Morgunblaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
„ÞAÐ er mikill missir að þessum bíl
og hann kemur ekki aftur. Hann dríf-
ur mikið eins og framdrifsbílar gera.
Varan er sennilega ónýt líka, tví-
skiptur afli fyrir Samherja og Brim.
Þetta eru dálítið margar milljónir,“
segir Kristján Geir Steinarsson, bíl-
stjórinn á flutningabíl Flytjanda sem
lenti í ofsaflóði á Biskupshálsi milli
Grímsstaða á Fjöllum og Möðrudals
á þriðjudagskvöld. Kristján Geir var
á bakaleið á Hringveginum með
farminn á 40 tonna trukknum þegar
flóðið rauf veginn með þeim afleið-
ingum að trukkurinn fór á hliðina
eftir árangurslausar tilraunir til að
bjarga honum. Kristján Geir sakaði
ekki, en hann segir hins vegar atvik-
ið leiðinlegt.
Flóðið að naga vegkantinn
„Tveim tímum áður en atvikið
varð hafði ég lýst fyrir öðrum bíl-
stjóra að það hefði ekki mátt hlýna
mikið til að veginum stæði ógn af.
Það hafði verið gríðarleg þoka á
þessum slóðum en sem betur fer var
henni farið að létta. Það fyrsta sem
ég varð var við, var grafa að losa
klakastíflu úr ræsi við veginn. Þarna
er beygjubrekka og ég tók eftir því
að vatnsmagnið var að minnsta kosti
tvöfalt meira en þegar ég ók framhjá
áður. Ég sá að flóðið var að naga veg-
kantinn og ákvað að hægja verulega
á mér og það endaði með því að ég
stóð á bremsunni. Vegurinn var þá
rofinn inn að miðju. Ég reyndi að
bakka upp brekkuna og tókst að
færa bílinn 10 metra til baka, en þá
myndaðist gat við afturhjólið og
bannaði mér frekari för. Þá bar að
gröfu og „trailer“bíl sem reyndu að
búa til slóða út af veginum, en allt
kom fyrir ekki. Bíllinn minn settist á
framstuðarann og var fastur. Það
var ekkert hægt að gera meira.“
Kristján Geir var kominn út úr
bílnum þegar hann fór á hliðina og
segir hann að líklega hafi hálftími lið-
ið frá því hann kom á Biskupshálsinn
og hann valt með allan farminn inn-
anborðs.
Ingólfur Árnason, yfirverkstjóri
Vegagerðarinnar á Húsavík, segir
um aðstæður á vettvangi að vatn
safnist fyrir ofan Biskupshálsinn og
springi oft fram á vorin. „En það hef-
ur ekki gerst í 12-15 ár,“ bendir hann
á. „Það gerðist þegar gamli vegurinn
var en þetta er í fyrsta skipti eftir að
nýi vegurinn var lagður, hann kom
fyrir 12 eða 13 árum. Við vorum því
alveg grandalausir. Við héldum að
þetta hefði „læknast“ með nýjum
vegi. Við hefðum trúlega getað kom-
ið í veg fyrir þetta ef við hefðum opn-
að fyrir vatnið fyrir einum eða tveim-
ur dögum, en það áttaði sig enginn á
ástandinu.
3-4 daga viðgerð framundan en
óvíst um nýja vegarklæðningu
Ingólfur segist telja að 3-4 daga
vinna sé framundan við viðgerð. „Svo
vantar klæðninguna sem ég veit ekki
hvenær verður hægt að setja á,“
bætir hann við.
Samkvæmt upplýsingum yfir-
manna Flytjanda verður bíllinn og
farmurinn fluttur til Akureyrar þar
sem verðmætin verða metin með til-
liti til skemmda.
Opnað var fyrir umferð um hádeg-
ið í gær en ekki var öllum vandræð-
um lokið því rúta með feðamenn á
leið í Norrænu festist í aur en náðist
upp nokkru síðar. Enn urðu síðan
vandræði þegar jeppabifreið með
bátakerru í eftirdragi rakst á flutn-
ingabíl sem hafði það hlutverk að
flytja aflann úr trukknum hans
Kristjáns Geirs. Að sögn lögreglunn-
ar á Húsavík mun jeppinn hafa lent í
dæld á veginum með þeim afleiðing-
um að hann rakst utan í flutningabíl-
inn og braut um leið hjól undan báta-
kerrunni. Ekki urðu þó slys á fólki.
„Mikill missir að þessum bíl“
Kristján Geir Steinarsson trukkabílstjóri horfði á eftir bíl sínum í ofsaflóðinu í
fyrrakvöld á Biskupshálsi og segir milljónaverðmæti líklega hafa farið forgörðum
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Grandalausir Vegagerðin viðurkennir að menn hafi verið grandalausir gagnvart vegaskemmdum á Biskupshálsi.
