Morgunblaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2008 15 FRÉTTIR - .)           /.)           0 .)           1 .)            !           !  "   !                        # $                                                           !  !  !  !  !  !  !  !  !  !  !  ! %   & '& ()  * -2 .3   4 +)  ,) &  . " +  + + /0 $    3 .  5 4 +)    ,) & 1  . " +  + + /0 $     !  !  !  !  !  ! ()  * 23 %   &   )  )          4$ ,) 5  # $ !*+ &,& &&% &&' ("" (&! %   & '& * "   +( &&$ &&$ 4$ ,) 5  # $  "  "    "   #" Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is „MÉR finnst sjálfsagt að leyfa öðrum að njóta þess sem ég er að gera,“ segir Gísli Reynisson í Keflavík sem heldur úti vef- síðu með afla- fréttum, www.aflafrettir- .com. Um átta þúsund manns skoða síðuna á mánuði þótt hann hafi ekki haldið henni úti nema í hálft ár. Gísli hefur safnað að sér aflatöl- um frá því hann var strákur á bryggjunni í Sandgerði og fór að bera saman aflann á bát frænda síns við aðra báta. Hann fór síðar í gegnum Ægi og Fiskifréttir í þeim tilgangi að safna efni og seinni ár- in hefur hann oft legið í grúski í Þjóðskjalasafninu. Elstu aflatöl- urnar sem hann á eru frá árinu 1896. „Ég veiktist í október í vetur og var heima í viku. Þá datt mér í hug að stofna síðuna,“ segir Gísli um aflafrettir.com. Síðan þá hafa margar vinnustundir farið í að setja þar inn upplýsingar sem þó eru aðeins brot af því sem hann hefur safnað að sér. Meðal annars birtir hann lista yfir aflahæstu skip á ýmsum veið- um. Nú í lok vetrarvertíðar, sam- kvæmt, gömlu hefðinni birtir hann lista yfir aflahæstu netabátana. Þar er Erlingur GK hæstur, með 1215 tonn. Það vekur hins vegar sérstaka athygli að í fimmta sæti er smábátur, Bárður SH, með 676 tonn og skákar þar með margfalt stærri bátum. Það rifjar upp gamla tímann hjá Gísla því á ver- tíðum fyrir 1950 þegar bátarnir voru minni en nú, 20 til 30 tonn að stærð en náðu þó að fiska 800 til 900 tonn á vertíð. Þá getur hann um þær miklu breytingar sem orð- ið hafa á útgerðarháttum á síðustu árum. Árið 2001 reiknaði hann út afla 170 netabáta á vertíðinni en núna í vetur voru þeir rúmlega 60. Þeim hefur fækkað um nærri 100 á þessum sjö árum. Sjálfsagt að leyfa öðrum að njóta upplýsinganna Áhugamál Gísla Reynissonar er að safna aflatölum Í HNOTSKURN »Lokadagur er 11. maí, síðastidagur vetrarvertíðar á Suð- urlandi. Þá var gerður upp vetr- arhlutur sjómanna og haldið til í mat og drykk, eins og segir í Sögu daganna eftir Árna Björns- son. »Framan af síðustu öld var þóoftast miðað við 15. maí við uppgjör afla á vetrarvertíð. »Lokadagurinn hefur fyrirlöngu vikið fyrir sjó- mannadeginum sem helsti hátíð- isdagur sjómanna. Gísli Reynisson ÚR VERINU Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is 15 LYF eru komin á markað hér á landi sem tengjast samstarfi Ís- lands og Svíþjóðar á sviði lyfjamála. Þetta kom fram í gær á blaða- mannafundi Guðlaugs Þórs Þórð- arsonar heilbrigðisráðherra um að- gerðir í lyfjamálum. Hann sagði samstarfið ganga út á að þeir sem sæktu um markaðsleyfi fyrir lyf í Svíþjóð gætu með lítilli fyrirhöfn sótt líka um leyfi fyrir lyfið á Ís- landi. „Ég þarf ekki að hafa mörg orð um það hvað það styrkti okkur mikið ef við hefðum aðgang að öll- um þeim lyfjum sem Svíar hafa. Þetta