Morgunblaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Morgunblaðið/Árni Sæberg Ónæði Vegfarandi gengur framhjá veitingastaðnum Mónakó við Lauga- veg en kvartað hefur verið undan gestum staðarins. ÍBÚAR í nágrenni við veitingastað- inn Mónakó við Laugaveg í miðbæ Reykjavíkur sætta sig ekki við að staðurinn fái að selja áfengi frá klukk- an 11 á morgnana fram á kvöld og segja að gestir staðarins valdi miklu ónæði fyrir utan sóðaskapinn og óþægindin sem flestum þeirra fylgi. Snemma árs afturkallaði lögreglu- stjóri afgreiðsluleyfið til klukkan sjö á kvöldin en ákvörðunin var kærð og meðan málið er í vinnslu hjá dóms- málaráðuneytinu er staðurinn opinn sem fyrr. Verslunareigendur, starfsfólk og íbúar í nágrenni við veitingastaðinn Mónakó eru orðnir frekar leiðir á að hafa ólánsfólk, sem staðinn sækir, yfir sér frá morgni til kvölds alla daga vik- unnar með öllu því ónæði sem því fylgir. Fólk sé stundum ofurölvi með drykkjulæti fyrir utan frá klukkan 11 á morgnana, mígi þar sem það sé statt og sofi áfengisdautt í undirgangi og görðum. Eftir að reykingabann hafi tekið gildi á veitingastöðum hafi gest- um Mónakó verið gert mögulegt að fara út um neyðardyr út í undirgang á milli staðarins og næsta íbúðarhúss og þar safnist oft fyrir hópur ógæfu- fólks beint fyrir neðan svefnherberg- isglugga í þremur íbúðum. Þessi truflun geri ástandið í íbúðunum óbærilegt og fólk veigri sér jafnvel við að fara þarna um. Brennivín og dóp Viðmælandi segir að ekki aðeins sé um drykkjufólk að ræða heldur líka dópista og ekki fari framhjá neinum hvað þarna sé í gangi. Ráðist hafi ver- ið á afgreiðslufólk í nágrenninu og íbúum og öðrum hótað öllu illu. Hins vegar beri að halda því til haga að inn- an um sé algerlega meinlaust fólk, sem sé eingöngu í spilakössum stað- arins. Daglegt eftirlit Geir Jón Þórisson yfirlögreglu- þjónn segir að síðan í fyrra hafi lög- reglan verið með daglegt eftirlit með Mónakó og rekstrarfyrirkomulagið hafi lagast síðan. Í samvinnu við rekstraraðila hafi verið tekið á þeim einstaklingum sem hafi verið mest til vandræða og miðað við í fyrra hafi skapast nokkur ró en ljóst væri hvaða viðskiptavinir sæktu í vökvann klukk- an 11 að morgni. Þegar kvartanir bærust væri haft samband við rekstr- arstjórann sem þá vísaði mönnum út og þá gæti skapast ónæði fyrir utann staðinn. Í byrjun árs hefði lögreglu- stjóri tekið ákvörðun um að afturkalla afgreiðsluleyfi á Mónakó frá klukkan 11 til klukkan sjö að kvöldi en rekstr- araðili hefði kært þá ákvörðun til dómsmálaráðuneytisins og ráðuneyt- ið kveðið á um að afgreiðslutími skyldi vera óbreyttur meðan umsögn- in væri í gangi. Sambærileg vandamál eru vegna staðanna Monte Carlo við Laugaveg og Kaffi Stígs við Rauðarárstíg og segir Geir Jón að leyfismál þeirra staða séu í umsagnarferli hjá lög- reglustjóra. Í dómsmálaráðuneytinu fengust þær upplýsingar að í lok mars hefði verið frestað réttaráhrifum þeirrar niðurstöðu að takmarka veitingatíma áfengis í veitingastaðnum Mónakó á meðan málið sé til meðferðar í ráðu- neytinu, en hugsanlega liggi niður- stöður fyrir í júní. Þreyta vegna ógæfufólks við svefnherbergisglugga Afgreiðslutími veitingastaðarins Mónakó á Lauga- vegi til skoðunar KEILISMENN í Hafnarfirði segja að flöt 8. brautar á Hvaleyrarholts- velli sé ein sú erfiðasta á vellinum og ekki hefur ný tjörn auðveldað kylfingum leikinn. Tilgangurinn helgar meðalið og auk þess að vera hindrun skammt frá flötinni er tjörnin hugsuð sem uppistöðulón vegna vökvunar á golfvellinum. Alcan á Íslandi bauð Keilis- mönnum að nýta kælivatn úr ál- verinu í Straumsvík með fyrr- nefndum hætti og greiðir fyrirtækið allan kostnað vegna verksins. Vatnið hefur farið beint í sjóinn en kemur til með að nýtast Keili við vökvun og fleira. Framkvæmdir á vellinum hófust eftir páska og er stefnt að verklok- um 1. október. Ólafur Ágústsson, vallarstjóri Keilis, segir að fram- kvæmdir hafi byrjað á vellinum til að trufla ekki golfvertíðina. Öllum framkvæmdum við tjörnina sé lok- ið sem og frárennsli þaðan. Verið sé að leggja vatnsleiðsluna með- fram Reykjanesbraut og inn í ál- verið þar sem hún tengist dælu- búnaði. 