Morgunblaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Í mörg ár var líf mitt litað af leitinni að sykr- inum hennar ömmu. Ég verð að játa að það eru ekkert sérlega mörg ár síðan ég gafst upp. Áttaði mig á því að þessi sykur var hvergi til nema í minningunni. Sagan af sykr- inum hennar ömmu er á þann veg að þegar ég var lítil stelpa og Guðrún amma passaði mig fékk ég yfirleitt kornfleks í morgunmat. Út á korn- flexið fékk ég að strá sykri að vild úr litlu sykurkari með gamalli áfallinni silfurskeið sem alltaf stóð á eldhús- borðinu hennar í Kópavoginum. Þessi sykur bragðaðist öðruvísi en allur annar sykur sem ég hafði fengið og öðruvísi en allur sykur sem ég síðan hef bragðað. Ég man enn eftir bragð- inu. Það er erfitt að lýsa bragði með orðum en það sem lýsir því kannski best er að hann var aðeins hvítari á bragðið en annar sykur og aðeins sætari. Eftir að sykurinn fór af borð- inu hófst þessi leit. Leitinni sem lauk með því að ég þurfti að sætta mig við að það var líklega ekki silfurskeiðin sem framkallaði bragðið, ekki sykur- karið, heldur amma. Amma var nefni- lega líka aðeins sætari en aðrar manneskjur, með aðeins stærra hjarta og aðeins mýkri faðm. Þegar ég eltist og fór að kynnast ömmu sem fullorðin manneskja komst ég að því að hvorki sykurinn né amma breytt- ust. Faðmlögin urðu færri en orðun- um fjölgaði og ég komst að því að ég gat trúað ömmu fyrir öllu. Hún vissi um leið ef ég var ástfangin eða ef ást- in hafði brugðist sem hún gerði oftast. Henni var hægt að treysta fyrir öllu, hún skildi allt, umbar allt. Kannski eru líka eldhúsborð þar sem hún er núna, með enn sætari sykri en þeim sem hún gaf mér. Eldhúsborð eins og borðið í Kópavoginum þar sem við sátum þegar hún sagði mér frá sjálfri sér. Frá því þegar hún og afi kynntust og þar sagði hún mér líka frá því hvað hún saknaði hans mikið eftir að hann dó. Hann hefur eflaust saknað hennar líka. Þau þurftu að bíða lengi eftir endurfundunum og ég sé fyrir mér fagnaðarfundina þegar hún færði sig loksins yfir í eilífðina. Hver veit, kannski fæ ég að bragða stórkostleg- asta sykur alheimsins aftur. Ef ekki hér, þá vonandi hinum megin. Hjá ömmu. Erla. Elsku amma mín. Þá er biðin á enda hjá þér – bið sem hefur verið þér löng, en ég veit að þú hefur það gott núna. Þegar ég hugsa um þig eru fullt af minningum sem koma upp í huga mér. Flestar úr Efstahjallanum en þá var svo stutt fyrir mig að skottast yfir til þín. Á menntaskólaárum mínum var ég mik- ið hjá þér yfir próftímann þar sem við sköpuðum hvor annarri skemmtileg- an félagsskap. Þær minningar um þig hlæjandi og káta eru þær minningar sem sitja eftir í hjarta mínu, þú varst góður vinur. Á mínum síðustu árum hefði ég viljað heimsækja þig og eyða meiri tíma með þér. En ég er mjög þakklát fyrir það að hafa náð að koma í heimsókn með Vigdísi ömmu til þín og kveðja þig á þínum síðustu tímum. Það var svo mikill friður sem hvíldi yfir þér. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaður viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Guðrún Guðmundsdóttir ✝ Guðrún Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 23. desember 1916. Hún lést í Sunnuhlíð, hjúkrunarheimili aldraðra, Kópavogi 2. maí síðastliðinn. Útför Guðrúnar fór fram frá Dóm- kirkjunni í Reykja- vík 9. maí sl. Hvíl þú í friði amma mín og við sjáumst seinna. Kveðja, Vigdís. Þegar ég var barn átti ég ömmu sem var falleg kona með mjúk- an faðm og bjó í höll. Afi minn bjó líka í höll- inni. Hann réð í kirkj- unni en amma réð í húsinu. Ég á margar minningar frá Reyni- völlum þar sem hún amma mín bjó og sinnti sínum hlutverkum sem móðir, amma, og prestsfrú, af mikilli reisn þar til ég var sex ára. Í höllinni hennar ömmu voru ótelj- andi herbergi sem í var fullt af fólki. Það var fólk úti um allt. Í stiganum sátu gjarnan nokkrir frændur, í stof- unni heldri frænkur og eldhúsið var gjarnan fullt af börnum. Í kjallaran- um var meira að segja heil fjölskylda. Í eldhúsinu voru skápar í minni hæð sem gaman var að leika sér í. Fína sófaborðið var afar hentugt til bíla- leikja en