Morgunblaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Láttu nú hendur standa fram úr ermum, Kobbi minn, svo að borgarbúar sjái að ég er ekki með neitt bla, bla. Þeir eiga ekki í miklum erfið-leikum með að útskýra fylgis- hrun Sjálfstæðisflokksins í borgar- stjórn Reykjavíkur, þeir Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson, oddviti borgar- stjórnarflokks Sjálfstæðisflokks- ins, og Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi, í viðtölum við Morgunblaðið í gær.     Vilhjálmur Þ.Vilhjálmsson segir: „Þetta er alls ekki viðunandi niðurstaða fyrir okkar ágæta flokk. Umræðan hefur verið okk- ur sjálfstæðis- mönnum afar erfið undanfarna mánuði eins og flestir þekkja.“     Júlíus Vífill segir: „Þrætustjórn-mál fara Samfylkingu og Vinstri grænum vel. Þeim virðist farnast vel við að rífa niður og gera tortryggilegt það, sem vel er gert.“     Hvað skyldi valda því að „um-ræðan“ hafi verið sjálfstæðis- mönnum svo „erfið“?     Er hugsanlegt að það séu verkborgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins, sem valda því?     Og af hverju gengur andstöðu-flokkunum svona vel að „rífa niður“? Er hugsanlegt að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi undirbúið jarðveginn vel fyrir þá iðju?     Það er kominn tími til að borgar-fulltrúar Sjálfstæðisflokksins horfist í augu við sjálfa sig og eig- in klúður.     Niðurstaðan í skoðanakönnunGallup er afleiðing af verkum þeirra sjálfra. STAKSTEINAR Erfið umræða?                      ! " #$    %&'  (  )               *(!  + ,- .  & / 0    + -              !!" ! #       # 12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (  %  &  ##      '      :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? $(&  ($ &($ $( (    (  (  &( ($ (& (& (& (  ( & (   ($ (&  (& ($                          *$BC                        "  #  $%  &    ' *! $$ B *! ) "  * # "#  ' ! +! <2 <! <2 <! <2 ) '*# , -.!/ # D                 6 2  () & ' '      &     ! *    B    )  &! *  '    *   +  '  , -    ' " %  $.   $    ! /  )! <7         )  &! *  '    *   +  '  , -    ' " %  $.   $    ! /  )! 01 !22 #!  3 ! !,  VEÐUR SIGMUND Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Birkir Jón Jónsson | 14. maí Skörulegur foringi Framsóknar á Akureyri Ég horfði á bæjarstjórn- arfund á Akureyri í gær þar sem rætt var um umhverfisstefnu bæjar- ins. Áhugaverð umræða þar sem komið var inn á fjölmarga þætti sem snerta okkur beint eða óbeint. Svif- ryksmengun, útlit bæjarfélagsins, sorpmál og fleira mætti nefna. Bæjar- fulltrúarnir fóru upp … Meira: birkir.blog.is Egill Jóhannsson | 14. maí Umvöndunin er það sem vekur reiði þeirra, ekki yfirsjónin „Það er fáránlegt að mönnum gremjist ekki það sem þeim ætti að gremjast en reiðist aft- ur á móti að ástæðu- lausu. Umvöndunin er það sem vekur reiði þeirra en ekki yfirsjónin. Þeir ættu þvert á móti að vera leiðir yfir mistök- um sínum og gleðjast yfir að vera sagt til syndanna.“ segir í Um vináttuna … Meira: egill.blog.is Ransu | 14. maí Allt á fullu Nú er allt á fullu. Listahátíð í Reykjavík er að bresta á og lista- menn og aðstoðarmenn að setja upp listaverk. Ef maður skreppur í Húsasmiðjuna í leit að einni vissri skrúfu má bóka að maður rekst á einn eða tvo frá einhverri lista- stofnun í sama tilgangi. Í mínu tilfelli eru það 6 listamenn frá Króatíu. Þau eru að opna í Gallerí 100°, heimahög- um Orkuveitu Reykjavíkur á Bæjar- hálsi á föstudaginn. Þar eru … Meira: ransu.blog.is Stefán Friðrik