er stærsti markaður á Norð- urlöndunum,“ benti ráðherrann á. Auk lyfjanna fimmtán sem komin eru á markað í gegnum samstarfið eru 38 lyf í afgreiðslu. „Á tiltölulega stuttum tíma hefur þetta skilað miklum árangri,“ sagði Guðlaugur Þór. Hann sagði að vandi íslenska lyfjamarkaðarins væri í stuttu máli sá að hann væri lítill og lokaður. Þá væri gegnsæi hans lítið. Guðlaugur minnti á að fyrr á þessu ári hefði hann flutt tillögu á fundi norrænna ráðherra um að stefna að sameig- inlegum norrænum lyfjamarkaði, en hún var samþykkt. Mikill sparnaður náðst fram Guðlaugur Þór ræddi á fundinum um aðgerðir heilbrigðisyfirvalda undanfarið ár til að stuðla að sparn- aði í lyfjamálum og sagði að beinn sparnaður vegna aðgerða í þessum málum næmi rúmum milljarði króna. Fyrir ári hefði stefnt í að lyfjakostnaður færi 1,1 milljarð króna fram úr áætlun. „Við litum svo á að það væri nauðsynlegt að grípa til aðgerða með því að lækka verð og breyta neyslumynstri,“ sagði Guðlaugur. Raunin hefði orðið sú að kostnaðurinn hefði farið 350 milljónir fram úr áætlun. Um ástæður þessa benti ráðherra á að gengi krónunnar hefði hjálpað til og rekja mætti um 40% sparnað- arins til þess. Sparnaðinn mætti að öðru leyti rekja til nokkurra þátta, svo sem verðlækkunar hjá Actavis og samhliða lækkunar innflytjenda og jafnframt verðlækkunar í kostn- aðarsömum flokkum. Þá væru komnar til verðkannanir lyfja- greiðslunefndar sem birtir nið- urstöður um verðsamanburð mán- aðarlega. Einnig hefðu lyfjalistar TR og landlæknis, sem innihalda upplýsingar um verð lyfja, hjálpað til. Ennfremur hefði samstarf við aðila markaðarins verið gott og ár- angursríkt. Guðlaugur ræddi ennfremur um útboð lyfja og sagði að þau hefðu skilað 400 milljónum í afslátt af heildsöluverði. „Skynsamleg lyfjanotkun“ Ráðherra sagði að komast mætti svo að orði að „skynsamleg lyfja- notkun“ hefði aukist. Það kæmi til af lyfjalistunum og því að kostnaður hefði minnkað, einkum í þunglynd- is- og blóðfitulyfjum. Guðlaugur sagði að frumvarp um nýtt lyfjafrumvarp hefði þegar skil- að árangri og benti á lækkun lyfja- verðs hjá Actavis 1. maí. Sú lækkun hefði þegar haft víðtækari áhrif og a.m.k. einn annar aðili hefði lækkað hjá sér verð í kjölfarið. Neytendur haldi vöku sinni Nefnd, svonefnd Pétursnefnd, sem kanna átti hvernig endurskoða mætti greiðsluþátttöku almennings í heilbrigðiskerfinu, var sett á lagg- irnar. Guðlaugur Þór ræddi einnig um starf svonefndar Pétursnefndar sem skoða á greiðsluþátttöku al- mennings. Hann sagði að nefndin hefði byrjað á að skoða sérstaklega lyfjaverðið. „Við eigum von á nið- urstöðum um þau mál á næstunni,“ sagði ráðherra. Guðlaugur sagði að framundan væri aukið norrænt samstarf í lyfja- málum. Ráðherra lagði áherslu á mik- ilvægi þess að menn héldu vöku sinni. „Þetta er til lítils ef neytendur eru ekki vakandi og umbuna þeim sem standa sig vel,“ sagði hann. Árangur af samstarfi við Svía í lyfjamálum Morgunblaðið/Friðrik Sparnaður Heilbrigðisráðherra segir að aðgerðir undanfarið ár í lyfja- málum hafi skilað þeim árangri að beinn sparnaður sé rúmur milljarður kr. Í HNOTSKURN »Fram kom á fundinum meðGuðlaugi Þór að á tæpu ári hefði um milljarður sparast í lyfjakostnaði. »750 milljónir hafa sparastvegna almennra aðgerða. »Útboð lyfja hafa skilað 80milljónum, útboð lofttegunda 40 milljónum. »Þá nemur lækkun lyfjaverðsActavis 120 milljónum króna. Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is MIKLAR sviptingar urðu í bæjarpólitík- inni í Akranesbæ í gær, en þá gekk Karen Jónsdóttir, fulltrúi lista Frjáls- lyndra og óháðra í bæjarstjórn, til liðs við Sjálfstæðisflokk- inn. Einnig gekk Gísli S. Einarsson, ráðinn bæjarstjóri, í Sjálfstæðis- flokkinn. Gísli hefur verið óflokks- bundinn um nokkurt skeið, en var áður í Samfylkingu Með Karen innanborðs hefur Sjálfstæðisflokkurinn hreinan meiri- hluta í bæjarstjórn eða fimm fulltrúa af níu. Mun áfram verða starfað sam- kvæmt málefnasamningi Sjálfstæð- isflokks og F-lista. Ákvörðun Karenar og Gísla virðist aðallega koma sem viðbragð við um- mælum Magnúsar Þórs Hafsteins- sonar, varafulltrúa F-lista, í bæjar- stjórn en hann er jafnframt formaður félagsmálaráðs bæjarins og menningar- og safnanefndar. Hefur verið tekin ákvörðun um að kjósa aftur í nefndir bæjarins og þykir víst að Magnúsi Þór verði skipt út. „Mér var stillt upp við vegg á síð- asta bæjarmálafundi, og þetta er í raun niðurstaðan af því,“ segir Kar- en um ákvörðun sína, en vill ekki greina nánar frá atburðum fundar- ins. Hún segir þó að það sem fyllt hafi mælinn hafi verið afstaða Magn- úsar Þórs til ákvörðunar Akranes- kaupstaðar um að taka við hópi 30-60 palestínskra flóttamanna en hann hefur gagnrýnt þá ákvörðun harð- lega. Segir Karen skorta sómatilfinningu Magnús vill líkja ákvörðun Karen- ar í gær við valdarán. „Ef hún hefði einhvern snefil af sómatilfinningu sem stjórnmálamaður myndi hún segja af sér frekar en að hlaupa með umboðið sem kjósendur veittu F-lista yfir í Sjálfstæðisflokk,“ sagði hann og kallaði ákvörðun Karenar siðlausa. Magnús Þór kveðst hafa sett fram góð rök og málefnaleg í umræðu um móttöku flóttamannanna: „Bærinn er engan veginn búinn undir að taka á móti hópnum og ákvörðunin tekin með allt of stuttum fyrirvara,“ segir hann og bætir við að velferðarkerfið á Akranesi sé þegar þanið. „Okkur ber skylda til að gæta fyrst hags- muna þeirra sem þegar búa í bæn- um, en nú eru um 25 fjölskyldur á Akranesi á biðlista eftir félagslegu húsnæði.“ Magnús bendir á að fjöldi þeirra flóttamanna sem bærinn mun taka við jafnist á við að Reykjavík myndi taka við 1.100 flóttamönnum m.v. íbúafjölda. „Enginn flokkur var með þetta mál á sinni stefnuskrá fyrir síð- ustu kosningar og tel ég þá sem taka ákvörðun um þetta stóra félagslega verkefni vera að koma í bakið á kjós- endum á Akranesi.“ Karen svarar gagnrýni Spurð um viðbrögð við gagnrýni Magnúsar segist Karen telja sig hafa fullt umboð kjósenda og svarar því einnig til að spurning sé hvern skorti sómatilfinningu: þann sem telur sig eiga umboðið eða þann sem hefur umboðið. „Það er grundvallarhugsun hjá mér að sjálfsagt sé að hjálpa þeim sem minna mega sín. Þegar Akraneskaupstaður er beðinn að taka á móti flóttafólki í þessari að- stöðu þá get ég engan veginn sagt nei,“ bætir Karen við og segir jafn- framt að hún telji bæinn í stakk bú- inn til að taka við flóttamönnunum. Sviptingar á Akranesi Fulltrúi F-lista fer til Sjálfstæðisflokks vegna deilna um móttöku flóttamanna Magnús Þór Hafsteinsson Gísli S. Einarsson Karen Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.