir svokallaðavísitölu lífeyrisskuldbind-
inga opinberra starfsmanna.
Hún hækkaði um 68% á ár-
unum 2000-2006, en skuldbind-
ingar vegna ráðherra hækkuðu
127% og vegna þingmanna um
105%.
Lífeyrisskuldbindingar ráðherra hafa hækkað hratt á undanförnum árum
Meira en tvöföldun á sex árum
Ráðherrar hafa
frá 1965 getað
þegið laun sam-
hliða töku lífeyris
!"""#!""$
%&'
()!*$
&)"+!
&)$!(
')"",
,)!+&
$)&%&
%)"',
)
)