skemmtilegast var nú samt að leika sér í kirkjunni og í kirkju- garðinum, þótt það væri bannað. Það var oft hægt að leika sér þar nokkra stund áður en einhver fullorðinn upp- götvaði það. Minningar mínar um ömmu frá Reynivöllum tengjast mik- ið blómum. Hún var alltaf eitthvað að stússast í blómabeðum eða að skreyta kirkjuna og heimilið með blómum. Amma í höllinni átti mýksta faðminn. Hún var alltaf að knúsa mig og faðma. Ég man eftir mér veikri uppi í rúmi hjá afa og ömmu þar sem amma stjanaði við mig, vorkenndi mér og söng fyrir mig sálma. Amma var lík- lega einn sterkasti trúaruppalandinn í mínu lífi. Hún kenndi mér bænir. Hún gaf mér Jesú-myndina sem hékk fyrir ofan rúmið mitt. Hún söng sálma og sagði mér frá Jesú. Það var síðan amma sem gaf mér fyrstu Biblí- una. Ég var svo stolt af þessari fal- legu konu í höllinni miklu. Ég var allt- af stolt af því að bera nafnið hennar. Ég man eftir messum á Reynivöll- um þar sem ég, barnið, hreyfði var- irnar undir sálmasöngnum og þóttist kunna sálmana. Ég man eftir hinum fagra hljómi kirkjuklukknanna. Ég man eftir stórveislunum sem boðið var til í höllinni stóru eftir messur. Þegar ég eltist varð höllin að húsi og síðan að öðru húsi í Kópavogi. Amma varð eldri og að lokum ein í húsinu. Herbergin voru ekki lengur mörg og full af fólki. Nú var það eld- húsið sem var fullt af fólki. Börnin hennar og barnabörnin voru nú orðin gestir. Ég eyddi ófáum stundum hjá henni í eldhúsinu í Grænatúninu eftir að ég varð unglingur og alltaf var hún amma mín jafn blíð og áhugasöm um líf mitt. Hún var alltaf ánægð með mig. Það var alveg sama hvað ég tók mér fyrir hendur. Alltaf gat ég gert ráð fyrir hrósi og faðmlagi frá ömmu. Ég gat líka gert ráð fyrir því að hitta eitthvert frændsystkina minna hjá ömmu. Við sóttum mörg hver til hennar. Líklega var það hin hlýja nærvera ömmu minnar sem við þurft- um öll á að halda. Nú kveðjum við ömmu í hinsta sinn eftir langt líf. Hún hefur verið hluti af tilveru okkar svo lengi. Hún hefur verið ættmóðirin sem tengir okkur börn hennar, barnabörn, barnabarna- börn og tengdabörn hvert við annað og þetta er enginn smáfjöldi. Nú hef- ur amma fengið nýtt hlutverk sem hún á eftir að sinna með sóma, nýja höll, nýtt heimili. Minning hennar muna lifa með okkur afkomendunum. Guðrún Karlsdóttir. Það voru forréttindi að fá að dvelja sumarlangt á Reynivöllum hjá þeim heiðurshjónum Guðrúnu og séra Kristjáni. Og í minningunni var alltaf sólskin og var það ekki síst Guðrúnu að þakka, þessari fíngerðu fallegu konu sem hlúði svo vel að sínu fólki, átta börnum og munaði ekkert um að taka að sér stelpuskott sumarlangt. Eftir að ég fullorðnaðist hugsa ég svo oft, hvernig hún fór að þessu. Heimili þeirra hjóna stóð öllum op- ið og var gestagangur mikill og tók Guðrún á móti öllum með sínu hlýja brosi. Mikill myndarbragur var á heim- ilinu og kaffihlaðborð beið kirkju- gesta eftir sunnudagsmessu og fyrir kom að við Kristrún vorum sendar út í fjós til að fleyta rjómann ofan af mjólkinni þegar rjóma vantaði á ein- hverja tertuna, en þetta mátti hús- bóndinn alls ekki frétta því verðgildi mjólkurinnar gat minnkað. Það var alltaf gaman að vera ná- lægt Guðrúnu, hún gaf sér alltaf tíma til að spjalla við okkur krakkana og stutt var í hláturinn, því hún hafði næmt auga fyrir hinu spaugilega í líf- inu. Ég er viss um að ég væri ekki sú sem ég er í dag ef ég hefði ekki átt því láni að fagna að dvelja átta sumur á Reynivöllum. Þar vaknaði trúaráhug- inn. það var skylda að fara í sunnu- dagsmessu hjá séra Kristjáni og þar sátum við allur krakkahópurinn í sparifötunum og vildum eflaust frek- ar vera úti að leika okkur og athyglin kannski ekki öll á því sem fram fór en eitthvað hefur örugglega síast inn. Og þrátt fyrir annir gaf Guðrún sér oft tíma til að setjast á rúmstokkinn hjá okkur Kristrúnu og kenna okkur bænir og sálma. Guðrún var falleg, hlý og glaðvær kona sem gott var að vera nálægt og get ég aldrei nógsamlega þakkað henni fyrir allt. Blessuð sé minning hennar Á allri ævi minni þú einatt fylgdir mér. Ég fel mig forsjá þinni í friði dey