Morgunblaðið - 16.05.2008, Page 30
30 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Þau gera ekki boð
á undan sér óhöppin.
En ósköp er hægt að
leggja mikið á sumar
fjölskyldur. Sviplegt
fráfall Birgis einungis viku eftir
andlát Vilhjálms bróður hans
snertir alla sem búa á Egilsstöðum
og þekkja til fjölskyldu þeirra.
Báðir bræðurnir eru meðal þeirra
sem leikið hafa knattspyrnu með
liði Hattar frá Egilsstöðum, eins
og synir þeirra beggja, bræður og
bræðrasynir. Auk þessa var Birgir
einn allra dyggasti stuðningsmaður
liðs okkar síðustu ár, og minni-
stætt er leikmönnum og aðstand-
endum liðs Hattar þegar nokkrir
Egilsstaðabúar með Bigga og
Birnu í fararbroddi áttu brekkuna
á Grenivík í útileik. Það var ekki
bara í verki sem við nutum stuðn-
ings þeirra hjóna, fyrirtæki þeirra
var einn allra öflugasti stuðnings-
aðili starfs okkar. Auk þessa hefur
Jónatan Logi sonur þeirra verið
einn lykilmanna mfl. karla í góðu
gengi síðustu ár. Hattarmenn eru
því slegnir eins og aðrir Egilssta-
ðabúar. Ég leyfi mér því að flytja
Dúnu og allri hennar fjölskyldu,
Birnu, Sessu, Loga, Didda, Heið-
rúnu Brynju og Villa Rúnari sam-
úðarkveðju frá fótboltanum í Hetti.
Þá vil ég flytja Birnu og börnum
hennar innilegar samúðarkveðjur
frá mér og fjölskyldu minni. Birgir
Vilhjálmsson var þeirri gæfu
gæddur að vera einstaklega við-
mótsþýður og innra með honum
bjó gæðasál. Missir samfélagsins
er mikill, missir ykkar enn meiri.
Megi guð og góðar minningar veita
ykkur styrk.
Hilmar Gunnlaugsson.
Hann veitir kraft hinum þreytta og
þróttlausum eykur hann mátt. Ungir
menn þreytast og lýjast, æskumenn
hnjóta og falla en þeir sem vona á
Drottin fá nýjan kraft, þeir fljúga upp á
vængjum sem ernir, þeir hlaupa og lýj-
ast ekki, þeir ganga og þreytast ekki.
(Jesaja 40:29,30,31.)
Þau hafa verið dimm élin síðustu
dagana og eins og vetur konungur
sé ekki alveg tilbúinn að lina tökin.
Eins dimmdi í huga okkar ferm-
ingarsystkina Birgis Vilhjálmsson-
ar við þá harmafregn að hann hefði
látist í vélsleðaslysi í Heiðinni fyrir
ofan æskustöðvar okkar á Egils-
Birgir Vilhjálmsson
✝ Birgir Vil-hjálmsson fædd-
ist á sjúkrahúsi Eg-
ilsstaða 1. mars
1960. Hann lést af
slysförum 29. mars
síðastliðinn og var
jarðsunginn frá Eg-
ilsstaðakirkju 5.
apríl.
stöðum.
Um Bigga eigum
við þó aðeins góðar
minningar um dreng
sem hafði þá útgeisl-
un að ævinlega var
eftir því tekið ef hann
var fjarverandi í jafn-
aldrahópnum. Egils-
staðir voru ungur
bær á uppvaxtarár-
um okkar og sam-
heldnin mikil, allir
þekktu alla. Strax í
bernsku varð Biggi
okkur öllum kær.
Stundum kom fyrir að hann kom
seinna í skólann á haustin en við
hin, því hann var bráðger og
starfskrafta hans óskað í sveitinni
á Hólsfjöllum við fjársmölun fram
á haustið. Þá var hans sárt saknað
af okkur hinum og bekkurinn varð
ekki eins og hann átti að sér að
vera fyrr en Biggi var kominn.
Samkomustaður okkar á unglings-
árunum var oft í herberginu hans
Bigga á Laufási 12. Þar var æv-
inlega hægt að hitta jafnaldrana og
upplifa spennu unglingsáranna.
Stelpurnar löðuðust að Bigga og
vitanlega var það eins með strák-
ana. En eftir að fjölskylda Birnu
flutti í þorpið og hún kom í bekk-
inn skömmu fyrir fermingarárið
okkar varð það alveg ljóst að stelp-
urnar gátu aðeins látið sig dreyma.
Biggi og Birna urðu órjúfanlegt
par frá unglingsárunum. Þegar
þau voru sextán ára var Sesselía
kominn í heiminn, við jafnaldrarnir
varla komnir úr Egilsstaðaskóla
þegar Biggi og Birna voru komin
út í raunveruleika lífsins með
Sesselíu á milli sín. Þó svo vafa-
laust hafi einhvern tíma blásið á
móti í lífsbaráttunni hjá parinu
unga stóð samband þeirra af sér
allt mótlæti. Börnin komu í heim-
inn eitt af öðru, næstur Jónatan
Logi, síðan Sigbjörn Þór og síðust
Heiðrún Brynja. Þótt börnin
þeirra séu eins og þau bráðþroska
og gjörvuleg hafa þau gefið sér
meiri tíma til að hefja alvöru lífsins
á þann hátt sem foreldrarnir gerðu
og Biggi og Birna staðið sem klett-
ur að baki þeim við að mennta sig.
Biggi var gæddur þeim eiginleika
að vera ævinlega bjartsýnn, gerði
alla sem hann komst í kynni við
stærri og virtist alltaf hafa tíma fyr-
ir þá sem til hans leituðu. Þessir
eiginleikar nutu sín því einstaklega
vel þegar þau Birna lögðu saman
krafta sína og byggðu upp flutn-
ingafyrirtækið sitt. Allir sem áttu
viðskipti við þau hrifust af einstakri
þjónustulund og persónulegum
samskiptum við fjölskylduna enda
blómstraði reksturinn.
Það eru orðnir áratugir síðan
Birna og Biggi urðu eitt í huga okk-
ar fermingarsystkinanna, sjaldan
höfum við vitað um par sem átti
eins vel saman. Því verða öll orð svo
fátækleg þegar við kveðjum okkar
ástkæra fermingarbróður um leið
og við samhryggjumst Birnu ferm-
ingarsystur okkar, börnunum
þeirra, móður og bræðrum.
Fermingarsystkin.
Örfá kveðjuorð til vinar okkar
Birgis Vilhjálmssonar. Okkur brá
illilega er við sáum í fréttunum að
vélsleðamaðurinn sem verið var að
segja frá að látist hefði laugardags-
kvöldið 29. mars síðastliðinn var
Birgir vinur okkar.
Leiðir okkar Bigga lágu saman í
gegnum AA-samtökin og höfðum
við mikið saman að sælda, sérstak-
lega fyrstu ár samtakanna hér á
Austurlandi. Strax frá fyrstu kynn-
um var sem við hefðum alltaf þekkt
hann, og það lýsir honum ef til vill
best að bæði okkar reynsla og ann-
arra sem kynntust honum var á
þennan veg; opinn, jákvæður og
glaðlyndur, eins við alla og sér-
staklega barngóður. Yngri sonur
okkar, sem var mikið með okkur á
þessum árum, hafði sérstakt dálæti
á honum og var hann þó frekar til
hlés þegar fullorðið fólk átti í hlut.
Við áttum því láni að fagna að vinna
með honum ásamt fleirum að und-
irbúningi vor- og haustfunda, var
það skemmtilegur og gefandi tími.
Biggi sá engin vandamál þegar unn-
ið var að einhverju verkefni, bara
einhenda sér í verkið og þá gengur
það.
Því miður voru samskipti okkar
stopul nú á seinni árum, en alltaf
eitthvert samband og alltaf eins og
við hefðum hist í gær.
Elsku Birna, börn og aðrir ætt-
ingjar, við hjónin sendum ykkur
okkar innilegustu samúðarkveðjur,
megi algóður guð styrkja ykkur og
styðja í sorg ykkar. Munum að þeir
sem guðirnir elska deyja ungir,
hversu mikil öfugmæli sem okkur
finnst það.
Innilegar kveðjur,
Ari og Kristín.
Kæri, kæri vinur.
Allt er í heiminum hverfult og á
einu augabragði ert þú tekinn frá
fjölskyldu og vinum í hörmulegu
slysi. Það er þyngra en tárum taki
að skrifa þessi minningarorð um
þig, gleðigjafann mikla. Lífskraft-
ur þinn, dugnaður og þróttur hafði
áhrif á alla umhverfis þig. Þú varst
sístarfandi og vildir öllum vel enda
voru þín einkunnarorð: ,,Ekkert
mál, reddum því“. Takk fyrir allar
samverustundirnar í leik og starfi,
ferðalögin innan lands og utan, vél-
sleðaferðir, spjall yfir kaffibolla,
kvöldstundir í kyrrð og ró. Við vor-
um búin að ákveða ferðalag saman
í sumar en þú varst kallaður í ann-
að og miklu meira ferðalag, við lút-
um höfði í sorg og spyrjum, af
hverju þú, hver er tilgangurinn?
Það verður hugsað vel um Birnu
þína og allan hópinn þinn sem þú
varst svo stoltur af, þeirra er miss-
irinn mestur. Þín er sárt saknað.
Guð geymi þig, ætíð.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
Þín vinartryggð var traust og föst
og tengd því sanna og góða,
og djúpa hjartahlýju og ást
þú hafðir fram að bjóða.
Og hjá þér oft var heillastund,
við hryggð varst aldrei kenndur.
Þú komst með gleðigull í mund
og gafst á báðar hendur.
