Morgunblaðið - 16.05.2008, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2008 35
✝ Þórir Daní-elsson var fædd-
ur 25. apríl 1923 á
Reykhólum í Aust-
ur–Barða-
strandasýslu. Hann
lést miðvikudaginn
7. maí sl.
Þórir var sonur
hjónanna Ragnheið-
ar Jónínu Árnadótt-
ur, f. 1890, d. 1982,
ljósmóður, og Daní-
els Ólafssonar f.
1884, d. 1976, bónda
og búfræðings.
Daníel og Ragnheiður bjuggu
lengstum í Tröllatungu í Stein-
grímsfirði. Systkini Þóris eru:
Ólafur, f. 1919, d 1974, sjómaður á
Akureyri, Oddur Finnbogi f. 1920,
d. 1964, búfræðingur og verka-
maður í Reykjavík, Árni f. 1922,
verkamaður á Hómavík, Jón Guðni
f. 1923, d. 1982, bóndi á Ingunn-
arstöðum í Geiradal, Stefán f.
1926, d. 2004, bóndi í Tröllatungu,
og Kristrún f. 1928, húsfreyja í
Kópavogi. Jón Guðni og Þórir voru
tvíburar.
Þórir ólst upp að Borgum í
Hrútafirði hjá föðurömmu sinni,
Guðrún Kristjánsdóttur og föður-
systkinum sínum, þeim Helgu,
Ingibjörgu, Ólafi og Skúla. Þórir
var tvíkvæntur. Fyrri kona hans
var Þórunn Sigríður Magnúsdóttir
f. 1917, d. 2000. Foreldrar hennar
voru Magnús Elías Sigurðsson f.
1890, d. 1974, bóndi á Herjólfs-
stöðum í Laxárdal í Skagafirði og
síðar verkamaður á Akureyri, og
k.h. Þórunn Björnsdóttir f. 1885, d.
1970, húsfreyja. Þórir og Þórunn
2004. c) María f. 1986, býr í
Reykjavík.
Þórir lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri 1946
og stundaði nám við Heimspeki-
deild Háskóla Íslands haustmiss-
erið 1946. Hann var ræðuritari í
Alþingi veturinn 1946–47, ritstjóri
Verkamannsins á Akureyri 1947–
50, verkamaður á Akureyri 1950–
1962. Þórir var prentsmiðjustjóri í
Prentsmiðju Björns Jónssonar á
Akureyri og starfsmaður verka-
lýðsfélaganna á Akureyri 1963–64.
Vorið 1964 fluttist hann suður til
Reykjavíkur ásamt Maríu og Hall-
björgu, stjúpdóttur sinni, sem
hann gekk í föðurstað. Þar tók
hann við starfi framkvæmdastjóra
Verkamannasambands Íslands
(VMSÍ) sem þá var nýstofnað og
gegndi hann því starfi til ársins
1993. Þórir gegndi fleiri trúnaða-
störfum fyrir verkalýðshreyf-
inguna. Hann var í stjórn Verka-
mannafélags
Akureyrarkaupstaðar og síðar
Verkalýðsfélagsins Einingar
1958–1964 og varaformaður síð-
ustu 3 árin. Hann var formaður
skipulagsnefndar ASÍ frá stofnun,
1968–1988. Einnig var hann í
stjórn Nordiska Unionen inom
Närings– og Njutningsmedels-
instituten 1984–1993.
Eftir starfslok hjá VMSÍ var
hann í hlutastarfi í nokkur ár á
bókasafni Dagsbrúnar. Á efri ár-
um starfaði Þórir með Félagi eldri
borgara í Reykjavík og var lengi í
stjórn og varastjórn. Þórir ritaði
fjölmargar greinar í blöð og tíma-
rit, einkum um verkalýðsmál. Þá
var hann í ritnefnd Stranda-
póstsins til æviloka.
Útför Þóris verður gerð frá Bú-
staðakirkju í dag kl. 13. en jarðsett
verður í Gufuneskirkjugarði.
Sigríður bjuggu á
Akureyri.
