Morgunblaðið - 01.06.2008, Side 2

Morgunblaðið - 01.06.2008, Side 2
2 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurð- ardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is MÝFLUGNASTOFNAR við Mývatn eru nú í hámarki. Flugurnar eru nú að leita lands og mynda mikil ský þegar logn er. „Skýin rísa eins og svartur kolareykur upp úr gígunum við vatnið. Þetta er hreint nátt- úruundur og heilmikil upplifun að fylgjast með,“ segir Árni Einarsson, forstöðumaður Náttúrurannsókn- arstöðvarinnar við Mývatn. Hann var þá staddur úti í móa í Syðri- Neslöndum við rannsóknir. Rykmýið gengur í gegnum miklar náttúrulegar sveiflur sem oftast standa í fimm til sjö ár. Árni Ein- arsson segir að stofnarnir séu í há- marki í ár og kannski einnig á næsta ári en svo fari væntanlega að draga úr. Síðasta hámark var árið 2000 en Árni telur útlit fyrir að enn meira verði af mýi í ár en þá var. Þegar stofnarnir eru í lágmarki er nánast ekkert um flugu í vatninu. 1.500 milljarðar lirfa á botninum Árni er að rannsaka mýflugna- stofnana ásamt hópi vísindamanna frá Háskólanum í Wisconsin í Bandaríkjunum. Hann segir að í vor hafi verið 40 þúsund lirfur á hverj- um fermetra á botni Mývatns. Í öllu vatninu hafa því verið 1,5 billjónir lirfa sem síðan eru að verða að flug- um um þessar mundir. Þær eru nú að púpa sig og stíga til yfirborðs með aðstoð lítillar loftbólu sem myndast undir húðinni. Vatnið er alþakið flugum og púpuhömum, sem eru eins og skán ofan á vatninu, að sögn Árna. Flugurnar leita til lands og þegar mikið er af þeim, eins og nú, mynda þær svört ský í logni. Má búast við að þetta aukist enn næstu daga. Þegar hvessir skýla þær sér í grasinu. Fuglarnir éta mýið og eru því allir fuglar saddir og ánægðir við Mý- vatn. Silungurinn fitnar líka en það er bara svo lítið af honum, að sögn Árna. Árni segir að rykmýið leiti ekki á fólk. Hins vegar fari ekki hjá því að fólk verði vart við það þegar það gangi inn í skýin og sumum finnist það ekki geðslegt. Svo fylgja strók- arnir stundum fólki eftir því flug- urnar miði oft við kennileiti á jörðu niðri. Aðra sögu er að segja um bitmýið úr Laxá. Það er raunar ekki farið að sjást við vatnið og ekki vitað hvort mikið verður af því í sumar. Árni hefur rannsakað mýið í þrjá- tíu ár, fylgt sveiflunum eftir og reynt að finna skýringar á þeim. „Sveiflurnar eru knúnar áfram af mýflugunum sjálfum. Þegar mikið er á botninum eins og nú þá éta þær upp fæðuna fyrir sjálfa sig og af- komendurna. Það kemur niður á næstu kynslóðum á eftir. Þá fer þetta í niðursveiflu sem er óstöðv- andi þangað til nánast ekkert mý er eftir,“ segir Árni. Eins og svartur kola- reykur upp úr gígum Ljósmynd/Árni Einarsson Svart ský Það er eins og ský dragi fyrir sólu þegar flugan stígur upp af vatninu en talið er að í vatninu hafi verið 1,5 billjónir lirfa. Rykmýið í Mý- vatni í hámarki HEILDARFJÖLDI nemenda á skólaárinu 2007-2008 á landinu öllu var 104.064, samkvæmt upplýs- ingum Hagstofu Íslands. Hafði nemendum fjölg- að um 1.776 frá árinu áður, eða um 1,7%. Á skólaárinu 2007- 2008 voru 17.446 nemendur skráð- ir á leikskóla- stigi, 43.802 á grunnskólastigi, 25.090 á fram- haldsskólastigi og 17.726 á