Stefánsson | 14. maí Karen Jónsdóttir sparkar í Magnús Þór Ekki kemur það að óvör- um að Karen Jónsdóttir hafi sparkað í Magnús Þór Hafsteinsson eftir sérkennilega framkomu hans í flóttamannamál- inu. Velur hún þann góða kost að ganga í Sjálfstæðis- flokkinn og tryggja þar með hreinan meirihluta hans og um leið áhrifaleysi Magnúsar Þórs, sem greinilega hefur fælt bæjarfulltrúann sinn frá sér eins og svo marga aðra. Eins og flestir muna eftir sagði Kar- en sig reyndar úr Frjálslynda flokknum í mars 2007, í aðdraganda alþingis- kosninga, en hún var mjög ósátt við ákvörðun forystu Frjálslynda flokksins að bjóða Kristni H. Gunnarssyni, kjörnum þingmanni Framsóknar- flokksins í alþingiskosningunum 2003, annað sætið á lista Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi. Kar- en var óháð á F-lista í kosningunum 2006 og ákvað í kjölfar þess að fara úr flokknum að sitja þar sem óháð flokknum. Staða hennar er því svipuð stöðu Ólafs F. Magnússonar sem var óháð- ur borgarfulltrúi F-listans í Reykjavík lengi vel áður en hann gekk formlega í flokkinn árið 2005. Hann hefur nú fyr- ir margt löngu sagt skilið við frjáls- lynda ennfremur, eins og sést hefur af köstum vissra lykilmanna frjáls- lyndra í hans garð, þó Margrét Sverr- isdóttir, fjandvinkona Magnúsar Þórs, hafi reyndar ákveðið að segja skilið við hann líka. Ekki vantar það að frjálslynda pólitíkin þeirra er ansi óskiljanleg og gaman fyrir einhverja eflaust að skrifa krónológíu um meiri- hlutafulltrúana þeirra tvö á þessu kjörtímabili. Karen virðist hafa fyrir löngu yfirgef- ið Magnús Þór í raun og veru, en nú virðist flóttamannamálið, skiljanlega, hafa verið kornið sem fyllti mælinn. Man vel eftir því þegar F-listinn á Skaganum hélt fund um REI-málið skömmu áður en meirihluti Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks sprakk í október 2007 að þar talaði Magnús Þór digurbarkalega um stöðu mála og virtist vega þar að Gunnari Sigurðs- syni, leiðtoga Sjálfstæðisflokksins, sérstaklega. Á fundinum var Karen Jónsdóttir hvergi sjáanleg né til við- tals. Þannig að eflaust á þetta allt sér langan aðdraganda en nú er komið... Meira: stebbifr.blog.is BLOG.IS KVENNAHLAUP ÍSÍ fór fram í 18. sinn í samstarfi við Hjartavernd 16. júní 2007. Yfirskrift hlaupsins var Hreyfing er hjartans mál, þar sem markmiðið var að vekja athygli á konum og kransæðasjúkdómum, einkennum og áhættum. Í tilefni af því að Kvennahlaupið var tileinkað hjartavernd kvenna runnu 50 krónur af andvirði hvers selds Kellogg’s-pakka til Hjarta- verndar á tímabilinu 2.–16. júní. Þegar salan var gerð upp komu í hlut Hjartaverndar 700 þúsund krónur en alls seldust 14 þúsund pakkar á tímabilinu. Hjartavernd notaði féð til að end- urnýja tækjakost á rannsóknar- stofu sinni. Keypt var nýtt PCR- tæki sem kemur að góðum notum við erfðafræðirannsóknir Hjarta- verndar. Á dögunum kynnti Vilmundur Guðnason forstöðulæknir Hjarta- verndar hinn nýja tækjakost en við- staddir auk Vilmundar voru Brynja Georgsdóttir, vörumerkjastjóri Nóa Síríus, fyrir hönd Kellogg’s á Íslandi, Jóna Hildur Bjarnadóttir, sviðsstjóri almenningsíþróttasviðs ÍSÍ, Kristín Bjarnadóttir, lífeinda- fræðingur rannsóknarstofunnar, og Sigríður Harpa Hafsteinsdóttir sameindalíffræðingur. Kvennahlaup ÍSÍ fer næst fram hinn 7. júní í samstarfi við Lýð- heilsustöð og er þema ársins „Heil- brigt hugarfar, hraustar konur“. Rannsóknarstofa Hjarta- verndar endurnýjar tæki FRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.