Kjördóttir þeirra
er Sigríður Jónína
Anna. f. 1958, hús-
freyja. Börn hennar
eru: a) Hólmfríður
Sólveig f. 1980, býr á
Akranesi, b), Sigríð-
ur Svala f. 1982, býr á
Akureyri og á eina
dóttur, c), Hjalti
Bergmann f. 1983,
býr í Kópavogi og á
einn son, d), Katrín
Birna, f 1986 og býr á
Akureyri, e), Arna Viðey, f. 1990
og býr á Akureyri. Seinni kona
Þóris er María Hólmfríður Jó-
hannesdóttir f. 1920. Foreldrar
hennar voru Jóhannes Kristinsson
f. 1898, d.1957, bóndi á Kað-
alstöðum og í Þönglabakka í
Fjörðum, og Dýrleif Sigurbjörg
Guðlaugsdóttir f. 1899, d. 1993.
Þórir og María bjuggu í Reykjavík.
Börn Maríu af fyrra hjónabandi og
stjúpbörn Þóris eru 1) Bjarni Lúth-
er Thorarensen f. 1946, vélvirki í
Hrísey. Börn hans eru a) Stefán f.
1968, býr á Akureyri, b) Elvar f.
1972, býr á Akureyri og á 3 börn,
c) Jónanna f. 1973, býr í Garðabæ
og á 2 börn, 2) Smári Thorarensen
f. 1948, skipstjóri í Hrísey. Börn
hans: a) Víkingur Smári f. 1966,
býr í Vestmannaeyjum og á 2 börn,
b) Harpa f. 1969, býr í Mosfellsbæ
og á 3 börn, c) Berglind f. 1982 býr
í Hrísey og á 4 börn 3) Hallbjörg
Thorarensen f. 1953, leikskóla-
kennari í Reykjavík. Börn hennar:
a) Þórir f. 1976, býr í Danmörku
og á 2 börn. b) Hallmar f. 1979, d.
Þórir Daníelsson, tengdafaðir
minn, er látinn, 85 ára að aldri. Ég
kynntist honum á útmánuðum árið
1970 þegar ég byrjaði að gera hosur
mínar grænar fyrir stjúpdóttur hans.
Hann tók mér í fyrstu frekar fálega
en kurteislega. Hann kunni sig auð-
vitað en taldi svo sem enga sérstaka
ástæðu til þess að flaðra upp um
strákling sem skildi óburstaða skóna
eftir í forstofunni á Bergstaðastíg 45.
Þórir flanaði aldrei að neinu en fljót-
lega eignaðist ég í honum vin sem ég
sakna nú sárt. Hann var greindur,
fjölfróður og umræðuhæfur um nán-
ast allt annað en íþróttir, glæpasögur
og nútímatónlist. Hann átti sér ekk-
ert uppáhaldslið í enska boltanum en
marga uppáhalds jazzleikara.
Þórir var bókmenntamaður. Hann
las mikið, safnaði bókum og stundaði
leikhús af kappi. Hallbjörg, kona mín,
minnist þess oft hve gaman var að
fara með þeim á „fullorðins“ sýningar
í leikhúsinu, barn að aldri, og fær það
seint fullþakkað. Rökstuddar skoðan-
ir sínar á menningunni lét hann hik-
laust í ljós og gat verið dómharður.
Pólitíkin var í senn atvinna og
áhugamál. Í verkalýðspólitíkinni fann
hann fjölina sína og misserið sem
þingskrifari var honum efni í mergj-
aðar mannlýsingar. Þeir hafa fleiri en
eina hlið, þessir pólitíkusar, það lærði
hann þann veturinn. Og sumt kom
óvænt eins og þegar hann dvaldist á
kostnað ríkisins í heila viku í höfuð-
borginni fyrir setninguna „… þáði
laun fyrir lítið sem ekkert starf“ um
pólitískan andstæðing. Frá þeim at-
burðum sagði hann oft og hafði gam-
an af.
Húmor hafði Þórir góðan, einkum
ef grínið birtist í velgerðum kviðlingi.
Sjálfur fékkst hann ögn við kveðskap
og gat sett saman snjallar vísur.
Þórir var talnaglöggur með af-
brigðum, nákvæmur og öruggur að
reikna.
