Morgunblaðið - 16.05.2008, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2008 41
Krossgáta
Lárétt | 1 klippa til, 4
krumla, 7 gróði, 8 kven-
selurinn, 9 kusk, 11 bára,
13 eirðarlaus, 14 snögg,
15 vandræði, 17 autt, 20
öskur, 22 eldiviðurinn, 23
tuskan, 24 illa, 25 geta
neytt.
Lóðrétt | 1 snauta, 2 fast-
heldni, 3 keyrir, 4 hárk-
nippi, 5 krydd, 6 ránfugls,
10 hljómar, 12 ílát, 13 títt,
15 tvístígur, 16 festi sam-
an, 18 stórsjór, 19 mál, 20
sprota, 21 lýsisdreggjar.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 rangtúlka, 8 orkan, 9 listi, 10 grá, 11 norpa, 13
teigs, 15 skálk, 18 snart, 21 orm, 22 gjarn, 23 áræða, 24
rannsakar.
Lóðrétt: 2 askar, 3 gunga, 4 útlát, 5 kasti, 6 þorn, 7 eims,
12 pól, 14 ern, 15 segl, 16 álaga, 17 konan, 18 smára, 19
afæta, 20 tían.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Þú ert vinalegur og það er meira
virði í dag en þekking og kunnátta. Fólk
vill tengjast meira en nokkuð annað, og
þú ert dásamlega fær í því.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þú ögrar fólki þessa dagana. Þér
finnst traustvekjandi þegar fólk bregst
harkalega við þér. Það þýðir að það er
hlustað á þig, og ögrunin virkar.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þú vilt endilega taka þátt í hóp-
starfi, en á sama tíma tilheyrir þú ekki
hópnum. Þú munt aldrei missa teng-
inguna við sjálfan þig og skoðanir þínar.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Þú spyrð: „Hvernig get ég fengið
kauphækkun?“ en ættir að spyrja:
„Hvernig get ég tvöfaldað féð mitt?“
Gáfulegar spurningar auka líkurnar á
framförum.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Fyrir langalöngu var þér sagt að þú
gætir ekki gert það. Það voru rangar upp-
lýsingar sem komu frá aðila sem vissi ekki
betur. Sannaðu það.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Þú þarf að eiga við fólk með mik-
inn viljastyrk og aðrar hugmyndir en þú.
Stjórn þín yfir þeim er takmörkuð, en þú
ert samt best til fallinn til að stjórna.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Virðing jafnoka þinna gleður þig, en
samt ekki nándar nærri jafnmikið og virð-
ing fjölskyldu þinnar. Jafnvel þeir sem
sleikja þig vanalega ekki upp gera það nú.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Það er orðin svo mikil sjálf-
virkni í heiminum að það gæti komið þér á
óvart að fá sértækt og mannlegt svar við
spurningum þínum. Kraftaverk gerast
enn!
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Gamall keppinautur skýtur
upp kollinum og eitthvað ótrúlegt gerist.
Þér er skyndilega sama um öll gömlu mál-
in. Þú þroskast og heldur ferð þinni
áfram.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Maður þarfnast umhugsunar
og staðfestu til að geta dregið tálsýnina af
töfrum ástarinnar, þeim mestu og bestu.
En stundum gengur allt upp af sjálfu sér
– eins og í dag.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Með aðstoð frá vinum geturðu
klárað hluti sem hafa dregist á langinn.
Sinnt reikningum, tölvupósti, garðvinnu –
ótrúlegt hve mikið hægt er að hreinsa í
einu.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Félagsleg skarpskyggni þín verð-
ur sífellt meiri. Þú kannt að láta öðrum
líða vel. Haltu óvænt partí, farðu á full-
komið stefnumót, skálaðu fyrir vinunum.
stjörnuspá
Holiday Mathis
1. Rf3 d5 2. c4 d4 3. g3 Rc6 4. Bg2 e5
5. d3 Bb4 6. Bd2 a5 7. 0-0 Rf6 8. Ra3
0-0 9. Rc2 Bc5 10. Bg5 h6 11. Bxf6
Dxf6 12. Rd2 Dg6 13. b3 Bg4 14. a3
f5 15. h3 Bh5 16. Rf3 Hae8 17. Rh4
Dd6 18. Bd5 Kh8 19. Bf3 Bxf3 20.
exf3 g5 21. Rg2 f4 22. Kh2 e4 23. fxe4
f3 24. Rge1 Df6 25. Hb1 Bd6 26. b4
g4 27. Kh1 Dg6 28. bxa5 He5 29. Hb5
Hh5 30. Hxh5 Dxh5 31. h4 Be7 32.
Kg1
Staðan kom upp í rússnesku deilda-
keppninni sem lauk fyrir skömmu í
Sochi. Rússneski stórmeistarinn Alex-
ander Motylev (2.666) hafði svart
gegn landa sínum og alþjóðlega
meistaranum Mikhail Lushenkov
(2.434). 32. … Bxh4! 33. gxh4 Dxh4
34. Rxd4 Rxd4 35. Da1 c5 36. Rc2 g3
og hvítur gafst upp enda óverjandi
mát.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Svartur á leik.
Viðmiðanir.
Norður
♠ÁG1086
♥2
♦K963
♣Á32
Vestur Austur
♠972 ♠KD5
♥103 ♥Á6
♦ÁG107 ♦D82
♣KDG5 ♣109876
Suður
♠43
♥KDG98754
♦54
♣4
Suður spilar 4♥.
Hindrunarsagnir eru gjarnan skil-
greindar út frá slagkrafti og stöðum.
