Morgunblaðið - 16.05.2008, Síða 42
…ekki er ég með
myndir af mér í öllum
mögulegum blöðum frá
öllum mögulegum sjónar-
hornum… 49
»
reykjavíkreykjavík
Regína Ósk
segir í viðtali við
Evróvisjónvefinn
að örlögin hafi
ráðið því að hún
hafi lotið í lægra
haldi fyrir Silvíu
Nótt í forkeppninni í fyrra. Henni
hafi þó fundist Silvía Nótt standa
sig vel en því miður hafi Evrópa
ekki skilið brandarann. Í viðtalinu
kemur einnig fram að Regína er
með okkar reyndustu Evróvisjón-
fötum. Hún söng bakraddir fyrir
Two Tricky í Kaupmannahöfn, með
Birgittu í Riga og með Selmu í Kiev
og segir hún að keppnin í Parken
með Two Tricky hafi verið einna
minnisstæðust.
Þá segir Regína Ósk að for-
keppnin hér heima hafi verið alltof
löng og að hún geti ekki ímyndað
sér að notast verði við sama fyrir-
komulag í næstu forkeppni Sjón-
varpsins. Aðspurð hvort hún hafi
heyrt önnur lög í keppninni í ár
svarar Regína Ósk því til að þau séu
öll mjög ólík en hennar uppáhald í
ár sé framlag Svisslendinga.
Forkeppni Söngva-
keppninnar alltof löng
Nú þegar tveir þættir hafa verið
sýndir af Alla leið furða margir sig
á því hvers vegna Páll Óskar er
ekki með fast starf hjá einhverri
sjónvarpsstöðinni, þvílík er útgeisl-
unin og öryggið fyrir framan
myndavélina - eiginleiki sem er
fæstum íslenskum sjónvarpsþátta-
stjórnendum gefinn. Þátturinn færi
auk þess gott áhorf og er um þessar
mundir vinsælasti þátturinn í ís-
lensku sjónvarpi. Hins vegar má
benda á að Íslendingar á aldrinum
12 - 49 ára horfðu á fleiri mínútur
af dagskrárefni Stöðvar 2 en á dag-
skrárefni Sjónvarpsins í síðustu
viku. Hvað skyldi ráða því?
Stöð 2 í sókn
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„ÞETTA gerðist alveg ótrúlega hratt,“ segir
söngkonan Hafdís Huld Þrastardóttir um að-
draganda þess að hún var fengin til þess að
leika og syngja í stórri auglýsingu fyrir þýsk-
bandaríska bílarisann Mercedes-Benz, en aug-
lýsingin var frumsýnd í Þýskalandi á mánudag-
inn.
„Ég var með hljómsveitinni minni að vinna
efni fyrir nýju plötuna mína. Við vorum í Lake
District sem er afskekktur og fallegur staður í
norðvesturhluta Englands. Þar var ekkert net-
samband og það næst varla í farsíma. Svo þeg-
ar ég fór í næsta bæ fékk ég fullt af skilaboðum
frá vinum og kunningjum um að það væri ein-
hver þýskur maður að leita að mér. Það kom í
ljós að þetta var leikstjóri sem hafði keypt
fyrstu plötuna mína, Dirty Paper Cup, og vildi
fá mig til þess að leika og syngja í þessari aug-
lýsingu. Þeir voru búnir að prufa einhverjar
leikkonur og módel í fimm löndum en af því að
það er söngur í auglýsingunni vildi hann endi-
lega fá mig.“
Lágvaxinn ökumaður
Hafdís fór í prufur bæði í London og Berlín
og var í kjölfarið ráðin til verksins.
„Innan við viku eftir að ég hafði verið úti í
sveit að semja var ég bara komin til Madrídar
með einhverja 100 aukaleikara í kringum mig,
áhættuökumann og „hand double“. Þannig að
þetta gerðist allt rosalega hratt,“ segir Hafdís,
en ákveðið var að taka auglýsinguna upp á
Spáni því Benz-menn gerðu kröfu um sól og
sumar.
Hafdís segir auglýsinguna hafa verið mjög
stóra í sniðum, og greinilegt að hún hefur kost-
að skildinginn.
„Allt í einu var til dæmis kona að hlaupa og
sækja frappucino fyrir mann. Það voru líka ein-
hverjir 100 aukaleikarar þarna allan daginn en
maður sér þeim varla bregða fyrir í auglýsing-
unni. Það var líka stelpa þarna heilan dag sem
var svona „hand double“ því hún var með svo
langar neglur að ef það átti að sýna hendurnar
á mér voru þær notaðar. Svo tók það þá líka
svolítið langan tíma að finna áhættuökumann
sem var ekki nema 1,57 á hæð,“ segir Hafdís og
hlær. „En svo kom allt í einu stelpa í nákvæm-
lega eins fötum og ég, og það var búið að búa
til hárkollu á hana sem var alveg eins og hárið
á mér. Það var líka farið með mig í einhverjar
fatabúðir með ítölskum hönnuði. Þar var ég lát-
in máta kjóla sem kostuðu meira en allur fata-
skápurinn minn.“
Vel borgað
Í umræddri auglýsingu er ný umhverfisvæn
tækni í Benz-bifreiðum kynnt, en hún felur það
meðal annars í sér að bíllinn drepur á sér þegar
hann er stöðvaður. Það er því vel við hæfi að
Hafdís syngur gamla Sam Brown-slagarann
„Stop!“ á meðan hún keyrir um götur Madríd-
ar.
Auglýsingin verður sýnd um allan heim á
næstu vikum og mánuðum, og Hafdís vonast því
til þess að hún muni vekja athygli á sér og tón-
list sinni.
„Sérstaklega af því að ég er að syngja í
henni. Þeir vildu líka að ég gerði mína eigin út-
gáfu af laginu þannig að ég fór í hljóðver í
London og tók upp mína útgáfu af því. Það er
ansi ólíkt upprunalegu „80’s“-útgáfunni,“ segir
söngkonan sem hefur nú þegar fengið nokkur
viðbrögð vegna auglýsingarinnar. „Umboðs-
skrifstofan mín er strax farin að fá fyrirspurnir
hvort þetta hafi verið ég í auglýsingunni. Þann-
ig að við erum strax að fá góðar móttökur.“
Hafdís skellihlær þegar hún er spurð að því
hvort hún hafi ekki fengið Benz fyrir leik sinn í
auglýsingunni. „Nei, ég fékk engan Benz.
Finnst þér það ekki ósanngjarnt? Ég held að
þetta hljóti að vera einhver misskilningur,“
segir hún en bætir því þó við í fúlustu alvöru að
vissulega hafi hún fengið nokkuð vel borgað.
„Þegar maður er tónlistarmaður eru svona
verkefni mjög vel þegin, þetta hjálpar til við að
borga upptökur og uppihald næstu mánuðina.“
Flytur upp í sveit
Annars er það að frétta af Hafdísi að hún er
með nýja plötu í smíðum sem hún gerir ráð fyr-
ir að komi út í byrjun næsta árs. Hafdís er
væntanleg í stutta heimsókn hingað til lands
eftir helgi en svo heldur hún í stutt tónleika-
ferðalag til Danmerkur, Frakklands og Tékk-
lands.
Þá stendur Hafdís í stórræðum, en hún er að
flytja sig um set innan Englands. Undanfarið
hefur hún búið ásamt kærasta sínum í London,
en þau eru að flytja til smábæjarins Kettering
sem er í um eins og hálfs tíma akstursfjarlægð
frá höfuðborginni.
„Það er passlegt því þá get ég alltaf farið til
London í stúdíó og til að halda tónleika. Ég
vildi hins vegar finna mér rólegan stað til þess
að vinna í tónlistinni, taka upp og svona. Það
eru endalaus læti, sírenur og þannig í London,
þannig að ef maður ætlar að taka upp er betra
að komast aðeins út fyrir,“ segir Hafdís að lok-
um.
Fékk engan Benz
Hafdís Huld er í aðalhlutverki í alþjóðlegri auglýsingu fyrir Mercedes-Benz
Ökuþór Hafdís segir að nokkur tími hafi farið í að finna áhættuökumann sem var ekki nema 1,57 á hæð – eða jafnháan og hana sjálfa.
Umhverfisvænt Í auglýsingunni er ný tækni
kynnt, en hún miðar að því að spara eldsneyti.
Sjá má auglýsinguna á MySpace-svæði Hafdísar,
myspace.com/hafdishuld - eða á YouTube.
Fyrsta sóló-
plata Bryndísar
Jakobsdóttur
(Dísu) kemur út í
dag. Platan sem
telur ellefu lög
inniheldur meðal
annars lögin „Anniversary“ og
„Temptation“ sem útvarpshlust-
endur ættu að vera farnir að
þekkja. Platan er að mestu unnin
með upptökustjóranum Sam Frank
en einnig kemur Barði Jóhannsson
og tónlistarkonan Shelly að einu
lagi. Þá má einnig segja frá því að
síðasta lag plötunnar er gamla
dægurlagaperlan „Heyr mína bæn“
sem Bryndís syngur a capella. Plat-
an var unnin í heimastúdíói Dísu og
tók um sex mánuði að fullvinna
hana. Dísu kemur fram á tveimur
tónlistarhátíðum á næstunni,
Svendborg Festival sem fram fer í
lok maí í Svendborg og Spot festival
sem fram fer í byrjun júní í Aarhus.
Fyrsta plata Dísu