Morgunblaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2008 35
✝ Sigrún Júl-íusdóttir fæddist
í Reykjavík 29. febr-
úar 1924. Hún lést á
öldrunardeild Land-
spítala í Fossvogi að
morgni 4. maí sl.
Foreldrar hennar
voru Júlíus Kristinn
Ólafsson yfirvél-
stjóri, f. 4.7. 1891, d.
30.5. 1983, og El-
ínborg Kristjáns-
dóttir húsmóðir, f.
30.9. 1887, d. 6.11.
1965. Bræður Sig-
rúnar voru Kristján Júlíusson, yf-
irloftskeytamaður hjá Landhelg-
isgæslunni, f. 22.2. 1918, d. 29.7.
1974, og Loftur Júlíusson skipstjóri,
f. 18.8. 1919, d. 9.11. 1974, og upp-
eldissystir Ingibjörg Katrín Magn-
úsdóttir, f. 16.9. 1911, d. 6.1. 1997.
Hinn 23.8. 1946 giftist Sigrún
Magnúsi Friðriki Árnasyni, hæsta-
réttarlögmanni og aðallögfræðingi
Búnaðarbanka Íslands, f. 5.6. 1921,
d. 9.6. 1992. Foreldrar Magnúsar
voru Árni Bergsson kaupmaður og
símstöðvarstjóri, f. 9.10. 1893, d.
17.9. 1959, og Jóhanna Magn-
úsdóttir húsmóðir, f. 16.6. 1894, d.
18.6. 1965. Börn Sigrúnar og Magn-
úsar eru 1) Júlíus Kristinn, f. 2.12.
1946, maki Anna
Kristjana Torfadóttir
f. 25.1. 1949. Þau
skildu. Dóttir þeirra
er Vera, f. 7.6. 1973,
maki Gauti Sigþórs-
son, f. 28.6. 1973. 2)
Jóhanna Kristín, f.
6.5. 1948, d. 8.1. 2001,
maki (1) Loftur Hlöð-
ver Jónsson, f. 1.10.
1946. Þau skildu.
Sonur þeirra er Árni
Rúnar, f. 10.6. 1968,
maki Jane Ingerslev,
f. 25.8. 1970. Börn
þeirra eru Albert, f. 5.12. 1998, og
Liv, 27.2. 2004. Maki (2) Arnar
Gylfason, f. 30.1. 1960. Dóttir
þeirra er Auður, f. 20.11. 1991. 3)
Sigrún, f. 9.11. 1950, maki Jón Jó-
hannesson, f. 8.5. 1948. Dætur
þeirra eru Kristín, f. 6.10. 1977, og
Sigrún Ingveldur, f. 27.6. 1986. 4)
Elín, f. 9.2. 1956, maki Rudi Rudari,
f. 1.3. 1945. Sonur Elínar er Jón-
atan Ivo, f. 28.8. 1987.
Sigrún nam við Húsmæðraskól-
ann á Laugalandi í Eyjafirði og
starfaði við verslunarstörf þar til
hún gifti sig.
Útför Sigrúnar fer fram frá
Laugarneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Elsku amma. Síðast þegar ég
heimsótti þig á Brúnaveginn reyndir
þú að telja mér trú um það að þegar
við fæddumst væri þegar búið að
ákveða hvenær við myndum fara.
Ég var ekki sammála því en hef þó
oft hugsað um það síðustu dagana
hvort þú vissir það sjálf að farið
væri að styttast. Þú sagðir Stínu
systur að þú værir farin að hlakka
til að hitta alla aftur, sem farnir eru,
svo líklegast fannstu þetta á þér.
Kannski hafðirðu líka rétt fyrir þér
með að allt væri fyrirfram ákveðið.
