Morgunblaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2008 21 AUSTURLAND Fljótsdalur | Frést hefur af nokkrum ný- bornum hreinkálfum og -kúm nálægt veg- inum inn að Kárahnjúkavirkjun. Jóhann Gunnarsson hjá veiðistjórnunar- sviði Umhverfisstofnunar biður menn að hafa varann á sér og reyna ekki að skoða kálfana í návígi. Slíkt geti truflað nýbornar kýrnar þannig að þær yfirgefi kálfana. Sjá má hreindýr um alla Fljótsdalsheiði í ná- grenni við Kárahnjúkaveg. Óvanalega mik- ill snjór er nú á burðarsvæði hreinkúnna á þessum slóðum og þær jafnvel eitthvað seinni í burði þess vegna. Vegna mildara tíðarfars hin síðari ár hafa kýr borið á held- ur óvenjulegum stöðum. Rán Þórarinsdóttir, líffræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands, er þessa dagana að kanna burð á áhrifasvæði Kárahnjúka- virkjunar. Fara þær athuganir fram skv. rannsóknaáætlun varðandi hreindýr í tengslum við virkjunina, en þær rannsóknir hófust árið 2005. Skarphéðinn G. Þórisson líffræðingur er sömuleiðis að kanna ásig- komulag hjarða á Miðausturlandi. Hann segir milt veðurfar auðvelda afkomu dýr- anna en geri langvinn norðaustanhret megi búast við einhverjum afföllum af kálfum. Nýbornir hreinkálfar Ljósmynd/Þórhallur Árnason Nýborinn Nöturlegt að sjá nýborinn hrein- kálf reyna að standa í fæturnar í snjónum. Egilsstaðir | Landeigendur við Lagarfljót átelja Rafmagnsveitur ríkisins harðlega fyrir yfirgang og valdníðslu með því að halda vatns- borði Lagarfljóts enn einu sinni yfir umsömdum hæðarmörkum. Segir Pétur Elísson, formaður Félags landeigenda við Lagarfljót, vatnsborðinu stýrt með lokum við Lagarfossvirkjun. Það standi nú hátt og von sé á meira vatni vegna vorleysinga og hlýinda undanfarið. Vatn er að sögn Péturs farið að ganga upp í tún hjá bændum við Fljótið. Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir fyrirtækið í einu og öllu hafa fylgt gerðum samningum um vatnsstýringu og lokurnar hafi verið opnaðar að fullu 7. maí sl. Burðargeta farvegar aukin Í ályktun aðalfundar Félags landeigenda við Lagarfljót, sem haldinn var 6. maí sl., segir að sá samningur sem gerður hafi verið á sínum tíma um vatnshæðarstýr- ingu vegna Lagarfossvirkjunar sé í fullu gildi, en í honum fólst m.a. að útrás skyldi að fullu opnuð við Lag- arfoss 1. maí ár hvert, en svo hafi ekki verið gert nú. Félagið krefst þess að RARIK standi við gerða samninga uns samist hefur um ann- að. Í yfirlýsingu frá RARIK vegna ályktunar landeigenda segir m.a. að fyrirtækið og landeigendur hafi samið um vatnsstýringar í tengslum við gerðardóm sem mat bætur til landeigenda. Á þeim tíma hafi verið klapparhaft ofan við lok- urnar í Lagarfossvirkjun, sem sprengt var burt sl. haust sem mót- vægisaðgerð við Kárahnjúkavirkj- un. Tilgangur þessarar aðgerðar var að auka burðargetu farvegarins í flóðum í Lagarfljótinu en hún eigi ekki að hafa nein áhrif á samnings- sambandið milli RARIK og land- eigenda. Lokum hafi verið stýrt þannig að vatnsstaðan væri sem lík- ust því sem var áður en klapp- arhaftið var sprengt, nema í flóðum þegar allar lokur eru opnaðar. Samkomulag hafi verið þar um. Tryggvi Þór segir stækkun Lag- arfossvirkjunar happafeng fyrir landeigendur við Lagarfljót, þar sem ljóst sé af útreikningum að hún dragi verulega úr áhrifum flóða í Lagarfljóti með því að auka mjög burðargetuna til sjávar. Sé ný vél virkjunarinnar ekki í gangi verði vatnsyfirborð við Lagarfoss svipað og áður vegna aukavatnsmagns frá Kárahnjúkavirkjun, en þegar vélin er keyrð lækki vatnsyfirborð tölu- vert. Krytur um hæð vatnsborðs Bændur við Lag- arfljót segja vatn ganga inn á tún Í HNOTSKURN »Landeigendur við Lag-arfljót átelja RARIK fyrir að halda vatnsborði hærra en samið hafi verið um. Þeir segja vatn nú ganga inn á tún við fljótið. »RARIK segist fara aðgerðum samningum um vatnsborðsstýringu Lagarfljóts og viðbrögð landeigenda komi mjög á óvart. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Lagarfljót Landeigendum við fljótið þykir RARIK halda vatnsborði of háu við Lagarfossvirkjun. Eftir Jón Sigurðsson Blönduós | Nokkrar konur komu saman um hvítasunnuna í Heimilis- iðnaðarsafninu á Blönduósi í þeim eina tilgangi að sauma út og sækja sér innblástur. Þessar konur, sem eru í útsaumsskóla á vegum Heim- ilisiðnaðarskóla Íslands, fengu að snerta safnmuni og sækja sér sköp- unarmátt fyrir verkefni sín. Helga Jóna Þórunnardóttir sem kenndi á þessu námskeiði sagði það einstakt að fá aðgang að svona safni og fá að snerta munina og fá að sjá rönguna. „Það er svo mikilvægt fyrir handverksfólk að fá að snerta. Það er mikilvægt fyrir hugmyndavinn- una. Hér getur maður sótt í gömul munstur og notað í allt annað, gert nýtt úr gömlu, það er þróun,“ sagði Helga Jóna. Elín Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heimilisiðn- arsafnsins, tók í sama streng og sagði: „Þetta handverk fyrri tíma er menningararfur og hvernig er hægt að nýta sér hann og læra af honum ef ekki er hægt að koma að honum.“ Helga Jóna og nemendur hennar voru á einu máli um að safnið væri einstakt en Helga rekur einnig hannyrðaverslunina Nálina í Reykjavík jafnframt útsaumskenn- arastarfinu. Mismunandi verkefni voru í gangi og mátti meðal annars sjá „húllfaldað“ viskustykki með margbrotnu mynstri sem sótt var í safnið. Þæfð verk Elín sagði að nokkur námskeið hefðu verið haldin í safninu í vetur og senn liði að því að námskeiði í þjóðbúningagerði lyki. Safnið verður opnað 1. júní og nú líkt og áður í tengslum við opnunina verður opnuð handverkssýning á verkum Snjólaugar Guðmunds- dóttur, Sólu, en hún sýnir að mestu þæfð verk. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Saumað Freyja Kristjánsdóttir, Kristín M. Bjarnadóttir, Elín Sigurðar- dóttir, Ásta Guðmundsdóttir, Ólöf Guðmundsdóttir, Helga Jóna Þórunn- ardóttir kennari og Þorbjörg Ólafsdóttir sauma í safninu á Blönduósi. „Húllfaldað“ og saumað út í safninu Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Hrunamannahreppur | „Þetta hefur gengið vel, það er svo gott veður,“ sagði Magnús Helgi Loftsson, sauð- fjárbóndi í Haukholtum í Hrunamannahreppi. Hann er önnum kafinn við sauð- burðinn þessa dagana, eins og bændur um allt land. „Þetta er besta vorið sem komið hefur lengi. Það hjálpar alltaf til þegar tún- in eru græn og hægt að koma fénu fljótt út. Og það fer vel um dýrin úti,“ segir Magnús. Magnús og bróðir hans, Þorsteinn, tóku við búskap af foreldrum sínum fyrir fjórum árum og hafa verið að fjölga fénu. Þeir eru nú með 450 ær á vetrarfóðr- um. Kona Magnúsar er Al- ina Elena Balusanu. Magnús hefur verið að dreifa sauðburðinum til að jafna álagið. Þannig bar hluti í apríl. „Maður treysti á gott vor,“ segir Magnús. Margar ær hafa svo borið síðustu daga. Magnús tel- ur að um þriðjungur sé borinn. Frjósemi er góð, að hans mati, um tvö lömb á hverja á að meðaltali. Allir fá smá hvíld Vorið er mikill annatími hjá sauð- fjárbændum. Auk sólarhringsvaktar yfir fénu þarf að bera á túnin og gera við girðingar. „Það er aðallega kaffið,“ segir Magnús þegar hann er spurður að því hvernig hann haldi sér gangandi. Hann tekur það fram að þau hjálpist að. Þannig skipti Þor- steinn og faðir þeirra nóttinni á milli sín. Sá sem vaki fram á nótt fái að sofa út, til kannski tíu á morgnana, og sá sem taki morguninn fái frí á kvöldin. Allir fái að loka augunum eitthvað á hverjum sólarhring. Magnús segir að vaktin yfir ánum feli í sér að fylgjast með, taka á móti lömbunum og stía ærnar að. Það þurfi stundum að venja lömb undir aðrar ær. Svo þurfi að koma kind- unum út. Það hafi sem betur fer ekki verið vandamál í vor vegna veðurs. Gott að geta komið fénu út Nýtt líf Anna María Magnúsdóttir í Haukholt- um reynir líka að hjálpa til við sauðburðinn. Miklar annir en sauðburður gengur vel hjá Magnúsi bónda í Haukholtum Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson LANDIÐ H Ö FU M O P N A Ð R IS A LA G E R Ú TS Ö LU Í S K IP H O LT I 3 3 (V IÐ H LI Ð IN A Á V IN A B Æ ) OPIÐ VIRKA FRÁ 12 - 18 LAUGARDAGA FRÁ 10 - 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.