Morgunblaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2008 19 MENNING Bandaríski listamaðurinn Ro-bert Rauschenberg lést ámánudaginn, 12. maí, 82 ára að aldri. Í gær var hans minnst sem eins áhrifamesta listamanns sam- tímans í öllum helstu dagblöðum heims. Rauschenberg var í hópi lista- manna á sjötta áratugnum sem gerðu uppreisn gegn hefð módern- ismans. Rauschenberg snerist gegn afstrakt expressjónisma þeirra Jacksons Pollock og Willems de Koonig og plægði akurinn fyrir byltingarnar sem áttu eftir að verða í myndlistinni á næstu árum, svo sem í poppinu, hugmyndalist- inni, gjörningalist o.s.frv. Áhrifamestir í þessum hópi lista- manna voru auk Rauschenbergs Jasper Johns, myndlistamaður, John Cage, tónskáld, og Merce Cunningham, danshöfundur. Allir gerðu þeir tilraunir sem áttu eftir að skipta sköpum. Nánastur Rauschenberg var Cage. Þekkt píanóverk hans, 4 mínútur og 33 sekúndur, sem hefst með því að píanóleikarinn opnar hljóðfærið og lýkur eftir 4 mínútna og 33 sek- úndna langa þögn, kveikti hug- mynd Raushenbergs að hvítum málverkum þar sem flöktandi skuggar áhorfenda voru einu form- in sem sáust á striganum. Rauschenberg fæddist í PortArthur í Texas. Faðir hans var af þýskum ættum en móðir hans var komin af Cherokee-indjánum. Hann sagðist ekki hafa séð málverk fyrr en hann var kominn á fullorð- insár en ekki fundist mikið til um þá list. En á sýningunni fékk hann þá flugu í hausinn að gerast mynd- listarmaður. Hann skráði sig í Kan- sas City Art Institute, nam síðar í Académie Julian í París þar sem hann sagðist ekkert hafa lært sök- um skorts á frönskukunnáttu en endaði skólaferilinn í Black Mount- ain College í Norður-Karólínu. Þar var kennari hans Joseph Albers sem hafði mikil áhrif á hann. Þar kynntist hann einnig Johns og Cunningham. Rauschenberg hélt fyrstu sýn- ingu sína í Betty Parsons-galleríinu í New York árið 1951. Sýningin vakti ekki mikla athygli. Talað var um „flottar dúllur“ í New York Times og ekkert seldist. Honum tókst þó fljótlega að skapa sér nafn, meðal annars fyrir að „afmynda“ teikningu eftir de Koonig með því að stroka hana út. Þótti verknaður- inn minna nokkuð á það þegar Duchamp teiknaði yfirvaraskegg á Monu Lisu. Rauschenberg átti reyndar eftir að vinna meira í anda „ready mades“ Duchamps því hann er sennilega þekktastur fyrir verk frá sjötta áratugnum þar sem hann notaðist við alls konar drasl sem hann hirti upp af götum New York borgar. Og þótt hann hafi byggt á grunni Duchamps og fleiri þá hélt John Cage því fram að Rauschen- berg hefði breytt fegurðarskyni samtímamanna sinna: „Fegurðin er núna við fætur okkar bara ef við lít- um eftir henni.“ Sjálfur sagði Rauschenberg að hann vorkenndi fólki sem sæi ekki fegurðina í sápu- hylkjum eða speglum og kók- flöskum, „vegna þess að fólkið er í nálægð við þessa hluti daginn út og inn og hlýtur að líða illa yfir því.“    Rauschenberg hlaut að-alverðlaunin á Feneyjatvíær- ingnum árið 1964 og var þá þegar talinn meðal helstu listamanna í Bandaríkjunum þótt umdeildur væri. New York Times, sem hafði gefið honum heldur lélega einkunn fyrir fyrstu sýninguna, minnist hans sem örláts manns. Velgengnin aflaði honum mikilla auðæfa sem hann lét að stórum hluta renna til góðgerðarmála, til stuðnings lista- manna og demókrata. Rauschenberg allur AF LISTUM Þröstur Helgason »Rauschenberg fædd-ist í Port Arthur í Texas. Faðir hans var af þýskum ættum en móðir hans var komin af Cherokee-indjánum. Hann sagðist ekki hafa séð málverk fyrr en