8. holan er í hrauninu og er tjörnin staðsett til hægri þar sem brautin beygir til vinstri. Ólafur segir að vatnið frá álverinu sé allt að 23 gráðu heitt en með því að halda því í tjörninni í einhvern tíma sé hægt að stjórna hitastiginu áður en vatninu sé dælt inn í vökv- unarkerfið. Það sé nauðsynlegt því ekki sé æskilegt að vökva með of heitu vatni. Morgunblaðið/Golli Fegurð Flötin á 8. holu á Hvaleyrarvelli þykir ein sú erfiðasta á vellinum og nýja tjörnin auðveldar kylfingum ekki lífið í fögru umhverfinu. Ný hindrun og tjörn á 8. braut TAP hefur verið á rekstri Akureyrar – handboltafélags, sameiginlegs liðs KA og Þórs, síðan til samstarfsins var stofnað fyrir tveimur árum. Fé- lagið mun skulda hátt í 20 milljónir króna en Stefán Gunnlaugsson, ný- kjörinn formaður KA, segir þó eng- an uppgjafartón í mönnum, en líta verði raunsætt á stöðuna. „Við verðum að byrja á því að komast að því hverjar skuldirnar eru nákvæmlega og reyna að ná samn- ingum um þær,“ sagði Stefán í viðtali við Morgunblaðið í gær, en félögin tvö hafa boðað til almenns fundar um stöðu handboltans á Akureyri í kaffi- teríu Íþróttahallarinnar í dag kl. 18.00. Stefán segir að aðalstjórnir fé- laganna, fráfarandi stjórnarmenn Akureyrar og þeir sem koma nýir í stjórn verði að taka höndum saman og leysa vandann. „Ég vonast líka til þess að samstaða náist um þetta hjá almennum félagsmönnum beggja fé- laga.“ Stefán bendir á að tekjur Akur- eyrar – handboltafélags hafi verið miklar en kostnaðurinn einfaldlega líka. „Þeir peningar sem koma inn á næstunni verða notaðir til þess að gera upp við alla; leikmenn, þjálfara og aðra sem eiga inni hjá félaginu, og það er alveg ljóst að skera verður niður kostnað næsta vetur. Öðru vísi eigum við enga möguleika. Ég mun líka leggja til að KA yfirtaki kvenna- handboltann aftur, því hann hefur verið of þungur baggi fyrir þetta fé- lag.“ Stefán segir menn vonsvikna vegna fjárhagsstöðunnar en vanda- málið verði að leysa. Ekki þýði að hætta og færa skuldirnar yfir á fé- lögin því þau geti ekki greitt þær. „Það var bent á það á fundi hjá okkur KA-mönnum [í fyrradag] að það var líka bullandi tap á handboltanum hjá okkur þegar velgengnin var mest.“ Umrætt vandamál sé því ekki nýtt. „Það er ljóst að þeir peningar sem koma inn í haust verða að fara í að greiða niður skuldir. Það verður kannski erfitt að fá menn til að spila ef engir peningar verða til fyrr en eftir áramót, en þeir sem semja vita þó að minnsta kosti að hverju þeir ganga,“ sagði Stefán. „Verðum að standa saman“ Áfram Verðum að greiða niður skuldir, segir Stefán Gunnlaugsson. Í HNOTSKURN »Stofnað var til Akureyrar –handboltafélags, sameig- inlegs liðs KA og Þórs, fyrir tveimur árum. Liðið hefur teflt fram meistaraflokkum karla og kvenna, 2. flokki karla og ung- lingaflokki kvenna. HARALDUR Helgason varð í gær fyrsti heiðursfélagi Samfylkingarinnar á Akureyri. Jón Ingi Cæsarsson, formaður félagsins, tilkynnti það í hófi á heimili Har- alds síðdegis og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður flokksins, afhenti honum skjöld því til staðfestingar. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu hélt Haraldur upp á það í gær að þá voru nákvæmlega 60 ár liðin frá því hann og Áslaug heitin Einarsdóttir, eiginkona hans, fluttu inn í húsið þar sem hann býr enn, Goðabyggð 2, sem og það að 75 ár eru frá því hann hóf störf í Kjötbúð KEA. Halli hefur verið sölumaður allan þann tíma og selur enn kjöt fyrir Kjarnafæði hvern virkan dag. Halli hefur víða komið við; hann var t.d. formaður Íþrótta- félagsins Þórs í 20 ár eins og fram kom í blaðinu í gær og þá söng hann lengi með Karlakórnum Geysi, og gamlir kórfélagar voru einmitt á meðal fjölmargra sem sóttu hann heim í gær. Og lagið var auðvitað tekið; allir viðstaddir sungu Hvað er svo glatt, að undirlagi Ingva Rafns Jóhannssonar, fyrrverandi kórfélaga Halla. Í kjötinu Haraldur með Eiði Gunnlaugssyni, einum eig- enda Kjarnafæðis. Halli selur enn kjöt frá fyrirtækinu. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hann lengi lifi! Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hyllti Harald og fékk viðstadda til að hrópa ferfalt húrra. Á milli þeirra er Kristján L. Möller, leiðtogi flokksins í kjördæminu og samgönguráðherra. Haraldur heiðursfélagi AKUREYRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.