Svo, vinur kæri, vertu sæll,
nú vegir skilja að sinni.
Þín gæta máttug verndarvöld
á vegferð nýrri þinni.
Með heitu, bljúgu þeli þér
ég þakka kynninguna,
um göfugan og góðan dreng
ég geymi minninguna.
(Höf. ók.)
Með virðingu og þakklæti.
Valur og Björk.
Þetta er dagurinn
þinn elsku Didda okk-
ar og í tilefni þess
langar okkur að minnast þín með
þessu fallega ljóði sem okkur þykir
segja meira en mörg orð.
✝ HólmfríðurÞórðardóttir
fæddist á bænum
Stóragerði í Skaga-
firði 16. maí 1950.
Hún lést á heimili
sínu á Sauðárkróki
24. mars síðastlið-
inn og var útför
hennar gerð frá
Sauðárkrókskirkju
29. mars.
Ég þakka þau ár sem ég
átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að
minnast,
svo margt sem um hug
minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Hafðu kæra þökk
fyrir samfylgdina
elsku systir og
frænka.
Sigurmon, Salóme, Signý,
Silja og Örvar.
Hólmfríður
Þórðardóttir
Okkar ástkæra mág-
kona er skyndilega fall-
in frá. Við kynntumst
Hönnu fyrst fyrir 44
árum, nokkrum mán-
uðum áður en Hanna og Heiðar giftu
sig. Frá fyrstu tíð gerðum við okkur
grein fyrir hve Hanna var hjartahlý
og góð kona. Alltaf brosmild og hlý.
Aldrei heyrðum við Hönnu hallmæla
nokkurri manneskju, frekar reyndi
hún alltaf að sjá það jákvæða og góða í
fari annarra. Við systkinin eigum
margar góðar minningar frá ferðalög-
um okkar með Hönnu og Heiðari
bæði innanlands og utan. Hanna var
Hanna Frímannsdóttir
✝ Hanna Frí-mannsdóttir
fæddist 25. ágúst
1936. Hún andaðist
2. apríl síðastliðinn
og var
henni sungin
sálumessa í Krists-
kirkju í Landakoti
11. apríl.
alla tíð mikil félagsvera
og naut sín vel á
mannamótum, þar
skar Hanna sig jafnan
úr, stórglæsileg og
tíguleg með kaffibolla í
hendi. Hanna var mjög
trúuð og kirkjurækin
og lifði í samræmi við
trú sína en hún sýndi
öllum öðrum trúar-
brögðum virðingu og
umburðarlyndi.
Við munum alltaf
standa í þakkarskuld
við Hönnu vegna þess
hve vel hún reyndist móður okkar og
yngsta bróður í veikindum þeirra. Nú
þegar leiðir skilur erum við þakklát
fyrir þann tíma sem við fengum að
njóta samvista með okkar ástkæru
mágkonu. Elsku Heiðar og Valli,
missir ykkar er mikill og við biðjum
góðan Guð að gefa ykkur styrk í sorg-
inni.
Guðmundur, Guðbjörg, Stanley,
Edda, Harpa.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
JÓN INGVARSSON
bóndi,
Skipum,
Stokkseyrarhreppi,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi
fimmtudaginn 8. maí.
Útför hans fer fram frá Stokkseyrarkirkju, laugar-
daginn 17. maí kl. 14.00.
Ingigerður Eiríksdóttir,
Gísli Vilhjálmur Jónsson, Herdís Hermannsdóttir,
Móeiður Jónsdóttir, Ólafur Benediktsson,
Ragnheiður Jónsdóttir, Vilhjálmur Vilmundarson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elsku frænka okkar,
HELGA EGGERTSDÓTTIR
frá Sauðadalsá,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli föstudaginn 9. maí.
Útförin hefur farið fram.
Fyrir hönd aðstandenda,
Steingerður Sigurbjörnsdóttir, Bergljót Sigurbjörnsdóttir,
Ómar H. Kristmundsson, Guðmundur Guðmundsson,
Hrafnhildur Ómarsdóttir, Laufey Tinna Guðmundsdóttir,
Helga Ómarsdóttir, Inga Katrín Guðmundsdóttir,
Jóhannes Ómarsson.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ERLA PÁLSDÓTTIR,
Kjarrheiði 1,
Hveragerði,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 8. maí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Hörður Hjartarson,
Helgi Harðarson, Yuangkam Harðarson,
Hjörtur Lárus Harðarson, G. Svava Guðmundsdóttir,
Ingibjörg Pála Harðardóttir,Þórður Rúnar Þórmundsson,
Lilja Hafdís Harðardóttir, Frank Þór Franksson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Dóttir, systir og frænka,
ÁSTRÓS GUNNARSDÓTTIR,
Hæðargarði 30,
Reykjavík,
lést miðvikudaginn 14. maí.
Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn
23. maí kl. 13.00.
Ásta Helgadóttir,
systkini og systkinabörn.