ég þér. Ég held úr heimi glaður til himna, Jesús minn. Mín búinn bíður staður og bróðir verð ég þinn. (Torfi Ólafsson þýddi.) Kæru frændsystkin, Guð veri með ykkur á erfiðri stundu. Rósa Þórhallsdóttir. Á vordögum árið 1950 voru prest- kosningar í Reynivallaprestakalli í Kjós. Séra Halldór Jónsson lét af prestskap eftir 50 ára prestþjónustu á Reynivöllum. Séra Kristján Bjarna- son, þá prestur á Raufarhöfn, var kjörinn með yfirburðum en umsækj- endur voru fjórir. Þau sr. Kristján og kona hans frú Guðrún Guðmunds- dóttir, sem nú er kvödd, fluttu að Reynivöllum þá um vorið ásamt börn- um sínum Áslaugu, Bjarna, Karli Magnúsi og Halldóri. Á næstu árum fæddust þeim einnig börnin Valdi- mar, Guðmundur, Kristrún og Sig- urður sem er látinn. Það má segja að með ungu presthjónunum hafi komið nýtt og bjart vor í sveitina. Á næstu árum byggðu þau upp af stórhug nýtt íbúðarhús, fjós ásamt hlöðu og fjár- húsum, jafnframt var ræktun stór- lega aukin og bústofn að sama skapi. Guðrún tók, ásamt manni sínum, virkan þátt í félagslífi sveitarinnar og átti sr. Kristján meðal annars sæti í sveitarstjórn og var formaður og framkvæmdastjóri Flutningafélagins sem sá um alla flutninga á mjólk og öðrum afurðum frá bændum. Flutn- ingafélagið sá um alla aðdrætti á fóðri og öðru því sem hröð uppbygging í sveitinni krafðist. Í þessum störfum og önnum lá Guðrún ekki á liði sínu þó hún hefði fyrir stóru heimili að sjá en auk þess var fjöldi sem kom að vegna uppbyggingar á jörðinni eða vegna embættisverka sr. Kristjáns. Gest- risni þeirra hjóna var við brugðið og var kirkjugestum að jafnaði boðið til góðgjörða á prestsetrinu að afloknum messusöng og var þar oft margt um manninn. Það var ekki lítið verk að annast allar þær veitingar sem Guð- rún bar fram af rausnarskap og myndugleika sem henni var eðlislæg- ur. Einnig var viðmót hennar einstakt og einkenndist af hlýju, kærleika og fágun. Undirbúningur ferminga fór allur fram á prestsetrinu. Kirkjan gat oft verið köld á vetrum og þá var gott að koma í hlýjuna hjá Guðrúnu. Hún ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, KOLBRÚN INGIMUNDARDÓTTIR, Gilsbakka 1, Seyðisfirði, lést fimmtudaginn 8. maí. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 19. maí kl. 11.00. Minningarathöfn verður í Seyðisfjarðarkirkju laugardaginn 24. maí kl. 14.00. Ingi Þór Oddsson, Hildur Hilmarsdóttir, Vikar Freyr Oddsson, Unnur Agnes Holm, Össur Ægir Oddsson, Ágústa Hólm Jónsdóttir, Hlynur Vestmar Oddsson, Sidonia Beldean og barnabörn. ✝ Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, tengdasonar, afa og langafa, JÓNASAR G. SIGURÐSSONAR frá Brekkum, Lækjarbraut 2, Rauðalæk. Guðný Hammer, Sigríður Jónasdóttir, Ragnheiður Jónasdóttir, Sigurður Jónasson, Ásdís Guðrún Jónsdóttir, Herdís R. Þorgeirsdóttir, Davíð B. Sigurðsson, Kristjana Sigurðardóttir, Gunnlaugur Gunnlaugsson, Herdís Albertsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÁSA ÁRSÆLSDÓTTIR kaupsýslukona í Stellu, Bankastræti 3, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni Reykjavík föstudaginn 9. maí. Útför hennar verður gerð frá Dómkirkjunni föstudaginn 16. maí kl. 11.00. Sverrir Hauksson, Betty J. Blankenship, Egill Hauksson, Lucile Jones, Edda Hauksdóttir, Herbert Hauksson, Ólöf Ragnheiður Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Föðurbróðir okkar og bróðir, DAGUR DAGSSON kaupmaður, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 17. maí kl. 13.00. Hulda Brynjúlfsdóttir, Sigríður Brynjúlfsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Þórlaug Bjarnadóttir, Erlingur Dagsson og aðrir aðstandendur. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FRIÐÞJÓFUR ÍSFELD GUNNLAUGSSON skipstjóri, Hamarsstíg 33, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 8. maí. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 19. maí kl. 13.30. Vilhjálmur Friðþjófsson, Herdís Eyþórsdóttir, Steinunn Erla Friðþjófsdóttir, Björn Ingólfsson, Hallveig Friðþjófsdóttir, Tonni Christensen, Jóna Lísa Þorsteinsdóttir, afabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.