skóla- stigum ofar framhaldsskóla. Frá 1997 hefur nemendum á öll- um skólastigum fjölgað um 17.904 eða 20,8%. Fjöldi nemenda á skóla- stigum ofar framhaldsskólastigi, þ.e. viðbótarstigi, háskólastigi og doktorsstigi, hefur meira en tvö- faldast frá 1997 eða um 111,7%. Á sama tíma hefur nemendum á framhaldsskólastigi fjölgað um 21,7% og á leikskólastigi um 17,4% og grunnskólastigi um 3,5% á þessu tímabili. Fjölgun kvenna í námi ofar framhaldsskólastigi frá 1997 er áberandi. Þeim fjölgaði um 6.109 (124,4% ) en körlum um 3.245 (93,7%). Konur eru 52,3% nemenda á framhaldsskólastigi og 62,2% nemenda ofan framhaldsskólastigs- ins. Fjölmennustu aldursárgangar í skólum að loknum framhaldsskóla eru 22 og 23 ára. Af 23 ára árgangi nemenda á viðbótar-, háskóla- og doktorsstigi er hlutfall kvenna 38% en hlutfall karla 23% og munurinn því 15 prósentustig konum í vil. Mikil fjölgun nemenda á efri stigum Konum í námi hef- ur fjölgað mikið. DRENGURINN sem brenndist í sprengingu í húsbíl í Grindavík seint á föstudagskvöld liggur alvar- lega slasaður á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Hann er tengdur við öndunarvél að sögn læknis. Rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum stendur yfir og er tal- ið líklegt að gaskútar í bílnum hafi sprungið með fyrrgreindum afleið- ingum. Drengurinn, sem er tveggja og hálfs árs gamall, var með afa sínum í húsbílnum þegar slysið varð og slasaðist maðurinn, sem er á sjö- tugsaldri, einnig en þó ekki eins al- varlega og drengurinn sem brennd- ist einkum á höfði og höndum. Björgunarsveitarmenn úr Grinda- vík urðu fyrstir á vettvang þegar sprengingin varð og tókst að slökkva eldinn áður en slökkvilið kom á staðinn. Fengu þrír björg- unarsveitarmenn snert af reykeitr- un. Alvarlega slasaður LÖGREGLUMENN á Suðurnesjum brutu sér leið inn í brennandi íbúð til manns í gærmorgun og björguðu honum út undir bert loft. Maðurinn hafði sofnað út frá eldamennsku í opnu rými um kl. átta um morguninn og fór reyk- skynjari í gang þegar reykurinn magnaðist. Nágranni mannsins heyrði í reykskynjaranum og hringdi í lögregluna. Tókst þannig að bjarga manninum út og var hann með meðvitund við flutning á sjúkrahús, að sögn lögreglunnar. Talsverður reykur var í íbúðinni þegar að var komið. Málið er í rannsókn hjá lögregl- unni. Manni bjarg- að úr eldsvoða YFIRTAKA íslenska ríkisins á lífeyrisskuldbind- ingum starfsmanna Sementsverksmiðjunnar, frá því hún var í ríkiseigu, braut ekki í bága við EES- samninginn, að mati Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Stofnunin telur að um hafi verið að ræða ríkisstyrk sem veittur var vegna endurskipulagn- ingar fyrirtækisins. Þessi aðgerð hafi verið í sam- ræmi við leiðbeinandi reglur um aðstoð vegna björgunar eða endurskipulagningar rekstrar frá 1999. Aalborg Portland kærði söluna Íslenska ríkið seldi Sementsverksmiðjuna árið 2003 fyrirtækinu Íslensku sementi hf. sem nú er í eigu BM Vallár, Björgunar, Brúar Venture Capi- tal og norsku sementsverksmiðjunnar Norcem AS. Söluverðið var 68 milljónir króna en rík- issjóður yfirtók m.a. lífeyrisskuldbindingar sem metnar voru á rúmar 400 milljónir. Þessar skuld- bindingar höfðu stofnast