Morgunblaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2008 31
MINNINGAR
✝ Auður Eggerts-dóttir, deild-
arstjóri, fæddist í
Hafnarfirði 16. jan-
úar 1958. Hún and-
aðist á líknardeild
Landspítala 3. maí
síðastliðinn. For-
eldrar hennar eru
Eggert Oddur Öss-
urarson frá Ísafirði,
fyrrverandi kaup-
maður í Bygg-
ingavörum, f. 14.3.
1928, og Guðrún
Ingibjörg Sigurð-
ardóttir, húsmóðir frá Fáskrúðs-
firði, fædd 19.10. 1927. Systkini
Auðar eru Sigurður Þórir, sím-
virki, f. 9.12. 1948, Valdimar,
kaupmaður, f. 28.9. 1951, Guð-
björg, deildarstjóri, f. 8.9. 1954, og
Ásdís, deildarstjóri, f. 5.7. 1956.
Þess má geta að foreldrar Auðar
eru meðal frumbyggja í Kópavogi,
þar sem Auður og systkini hennar
eyddu æskuárum sínum.
Hinn 24.6. 1978 giftist Auður
eftirlifandi eiginmanni sínum,
Gunnari Jóhannssyni, grafískum
hönnuði og skrifstofumanni, f.
22.2. 1955 í Reykjavík. Þeirra
börn eru Jóhann,
námsmaður, f. 10.5.
1981, Guðrún Þóra,
námsmaður, f. 10.8.
1982, í sambúð með
Kára Gunnarssyni,
listráðunaut, f. 25.9.
1980, og Oddur Æv-
ar, námsmaður, f.
7.5. 1993. Foreldrar
Gunnars eru Jóhann
Jónsson, hdl. og fyrr-
verandi skrif-
stofustjóri hjá Ís-
lenskum
aðalverktökum, f.
7.5. 1926, d. 23.1. 1991, og Sólveig
Gunnarsdóttir, fyrrverandi bókari
hjá Póstgíró, f. 10.9. 1923.
Auður vann á sínum námsárum
meðal annars við verslunarstörf í
Versluninni Matvali sem var á
Þinghólsbraut í Kópavogi, sam-
hliða námi. Síðustu 32 árin hefur
hún unnið hjá sama vinnuveitanda
sem er lífeyrissjóðurinn sem í dag,
eftir ýmsar sameiningar og hag-
ræðiaðgerðir, ber nafnið Gildi og
gegndi hún þar farsællega starfi
deildarstjóra lífeyrismála.
Útför Auðar fer fram frá Selja-
kirkju í dag, 15. maí, kl. 13.
Okkur langar með nokkrum orðum
að minnast elskulegrar eiginkonu
minnar og móður okkar, og þá fyrst
og fremst að þakka fyrir tímann okk-
ar saman. Það var dýrmætt að fá að
halda í höndina þína þegar þú kvadd-
ir, úti var fallegur vordagur, farfugl-
arnir nýkomnir til landsins og söngur
lóunnar hljómaði í fjarska. Þá kvaddir
þú þennan heim, ástin mín, og hvarfst
á vit eilífðarinnar til guðs almáttugs
eftir erfið og langvarandi veikindi.
Efst í huga mínum er þakklæti fyr-
ir öll góðu árin okkar saman og ham-
ingjuríku, þar sem þú ert í minning-
unni brosandi og glöð, alltaf að hugsa
um börnin okkar, fjölskylduna þína
og hvernig best væri að hagræða
hlutunum þar sem skipulagsgáfa þín
og umhyggja fengju notið sín í að
byggja upp hamingjusamt fjölskyldu-
líf og fallegt heimili.
Við fjölskyldan viljum koma á
framfæri þakklæti til allra þeirra sem
aðstoðuðu okkur og hjúkruðu Auði af
fagmennsku og með einstakri um-
hyggju og hugulsemi. Guð blessi ykk-
ur öll.
„Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur
huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna
þess sem var gleði þín.“
(Kahlil Gibran)
Gunnar Jóhannsson, Jóhann og
Oddur Ævar Gunnarssynir.
Þú sigraðir elsku mamma, eða
múttan mín eins og ég hef venjulega
kosið að kalla þig. Þrátt fyrir að
krabbameinið hafi náð heljartökum á
líkama þínum þá hélst þú áfram sama
hvað. Þótt holdið væri veikt þá var
andinn sterkur og nú ert þú á himn-
um að fagna sigrinum yfir krabba-
meininu, því þú gafst aldrei nokkurn
tímann upp. Að hugsa til þess gefur
mér bæði gleði og ég finn fyrir sorg
því ég vil hafa þig hjá mér, fallega
mamman mín. En ég er glöð að þú
sigraðir þennan hræðilega sjúkdóm
og færð að hvíla hjá Guði.
Þú varst alltaf kletturinn í lífi mínu.
Það var hræðilegt að horfa upp á þig
veikjast meira og meira og geta ekk-
ert gert nema biðja og halda í vonina.
Þegar ég horfi yfir þennan tíma má
segja að veikindaferlið hafi slípað þig,
klettinn minn svo mikið að lítill dem-
antur kom í ljós og honum fæ ég að
halda eftir. Minningarnar mínar um
þig eru demantur í lífi mínu.
Þegar ég var lítil fór ég oft í pössun
til afa og ömmu sem var alltaf rosa-
lega gaman, besti parturinn var þó
þegar þú komst í grænu úlpunni þinni
að sækja mig. Ég man að útilyktin af
þér var svo góð, fersk mömmulykt.
Svo fórstu inn í stofu að spjalla við afa
og ömmu, þá stalst ég inn í fatahengi
til að finna meiri lykt.
Það var líka alltaf svo gaman þegar
starfsdagur var í skólanum, þá tókstu
þér alltaf frí í vinnunni til að vera með
okkur krökkunum. Á morgnana þeg-
ar pabbi fór í vinnuna skreið ég alltaf í
rúmið til þín og svaf aðeins lengur
með þér. Venjulega vaknaði ég við
lyktina af nýbökuðum snúðum og
kaffi en ég lokaði alltaf augunum aft-
ur svo þú myndir koma og strjúka
mér um vangann til að vekja mig, en
þá tímdi ég ekki að opna augun því
það var svo gott þegar þú straukst á
mér vangann.
Ég er svo glöð að ég fékk að vera
dóttir þín, því ég hef lært svo mikið af
þér, ég er sú sem ég er þökk sé þér.
Nú ertu á himnum hjá Guði og öll-
um ófæddu börnunum, sjálfsagt búin
að finna þín barnabörn og ert að
kenna þeim að vera góð og lík þér.
Ég elska þig múttan mín og sakna
þín svo mikið og hlakka til að hitta þig
á ný.
Á grænum grundum lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis
njóta.
(Sálmarnir 23.2.)
Knús. Þín
Guðrún Þóra.
Nú er komið að kveðjustund, kær
mágkona okkar er fallin frá. Undan-
farin ár hefur Auður barist við veik-
indi en uppgjöf var aldrei til í hennar
huga. Auður lifði í núinu og tók þátt í
lífinu til hinstu stundar. Naut sam-
veru með vinum og ástvinum og lét
sig hvergi vanta hversu veik sem hún
var. Styrkur Auðar var ótrúlegur og
alltaf jafngott að hitta hana og þau
hjónin, því ævinlega voru þau saman
og studdu hvort annað alla tíð.
Við vitum að orð eru lítils megnug
en við trúum því að þú sért nú umvaf-
in kærleik og friði og allar þjáningar
að baki. Eins og eitt barnið í fjölskyld-
unni sagði: „Nú er Auður uppi hjá
guði með öllum litlu ófæddu börnun-
um.“
Við biðjum algóðan guð að styrkja
Gunnar bróður okkar, börn og
tengdabörn, ástkæra foreldra Auðar
og ástvini alla. Minningin um Auði
mun lifa í huga okkar.
