Morgunblaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 5
Að okkur hlúir vel menntað og sérhæft heilbrigðisstarfsfólk sem býr yfir þekkingu og færni til heilsueflingar, lækninga og líknar. Traustur aðgangur að góðum lyfjum á ríkan þátt í að gera okkur kleift að búa við það heilsufarslega öryggi sem við þekkjum og teljum sjálfsagt hér á Vesturlöndum. Framfarir á sviði læknavísinda hafa verið samtvinnaðar öllum þeim merku áföngum sem náðst hafa í lyfjavísindum. Víst má telja að lyf komi við sögu í flestum þeim tilvikum sem sjúklingur þarf á læknisaðstoð að halda og nær bata. Öll helstu lyf sem við þekkjum urðu til á síðustu öld og nú á 21. öldinni er þekking á sviði lífvísinda að opna nýjar dyr að betri og markvissari meðferð sjúkdóma og forvörnum gegn þeim. Lyf skipta sköpum! Lífsgæði okkar felast einna helst í þeirri öflugu heilsuvernd sem við njótum. Það er á þessum vettvangi sem frumlyfjafyrirtækin starfa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.