Versta staðan er „á gegn utan“, en þá
talið nóg að ofsegja um tvo slagi. Á
hagstæðum hættum (utan hættu gegn
á hættu) má yfirmelda um fjóra slagi,
en um þrjá þegar staðan er jöfn – allir
utan hættu eða allir á hættu.
Suður á hér sjö slaga hönd og þar eð
allir eru á hættu (jafnar stöður) opnar
hann á 4♥. Enginn segir múkk við því.
Vestur kemur út með ♣K, sagnhafi
drepur og sækir trompásinn. Austur
spilar laufi, sem suður trompar og
prófar spaða á gosann og drottningu
austurs. Enn kemur austur með lauf
og nú þarf sagnhafi að velja milli þess
að svína í spaða eða spila tígli að kóng.
Reyndur spilari í vestur hefði farið
upp með ♠K við fyrsta tækifæri til að
eyðileggja litinn – vestur gerði það
ekki, sem bendir til að hann sé annað
hvort blautur á bak við eyrun eða eigi
ekki kónginn.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
1 Hvað hefur starfsmönnum Glitnis fækkað mikið frááramótum?
2 Fyrirtækið Lax-á ætlar ekki að endurnýja leiguna áMiðfjarðará í sumar. Hver er forsvarsmaður Lax-ár?
3 Hvaða leikmaður Vals skoraði þrennu í leik viðGrindavík í fyrrakvöld?
4 Hvað heitir hinn nýi framkvæmdastjóriIcelandair?
Svör við spurningum gærdagsins:
1. Ofsaflóð rauf
hringveginn aðfara-
nótt miðvikudags-
ins. Hvar? Svar: Við
Biskupsháls austan
við Grímsstaði á
Fjöllum. 2. Lýð-
heilsustöð hefur
áhyggjur af að
sortuæxli séu að
verða að faraldri.
Hver er settur for-
stöðumaður Lýðheilsustöðvar? Svar: Þórólfur Þórlindsson.
3. Denyce Graves syngur á Listahátíð í byrjun júní. Á hvaða radd-
sviði flokkast hún sem söngkona? Svar: Messósópran. 4. Far-
fuglarnir hafa skilað sér til landsins hver af öðrum síðustu vikur.
Hver þeirra er venjulega síðastur á ferðinni? Svar: Þórshaninn.
Spurter… ritstjorn@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
dagbók|dægradvöl
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
ÚT ER komin ár-
bók Ferðafélags
Íslands 2008 og
er höfundur
hennar Hjörleif-
ur Guttormsson
náttúrufræðingur
sem skrifar um
Úthérað ásamt
Borgarfirði
eystra, Víkum og
Loðmundarfirði.
Fallegar ljósmyndir sem flestar eru
eftir höfundinn skreyta bókina auk
þess sem hún hefur að geyma ná-
kvæm kort af þeim byggðarlögum
sem fjallað er um.
Daníel Bergmann annaðist um-
brot á bókinni. Kort í árbókinni
teiknaði Guðmundur Ó. Ingvarsson,
að forskrift höfundar hvað örnefni
varðar. Auk staðfræðiuppdrátta er
þar að finna óvenjumargar skýring-
armyndir um jarðfræði, lífríki og
fornminjar. Prófarkalestur var í
höndum ritnefndarmannanna Árna
Björnssonar, Eiríks Þormóðssonar
og Guðrúnar Kvaran. Þá vann Helgi
Magnússon við skráargerð. Jón Við-
ar Sigurðsson ritstýrði verkinu.
Bókin fjallar um fjölbreytt og
áhugavert svæði, bæði hvað varðar
náttúrufar og möguleika til útivist-
ar, segir í fréttatilkynningu. Þar
skiptast á eyðibyggðir í hrikalegri
umgjörð og nærliggjandi svæði með
byggð í blóma.
Loðmundarfjörður og Víkur eiga
sér langa og merkilega byggðarsögu
sem náði fram yfir miðja síðustu öld.
Nú njóta þessir staðir með sitt ein-
staka náttúrufar mikilla vinsælda
meðal útivistarfólks. Sama má segja
um Borgarfjörð eystra með sinni
margrómuðu umgjörð. Frá Borgar-
firði liggur leiðin til Egilsstaða það-
an sem lagt er upp í ferð um byggðir
Úthéraðs: Eiðaþinghá, Hjaltastaða-
þinghá, Fell, Hróarstungu og Jök-
ulsárhlíð allt út á Standandanes
norðan Héraðsflóa. Þetta söguríka
svæði býr yfir mikilli náttúrufegurð
og fjölbreyttu gróðurfari og dýralífi
sem endurspeglast vel í fjölmörgum
myndum og uppdráttum.
Hjörleifur Guttormsson hefur nú
skrifað sex árbækur fyrir Ferða-
félag Íslands og hafa þær allar notið
vinsælda. Í þeim er fjallað um landið
austanvert frá Lómagnúp norður í
Öxarfjörð og bera þær heitin Aust-
fjarðafjöll (1974), Norð-Austurland,
hálendi og eyðibyggðir (1987), Við
rætur Vatnajökuls (1993), Austfirðir
frá Álftafirði til Fáskrúðsfjarðar
(2002), Austfirðir frá Reyðarfirði til
Seyðisfjarðar (2005) og nú bætist
við Úthérað ásamt Borgarfirði
eystra, Víkum og Loðmundarfirði
(2008). Bækurnar fást allar á skrif-
stofu FÍ, nema árbókin 1974 sem er
uppseld.
Árbækur Ferðafélags Íslands
hafa komið út í óslitinni röð frá
árinu 1928.
Hjörleifur
Guttormsson
Árbók Ferðafélagsins 2008.
Úthérað í sjöttu árbók Hjörleifs fyrir FÍ
FRÉTTIR