Morgunblaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 24
neytendur
24 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
ganginum og dónaskap
gagnvart úttauguðum
háskólanemum sem
þráðu fátt heitar en að
fá lokaverkefni sín inn-
bundin og ganga eftir
það frjálsir út í vorið.
Ekki voru þó allir við-
skiptavinirnir eins geð-
vondir og Víkverji og á
staðnum var eldri mað-
ur sem greinilega hafði
mikið forskot á Vík-
verja í æðruleysinu.
Maðurinn spjallaði við
alla viðstadda í róleg-
heitum og virtist álíta
fjölritunarstofuna eins
góðan stað og hvern
annan til að hitta fólk og eiga góða
stund. Hann sýndi verkum annarra
viðskiptavina áhuga og þó að sjálfur
væri hann mjög tímabundinn hélt
hann ró sinni og sýndi yfirburða
kurteisi í samskiptum við af-
greiðslumanninn.
Víkverji dáðist að þessum manni
enda létti viðvera hans lundina
mjög. Kannski fjölritunarstofan
ætti að ráða manninn í vinnu?
x x x
Með hækkandi sól verður Vík-verji sífellt kátari og mætti
stundum líkja honum við belju að
vori. Beljurnar verða þó líklega ekki
eins móðar af spriklinu og Víkverji
sem lætur mæðina þó ekki aftra sér
í að hlunkast upp á fjall eða hjóla út
að sjó. Víkverji fór líka út í fótbolta
á einum af sparkvöllum bæjarins
um daginn og sprangaði þar um
meðan dagurinn breyttist í kvöld.
Víkverja fannst eins og hann væri
orðinn 11 ára aftur – þegar kvöldin
voru endalaus og úthaldið líka. Vík-
verji mælir með því við unga sem
aldna að fara út að leika sér og leyfa
vorilminum að leika um vitin. Það er
hamingjan.
Víkverji hefur síð-ustu ár reynt að
temja sér æðruleysi og
þó að hann segi sjálfur
frá hefur það gengið
nokkuð vel. Þannig
getur Víkverji haldið
ró sinni við ótrúleg-
ustu aðstæður og leið-
inleg árátta Víkverja
til að vilja stýra öllu
með harðri hendi er á
undanhaldi.
Víkverji verður þó
að viðurkenna að hon-
um hefur gengið illa að
temja sér æðruleysi
gagnvart lélegri þjón-
ustu. Og þá er Ísland
líklega ekki rétta landið til að búa á.
x x x
Víkverji átti erindi á fjölrit-unarstofu í vikunni og var við
það að brjálast í skapinu yfir hæga-
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
Íslenskir neytendur fylgjastilla með verðbreytingum ámatvöru ef marka má könn-un sem Félagsvísindastofnun
Háskóla Íslands gerði fyrir við-
skiptaráðuneytið. Innan við helm-
ingur fólks útbýr innkaupalista til
að skipuleggja innkaup sín og fæst-
ir gera nákvæma áætlun yfir út-
gjöld sín eða halda heimilisbókhald.
Þetta kemur fram í skýrslu við-
skiptaráðuneytisins um stöðu neyt-
enda á Íslandi sem kynnt var í
gær.
Samkvæmt könnuninni fylgjast
um 37% landsmanna ekkert með
verðbreytingum á matvöru en rúm-
ur þriðjungur fylgist oftast eða allt-
af með verðbreytingum. Mikill
meirihluti, eða tæp 80%, leitast
hins vegar við að versla þar sem
verðið er lægst þótt rúm 60% telji
tilboð sjaldan eða aldrei hafa áhrif
á það hvar þeir versla.
66,2% svarenda sögðu einnig
frekar eða mjög ólíklegt að þeir
myndu kvarta undan verðlagi í
verslun. Hins vegar virðist slæm
þjónusta fara illa í landann því um
62% segja mjög eða frekar líklegt
að þeir myndu kvarta ef maturinn
væri lengi á leiðinni og 78% væru
mjög eða frekar líkleg til að kvarta
ef þau væru óánægð með matinn.
Fæstir halda heimilisbókhald
Rúm 40% þátttakenda sögðust
alltaf eða oft skrifa innkaupalista
áður en þeir kaupa inn í matinn og
eru konur iðnari við það en karlar
ef marka má könnunina. Sé rýnt
nánar í tölurnar sést að þeir tekju-
lægstu útbúa frekar innkaupalista
en þeir sem hafa hærri heim-
ilistekjur. Þá gera fæstir neytendur
nákvæma áætlun yfir útgjöld sín
eða halda heimilisbókhald en þrátt
fyrir það segjast 78% fylgjast frek-
ar eða mjög vel með eyðslu sinni.
