Morgunblaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ / KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA NEVER BACK DOWN kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára NIM'S ISLAND kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ U2 3D kl. 10:303D LEYFÐ 3D DIGITAL IRON MAN kl. 5:30D - 8D - 10:30 B.i. 12 ára DIGITAL IRON MAN kl. 5:30 - 8 - 10:30 LÚXUS VIP MADE OF HONOUR kl. 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ DRILLBIT TAYLOR kl. 5:50 LEYFÐ IN THE VALLEY OF ELAH kl. 8 B.i.16 ára ÞEGAR TVEIR MENN VERÐA HRIFNIR AF SÖMU STÚLKUNNI VIRÐIST EINUNGIS EIN LAUSN VERA Í SJÓNMÁLI... BERJAST. CAM G. ÚR THE O.C ER TILNEFNDUR TIL MTV VERÐLAUNANA FYRIR BESTA SLÁGSMÁLATRIÐIÐ ÁRIÐ 2008. MYND SEM ENGIN O.C.OG/EÐA MIXED MARTIAL ARTS AÐDÁANDI ÆTTI AÐ LÁTA FRAM HJÁ SÉR FARA. MÖGNUÐ SKEMMTUN! FRÁBÆR BARNA/FJÖLSKYLDUMYND ÞAR SEM HUGLJÚF SAGA, FALLEGT UMHVERFI OG ÆÐISLEGA FYNDIN DÝR KOMA VIÐ SÖGU. SÝND Í ÁLFABAKKA,KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA,KRINGLUNNI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI NEVER BACK DOWN kl. 8:10 - 10:30 B.i. 14 ára NIM'S ISLAND kl. 6 - 8 LEYFÐ U2 3D kl. 63D LEYFÐ 3D DIGITAL THE HUNTING PARTY kl. 8:10 - 10:30 B.i. 12 ára IRON MAN kl. 10 B.i. 12 ára SHINE A LIGHT kl. 5:50 LEYFÐ eeee BBC eeee Ebert eeee S.V. - MBL eeee L.I.B. Fréttablaðið FRÁBÆR ÖÐRUVÍSI SPENNUMYND Í LEIKSTJÓRN PAUL HAGGIS, (CRASH) SÝND Í ÁLFABAKKA eee ,,Hugljúf og skemmtileg" - V.J.V., Topp5.is/FBL SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI ÞEGAR UNG STÚLKA SÉR AÐ SJÓRÆNINGAR HYGGJAST RÁÐAST Á UPPÁHALDSEYJUNA HENNAR HYGGST HÚN VERJA HANA MEÐ AÐSTOÐ DÝRAVINA SINNA: SÆLJÓNINU, STORKINUM OG HINNI ÞRÆLSKEMMTILEGU EÐLU. Það væri seint hægt að segjaað kvikmyndahátíðin íCannes hafi byrjað á léttum nótum þetta árið. Opnunarmyndin nefnist Blindness og er byggð á samnefndri bók portúgalska Nóbelsverðlaunahafans José Saramago. Í myndinni missa allir íbúar ónefndrar borgar sjónina smám saman utan eins.    Óafvitandi gerir maður sér alltafupp ákveðnar hugmyndir um myndir áður en maður sér þær og ég verð að játa að ég hafði netta fordóma fyrir myndinni fyrirfram, hélt að þetta væri enn ein heims- endamyndin þar sem Will Smith kemur og bjargar heiminum að lok- um með kænsku og hnyttnum til- svörum. Myndin var hinsvegar nokkuð góð og eilítið tormelt í morgunsárið þar sem morð, nauðg- anir og annar viðbjóður kemur við sögu. Myndin vakti upp spurningar um eðli mannsins í erfiðum aðstæðum og varpar ljósi á hversu grunnt er í raun á villimanninum í okkur öll- um. Leikstjórinn, Fernando Meir- elles, sagði þessa hugmynd vera meðal þess sem heillaði hann við bókina. Hann hafði í raun beðið rit- höfundinn Saramago um leyfi til að mynda söguna fyrir margt löngu en hann ekki tekið það í mál. „Hann sagði kvikmyndir eyðileggja ímyndunaraflið og þar með góða sögu,“ sagði Meirelles á blaða- mannafundi í gær að sýningu lok- inni. „Mér fannst það heillandi við- fangsefni hversu brothætt siðmenn- ingin er í raun og veru og hversu grunnt er á frumþörfum mannsins þegar á reynir,“ sagði hann jafn- framt og átti þá við baráttuna inn- an veggja hælis sem þeim blindu er komið fyrir í myndinni þar sem vatn, matur og salernisaðstaða er af skornum skammti svo ekki sé meira sagt.    Auk leikstjórans voru viðstaddirnokkrir af aðalleikurum myndarinnar, þeirra á meðal Juli- anne Moore, Gael Garcia Bernal og Danny Glover. Þau gátu öll tekið undir það að ástandið víðsvegar í heiminum í kjölfar náttúruhamfara og stríðsátaka síðustu ár hafi verið þeim hugleikið við gerð myndar- innar. Glover flutti svo allavega þriggja vasaklúta ræðu um að blindan væri víða í heiminum og að það fólk sem glímir við lífið á hamfarasvæðum sé ósýnilegt fyrir okkur hinum. „Myndin kennir okkur að líta okkur nær og horfast í augu við hvernig við getum aðstoðað fólk sem er svipað ástatt fyrir og í myndinni,“ sagði hann og uppskar lófatak fyr- ir.    Í gær fengu blaðamenn svo aðhitta dómnefndina í fyrsta sinn. Formaður dómnefndar er að þessu sinni Sean nokkur Penn en auk hans sitja í nefndinni leikkonan Natalie Portman, franski leikstjór- inn Rachid Bouchareb, þýska leik- konan Alexandra Maria Lara (Control), mexíkóski leikstjórinn Alfonso Cuaron (Children of Men, Harry Potter og fanginn frá Azkab- an), franska leikkonan Jeanne Bal- ibar, ítalski leikarinn og leikstjór- inn Sergio Castellitto, taílenski kvikmyndagerðarmaðurinn með erfiða nafnið, Apichatpong Weer- asethakul og íranska leikstýran Marjane Satrapi (Persepolis).    Í upphafi blaðamannafundargrunaði mann að einhver hefði Síreykjandi Sean Penn » Í upphafi blaða-mannafundar grun- aði mann að einhver hefði nýlega sagt Penn einhverjar afar slæmar fréttir eða þá að hann vissi fátt leiðinlegra en að vera mættur til Cannes, svo alvarlegur var maðurinn. Reuters Penn og Portman Sean Penn, formaður dómnefndar, og Natalie Portman, óbreyttur nefndarmaður, á blaðamannafundinum í Cannes í gær. FRÁ CANNES Birta Björnsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.