meðan verksmiðjan var í opinberri eigu. Aalborg Portland kærði sölu Sem- entsverksmiðjunnar til ESA sem gerði ekki at- hugasemd við hana. Þá kærði Aalborg Portland yfirtöku ríkisins á fyrrgreindum lífeyrisskuld- bindingum. Þorsteinn Víglundsson, forstjóri BM Vallár og stjórnarmaður í Sementsverksmiðjunni hf., var mjög ánægður með að niðurstaða væri loksins fengin. Hann sagði það hafa tekið langan tíma að ljúka málinu. „Eins og við héldum alltaf fram var niðurstaða ESA á þá leið að þótt ríkisstyrkur hafi verið fólginn í þessari niðurfellingu lífeyrisskuld- bindinga þá hafi hann verið óverulegur og innan þess ramma sem heimilt er,“ sagði Þorsteinn. Bjarni Ó. Halldórsson, framkvæmdastjóri Aal- borg Portland Ísland ehf., kvaðst fagna því að fengin væri niðurstaða í málinu eftir langan tíma. Hann sagði niðurstöðu ESA vekja sér meiri furðu en vonbrigði. Yfirtaka á lífeyrisskuld- bindingum var leyfileg Í HNOTSKURN »Sementsverksmiðjan á Akranesi hófframleiðslu 1958 og var í ríkiseigu. Fyr- irtækinu var breytt í hlutafélag 1993 í eigu ríkisins. »Sementsverksmiðjan hf. var seld Íslenskusementi ehf. í október 2003. Hluthafar Ís- lensks sements eru BM Vallá, Björgun, Brú VC og Norcem AS. Sala Sementsverksmiðjunnar samrýmdist Evrópureglum, að mati ESA Morgunblaðið/ÞÖK Umdeild sala Sementsverksmiðjan á Akranesi. SIGURÐUR Guðmundsson landlæknir segir að liðið geti nokkrir dagar, vikur eða jafnvel mánuðir þar til sálræn áhrif jarð- skjálftans á Suð- urlandi komi fram hjá fólki í grennd við skjálftamiðjuna. „Nú taka við eftirköstin og þá skiptir máli að sálrænni skyndihjálp, áfallahjálp sem Rauði krossinn sinn- ir af miklum ágætum, verði fylgt eft- ir hjá heilbrigðisþjónustunni, þannig að þeim sem líður illa verði boðin að- stoð. Það má búast við því að vanda- mál, sem þessu tengjast, geti komið fram ekki aðeins á næstu dögum, heldur á næstu vikum og jafnvel næstu mánuðum. Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunin hefur gefið út leið- beiningar, sem byggjast á reynsl- unni af eftirköstum náttúruhamfara víða um heim, og þar kemur fram að menn geta búist við hvers kyns vandamálum allt að tveimur árum eða jafnvel lengur eftir áföll, þannig að það þurfi að vera viðbúnaður til að sinna vandamálum, sem þessu tengj- ast, næstu misserin.“ Mikilvæg að upplýsa fólk „Það liggur fyrir eftir skjálftana á Suðurlandi árið 2000 að dæmi eru um að fólki hafi liðið miður vel all- lengi á eftir og það má alveg búast við því að svo geti farið núna,“ segir Sigurður. „Það er háð mjög mörgum atriðum, hvort fólk missti verulegan hluta eigna sinna í þessum skjálft- um, hvort það þurfti að búa við stöð- uga eftirskjálfta dagana á eftir, eins og sumir gera nú, ekki síst í Hvera- gerði. Þegar við vorum þar [á föstu- dag] urðum við kannski mest vör við að fólki var eðlilega dálítið órótt. Langflestir geta komist yfir þetta án verulegrar utanaðkomandi hjálpar og mestu máli skiptir núna að upp- lýsa fólk um það sem er í gangi, t.d. í gegnum fjölmiðlana og á fjöldahjálp- arstöðvum Rauða krossins.“ Sálræn áhrif koma fram síðar Sigurður Guðmundsson Geta komið í ljós eftir mánuði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.