Lengi sá hann um útreikninga á
launatöxtum fyrir verkalýðsfélög. Þá
þurfti að reikna upp á 3 mán. fresti.
Það gerði Þórir með vasareikni svo
ekki skeikaði eyri á neinni tölu. Ég
gægðist sundum yfir öxlina á honum
og undraðist hvernig nokkur maður
gat verið svona nákvæmur.
Þórir var kominn á sjötugsaldur
þegar hann komst yfir fyrstu einka-
tölvuna.
Hann lærði fljótt á töflureikni, fyrst
Visicalc og síðar Excel sem varð hon-
um með tímanum það sem kross-
saumur er sumum öldruðum konum.
Excel-skjölin voru hans hannyrðir.
Segja má að hann hafi „excelerað“ öll
talnasöfn sem hann komst yfir. Í tölv-
unni hans er að finna fjölbreytt safn
tölfræðipælinga um kosningaúrslit,
alþingismenn og fleira.
Þórir ólst upp hjá ömmu sinni og
föðursystkinum. Hann sagði að frá 6
ára aldri hefði hann ráðið því sem
hann vildi ráða. Oft er sagt að þannig
uppeldisaðstæður skapi sjálfselskar
frekjur. Þórir var algjör andstæða.
Hjálpsemi var honum eiginleg.
„Hann hefði hlaupið á heimsenda fyr-
ir mig hefði ég beðið,“ sagði konan
mín oft.
Þrátt fyrir aldurinn var Þórir alls
ekki á förum. Hann ætlaði að endur-
nýja bílinn fljótlega eftir páska því sá
gamli var orðinn lúinn. En lítil bylta á
stofugólfinu endaði í lærbroti sem
hann náði sér aldrei af. Þannig endaði
hann lífið en ég sit eftir með minn-
ingar um góðan vin.
Óskar Elvar Guðjónsson.
Ég sé afa minn sitja í hæginda-
stólnum í stofunni í Asparfellinu með
kveikt á útvarpinu og sjónvarpinu
samtímis. Undir þessu leggur hann
spilakapla, heimatilbúna, leysir
krossgátu eða sudoku. Ekki langt
undan er bók sem hann gluggar í af
og til. Bókin er líklega Hið ljósa man,
sem hann er að lesa í fimmtugasta
sinn. Í svefnherberginu liggja tvær
bækur á náttborðinu. Ein sem hann
er að lesa fyrir sjálfan sig og önnur
sem hann les fyrir ömmu. Í bókaher-
berginu er kveikt á tölvunni og á
skjánum sjást niðurstöður síðustu al-
þingiskosninga.
Símtalið frá Íslandi kom klukkan 6
síðdegis hinn 7. maí síðastliðinn. Að-
dragandinn var stuttur frá mínum
bæjardyrum séð. Síðast talaði ég við
afa minn á afmælisdaginn hans tveim-
ur vikum áður. Þá var hann hinn
hressasti og virtist vita nákvæmlega
hvað gekk á í Kaupmannahöfn eins og
alltaf.
Afi og amma heimsóttu okkur fjöl-
skylduna til Kaupmannahafnar vorið
2005. Afi þá 82 ára og amma 85. Þau
létu aldurinn ekki aftra sér í að ganga
Strikið og aðrar götur borgarinnar
þverar og endilangar. Það var gaman
að heyra afa segja frá sínum mörgu
heimsóknum hingað suður og mikið
varð hann ánægður þegar við sett-
umst niður á Hvít (Hvids Vinstue) og
fengum okkur einn kaldan.
Ég gæti skrifað margar blaðsíður
um hann afa minn. Ég hef ekki enn
minnst á áhuga hans á tölfræði, póli-
tík eða hversu hratt hann brást alltaf
við þegar amma gaf honum „Þú-ert-
með-neftóbaks-nefrennsli“-augna-
ráðið. Eða þegar hann drakk „whisky
on the rocks“ um áramótin og bauð
mér í nefið eða um sérmerktu laufa-
brauðin hans. Afi, ég á eftir að sakna
þín.
