Morgunblaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2008 51
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
0
8
-0
7
6
3
GOTT Á HAUS
NOTUM HJÁLM
KVARTETTINN írski, U2, er með
langlífari rokkböndum og mun
bráðlega fagna þrjátíu ára afmæli
sínu. Að þeim áfanga sé náð án
þess að nokkrar mannabreytingar
hafi átt sér stað í hljómsveitinni
segir sitthvað um samheldni þeirra
félaga, Bono, Edge, Adam Clayton
og Larry Mullen. Líkt og raunin er
með margar vinsælar og lífseigar
hljómsveitir eru skoðanir aðdáenda
skiptar um hvort sköpunarkraft-
urinn hafi haldist óbreyttur í gegn-
um tíðina. Þannig líta margir á
Joshua Tree (1987) sem hápunkt
ferils hljómsveitarinnar en eftir
það hafi bandið orðið fórnarlamb
eigin vinsælda, nokkuð sem birtist
m.a. í áherslu á innantómt sjón-
arspil í tónleikaferðum og „kons-
ept“ plötum á borð við Zooropa
(1993) og Pop (1997). Síðan eru
það hinir sem halda því fram að
Achtung Baby (1991) og Zooropa
hafi markað vatnaskil á ferlinum.
Þá hafi hljómsveitin gengið í gegn-
um mikilvæga endurnýjun og að
hluta lagt sinn heimsþekkta rokk-
hljóm og einlæga boðskap á hill-
una. Í staðinn hafi orðið til hið eina
sanna póstmóderníska ofur-
rokkband heimsins.
Báðir hóparnir fá ýmislegt fyrir
sinn snúð í U2 3D, hljómleikamynd
sem tekin var upp með stafrænni
þrívíddartækni árið 2006 þegar
hljómsveitin ferðaðist um Suður-
Ameríku á Vertigo-heimstúrnum.
Hér er gefin ágæt innsýn í feril
hljómsveitarinnar í gegnum árin,
gamlir slagarar blandast nýju efni
í mesta bróðerni og Bono er
sprækur þótt hann hafi vissulega
orðið eilítið kubbslegur með aldr-
inum. Spörkin ná ekki mjög hátt
enda leðurbuxurnar þröngar. Líkt
og algengt er orðið með þekktar
hljómsveitir á fjölmiðlaöld hefur
U2 verið kvikmynduð margsinnis,
og þá á hvað eftirminnilegastan
hátt af Phil Joanou í Rattle and
Hum, en einnig í fjölmörgum tón-
leikaupptökum.
Það sem skilur nýju myndina frá
fjöldanum öllum af öðrum tónleika-
upptökum, jafnvel öðrum útgefn-
um myndum úr Vertigo-túrnum, er
sú staðreynd að hún er sýnd í þrí-
vídd. Þrívíddartækninni er hér
beitt á markvissan og útsjón-
arsaman hátt, jafnvel róttækan því
ýmsum „reglum“ um þrívídd-
armyndir er hafnað af leikstjór-
unum tveimur, en þó alltaf innan
þeirra takmarka að um hljómsveit-
artónleika er að ræða, og mynd-
sviðið er því bæði takmarkað og
endurtekningarsamt. Tilraunir til
að skapa tilfinningu fyrir því að
áhorfendur „séu á svæðinu“ eru þó
ekki ýkja sannfærandi og áhrifa-
ríkust er myndin þegar hún sýnir
Bono og aðra hljómsveitarmeðlimi
í návígi, og yfirstígur þannig fjar-
lægðina sem jafnan aðskilur hljóm-
sveit og áhorfanda á risavöxnum
leikvangi (firringin er þó enn til
staðar, í formi þrívíddartækninnar
sem skapar falska tilfinningu fyrir
návígi). Þetta er ekki heimild um
hljómsveitina í sama skilningi og
kvikmynd Martins Scorsese, Shine
a Light, er um Rolling Stones, en
þetta er tilvalin kvikmynda-
upplifun fyrir eldheita U2-
aðdáendur.
U2 í hnotskurn og þrívídd
KVIKMYND
Sambíóin Álfabakka
og Kringlunni
Leikstjórn: Catherine Owens og Mark
Pellington. 82 mín. Bandaríkin, 2007.
U2 3D
bbbmn
Heiða Jóhannsdóttir
Lífseig „Líkt og algengt er orðið með þekktar hljómsveitir á fjölmiðlaöld
hefur U2 verið kvikmynduð margsinnis,“ segir meðal annars í dómi.
LEIKKONAN Evangeline Lilly, sem íslenskir
sjónvarpsáhorfendur þekkja sem Kate í þátt-
unum Lost, veiktist á dögunum vegna myglu-
svepps sem hafði hreiðrað um sig í húsinu
hennar. Hún flutti ekki fyrr en eftir fjögurra
mánaða veikindi og var það af eintómri nísku
eftir því sem hún segir sjálf.
„Ég keypti húsið í fyrrasumar og ég vissi að
það hlaut eitthvað að vera að fyrst ég var alltaf
veik, en ég tímdi bara ekki að flytja,“ sagði leik-
konan í samtali við spjallþáttastjórnandann
Jay Leno. „Ég var hundfúl við tilhugsunina um
að borga af húsinu og svo leigu einhvers staðar
annarsstaðar til viðbótar.“ Svo fór þó að lokum
að myglusveppurinn hrakti hana að heiman,
enda var heilsufar hennar orðið mjög bágborið.
Hún sagði aðhaldið í peningamálunum ekki
tilkomið af lágum launum. „Við fáum ágætlega
borgað í Lost, svo þetta er ekki af nauðsyn. Ég
er einfaldlega nískupúki.“
Nískupúki
Evangeline Lilly bjó
í myglaðri íbúð til
þess að spara.
Bjó með myglusvepp
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni