Morgunblaðið - 16.05.2008, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Landssamband sjálfstæðiskvenna stendur fyrir laugardagsfundi
í Duus-húsum í Reykjanesbæ, 17. maí 2008 kl.14.00.
Sjálfstæðiskonur
á ferð um landið
-Tækifæri kvenna -
Allir
velkomnir!
Umræður úr sal að lokinni framsögu
Fundarstjóri:
Drífa Hjartardóttir
formaður Landssambands
sjálfstæðiskvenna
Með framsögu verða:
Ásta Möller,
alþingismaður
Björk Guðjónsdóttir,
alþingismaður
Ragnheiður Elín Árnadóttir,
alþingismaður
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
HÆKKANDI olíuverð og gengis-
hrun krónunnar ógnar smærri mal-
bikunarfyrirtækjum verulega og
ljóst er að þau verða að fá verk-
kaupa að samningaborðinu til að
breyta samningum svo þau fari
hreinlega ekki á hausinn að mati
Sigþórs Sigurðssonar, fram-
kvæmdastjóra malbikunarfyrir-
tæksins Hlaðbæjar Colas. Verk-
kaupar þurfa að hlusta á kröfur
fyrirtækjanna um að fá 20-30%
meira borgað en reiknað var með í
samningum sem gerðir voru fyrir
gengishrunið og olíuverðshækkan-
irnar. Þessa dagana er Hlaðbær
Colas í þeim sporum gagnvart
sumum verkefnum sínum – en alls
ekki öllum.
„Tvö langstærstu verkefni okkar
í sumar eru malbikun Akureyrar-
flugvallar og Reykjanesbrautar til
Keflavíkur,“ segir Sigþór. Um er
að ræða verkefni upp á samtals 1
milljarð króna og 70 þúsund tonn
af malbiki fara í þau. Þessi tvö verk
eru helmingur alls umfangs Hlað-
bæjar á árinu. Um þessi verkefni
var nýlega samið þannig að geng-
ishrun og olíuhverðshækkun koma
ekki eins og rýtingar í bakið á
Hlaðbæ. Þess ber að geta að Hlað-
bær var 10% yfir kostnaðaráætlun
í tilboði sínu fyrir Akureyrarflug-
völl, verkefni upp á 700 milljónir
kr.
„Þegar við förum inn í svona
stórt verk læsum við inni bæði
gjaldmiðla og hrávöru á föstu verði
framvirkt, til að forðast að lenda í
stórtjóni ef þessar vörur halda
áfram að hækka,“ bendir hann á.
„Að sama skapi fáum við ekki
óvæntan glaðning ef þessir hlutir
taka upp á því að lækka í verði.“
Að þessu leyti eru Hlaðbæjar-
menn því brattir.
En áhyggjurnar snúa hins vegar
að þeim verkefnum sem löngu var
búið að semja um en lentu síðan á
bálkesti hækkana og gengishruns.
Eina lausnin er að fá verkkaupa til
að endurskoða samningana. „Við
þurfum að fara fram á 20-30%
hækkanir enda eru forsendur
samninga brostnar.“
Stórt tap fyrirsjáanlegt
Meðal stórra verkkaupa eru
Vegagerðin, ríkiskaup, Reykjavík-
urborg og fleiri sveitarfélög. Sig-
þór nefnir dæmi um verk sem boð-
in voru út í janúar sl. á föstu
einingaverði út árið. „Verktakar
sem fengu þau verk, sjá fram á
tuga og hundraða milljóna króna
tap ef þeir þurfa að standa við
þetta einingaverð.“
Sigþór segist ekki viss hvort
hægt verði að fá samningum
breytt. „Þetta er allt á viðræðu-
stigi. Um þessar mundir eru menn
að kalla verkkaupa að samninga-
borðinu og leggja fram kröfur sín-
ar. Við smærri verktökum blasir
gjaldþrot ef ekki verður hægt að
endursemja, enda eru það þeir sem
eru viðkvæmastir fyrir þessum
breytingum.“
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Malbik Vinnuflokkar á malbikunarvélum eru algeng sjón á sumrin en blikur eru á lofti vegna ytri aðstæðna.