Vertu sæll, nafni
Þórir Óskarsson,
Kaupmannahöfn.
Það eru ófá skiptin sem ég hef rölt
upp í Asparfell til ömmu og afa. Þang-
að var alltaf gott að koma og þau tóku
vel á móti mér, stóðu bæði í dyrunum
þegar ég kom upp og kysstu mig í bak
og fyrir. Meðan við amma spjölluðum
og helltum upp á kaffi sat afi í stólnum
sínum í stofunni og lagði kapal eða las.
Hann settist líka stundum við tölvuna
sína og spáði í tölurnar.
Þegar kaffið var tilbúið kom hann
fram til okkar ömmu og fór að segja
frá einhverju og maður kom aldrei að
tómum kofunum þar. Hann afi lifði
viðburðaríku lífi, hafði upplifað margt
og kynnst fullt af fólki sem hann sagði
skemmtilega frá. Hann fylgdist vel
með fréttum og vissi upp á hár hvað
var að gerast í heiminum og sérstak-
lega í stjórnmálum. Honum hitnaði
oft í hamsi þegar hann ræddi stjórn-
mál. Hann átti líka margar bækur og
hafði lesið enn fleiri. Hann var mjög
fróður og vellesinn maður. Þegar ég
varð eldri bað hann mig oft um að
hjálpa sér við ýmislegt. Annaðhvort
var það vegna þess að hann treysti
sér ekki til að standa uppi á stól þegar
hann var að hengja eitthvað upp, enda
stór maður á ferð og þegar aldurinn
færðist yfir var jafnvægið ekki alveg
upp á sitt besta.
Stundum var tölvan að stríða hon-
um og þá gerði ég mitt besta til að
laga hana og reyndi að kenna afa eitt-
hvað í leiðinni. Það þótti honum ekki
verra og var alltaf að læra eitthvað
nýtt. Hann var ævinlega mjög þakk-
látur. Ég á eftir að sakna þessara
ferða í Asparfellið og sérstaklega
elskulega afa míns með stóra hjartað.
Takk fyrir allt.
María Óskarsdóttir.
Þegar alþýðufólk af kynslóð Þóris
Daníelssonar aflaði sér meiri mennt-
unar en það sem barnaskólinn gaf,
var gjarnan haft á orði að það hefði
brotist til mennta. Það var reyndar
ekki sjálfsagt að piltur sem alinn var
upp á afskekktum stað færi í mennta-
skóla og háskóla. En þetta gerði Þórir
og sótti með því, að hluta, vegarnesti
til lífsgöngunnar.
Að eðlisfari var Þórir félagsmála-
maður. Hann kom að stjórnum verka-
lýðsfélaga, en meirihluta starfsæv-
innar gegndi hann starfi
framkvæmdastjóra Verkamanna-
sambands Íslands, síðar Starfs-
greinasambandsins. Þar kynntust
honum margir: fólkið sem starfaði í
verklýðsfélögunum um land allt, ekki
síst formenn þeirra og annað fólk sem
t.d. sat í stjórnum félaganna. Hygg ég
að tæpast sé á nokkurn hallað, þó að
sagt sé að hann hafi verið maðurinn
sem mesta yfirsýn hafði yfir félögin
og sá úr forystu heildarsamtakanna
sem var í nánustu tengslum út fyrir
Reykjavíkursvæðið að þessu leyti.
Þórir var töluglöggur, hafði sterka
og góða dómgreind og ríka réttlæt-
iskennd. Á þessa eiginleika reyndi oft
og margir nutu góðs af og geta marg-
ir um það borið, þegar sest er niður
við gerð kjarasamninga og á þetta
reyndi að þá var einmitt gott þegar
Þórir var í hópi samningamanna. Inn-
an verkalýðshreyfingarinnar var Þór-
ir kallaður til margvíslegara starfa á
hinu félagslega sviði. Hann hafði með
höndum formennsku í skipulags-
nefnd ASÍ um langt árabil. Var það af
mörgum talið lítið eftirsóknarvert og
ekki til vinsælda fallið. Margar skoð-
anir voru jafnan uppi í þessum efnum
og þótti sumum hægt miða um nauð-
synlegar breytingar á skipulaginu, en
hve lítið gerðist stundum var fjarri
því að vera formanni nefndarinnar að
kenna, heldur hinu hvað skoðanir for-
ystumannanna voru margar og sund-
urleitar.