Ég á svo erfitt með að skilja að þú
sért farin. Þetta gerðist svo hratt
þótt þetta hafi verið fyrirsjáanlegt
síðustu mánuði. Þessi fyrsti vetur
minn í Reykjavík mun alltaf verða
mér minnisstæður því ég tók að mér
að fara með þér í Kringluna og
Mjóddina og aðstoða þig við þau er-
indi sem þú þurftir að sinna. Það var
svo gaman hjá okkur þegar við feng-
um hjólastólinn lánaðan og rúlluðum
um allar búðir í Kringlunni. Þér
fannst líka bíllinn minn alltaf svo
sætur og skemmtir þér konunglega
þegar við rúntuðum í Hafnarfjörð.
Einnig er ég þakklát fyrir sumarið
sem ég fékk að búa hjá þér þegar ég
var bílfreyja og keyrði á milli Ak-
ureyrar og Reykjavíkur. Þá horfð-
um við saman á sjónvarpið og spjöll-
uðum um heima og geima. Þú ert
ótrúleg kona, ég sé það alltaf betur
eftir því sem ég eldist. Ég þakka
fyrir þann tíma sem við áttum sam-
an tvær. Að fá að kynnast þér er
mér svo mikilvægt og það að hafa
fengið að gera þér sjálfsagða greiða
að mér fannst en sem þér fundust
svo stórir.
Elsku amma, ég vona að kjötborð-
ið í himnaríki eigi alltaf nóg af súr-
um hval handa þér. Ég man hvað þú
gladdist mikið þegar þú komst yfir
súran hval. Fallegasta og breiðasta
brosið þitt situr í minningunni. Þær
eru margar minningarnar af þér
sem ég á eftir að geyma vel og hafir
þú haft rétt fyrir þér í okkar síðasta
samtali þá veistu hvenær við hitt-
umst aftur. Þangað til þá, amma
mín, hvíldu í friði.
Sigrún Ingveldur.
Ég vil með nokkrum orðum minn-
ast tengdamóður minnar.
Mér er enn í fersku minni ferð
sem við hjónin fórum með Magnúsi
og Sigrúnu austur í Skaftafell árið
1977. Fyrir þá ferð hafði hún skipu-
lagt allt til minnstu smáatriða eins
og hvað skyldi borðað í hvert mál.
Öllu var raðað niður í kassa í réttri
röð og svo skyldi kössunum komið
fyrir í bílskottinu einnig í réttri röð.
Eitthvað varð Magnúsi á þegar
hann var að koma farangrinum fyrir
í bílnum og þurfti hann að beiðni
konu sinnar að leiðrétta það áður en
lagt var af stað. Svona vann hún
tengdamóðir mín, eins og herforingi.
Eftir að Sigrún varð ekkja fór hún
að starfa með „gamla fólkinu“ að
handverki. Fyrst lagði hún stund á
leirgerð og náði góðum tökum á
þeirri list. Eru ótal munir eftir hana
til í eigu vina og ættingja og þykja
kjörgripir. Einnig vann hún með
gler og hafði af því mikla ánægju.
Það er enginn efi í mínum huga að
hún hafði listræna hæfileika og hefði
getað náð langt, ef hún hefði lagt sig
eftir því fyrr á ævinni. Hún hafði
gott auga og haga hönd svo að verk
hennar voru smekklega unnin með
öruggu handbragði.
Sigrún hafði yndi af ferðalögum,
sérstaklega utanlandsferðum sem
hún kallaði siglingar hvernig sem
farið var, enda af sjómönnum kom-
in. Á merkisafmælum hennar fórum
við hjónin með henni í siglingar og
hafði hún af þeim hina bestu
skemmtun. Síðasta ferðin var farin
til að hitta afkomendurna í Dan-
mörku, Árna dótturson hennar og
hans fjölskyldu. Á heimili þeirra
dönsku var gamalt píanó og varð
mikil undrun okkar, þegar sú gamla
settist við það og spilaði „Allt í
grænum sjó“ og fleiri lög. Það var
þá rifjað upp að hún hafði lært að
spila í föðurhúsum en ekki snert
hljóðfæri í 60 ár.