Gjaldþrot blasir við
malbikunarfyrirtækjum
Verðhækkanir og gengishrun kalla á nýja verksamninga
Í HNOTSKURN
»Verkkaupar þurfa að hlustaá kröfur fyrirtækjanna um
að fá 20-30% meira borgað en
reiknað var með í samningum
sem gerðir voru fyrir geng-
ishrunið og olíuverðshækk-
anirnar, að mati Sigþórs Sig-
urðssonar.
»Verktakar sem fengu þauverk, sjá fram á tuga og
hundraða milljóna króna tap ef
þeir þurfa að standa við umsamið
einingaverð. Smæstu verktak-
arnir eru viðkæmastir fyrir
gengis- og verðbreytingum.
RÓBERT Árni Hreiðarsson, fyrr-
verandi héraðsdómslögmaður, var í
Hæstarétti í gær dæmdur í þriggja
ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn
fjórum stúlkum á aldrinum 14–15
ára. Við ákvörðun refsingar var litið
til þess að hann nýtti sér yfirburði
aldurs og reynslu gagnvart stúlkun-
um sem hann vissi að stóðu höllum
fæti. Brot hans voru ítrekuð og al-
varleg og brotaviljinn var einbeittur.
Auk fangelsisrefsingar var Róbert
Árni sviptur réttindum til að starfa
sem héraðsdómslögmaður og dæmd-
ur til að greiða stúlkunum 300.000 til
eina milljón í bætur.
Upplýsingar ekki afmáðar
Róbert Árni var sakfelldur fyrir
að tæla stúlkurnar til samræðis eða
annarra kynferðismaka, með blekk-
ingum, gjöfum eða á annan hátt eða
með því að greiða fyrir kynferðis-
mökin.
Fangelsisrefsing er sú sama og
ákveðin var af Héraðsdómi Reykja-
víkur. Þeim dómi áfrýjaði Róbert
Árni og krafðist sýknu og setti, eins
og vani er til, einnig fram varakröf-
ur. Þar krafðist hann m.a. að refs-
ingin yrði lækkuð og kröfu um svipt-
ingu atvinnuréttinda yrði vísað frá
dómi. Hann krafðist þess einnig að
dómur Hæstaréttar „ásamt héraðs-
dómi verði ekki birtur á Internetinu
en til vara að allar persónuupplýs-
ingar verði afmáðar, jafnt í Hæsta-
réttar- sem og í héraðsdómi, þ.m.t.
nöfn, gælunöfn, fyrirtækjaheiti,
heimilisföng, bílnúmer, símanúmer
og annað sem tengir ákærða og fjöl-
skyldu hans við málið,“ eins og sagði
í áfrýjunarstefnu. Þessari kröfu, eins
og flestum öðrum, hafnaði Hæsti-
réttur og er dómurinn því aðgengi-
legur á vef dómstólsins.
Róbert Árni var á hinn bóginn
sýknaður fyrir vörslu á barnaklámi.
Í öðru tilfellinu var um að ræða spól-
ur með kínverskum áletrunum sem
ekki var hægt að horfa á í öllum teg-
undum myndbandstækja. Í hinu til-
fellinu var um að ræða ljósmyndir
sem hafði verið eytt en lögreglu
tókst að endurheimta skrárnar.
Í dómi Hæstarétttar segir að
skýrsla og framburður lögreglu hafi
verið óskýr og var miðað við að
myndirnar hefðu ekki verið aðgengi-
legar þegar hald var lagt á tölvuna.
Héraðsdómur hafði sakfellt hann
fyrir vörslu á barnaklámi og gert
tvær tölvur upptækar en þar sem
Hæstiréttur sýknaði hann af ákæru
um vörslu barnakláms heldur hann
tölvunum.