Í árdaga verkalýðshreyfingarinnar
leituðu frumherjarnir fyrirmynda að
þeim jöfnuði og því réttlæti, sem þeir
vildu innleiða í íslenskt samfélag, til
hinna Norðurlandanna. Eftir þeim
farvegi komu t.d. fyrstu almanna-
tryggingarnar og atvinnuleysis-
bætur, sem nú þykja sjálfsagðir hlut-
ir, en var á sínum tíma stórvirki í
réttindabaráttunni. Þóri var það
snemma ljóst að sambandið við hreyf-
ingarnar á Norðurlöndunum þyrfti að
rækta og styrkja. Framan af var það
raunar hann einn sem sinnti þessu
með því að sækja einn fund á ári hjá
norrænu verkalýðssambandi og síðar
átti hann sæti í stjórn þessa sama
sambands. VMSÍ var seinna til en
önnur landssambönd innan ASÍ að
taka virkan þátt í hinu norræna sam-
starfi og svo virtist jafnvel að ein-
hverjir litu Þóri hornauga fyrir að
sinna þessu og hafði hann ekki mikinn
stuðning að baki sér.
Undirritaður átti þess kost að
vinna mikið og náið með Þóri í allt að
tvo áratugi sem stjórnarmaður í
VMSÍ og komum við þá saman að hin-
um erlendu samskiptum um skeið.
Fyrir vegferðina alla þökkum við
Hólmfríður þeim Maríu og Þóri órofa
samstöðu og vináttu um langt árabil.
Við minningar um ferðalög og aðra
samveru er gott að ylja sér. Við fær-
um Maríu og fjölskyldunni allri inni-
legar samúðarkveðjur.
Jón Karl Karlsson.
Í þá tíð þegar Guðmundur J var að
taka við formennsku í Dagsbrún af
Eðvarð Sigurðssyni, setti verðbólgan
allan svip á kjaraumræðuna. Dags-
brún var þá öflugasta félagið í Verka-
mannasambandi Íslands en sam-
bandið hafði lykilhlutverki að gegna
sem heildarsamtök verkafólks í
kjarabaráttu þess. Þá var Þórir í því
hlutverki sem framkvæmdastjóri
Verkamannasambandsins, að vera
samnefnari fyrir verkamanna- og
verkakvennafélögin í landinu og einn-
ig landsbyggðar og þéttbýlis, sem var
ekki á hvers manns færi þá frekar en
nú. Það var erfitt hlutverk og vand-
meðfarið, enda oft heitt í kolunum
þegar sameina þurfti ólík sjónarmið
til samstöðu og sitt sýndist hverjum.
Þá hurfu kjarabæturnar í einu vet-
fangi með pennastriksaðferðum
gengisfellinga út í buskann og til-
heyrandi úrræðaleysi ríkti í efna-
hagsstjórnun, svo reyndi á þolrifin.
Í starfi sínu var Þóri gæddur mikl-
um mannkostum, hann var yfirveg-
aður og vandvirkur, ráðagóður og
einstaklega þægilegur í viðmóti og
glaðsinna svo eftir var tekið bæði hér-
lendis og í útlöndum. Í byrjun maí
vorum við beðin fyrir kveðju til hans
frá sænskum félögum úr samnor-
rænu verkalýðsfjölskyldunni sem
minntust hans að góðu einu og
skemmtilegu. Starfsgreinasamband
Íslands á rætur sínar í gamla Verka-
mannasambandinu og byggir á þeirri
arfleifð sem mótaðist, m.a. í fram-
kvæmdastjórnartíð Þóris. Fyrir það
vill sambandið þakka og sendir fjöl-
skyldu hans samúðarkveðjur.
Starfsgreinasamband Íslands,
Kristján Gunnarsson.