Sigrún var síðustu árin mikill
áhugamaður um formúlu 1 kapp-
aksturinn og hélt með Ferrari-lið-
inu. Missti hún helst ekki af útsend-
ingu, hvort heldur það var tímataka
eða keppnin sjálf. Sat hún þá með
kaffibolla merktan liðinu sínu og
með Ferrari-húfu á höfði. Hún varð
ekki súr þótt liðið hennar ynni ekki,
það gengur bara betur næst var við-
kvæðið.
Sigrún, tengdamóðir mín, var allt-
af frjó í hugsun og uppáfyndinga-
söm. Hún var sífellt að elda nýja
rétti, sem hún fann uppskriftir að í
blöðum og tímaritum. Seinustu árin,
þegar hún var farin að eldast og
gerði minna af þessu sjálf, hélt hún
uppteknum hætti, klippti uppskriftir
úr blöðum og otaði þeim að yngri
kynslóðinni, barnabörnum sínum.
Það fundust úrklippur eftir hana
látna, sem hún hefur eflaust ætlað
dætrum mínum eða öðrum afkom-
endum.
Tengdamamma lifði löngu og við-
burðaríku lífi. Hún ólst upp í vest-
urbæ Reykjavíkur, borin á höndum
eldri bræðra og foreldra sinna. Í
æsku stundaði hún ýmsar íþróttir,
sem sæmdu ungri stúlku á þeim tím-
um, listhlaup á skautum á Tjörninni,
tennis á Melavellinum og dýfingar á
háum palli í Sundhöllinni. Hún ók
með manni sínum um Evrópu eft-
irstríðáranna allt til Sorrento á Ítal-
íu og varð tíðrætt um þá ferð. Hún
renndi fyrir fisk í ám og dvöldu þau
hjónin á hverju sumri á æskuslóðum
Magnúsar tengdapabba, Ólafsfirði,
þar sem þau áttu um tíma sumarbú-
stað og dunduðu við silungsveiði.
Sigrún var nokkuð heilsuhraust
kona, þó að krabbinn hafi stundum
gert áhlaup á hana þá stóð hún það
af sér fram undir það síðasta. Hún
var jafnan bjartsýn, þegar eitthvað
bjátaði á, var enda forlagatrúar, að
ég held. Slíku fólki bregður lítið við
skráveifur lífsins.
Jón Jóhannesson.
Sigrún Júlíusdóttir
Nú er Árni Helga-
son vinur minn fallinn
í valinn eftir langan
og oft strangan
vinnudag. Kynni okkar ná áratugi
aftur í tímann en við hittumst fyrst í
afmælisveizlu sameiginlegs kunn-
ingja okkar. Er veislunni lauk vor-
um við þegar orðnir gamlir kunn-
ingjar og frá þeirri stund höfum við
hitzt oftar en tölu verður á komið,
rabbað saman um allt milli himins
Árni Helgason
✝ Árni Helgasonfæddist í
Reykjavík 14. mars
1914. Hann lést á
St. Franciskusspít-
alanum í Stykk-
ishólmi 27. febrúar
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Stykkishólmskirkju
8. mars.
og jarðar og jafnvel um
þann áfangastað þar
sem hann hefur nú náð
landi. Ekki dreg ég í
efa að þar hafi hann
fengið hlýjar móttökur.
Árni var mikill sjálf-
stæðismaður, í þess
orðs bezta skilningi, en
skoðanir mínar á nokk-
uð annarri bylgjulengd.
Við létum það þó ekki
spilla fundum okkar og
komumst alltaf að við-
unandi niðurstöðu, oft-
ar en ekki með því að
sveigja umræðuefnið í hlutlausari
átt, að ljóðum og öðrum bókmennt-
um, sem voru okkur báðum hug-
leikin. Árni var vel hagmæltur og
hygg ég að aðeins hluti þess, sem
hann orkti, hafi komið fyrir sjónir
almennings. Ein staka hans hljóðar
svo:
Treystu ekki taumlausri kæti,
talaðu varlega um flest.
Að hugsa um hvert mál tvisvar
er heilla bezt.