Brotin ítrekuð
og alvarleg
Kynferðisbrotamaðurinn vildi ekki
að dómurinn yrði birtur á netinu
„FÓLK verður bara að leggja saman
tvo og tvo í því,“ segir Örn Pálsson,
framkvæmdastjóri Landssambands
smábátaeigenda (LS), um þá túlkun
að ein ástæða þess að Landsamband
íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) vilji
afnema lögboðin félagsgjöld, innan
laga um greiðslumiðlun sjávarút-
vegsins, sé sú að með því skerðist
tekjustofn LS.
„Þeir tala ekki fyrir okkar munn í
því máli. Með því að afnema fé-
lagsgjöldin yrði Landssambandi
smábátaeigenda gert mjög erfitt um
vik að reka öfluga hagsmunagæslu
fyrir trillukarla,“ segir Örn, spurður
hvort LS vilji fella gjaldið niður.
Eins og kom fram í Morgun-
blaðinu í vikunni vill LÍÚ fella niður
svonefnt iðnaðarmálagjald, með
þeim skýringum að eðlilegra sé að
innheimta félagsgjöld beint frá fé-
lagsmönnum, en ekki með lögum,
eins og þau sem gjaldið hvílir á.
Aðspurður um hversu miklu máli
lögboðin félagsgjöld skipti í rekstri
LS segir Örn það standa undir starf-
semi sambandsins. Þegar afla sé
landað beri að greiða 8,4% aflaverð-
mætisins, upphæð sem skiptist í
þrennt á milli lífeyrissjóðsiðgjalda
(37,5%), greiðslu trygginga (56,5%)
og afgangurinn (6%) til LS í formi fé-
lagsgjalds. Alls jafngildi félags-
gjaldið því 0,5% af aflaverðmæti.
Hefur heildarupphæðin hæst farið í
40 milljónir og er upphæðin misjöfn
eftir því hvað aflaverðmætið er.
Að sögn Arnar rennur tíundi hluti
upphæðarinnar sem sambandinu
berst til reksturs svæðisfélaganna
um landið, sem séu 15 að tölu.
Fólk verður að leggja
saman tvo og tvo
AKSTUR vegna dreifingar á
Morgunblaðinu og 24 stundum á
höfuðborgarsvæðinu og á Suð-
urnesjum verður kolefnisjafnaður
samkvæmt samningi sem undirrit-
aður var í gær á milli Árvakurs,
Farms og Kolviðar. Til að jafna út
aksturinn þarf að gróðursetja 2.115
tré á ári og verður þeim plantað á
Geitasandi, milli Hellu og Hvols-
vallar.
Farmur sér um dreifingu blað-
anna til blaðbera á höfuðborgar-
svæðinu og Suðurnesjunum. Við
þann akstur blása bílarnir út um
225 tonnum af koltvísýringi á ári,
jafnmikið og 2.115 tré binda af efn-
inu.
Einar Sigurðsson, forstjóri Ár-
vakurs, sagði að samningurinn væri
liður í umhverfisstefnu fyrirtæk-
isins en Árvakur hefði náð miklum
árangri við að gera framleiðsluna
eins umhverfisvæna og kostur er.
Hrólfur Sumarliðason, forstjóri
Farms, fagnaði samningnum og
benti á að hjá fyrirtækinu væri lögð
mikil áhersla á að bílstjórar ækju
þannig að bílarnir eyddu sem
minnstu eldsneyti. Soffía Waag
Árnadóttir, framkvæmdastjóri Kol-
viðar, sagði ávinninginn þrefaldan;
útblásturinn yrði jafnaður, skógur
ræktaður og örfoka land grætt upp.
Morgunblaðið/Kristinn
Grænar hendur Hrólfur Sumarliðason, Einar Sigurðsson og Soffía Waag
Árnadóttir skrifuðu undir samning um gróðursetningu 2.115 trjáplantna.
Dreifingin kolefnisjöfnuð