„Því að hvað er það að deyja annað en að
standa nakinn í blænum og hverfa inn í sól-
skinið? Og hvað er að hætta að draga andann
annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum
lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sín-
um og ófjötraður leitað á fund guðs síns?“
(Kahlil Gibran, Spámaðurinn.)
Ása Kristín, Laufey Kolbrún,
Sesselía og fjölskyldur.
Elskuleg mágkona, svilkona og
frænka, við kveðjum þig með miklum
söknuði. Við munum ávallt minnast
þeirra stunda sem við áttum með þér,
Gunna og krökkunum, og þinnar
hlýju og góðu nærveru.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Héðan skal halda,
heimili sitt kveður
heimilis prýðin í hinzta sinn.
Síðasta sinni
sárt er að skilja,
en heimvon góð í himininn
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Valdimar Briem)
Við biðjum Guð að styrkja Gunnar,
Jóhann, Guðrúnu Þóru, Odd Ævar,
Kára, foreldra þína, systkini og aðra
ættingja vegna fráfalls þíns.
Jóhann, Bryndís, Helga
Dóra og Fanney.
Þegar maður hefir tæmt sig af öllu mun
friðurinn mikli koma yfir hann. Allir hlutir
koma fram í tilvistina, og menn sjá þá hverfa
aftur. Eftir blóma ævinnar fer hvað eina aftur
til upphafsins. Að hverfa aftur til upphafsins
er friðurinn; það er að hafa náð takmarki til-
vistar sinnar.
(Lao Tse)
Hinn 3. maí sl. hvarf systir, mág-
kona og frænka til ljóss kærleikans
eftir átta ára hetjulega baráttu við ill-
vígan sjúkdóm.
Við segjum ljós kærleikans vegna
þess að við trúum því að þangað för-
um við öll þegar jarðlífi okkar lýkur.
Það er ekki þar með sagt að við skilj-
um hvers vegna kona á besta aldri er
kölluð burt í blóma lífins. Kona sem
var heilsteypt, fylgin sér og mat fjöl-
skyldu sína ofar öllu.
Hugrekki hennar á undanförnum
árum og mánuðum mætti vera okkur
öllum til eftirbreytni.
Það er svo margs að minnast að
ekki er hægt að telja það upp í lítilli
kveðju. Við eigum öll fallegar minn-
ingar um hana Auði í hjörtum okkar
og það er það sem máli skiptir.
Í dag er hugur okkar hjá Gunna,
Jóhanni, Guðrúnu og Oddi sem hafa
misst svo mikið, en einnig hjá foreldr-
um hennar sem nú sjá á eftir yngsta
barni sínu.
Megi góður Guð gefa ykkur styrk í
dag og alla daga.
Valdimar, Ásta og börn.
Barátta Auðar við hinn illvíga sjúk-
dóm, krabbameinið, stóð í mörg ár.
Sigur virtist oft vera handan horns-
ins, það lygndi og vonir kviknuðu, en
fyrr en varði var ný barátta hafin.
Auður tókst á við þennan óvin af ein-
stöku raunsæi, æðruleysi og kjarki.
Þegar ég spurði um líðan hennar var
viðkvæðið: „Veistu, ég er bara öll að
koma til!“
Ég var svo lánsöm að kynnast Auði
og hennar yndislegu fjölskyldu þegar
ég varð umsjónarkennari Odds Æv-
ars, haustið 2003. Þar fer mikill
mannkosta drengur sem ber foreldr-
um sínum fagurt vitni.
Strax urðu mér ljós hin óendanlega
sterku bönd á milli mæðginanna.
