Morgunblaðið - 01.06.2008, Page 1

Morgunblaðið - 01.06.2008, Page 1
STOFNAÐ 1913 148. TBL. 96. ÁRG. SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is HJÓLASTÍGUR verður lagður frá Ægisíðu í El- liðaárdalinn og hjólaumferð skilin frá göngustígn- um, en það er sennilega stærsta einstaka aðgerð í hjólreiðamálum í Reykjavík frá upphafi, að sögn Gísla Marteins Baldurssonar borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins. Stígurinn kostar 300 milljónir og tengist meðal annars inn á Suðurgötu, þar sem gerðar verða akreinar í báðar áttir fyrir hjólreiða- fólk. segir að það eigi að leggja jafnmikinn metnað í að greiða götu þeirra sem ganga og hjóla og þeirra sem eru á bíl. „Með Ósabraut værum við að tengja stíginn við Sæbrautina við Grafarvog, Úlfarsfell og ytri byggðir,“ segir hann. „Ég held að hraðbraut yf- ir þessa fallegu ósa sé barn síns tíma, enda léttum við á umferð í Ártúnsbrekku með Sundagöngum. Við höfum hinsvegar tækifæri þarna til að bæta lífs- gæði íbúanna og sendum skilaboð um það hvernig við viljum þróa samgöngur í borginni.“ Ósabraut ekki fyrir bíla?  300 milljónir lagðar í hjólastíg frá Ægisíðu í Elliðaárdalinn  Næsta „risaskref“ að breyta Reykjavík í hjólaborg  Ósabraut lögð samhliða Sundagöngum fyrir gangandi og hjólandi?  Hljóðlát bylting | 10 Lagt er upp með að næsta „risaskref“ í grænu skrefunum verði að breyta Reykjavík í hjólaborg og fjölga hjólreiðamönnum. Til þess segir Gísli Mar- teinn að fjölga þurfi hjólastígum og sérmerktum ak- reinum á götum fyrir hjólreiðafólk. Og hann vill að hugsað verði fyrir þörfum hjólreiðafólks þegar gerðar séu nýjar götur, ný hverfi og opinberar byggingar. Þannig vill hann að samhliða Sunda- göngum verði ráðist í Ósabraut, en hún verði hugs- uð fyrir gangandi vegfarendur og hjólreiðafólk. Ósabraut er í aðalskipulagi, en þar er gert ráð fyrir bílaumferð. Gísli Marteinn vill breyta því og        Stúlka sem fæðist í heimshluta þar sem fátækt, sjúkdómar, stríð, hung- ursneyð og aðrar hörmungar eru viðvarandi hefur tvöfalda, grimmi- lega byrði að bera – af því að hún er kona. Viðvarandi ójafn- rétti heimsins Sums staðar eru konur, sem hefur verið nauðgað, kærðar fyrir hór- dóm og þeim útskúfað úr samfélag- inu. Meintur smánarbletturinn er þeim oft þyngri byrði en sjálft voða- verkið. Fórnarlömb fáviskunnar Miðherjinn Bafé Gomis verður í hópnum, sem ver heiður Frakka á Evrópumótinu, en hann sló ræki- lega í gegn í sínum fyrsta landsleik fyrir Frakkland gegn Ekvador. Bafé Gomis er rétt að byrja CHARLOTTE Böving hefur látið að sér kveða á íslenzku leiksviði sem leikari, leikstjóri og höfundur, nú síðast með sýningunni Mamm- amamma í Hafnarfjarðarleikhúsinu, sem leikhópurinn Opið út vann í sameiningu með Charlotte sem „ljós- móður“. Í samtali við Morgunblaðið segir hún að Mammamamma eigi að vekja fólk til umhugsunar um mæðra- sambandið, en sjálfri hafi henni skil- izt hvað hún stendur í stórri þakk- arskuld við móður sína. Þær mæðgur hafi átt erfitt með að tjá til- finningar sínar hvor við aðra. „En nú er komið að mér að klappa fyrir mömmu.“ Charlotte Böving hafði aflað sér viðurkenningar sem leikkona í Dan- mörku, og verðlauna, þegar hún kynntist Benedikt Erlingssyni og flutti með honum til Íslands. Hún skrifaði barnaleikrit upp úr ævin- týrinu um Rauðhettu og leikritið Hin smyrjandi jómfrú um hlutskipti nýbúans á Íslandi. Fyrir þessi verk var hún tilnefnd til Grímuverðlauna, sem hún svo vann fyrir leik sinn í Ófögru veröld. Í Kaupmannahöfn breytti Char- lotte smurbrauðsjómfrúnni til þess að fjalla um sambúð Dana og músl- imskra nýbúa. Þar stundaði hún nám og skrifaði mastersritgerð um leik- stjórn og lýðræðislegar aðferðir í leikhúsinu sem var höfð að leiðarljósi við uppsetningu Mömmumömmu. Charlotte Böving mátti sig hvergi hræra án þess að fá Grímutilnefningu Með lýðræði í leikhúsið Bíður þess með óþreyju að fá að leika „innfæddan“ Íslending Morgunblaðið/Frikki Fjölhæf Charlotte Böving hefur komið víða við í íslensku leikhúsi; leikið, leikstýrt og skrifað og er hvergi hrædd við að brydda upp á nýjungum.  Ferðalagið er áskorunin | 24 VIKUSPEGILL Komdu í leikhús Höll ævintýranna >> 59 Leikhúsin í landinu 26 79 / IG 13 Stanga sett tilbúin í veiðiferðina Þú færð IG-veiðivörur í næstu sportvöruverslun SUNNUDAGUR POLLACK KVADDUR LITRÍKUR LISTA- MAÐUR ER ALLUR KVIKMYNDIR >> 28 150 LÖND HEIMSÓTT MEÐ BRENNANDI FERÐAÁST́RÍÐU DAGLEGT LÍF >> 32

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.