Í könnuninni kom einnig fram að
neytendur telja sig almennt ekki
eyða um efni fram og þeir setja
hluti, sem þeir hafa ekki efni á,
ekki á raðgreiðslur. Í skýrslunni
kemur þó fram að þetta sé á skjön
við opinberar tölur.
Þá eru neytendur almennt illa að
sér í verðlagi mismunandi símafyr-
irtækja, orkusölufyrirtækja, trygg-
ingafélaga og banka. Um 80% sögð-
ust mjög eð afrekar illa að sér í
verðlagi orkusölufyrirtækja, tæp
70% sögðust mjög eða frekar illa að
sér í verðlagi símafyrirtækja en
rúm 60% voru mjög eða frekar illa
að sér í verðlagi tryggingafélaga.
Tæpur fjórðungur hafði þó skipt
um banka-, síma-, orku-, eða trygg-
ingafyrirtæki síðustu tólf mánuði
fyrir könnunina.
Hafa áhyggjur af barnavinnu
Í könnuninni voru einnig lagðar
fyrir spurningar er vörðuðu siðferði
og neyslu. Kom fram að innan við
helmingur neytenda þekkti hug-
takið Fair trade en þeir yngri þó
fremur en þeir sem eldri eru. Tæp-
lega 98% höfðu heyrt um lífræna
ræktun og ríflega helmingur þeirra
athugar alltaf, oftast eða stundum
hvort vara sé lífrænt ræktuð þegar
val stendur á milli vörutegunda.
Um 60% svarenda hafa þá mjög
eða frekar litlar áhyggjur af velferð
dýra við framleiðslu vöru en hins
vegar hafa tæp 60% miklar eða
frekar miklar áhyggjur af því að
börn hafi unnið við framleiðslu vara
sem seldar eru hérlendis. | 14
Morgunblaðið/Þorkell
Innkaupin Ríflega helmingur aðspurðra athugar alltaf, oftast eða stundum hvort vara sé lífrænt ræktuð.
Fylgjast illa með
verðbreytingum
@
8
A
+16
7- ,&
7- )&,,
7- ,
8
+.%9
!&.+9
(&.,9
($.+9
mbl.is
ókeypis
smáauglýsingar
Flugöryggisfundur
Fimmtudaginn. 15. maí 2008
Hótel Loftleiðum kl. 20:00
DAGSKRÁ
Fundarstjóri: Matthías Sveinbjörnsson
20:05 – 20:10 Opnun
20:10 – 21:00 Alvarleg flugatvik árið 2007 - Rannsóknarnefnd
flugslysa (Þorkell Ágústsson / Bragi Baldursson)
21:00 – 21:15 Kaffihlé
21:15 – 21:40 Viðhald einkaflugvéla - breytingar
(Sigurjón Sigurjónsson)
21:40 – 22:05 Mannlegi þátturinn og einkaflug (Hlín Hólm)
22:05 Stutt kvikmynd
Fyrirspurnir í lok hvers dagskrárliðar. Kaffiveitingar í boði
Flugmálastjórnar Íslands
Allt áhugafólk um flugmál velkomið.
Flugvélaeigendur og einkaflugmenn eru hvattir til að mæta.
Flugmálafélag Íslands
Flugmálastjórn Íslands
Flugstoðir
Rannsóknarnefnd flugslysa
www.flugmal.is
Verð kr. 19.990
Netverð á mann. Flugsæti með sköttum, m.v. útflug 23. maí og heimflug 30. maí
eða 6. júní.
M
bl
1
00
52
32
Allra síðustu sætin
Heimsferðir bjóða frábært tilboð á allra síðustu sætunum til
Montreal 23. maí. Þetta er frábært tækifæri til að njóta lífsins í
þessari stórkostlegu spennandi borg. Í borginni mætast gamli og
nýi tíminn, rík sagan og iðandi nýbreytnin á einstaklega
skemmtilegan hátt. Það er frábært að skoða sig um, versla og
njóta lífsins í Montreal; fallegar byggingar, endalaust úrval versl-
ana og veitingastaða og mjög hagstætt verðlag. Gríptu tæki-
færið og smelltu þér til Montreal og njóttu þess besta sem þessi
spennandi heimsborg hefur að bjóða - aðeins - örfá sæti laus!
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
2 fyrir 1 til
Montreal
23. maí
frá kr. 19.990