Oddur sat gjarnan við rúmstokk
veikrar móður sinnar og saman lásu
þau og viðuðu að sér þekkingu á hin-
um ýmsu málum. Evrópa og þau stríð
sem hana hafa hrjáð þekktu þau eins
og puttana á sér. Þegar Auði leið bet-
ur átti hún það til að sækja strákinn
snemma í skólann og bjóða honum út
að borða í hádeginu. Það var gaman
að horfa á eftir þeim, vitandi það, að
við það borðhald yrðu einhver merki-
leg mál rædd og krufin til mergjar.
Samheldni fjölskyldunnar var ein-
stök, svo eftir var tekið, og mættu þau
Auður og Gunnar í hvert einasta
skipti sem eitthvað stóð til í skólan-
um. Guðrún lét sig heldur ekki vanta,
hún mætti á bekkjarkvöldin með
kvikmyndatökuvél og festi allt á
mynd.
Símtölin okkar Auðar voru mér af-
ar kær og tölvupóstarnir frá henni
voru hlýir og nærandi fyrir sálina.
Þar var hún oft að velta því upp sem
skiptir mestu máli í lífi manns, fjöl-
skyldan, börnin, þeirra hamingja og
vellíðan.
Hún var ákaflega stolt af sínu fólki
og fór ekki leynt með það.
Auður var ein ljúfasta manneskja
sem ég hef kynnst.
Elsku Gunnar, Oddur Ævar, Guð-
rún, Jóhann og fjölskylda, megi kær-
leikur algóðs Guðs umvefja ykkur og
gefa ykkur styrk til þess að feta
áfram stíginn á þessum erfiðu tíma-
mótum í lífi ykkar.
Guð blessi minningu dásamlegrar
konu og mikillar manneskju.
Eva Haraldsdóttir.
Kveðja frá Gildi – lífeyrissjóði
Vinkona okkar og vinnufélagi Auð-
ur Eggertsdóttir er látin. Við vinir
hennar og samstarfsmenn höfum orð-
ið vitni að hetjulegri baráttu hennar
síðastliðin átta ár við þann illvíga
sjúkdóm sem hún barðist við. Þessi
átta ára glíma með sigrum sínum og
ósigrum hefur sýnt okkur þann ótrú-
lega kraft og dugnað sem einn ein-
staklingur getur búið yfir. Starfsferill
Auðar sem nýlega varð 50 ára gömul
var langur innan þeirra lífeyrissjóða
sem síðar stóðu að stofnun Gildis – líf-
eyrissjóðs árið 2005, en Auður hóf
störf árið 1976, aðeins 18 ára gömul,
hjá Lífeyrissjóði Dagsbrúnar og
Framsóknar. Auður var frábær
starfsmaður, hafði gífurlega þekk-
ingu á starfinu og góða heildarsýn yf-
ir lífeyrismálin. Þekking hennar nýtt-
ist vel við sameiningu sjóðanna og
sérstaklega við að fylgja úr hlaði nýju
réttindakerfi. Innan lífeyrissjóðanna
var Auður sú sem oft var leitað til við
úrlausn mála vegna yfirburðaþekk-
ingar sinnar í flóknum málaflokki.
Auður hafði það sem deildarstjóri
þarf að hafa, hún var góður stjórnandi
og það var sérstaklega gott að vinna
með henni. Þá sýndi hún mikla hæfni í
samskiptum við sjóðfélagana sem til
hennar leituðu, oft með erfið og við-
kvæm mál. Hún var dugleg og ósér-
hlífin og átti auðvelt með að greina að-
alatriði frá aukaatriðum. Hún
kvartaði aldrei, vann verk sín í hljóði
en áorkaði miklu. Það voru engin
vandamál í hennar augum, aðeins
verkefni til að leysa. Henni þótti vænt
um starfið sitt og bar virðingu fyrir
því, vinnan gaf henni mikið og hún gaf
vinnunni mikið.
