Morgunblaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 22
Hraði Arngrímur flýgur fram úr Ford GT- sportbíl á Akureyrarflugvelli. Nú ætlar hann að „dansa“ á svifflugvél yfir miðbænum … Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Arngrímur Jóhannsson ætlar að „dansa“ á svifflugvél sinni yfir miðbæ Akureyrar 12. júní í tilefni upphafs árlegrar alþjóðlegrar tónlistarhátíðar hér í bæ. Arngrímur er sér- legur verndari hátíðarinnar og hyggst með þessu slá tvær flugur í einu höggi og sameina tvö af áhugamálum sínum; flugið og tónlistina.    Jón Hlöðver Áskelsson tónskáld hefur samið vals sem fluttur verður við þetta tækifæri Arngrímur hyggst dansa við og Kristján Edelstein tónlistarmaður útsetur.    Hátíðin, AIM Festival, er nú haldin í þriðja sinn. Þetta er alhliða tónlistarhátíð þar sem boðið er upp á popp, rokk, djass, pönk, blús og klassík. Í fyrra komu fram 90 tónlist- armenn frá 14 þjóðlöndum og hátíðin verður ekki síður glæsileg í ár að sögn aðstandend- anna. Bærinn mun að sögn iða af músík í fimm daga.    Mugison kemur fram á sérstöku Kimi Re- cords-kvöldi á Græna hattinum á AIM- hátíðinni. Klassíkinni verða gerð mjög góð skil á AIM: Mótettukórinn undir stjórn Harð- ar Áskelssonar flytur stórvirkið Vesper opus 37 eftir Rachmaninov í Akureyrarkirkju ásam tveimur rússneskum bassasöngvurum og þá mun píanósnillingurinn Víkingur Heiðar Ólafsson flytja valsa eftir Brahms og Beet- hoven á flygilinn í Ketilhúsinu.    Megas og Senuþjófarnir verða á Græna hatt- inum núna á laugardagskvöldið og fara yfir feril meistarans frá upphafi. Meðal annars verða leikin lög af plötu sem kemur út á næst- unni og ber heitið Á morgun en þar tekur Megas fyrir gamlar íslenskar dægurperlur.    Frelsið er spurn, kallast erindi sem Stefán Snævarr flytur á heimspekitorgi á Amts- bókasafninu í dag kl. 15 – og undirtitillinn er Frá maí 68 til maí 2008. Tilefnið vitaskuld að nú eru liðin 40 ár frá stúdentaóeirðunum í Frakklandi. AKUREYRI Skapti Hallgrímsson Morgunblaðið/Stefanía Þorgeirsdóttir Promenade des Anglais Breið gangstétt meðfram ströndinni í miðborginni. Gamli bærinn Í gamla bænum er hægt að rápa eftir þröngum, bogadregn- um götum þar sem þvottur hangir á snúrum yfir litlum veitingastöðum. Í þessu heillandi hverfi skiptast á kyrrlátar íbúðagötur og troðin torg, litlar verslanir og málarastúdíó þar sem hægt er að fylgjast með listamanninum. Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is Það er gaman að kynnast nýj-um borgum og láta þærkoma til sín. Ganga umgamlar götur og velta fyrir sér sögu þeirra og samhengi. Nice eða Nizza í Frakklandi hefur ekki mikla Íslandstengingu, en þó þá helsta að þar lék Albert Guðmundsson þegar hann var einn fremsti knattspyrnu- maður Evrópu og gamlir áhugamenn um íþróttina í borginni við frönsku Rívíeruna muna eftir honum. Annars er Nice þekktust fyrir spilavíti, frægt fólk og auðugt, snekkjur og rauða dregla. Þar er skaplegt veður allan ársins hring og sjórinn fagurblár. Saga borgarinnar er forvitnileg. Fyrstu mannvist- arleifar á þessum slóðum eru 380 þús- und ára gamlar. Frægasti sonur borgarinnar er Giuseppe Garibaldi, sameiningarhetja Ítalíu. Hann vildi ekki að Nice yrði hluti af Frakklandi, en hjálpaði þóFrökkum gegn Prúss- um 1871. Þá hafði Nice talist frönsk borg í rúman áratug eftir að hafa heyrt undir hertogadæmið Savoy um langt skeið. Breskur og rússneskur aðall Í Nice eru áhrif víða úr Evrópu. Aðalsfólki þótti eftirsóknarvert að dvelja þar, sérstaklega að vetrarlagi þegar ástæða þótti til að flýja kuld- ann á norðlægari slóðum. Undir lok átjándu aldar höfðu þar um 100 breskar fjölskyldur reglulega vet- ursetu og má þarna greina upphaf ferðamennskunnar. Ein aðalgatan í borginni liggur meðfram ströndinni og nefnist Promenade des Anglais vegna þess að endur fyrir löngu lögðu breskir aðalsmenn þar göngustíg. Á eyju á miðri götunni eru pálmatré og sjávarmegin breið og mikil gangstétt og svo ströndin þar fyrir neðan. Hin- um megin eru hótel og spilavíti. Í borginni er mikið af húsum frá bar- okktímabilinu, en mestan svip setja á hana byggingar frá fagra tímabilinu í Evrópu, Belle époque, og má nefna Negresco-hótelið við Promenade des Anglais sem dæmi um þann stíl. Rússneskur arkitektúr vekur nokkra athygli og furðu þar til í ljós kemur að söguleg tengsl eru við Rússland. Um miðja 19. öldina þurfti Alexander Rússakeisari á höfn að halda í Miðjarðarhafi fyrir rússneska flotann, sem úthýst hafði verið úr Svarta hafinu þegar Rússar töpuðu Krímstríðinu. 