Fastur „Bíllinn minn settist á framstuðarann og var fastur,“ segir flutn-
ingabílstjórinn Kristján Geir Steinarsson, bílstjóri hjá Flytjanda á Akureyri.
GÆSLUVARÐHALDI háskóla-
kennara sem grunaður er um kyn-
ferðisbrot gegn börnum hefur ver-
ið framlengt um þrjá mánuði. Að
sögn Björgvins Björgvinssonar
lögreglufulltrúa hjá LRH er sak-
borningnum haldið inni vegna al-
mannahagsmuna. Sakborningurinn
hefur kært úrskurðinn til hæsta-
réttar.
„Við teljum ekki lengur þörf á að
hafa hinn grunaða í gæsluvarð-
haldi vegna rannsóknarhagsmuna
en teljum að vegna alvarleika
brotsins og réttarvitundar þurfi að
halda honum inni þangað til að
dómur fellur,“ segir Björgvin.
Maðurinn hefur setið í gæslu-
varðhaldi frá 11. apríl vegna gruns
um að hann hafi ítrekað nauðgað
börnum sínum fjórum, dætrum og
syni, á fimmtán ára tímabili. Þá
hefur borist kæra vegna brota
gegn stúlku utan fjölskyldunnar,
vinkonu einnar dóttur kennarans.
Lögreglan stefnir að því að ljúka
rannsókn málsins fyrir næstu mán-
aðarmót en þá fer málið til rík-
issaksóknara sem ákveður hvort
ákæra verði gefin út með kröfu um
refsingu.
Gæslan
fram-
lengd
Meint kynferðis-
brot í rannsókn
♦♦♦
LÖGREGLAN hefur fengið þrjá að-
ila á þrítugs- og fertugsaldri úr-
skurðaða í gæsluvarðhald til 21. maí í
tengslum við greiðslukortasvindl
hérlendis um hvítasunnuhelgina.
Um töluverða fjármuni er að ræða
en unnið er að rannsókn málsins og
hvort það tengist öðru máli sem kom
upp í mars sl.
Á þriðja hundrað kort fundust við
húsleit og handtöku fólksins á
þriðjudag en grunur leikur á um að
það hafi komið hingað til lands gagn-
gert til að ná fjármunum úr hrað-
bönkum með stolnum greiðslukorta-
upplýsingum. Við handtöku og
húsleitir fundust á þriðja hundrað
kort með greiðslukortaupplýsingum
sem talið er að aflað hafi verið með
ólögmætum hætti.
Hnepptir
í gæslu-
varðhald
Aldrei séð annað eins
mbl.is | Sjónvarp
LÁRUS Welding, forstjóri Glitnis,
segir uppsagnir 88 starfsmanna
bankans í apríl og maí marka lok
þeirra samræmdu uppsagnarað-
gerða sem bankinn hafi unnið að
síðan í lok síðasta árs og ekki verði
fleirum sagt upp. Aðstæður hafi
breyst síðan í fyrra og þessi ráð-
stöfun sé nauðsynleg til að styrkja
samkeppnisstöðu bankans.
Með áðurnefndum uppsögnum
hefur starfsmönnum Glitnis, hér
heima og í starfsstöðvum erlendis,
fækkað um 255 frá áramótum, en
inni í þeirri tölu eru bæði uppsagnir
og fækkun starfsmanna vegna eðli-
legrar starfsmannaveltu, að því er
segir í tilkynningu frá bankanum.
Segir þar að um sé að ræða starfs-
menn úr flestum deildum og sviðum
bankans og er meðalaldur þeirra 40
ár. Flestir umræddra starfsmanna
munu hætta störfum án tafar.
Friðbert Traustason, fram-
kvæmdastjóri Samtaka starfs-
manna fjármálafyrirtækja, segist í
samtali við Morgunblaðið ekki
halda að aðrir bankar fylgi í kjölfar-
ið. Glitnir hafi nýverið ráðið fjöl-
marga starfsmenn þar sem talið var
að staða þeirra myndi eflast og
bankinn stækka verulega. Sú varð
hins vegar ekki raunin en að sögn
Friðberts réðu hinir bankarnir ekki
jafnmarga starfsmenn á síðasta ári
og Glitnir.
„Ég held að svona hópuppsagnir
skili ekki alltaf tilætluðum árangri.
Bankastarfsemi er fyrst og fremst
samskipti starfsmanna við við-
skiptavini og rosalega mikil tengsl
milli starfsmanna innan viðkomandi
fyrirtækis og allar uppsagnir skilja
sárindi eftir sig. Það þarf að vanda
sig mjög til að lagfæra þau sárindi
aftur,“ segir Friðbert að lokum.
Samræmdum uppsagnar-
aðgerðum Glitnis lokið
Uppsagnir ná til
starfsmanna í
flestum deildum
Morgunblaðið/ÞÖK
Störf Glitnir greindi í gær frá upp-
sögnum 88 starfsmanna bankans.