Auður var mjög hlý manneskja en
gat samt verið ákveðin þegar á þurfti
að halda. Hún gerði óspart grín að
sjálfri sér og jafnvel sínum veikindum
svo alvarleg sem þau voru. Hún var
skilningsrík og lét sér annt um sam-
starfsmenn, spurði t.d. um fjölskyldu
viðkomandi, gaf góð ráð og gladdist ef
vel gekk. Hún var ótrúlega sterk og
var aðdáunarvert hvernig hún barðist
áfram til að ná ýmsum áföngum í lífi
sínu eins og fermingu yngsta barns-
ins síns og stórafmæli sínu í janúar sl.
Oft var hún sárþjáð þótt hún mætti til
vinnu en hún ætlaði ekki að gefast
upp. Auður var traustur vinur, alltaf
jákvæð og hennar verður sárt saknað
af vinnufélögum.
Við sendum Gunnari, börnum
þeirra, foreldrum og öðrum aðstand-
endum okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Samstarfsfélagar hjá Gildi
– lífeyrissjóði.
Nú ertu leidd, mín ljúfa,
lystigarð Drottins í,
þar áttu hvíld að hafa
hörmunga’ og rauna frí,
við Guð þú mátt nú mæla,
miklu fegri en sól
unan og eilíf sæla
er þín hjá lambsins stól.
Dóttir, í dýrðar hendi
Drottins, mín, sofðu vært,
hann, sem þér huggun sendi,
hann elskar þig svo kært.
Þú lifðir góðum Guði,
í Guði sofnaðir þú,
í eilífum andarfriði
ætíð sæl lifðu nú.
(H. Pétursson.)
Elsku Gunni, Oddur, Jóhann, Guð-
rún og Kári, hugur okkar er með ykk-
ur á þessari erfiðu stundu. Megi Guð
vera með ykkur.
Þórir og fjölskylda.
Auður Eggertsdóttir
Við hefðum ekki getað hugs-
að okkur betri systur og takk
fyrir að hafa verið til. Þú
verður ávallt til í hjarta okk-
ar. Sjáumst síðar.
Guðbjörg og Ásdís.
HINSTA KVEÐJA
Samskipti milli fólks
eru oft á tíðum yfir-
borðskennd nú á tímum hraða og efn-
ishyggju. Að vinna með og kynnast
öldruðum eru forréttindi í lífinu, það
kennir manni að sjá hlutina með öðr-
um augum. Það var þegar ég byrjaði
að vinna/og búa með öldruðum á
Dvalarheimilinu Kirkjuhvoli sem ég
fór mikið að hugsa um hve mikils virði
raunveruleg umhyggja og væntum-
Jón Ólafur Tómasson
✝ Jón Ólafur Tóm-asson fæddist á
Uppsölum í Hvol-
hreppi 24. maí 1918.
Hann lést á Dval-
arheimilinu Kirkju-
hvoli á Hvolsvelli
21. mars síðastlið-
inn og fór útför
hans fram frá
Breiðabólstað-
arkirkju í Fljótshlíð
28. mars.
þykja er. Þar eignuð-
umst sonur minn og ég
marga góða vini, og
kynntumst því hvað vin-
áttan er óháð aldri og
öðrum lögmálum lífsins.
Einn af góðum vinum
okkar þar, hann Jón frá
Uppsölum, hefur nú eins
og hann sagði sjálfur,
fylgt gangi lífsins og
sofnað í hinsta sinn. Það
þarf ekki að fjölyrða um
ágæti Jóns frekar en
hinna bræðranna frá
Uppsölum, ágæti þeirra
þekkja allir sem hafa orðið þeirrar
ánægju aðnjótandi að kynnast þeim.
Mig langar bara að segja að ég er
þakklát fyrir að hafa fengið að kynn-
ast bræðrunum frá Uppsölum og hafa
átt þeirra traustu og góðu vináttu.
Takk fyrir allar góðar stundir og Guð
veri með ykkur.
Friðbjörg Jóhanna.