Morgunblaðið - 15.05.2008, Side 44

Morgunblaðið - 15.05.2008, Side 44
■ Í kvöld kl. 19.30 Swingle Singers – frá Bach til Bítlanna Hinn heimsþekkti sönghópur Swingle Singers hefur fyrir löngu sann- að að honum er ekkert ómögulegt og efnisskráin er vægast sagt fjöl- breytileg. Það mun ekki fara framhjá áheyrendum á þessum tónleik- um: Bach, Mozart, Berio, Lennon og McCartney munu hljóma í með förum meistanna. Tónleikar sem söngunnendur vilja ekki missa af. Hljómsveitarstjóri: Bernharður Wilkinson Söngvarar: Swingle Singers ■ Lau. 17. maí kl. 14 Maxi snýr aftur! Vegna fjölda áskorana og mikilla vinsælda bókarinnar um Maxímús Músíkús verður þetta stórkostlega ævintýri endurflutt. Tryggið ykkur miða! ■ Fim. 22. maí kl. 19.30 Tveir básúnuguðir Þegar tveir virtúósar eins og Christian Lindberg og Charlie Vernon leiða saman hesta sína verður útkoman göldrum líkust. Ómissandi fyrir áhugamenn um flugeldasýningar. Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is Ég veit að hún kemur aftur til baka af krafti eins og popplegið kasttré … 47 » reykjavíkreykjavík FRIÐRIK Ómar veitti Evróvisjón-vefnum (www.esc- today.com) viðtal áður en hann vatt sér á sviðið í Beo- gradska-höllinni í Belgrad á þriðjudag. Viðtalið er allt hið hressasta eins og við var að búast þegar Friðrik Ómar er annars vegar, en ekki síður upplýsandi. Til að mynda kemur fram í viðtalinu að Friðrik Ómar hafi sent frá sér tvær plötur áður en hann náði 18 ára aldri og að hann hafi hljómað eins og önd á þeim báðum. „Ég er mjög stoltur af þessum plötum og var staðráðinn í að taka þær upp, þrátt fyrir að ég hlusti ekki á þær í dag.“ Snýst um að sameina Evrópu Friðrik Ómar viðurkennir í viðtalinu að það hafi valdið honum miklum vonbrigðum þegar hann tapaði fyrir Eiríki Haukssyni í forkeppninni hér heima í fyrra. Hann hafi hins vegar gert sér grein fyrir því að á undanförnum árum hafi almenningur á Íslandi valið söngvarann fram yfir lagið og Eiki Hauks hafi verið uppáhald þjóðarinnar í þetta skiptið. Á hinn bóginn telur hann almenning í Evrópu ekki undir sömu sök seldan og því sé hann viss um að besta lagið fái að lokum flest stigin. Það hafi til dæmis ekki komið honum á óvart þegar Serbía hafi sigrað því honum hafi einfaldlega fundist það besta lagið. „Satt að segja kann ég oftast að meta lögin sem koma frá Austur-Evrópu best. Ég hef enga trú á því að það sé nokkur pólitík í gangi, undanfarin ár hafa austur- evrópsku lögin einfaldlega borið af. [Evróvisjón] á ekk- ert skylt við pólitík. Hún snýst um að sameina Evrópu.“ Hljómaði eins og önd Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Friðrik Ómar Hélt með serbneska laginu í fyrra.  Ólafi (de Fleur) Jóhann- essyni hefur ver- ið boðið með heimildarmynd sína The Amazing Truth about Queen Raquela á Kvikmyndahátíð Los Angeles-borgar (Los Angeles Film Festival) sem fram fer dagana 19.-29. júní. Hátíðin er stærsta kvikmyndahátíð sem haldin er þar í borg og iðulega mæta um 100 þús- und manns á hverju ári til að berja augum bæði það nýjasta og besta í bandarískri kvikmyndagerð sem og alþjóðlegar kvikmyndir, heimildar- myndir og stuttmyndir. Samkvæmt heimasíðu Ólafs var hann búinn að afþakka boð á hátíðina en lét til leiðast þegar hann skoðaði hótelið sem honum hafði verið úthlutað. Þetta er að sjálfsögðu allt spurning um forgangsröðun. Queen Raquela á Kvikmyndahátíð í LA  Leikritið Killer Joe eft- ir Tracy Letts verður frum- sýnt á fjölum Leikfélags Akureyrar í næstu viku. Sýningin fékk ágætis viðtökur þeg- ar það var sett upp hér syðra í Borg- arleikhúsinu og í kjölfarið var leikritið tilnefnt til átta Grímuverðlauna, þar á með- al sem besta sýningin. Þá var sýn- ingin á lista Morgunblaðsins yfir áhugaverðustu leiksýningar ársins 2007, og hafði María Kristjáns- dóttir m.a. þetta um hana að segja: „Leikstíllinn er framan af eins og staðið sé fyrir framan sjónvarps- vélar, lágstilltur.“ Leikstjóri sýningarinnar er Stef- án Baldursson. Killer Joe til Akureyrar INFERNO 5 er í raun réttri listahópur og hefur sem slíkur snert á ýmsu þar að lútandi allt frá stofnun 1984. Tónlistin var snemma tekin föst- um tökum, þónokkrar snældur liggja eftir hóp- inn og svo kom geislaplatan Angeli daem- oniaque omnigena imbecilli sunt út árið 1996. Hræringar á þessu sviði hafa síðan þá verið litl- ar. „Við komum síðan fram á tónleikum um páskana,“ segir Þorri Jóhannsson. „Og þeir gengu afskaplega vel. Við vorum með karlakór, Þorraþræla, og svo ýmislega gjörninga eins og hefur alltaf fylgt.“ Skiptir ekki máli … Erfitt er að flokka tónlist Inferno 5, helst að manni detti Residents í hug sem viðhöfðu (og viðhafa) ýmsa gjörninga samfara skringilegri tónlist. „Jú, jú, Residents, góð og gild sveit. En hún hafði ekki bein áhrif,“ segir Þorri. „Í upphafi vorum við svona „multimedia“ hópur, vorum í ýmsu, og við töluðum stundum um að við værum með gerningaþjónustu. En já, í upphafi var þetta mikið post-pönk. Can var líka í myndinni, sumir voru hrifnir af Velvet Underground. Sum- ir alls ekki.“ Þorri segir að upphaflega hafi þetta átt að vera salsasveit. Nokkrir meðlima hafi búið um hríð í Barcelona og átti þá að stofna slagverks- væna danssveit. „En það voru aðrir sem sáu síðan um það,“ segir Þorri og glottir við tönn. Inferno 5 hélt mikið til á gamla 22 og því við- eigandi að tónleikar kvöldsins fari fram á Barn- um, sem er í sama húsnæði. Á sínum tíma var rík – og einkar jaðarbundin – stemning á staðnum, neðanjarðarmenning þreifst vel og framsækin listaöfl stunduðu staðinn eins og félagsmiðstöð og oft voru þar uppákomur sem keyrðu að ystu brún hins viðtekna. „Einn okkar var einn af stofnendum 22 og því eðlilegt að við værum að flækjast svolítið þar um. Við tókum mið af dada-ismanum og gerðum okkur fulla grein fyrir því að við værum starf- andi úti á kanti, værum svona jaðarhópur. Á því höfðum við og höfum áhuga, sölu- og markaðs- menningin stendur afskaplega fjarri okkur.“ … gildir einu Aðspurður segist Þorri gera sér grein fyrir því að margir yngri listamenn hafi hópinn á stalli, líti á sveitina sem goðsagnakennda. „Og það er nú ein af ástæðunum fyrir því að við erum að ræsa á nýjan leik. Við erum gagn- gert að afbyggja eða öllu heldur afhjúpa þessa goðsögn. Sýna fólki hvað það er sem stendur á bak við allar þessar munnmælasögur. Því að það er nú einu sinni svo, og einherjir kunna að verða fyrir vonbrigðum núna, að við erum einfaldlega menn – ekki ósnertanlegar, goðsagnakenndar verur.“ Goðsögnin afhjúpuð  Hin goðsagnakennda jaðarsveit Inferno 5 hefur gefið út nýja plötu, Fávitaein- veldi, sem hún kynnir á tónleikum í kvöld  Átti upphaflega að vera salsasveit Morgunblaðið/Golli Inferno 5 „…við erum einfaldlega menn – ekki ósnertanlegar, goðsagnakenndar verur.“ Útgáfutónleikar Inferno 5 vegna Fávitaeinveldis verða haldnir á Barnum (gamla 22) eins og áður segir. Aðrir sem fram koma eru Gjöll, Product 8, Digital Madness og Klive. Þá verður sjónhátta- fræðingurinn Kokkur Kirjan Kvæsir með uppá- komu. www.myspace.com/inferno5album Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.