Þarna er hann lifandi kominn því
þetta var sú lífsregla sem hann fór
eftir. Eitt var það yfirvald sem hann
vildi ekki viðurkenna og barðist öt-
ullega gegn alla tíð – Bakkus kon-
ungur. Þær eru orðnar býsna marg-
ar blaðagreinarnar sem Árni
skrifaði til að vara menn við honum,
meðal annars á þennan hátt:
Hófdrykkjan er heldur flá.
Henni er valt að þjóna.
Hún er bara byrjun á
að breyta manni í róna.
En nú er þeirri baráttu hans lokið
að sinni, en minningin um viðleitni
hans til að bæta heiminn gleymist
ekki.
Hjartans þökk fyrir allar sam-
verustundirnar og innilegar samúð-
arkveðjur til allra sem voru honum
nánir.
Torfi Jónsson.
✝
Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð, hlýju og vináttu við andlát og útför
okkar ástkæra
SKÚLA RAGNARS JÓHANNSSONAR,
Holtsgötu,
Sandgerði.
Þakkir til læknanna Helga Sigurðssonar, Höllu
Skúladóttur og Söru hjúkrunarfræðings á deild 11b
Landspítala við Hringbraut.
Sólrún M. Henriksdóttir, Fanney I. Sæbjörnsdóttir
og aðrir aðstandendur.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför elskulegrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
LÁRU J. SIGURÐARDÓTTUR.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
hjúkrunarheimilisins Skógarbæ fyrir frábæra
umönnun.
Sigurður Karlsson, Unnur Laufey Jónsdóttir,
Ásmundur Karlsson, Guðbjörg Alfreðsdóttir,
Guðríður Karlsdóttir, Guðni Eyjólfsson,
Hólmfríður Karlsdóttir, Friðrik Sigurgeirsson,
ömmubörn og langömmubörn.
Vörubíll í hlaði,
hlátrasköll við eld-
húsborðið og setning-
ar sem byrjuðu með syngjandi mál-
róm „ég skal nú bara segja ykkur
það“ – Ásgeir frændi í heimsókn.
Gönguferð á Höfðann, tínandi
lúpínufræ, að kenna næstu kynslóð
Ásgeir Kristinsson
✝ Ásgeir Krist-insson fæddist í
Höfða í Höfð-
ahverfi 25. nóv-
ember 1935. Hann
lést á Landspít-
alanum í Fossvogi
20. mars síðastlið-
inn og fór útför
hans fram frá
Grenivíkurkirkju 5.
apríl.
gildi þess að rækta
landið.
Virðing hans fyrir
lífinu.
Þorrablót á Grenivík
„ætlarðu að sitja af þér
ballið, frænka?“ á sinni
syngjandi norðlensku,
þétt í fangi hans í takt-
föstum ræl. Sagði ég
honum að hann væri
einn af mínum uppá-
halds? Held ekki en ég
er alveg viss um að
hann vissi það,
skammandi mig sem
krakka, þétt faðmlag hans í gegnum
lífið í gleði og – sorg.
Endalaust gæti ég talið. Einhvers
staðar og einhvern tímann sagði vit-
ur maður að það þyrfti heilt þorp til
að ala upp barn, og ég var svo lán-
söm að eiga Ásgeir frænda að.
Í gleði og sorg.
Hugur minn er hjá Lísu, Heimi
og Ingólfi og þeirra fjölskyldum
sem hafa misst nálægð hans sem fór
ekki framhjá neinum. Trúi og
treysti að minningarnar eigi eftir að
veita þeim huggun sem og öðrum í
sorginni.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Ef þessi orð hafa einhvern tímann
fengið merkingu í mínum huga, er
það nú.
Með innilegu þakklæti fyrir allt
og allt.
Steingerður
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Erla Sigurðardóttir.
Hafdís
Hanna
Moldoff
✝ Hafdís Hanna Moldoff fæddistí Reykjavík 10. febrúar 1946.
Hún andaðist á Kanaríeyjum 14.
apríl síðastliðinn. Hanna var jarð-
sungin frá Digraneskirkju í Kópa-
vogi 30. apríl. sl.