Þórir Daníelsson helgaði mestan
hluta af starfsævi sinni verkalýðs-
hreyfingunni. Þegar Verkamanna-
sambandið var stofnað, árið 1964,
hafði Þórir verið starfsmaður verka-
lýðsfélaganna á Akureyri og varafor-
maður Einingar. Hann kom til starfa
á þeim tíma innan Alþýðusambands
Íslands þegar ASÍ var að þróast í vax-
andi mæli í samband starfsgreina.
Þáverandi verkamannafélög og
verkakvennafélög fundu ríka þörf
meðal félagsmanna sinna til að
mynda öflugt samband um sameig-
inlega hagsmuni og fullyrða má að
Þórir Daníelsson var réttur maður á
réttum stað til að leiða skrifstofu sam-
bandsins áfram fyrstu árin. Reyndar
var hann framkvæmdastjóri sam-
bandsins lengst af og farsæll í því
hlutverki.
Þórir var nákvæmur og töluglögg-
ur með afbrigðum. Hann var lengi
einn af helstu samningamönnum
stéttarfélaganna undir forystu VMSÍ
sem framkvæmdastjóri sambandsins
og var einnig félögunum um allt land
innanhandar við útskýringar og að-
stoð í kjara- og réttindamálum. Á
þessum tíma þegar VMSÍ var stofnað
voru verkalýðsfélögin almennt fjár-
hagslega veikburða stofnanir og
starfsmenn fáir. Sérþekking á ýms-
um þáttum sem snertu kjaramál, sem
nú þykir sjálfsögð við undirbúning og
vinnslu kjarasamninga, var rétt á
byrjunarstigi. Það kom sér því vel að
hafa við hlið forystumanna mann eins
og Þóri Daníelsson.
Þegar stéttarfélögin í Reykjavík
undirbjuggu sameiningu, fyrst með
Dagsbrún og Framsókn og síðar með
Sókn, FSV og Iðju, fylgdist Þórir með
því af miklum áhuga og lagði gott til
málanna. Hann var alla tíð mjög
áhugasamur um skipulag verkalýðs-
hreyfingarinnar. Hann var rammpóli-
tískur fyrir hönd launafólks og vildi
sjá fólkið standa saman bæði í verka-
lýðsbaráttunni og stjórnmálaflokk-
um, þó hann léti stjórnmálamenn
aldrei villa sér sýn. Hann var einlæg-
ur jafnaðarmaður af þeirri gerð sem
hugsaði jafnan minna um sinn eigin
hag en hagsmuni heildarinnar.
Samhliða sameiningu Dagsbrúnar
og Framsóknar flutti sameiginlegt fé-
lag í Skipholt 50d. Þar fékk Þórir
Daníelsson nýtt og kærkomið hlut-
verk sem var að hafa umsjón með
Bókasafni Dagsbrúnar síðustu árin
sem safnið var í umsjón stéttarfélag-
anna. Það gerði hann af mikilli natni
og samviskusemi og var gott að koma
til hans úr erli dagsins og vera innan
um merka dýrgripi Dagsbrúnar-
safnsins. Þá var hann ætíð aufúsu-
gestur á skrifstofum félaganna við
Skipholtið sem hann bar alla tíð mikl-
ar taugar til.
Þórir hélt alla tíð mikla tryggð við
hugsjónir verkalýðshreyfingarinnar
um jöfnuð og réttlæti. Hann sýndi
það meðal annars með því að eftir að
hann hætti störfum fyrir VMSÍ var
hann eins konar heiðursfélagi í trún-
aðarráði Eflingar-stéttarfélags. Þar
mætti hann á alla fundi. Síðast sáum
við félagarnir hann í byrjun febrúar á
fundi og þá var ljóst að hann var
nokkuð þreyttur og orðinn veikburða.
En sem fyrr var hann áhugasamur og
spurði ætíð nýjustu frétta.
Með þessum orðum viljum við
þakka Þóri Daníelssyni fyrir góða
vináttu og framlag hans til baráttu
verkalýðshreyfingarinnar. Maríu,
eftirlifandi konu hans og fjölskyldu,
sendum við hugheilar samúðarkveðj-
ur.
Halldór Björnsson.
Þráinn Hallgrímsson.
Þórir Daníelsson