hann var kominn á full- orðinsár en ekki fundist mikið til um þá list. Áhrifamikill Enginn amerískur listamaður breytti jafn miklu og Robert Rauschenberg, að mati myndlistarmannsins Jasper Johns. throstur@mbl.is ÞAU leiðu mistök urðu við ritun myndatexta með grein um myndlist- arsýningar á Austurlandi sem eru hluti af Listahátíð í Reykjavík, að Guðni Gunnarsson var sagður Pétur Kristjánsson. Textinn fylgdi ljós- mynd af fjöllistahópnum Skyr Lee Bob. Beðist er velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTT Guðni varð Pétur Ef þú verslar vörur frá Estée Lauder fyrir 3.900 eða meira í Lyfju Lágmúla og Smáratorgi, dagana 15. – 21. maí: Færðu nýja augn-skuggatvennu, augnblýant og 10 daga skammt af Projectionist mascara. Þá færðu 7 daga skammt af Revelation nýja kreminu, Idealist undrakreminu og Perfectly Clean hreinsi. Að auki færðu Pure Color Crystal varalit í fullri stærð og 3 förðunarbursta. Allt þetta fyrir þig ásamt fallegri snyrtitösku. *meðan birgðir endast Verðgildi gjafarinnar er um kr. 10.500.- Gjöfin þín Við mælum með: Nýtt: Double Wear Maskari Allt að 15 tíma ending. Falleg augnhár frá morgni fram á kvöld. Litfastur maskari ekkert kám. Skýr augnumgerð að morgni dags – jafnskýr að kvöldi. Double Wear maskarinn gefur einstaka endingu og frábæra lengingu. Þetta byggist á einstakri kámvörn, Smudge Shield Technology, sem hönnuð er til að standast mikinn hita og raka án þess að liturinn kámist út, flagni eða eyðist í dagsins önn. www.esteelauder.com HIN sérkennilegu vefmálverk Hild- ar Ásgeirsdóttur eru forvitnileg af tveimur ástæðum. Annars vegar út- litinu sem minnir á misheppnaða stafræna útprentun á gömlum ljós- myndum af íslensku landslagi, Blá- skógaheiði og Heklu. Þetta gefur myndunum dulúðugt og svolítið tregafullt yfirbragð. Hins vegar eru þau forvitnileg vegna þess hvernig þau eru gerð, hvernig þræðirnir eru litaðir áður en striginn er ofinn. Að- ferðafræðin minnir á verk Hildar Bjarnadóttur sem hefur sameinað hefð módernískrar málaralistar við hefðbundinn vefnað en í verkum Hildar er vídd ljósmyndarinnar bætt við. Hinir lituðu þræðir skarast á flet- inum sem gefa tilfinningu fyrir því að verkin séu gerð á mekanískan hátt þar sem ekki hafi tekist að stilla vél- arnar nákvæmlega. Á sama tíma fær maður sterka tilfinningu fyrir mann- eskjunni sjálfri sem hliðstæðu vél- arinnar þar sem meintur ófull- komleiki í handverkinu samsvarar tæknilegum ófullkomleika. Þó er alls ekki hægt að halda fram neinum göllum í þessum verkum nema síður sé, frekar eru möguleikar tilviljanakenndrar ónákvæmni not- aðir sem skapandi svigrúm í ferlinu. Myndirnar eru svolítið ólíkar inn- byrðis og tæknin sem notuð er heppnast mismunandi vel og dregur jafnframt fram mismunandi við- brögð við þeim. Þegar best lætur eins og í myndum númer þrjú og fimm þá næst margræð, seiðandi upplifun sem höfðar samtímis til sjónrænnar upplifunar og vits- munalegra tenginga. Myndirnar taka upp þræði síkvikra en aldagam- alla samræðna um handverk og listir, náttúru og menningu. Textinn er samofinn vestrænni, kynbundinni orðræðuhefð og gerir tilraun til að afhjúpa rótgróna stigveldishugsun í menningunni. Vefmálverk „Textinn er samofinn vestrænni, kynbundinni orðræðuhefð…“ Textað landslag MYNDLIST Gallery Turpentine Sýningin stendur til 17. maí. Opið þriðju- daga til föstudaga kl. 12–18 og laug- ardaga kl. 11–16. Hildur Ásgeirsdóttir Jónsson – Ofin málverk bbbmn Þóra Þórisdóttir ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.