1856 samdi hann um afnot af Villefranche-flóa og var fjöl- skylda Rússakeisara og rússneskir aðalsmenn tíðir gestir eftir það. Stór, rússnesk rétttrúnaðarkirkja er í borginni og ýmislegt annað ber þess- um tengslum vitni. Yfirvöld í Nice leggja mikla áherslu á að tengja borgina við bók- menntir og listir. Ýmsir listamenn vöndu komur sínar til Nice. Í borg- inni er sérstakt safn helgað verkum Rússans Marcs Chagalls og annað til- einkað Matisse. Þarna komu Jean Cocteau og Pablo Picasso. Því er haldið fram að til hafi orðið sérstakur skóli í listum, sem kenndur er við Nice og nái frá 1960 til okkar daga. Einn helsti hvatamaður hans er Yves Klein, sem oft kom til Nice og taldi að listin væri misskilin í París. Friedrich Nietzsche var fimm vet- ur í Nice, kvaðst geta ratað um borg- ina blindandi og skrifaði þar meðal annars Handan góðs og ills og fékk innblástur að Zaraþústru. Alexandre Dumas (sem greindi á milli ítalska hluta borgarinnar og enska hlutans), Guy de Maupassant, John Dos Pass- os og Henry Miller eru meðal þeirra höfunda, sem taldir eru upp í bæklingum og bókum um borgina, auk F. Scotts Fitzgeralds og Ernests Hemingways. Tsékov kláraði Þrjár systur í borginni. Gátan um Greene Síðan mætti verja nokkrum dálk- um í að telja upp stjörnur, sem vöndu komur sína til borgarinnar, allt frá Brigitte Bardot til Roberts Mitch- ums. Einn andans maður sést hins vegar hvergi í bókum og bæklingum. „Leyf- ið mér að vara við hvern þann, sem freistast til að veðja á friðsælt líf þar sem kallað er Franska rívíeran. Forð- ist svæðið kringum Nice, sem er vígi einhverra helstu glæpasamtaka í Suður-Frakklandi: Þeir selja eiturlyf; þeir hafa í tygjum við æðstu yfirvöld reynt að yfirtaka spilavítin í frægu „stríði“ sem skildi eftir sig eitt fórn- arlamb, Agnesi Le Roux, dóttur helsta eiganda Palais de la Méditerr- anée, „týnd og talin myrt“; þeir eru viðriðnir byggingariðnaðinn, sem hjálpar þeim að þvo ólöglegan gróða sinn; þeir hafa náin tengsl við ítölsku mafíuna.“ Svona hefst J’Accuse, myrkrahliðin á Nice, bæklingur eftir Graham Greene, sem kom út á ensku og frönsku 1982. Titillinn vísar í ákæruskjal Victors Hugos vegna Dreyfuss-málsins. Greene hafði búið um langt skeið í Antibes, skammt frá Nice. Greene var sóttur til saka fyrir fullyrðingar sínar um spillinguna í Nice og tapaði málinu. Hann fékk hins vegar uppreisn æru árið 1994, fjórum árum eftir andlátið, þegar Jacques Médécin, fyrrverandi borg- arstjóri Nice, var dæmdur í fangelsi fyrir spillingu og fleiri glæpi. Ástandið hefur ugglaust breyst í borginni frá þessum tíma. Í það minnsta sýnir borgin ferðalangnum sínar fallegustu hliðar og hefur upp á nóg að bjóða til að fylla dagskrána. |fimmtudagur|15. 5. 2008| mbl.is daglegtlíf úr bæjarlífinu Menningar- borg við Mið- jarðarhafið Skreið til Nice Innan um krydd og ólívuolíu voru kassar með íslenskri skreið. Kílóið kostar 46,80 evrur eða tæpar 5.800 krónur. Annars er Nice þekktust fyrir spilavíti, frægt fólk og auðugt, snekkjur og rauða dregla. Strandbakstur Það er sólblik um fjörðinn og fólkið flatmagar í stein- völunum á ströndinni. Steinsnar frá er ys og þys borgarinnar. Veitingastaðir eru við hvert fótmál í Nice. Í miðri borginni eru göngu- götur með verslunum þar sem eru veitingastaðir sem sérstaklega er ætlað að draga að ferðamenn. Þar er hægt að fá þokkalegan mat og fylgj- ast með mannlífinu. Mun skemmti- legra er hins vegar að fara í gamla bæinn. Þar er meira um manninn og kostirnir fleiri. Í raun er best að demba sér inn í þröngar göturnar og setjast þar sem lyktin espar hungrið mest en við Rue St François de Paule eru til dæmis staðirnir Balcon og Pet- it Mason. Fjör færist í leikinn þegar komið er inn á blómamarkaðinn Marché aux Fleurs og Cours Saleya sem er í beinu framhaldi. Þar er hver veitingastaðurinn við annan og má til dæmis benda á Safari. Eldhúsið í Nice hefur sín sérkenni og eru krydd frá staðn- um mikið notuð. Salad niçoise er á öllum matseðlum og víða má finna socca, stórar pönnukökur sem bakaðar eru við mikinn hita á þunnri kop- arplötu, og pissaladière, laukbökur með ansjósum og svörtum ólífum. Bónus fyrir bragðlaukana Fyrir matgæðingana Girnilegt sal- at og pizza niçoise.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.