Morgunblaðið - 01.06.2008, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 01.06.2008, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 148. TBL. 96. ÁRG. SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is HJÓLASTÍGUR verður lagður frá Ægisíðu í El- liðaárdalinn og hjólaumferð skilin frá göngustígn- um, en það er sennilega stærsta einstaka aðgerð í hjólreiðamálum í Reykjavík frá upphafi, að sögn Gísla Marteins Baldurssonar borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins. Stígurinn kostar 300 milljónir og tengist meðal annars inn á Suðurgötu, þar sem gerðar verða akreinar í báðar áttir fyrir hjólreiða- fólk. segir að það eigi að leggja jafnmikinn metnað í að greiða götu þeirra sem ganga og hjóla og þeirra sem eru á bíl. „Með Ósabraut værum við að tengja stíginn við Sæbrautina við Grafarvog, Úlfarsfell og ytri byggðir,“ segir hann. „Ég held að hraðbraut yf- ir þessa fallegu ósa sé barn síns tíma, enda léttum við á umferð í Ártúnsbrekku með Sundagöngum. Við höfum hinsvegar tækifæri þarna til að bæta lífs- gæði íbúanna og sendum skilaboð um það hvernig við viljum þróa samgöngur í borginni.“ Ósabraut ekki fyrir bíla?  300 milljónir lagðar í hjólastíg frá Ægisíðu í Elliðaárdalinn  Næsta „risaskref“ að breyta Reykjavík í hjólaborg  Ósabraut lögð samhliða Sundagöngum fyrir gangandi og hjólandi?  Hljóðlát bylting | 10 Lagt er upp með að næsta „risaskref“ í grænu skrefunum verði að breyta Reykjavík í hjólaborg og fjölga hjólreiðamönnum. Til þess segir Gísli Mar- teinn að fjölga þurfi hjólastígum og sérmerktum ak- reinum á götum fyrir hjólreiðafólk. Og hann vill að hugsað verði fyrir þörfum hjólreiðafólks þegar gerðar séu nýjar götur, ný hverfi og opinberar byggingar. Þannig vill hann að samhliða Sunda- göngum verði ráðist í Ósabraut, en hún verði hugs- uð fyrir gangandi vegfarendur og hjólreiðafólk. Ósabraut er í aðalskipulagi, en þar er gert ráð fyrir bílaumferð. Gísli Marteinn vill breyta því og        Stúlka sem fæðist í heimshluta þar sem fátækt, sjúkdómar, stríð, hung- ursneyð og aðrar hörmungar eru viðvarandi hefur tvöfalda, grimmi- lega byrði að bera – af því að hún er kona. Viðvarandi ójafn- rétti heimsins Sums staðar eru konur, sem hefur verið nauðgað, kærðar fyrir hór- dóm og þeim útskúfað úr samfélag- inu. Meintur smánarbletturinn er þeim oft þyngri byrði en sjálft voða- verkið. Fórnarlömb fáviskunnar Miðherjinn Bafé Gomis verður í hópnum, sem ver heiður Frakka á Evrópumótinu, en hann sló ræki- lega í gegn í sínum fyrsta landsleik fyrir Frakkland gegn Ekvador. Bafé Gomis er rétt að byrja CHARLOTTE Böving hefur látið að sér kveða á íslenzku leiksviði sem leikari, leikstjóri og höfundur, nú síðast með sýningunni Mamm- amamma í Hafnarfjarðarleikhúsinu, sem leikhópurinn Opið út vann í sameiningu með Charlotte sem „ljós- móður“. Í samtali við Morgunblaðið segir hún að Mammamamma eigi að vekja fólk til umhugsunar um mæðra- sambandið, en sjálfri hafi henni skil- izt hvað hún stendur í stórri þakk- arskuld við móður sína. Þær mæðgur hafi átt erfitt með að tjá til- finningar sínar hvor við aðra. „En nú er komið að mér að klappa fyrir mömmu.“ Charlotte Böving hafði aflað sér viðurkenningar sem leikkona í Dan- mörku, og verðlauna, þegar hún kynntist Benedikt Erlingssyni og flutti með honum til Íslands. Hún skrifaði barnaleikrit upp úr ævin- týrinu um Rauðhettu og leikritið Hin smyrjandi jómfrú um hlutskipti nýbúans á Íslandi. Fyrir þessi verk var hún tilnefnd til Grímuverðlauna, sem hún svo vann fyrir leik sinn í Ófögru veröld. Í Kaupmannahöfn breytti Char- lotte smurbrauðsjómfrúnni til þess að fjalla um sambúð Dana og músl- imskra nýbúa. Þar stundaði hún nám og skrifaði mastersritgerð um leik- stjórn og lýðræðislegar aðferðir í leikhúsinu sem var höfð að leiðarljósi við uppsetningu Mömmumömmu. Charlotte Böving mátti sig hvergi hræra án þess að fá Grímutilnefningu Með lýðræði í leikhúsið Bíður þess með óþreyju að fá að leika „innfæddan“ Íslending Morgunblaðið/Frikki Fjölhæf Charlotte Böving hefur komið víða við í íslensku leikhúsi; leikið, leikstýrt og skrifað og er hvergi hrædd við að brydda upp á nýjungum.  Ferðalagið er áskorunin | 24 VIKUSPEGILL Komdu í leikhús Höll ævintýranna >> 59 Leikhúsin í landinu 26 79 / IG 13 Stanga sett tilbúin í veiðiferðina Þú færð IG-veiðivörur í næstu sportvöruverslun SUNNUDAGUR POLLACK KVADDUR LITRÍKUR LISTA- MAÐUR ER ALLUR KVIKMYNDIR >> 28 150 LÖND HEIMSÓTT MEÐ BRENNANDI FERÐAÁST́RÍÐU DAGLEGT LÍF >> 32
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.