Morgunblaðið - 01.06.2008, Side 6

Morgunblaðið - 01.06.2008, Side 6
6 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LAXÁ Á REFASVEIT Það var að losna holl 21.-23. júlí Eigum laust: 2 holl í júlí · 1 holl í ágúst · 4 holl í september Upplýsingar veitir Stefán í síma 898-3440 K annski hættir okkur öll- um til að trúa skoð- anakönnunum sem falla okkur vel í geð. Í sam- ræmi við það lagðist það vel í mig þegar ég sá í Fréttablaðinu í vikunni að 58,5% Reykvíkinga vildu að flugvöllurinn yrði áfram í Vatns- mýrinni. Þetta er athyglisvert í ljósi þess, að glænýjar verðlaunatillögur um skipulag svæðisins eru reistar á því, að hann hverfi. Mér þykir ein- sýnt, að borgarstjórn geti ekki látið þessa skoðanakönnun sem vind um eyrun þjóta. Á dögum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í stóli borgarstjóra var kosið um það, hvort flugvöllurinn skyldi vera eða ekki vera og skýrt tekið fram, að niðurstaðan yrði ekki bindandi. Reykvíkingar sýndu kosn- ingunni lítinn áhuga, sem er skilj- anlegt í ljósi þess, að allt var í þoku um hvað við tæki, ef flugvöllurinn yrði lagður niður. Og ekki hefur birt til síðan. Mér finnst ég þekkja Aust- fjarðaþokuna eins og Sigurður Guð- jónsson, bæjarfógeti á Ólafsfirði, lýsti henni, þegar ég hugsa um Sam- fylkinguna og flugvallarmálin hér í Reykjavík. Það er ekki dagsbirtan þar! Rökin fyrir því að flugvöllurinn verði lagður niður virðast mér af tvennum toga. Annars vegar kvartar fólk undan hávaða. Það get ég skilið þó að ég fallist ekki á, að sú röksemd dugi ein og sér. Hins vegar er mönn- um tíðrætt um þéttingu byggðar og að það kosti borgina ekki krónu að leggja flugvöllinn niður, af því lóð- irnar í Vatnsmýrinni verði svo dýrar. Að asninn beri ekki það sem ég ber eins og kerlingin sagði. Eða að Reyk- víkingar séu ekki skattlagðir fyrir því sem ríkið borgar. Ekkert er fjær sanni en sú stað- hæfing að byggðin á höfuðborg- arsvæðinu þéttist við það að 20 þús- und manna byggð rísi í Vatnsmýrinni og önnur eins en minni þó á uppfyll- ingum við Eiðisgranda og Örfirisey. Gamla Reykjavík stendur á útnesi. Þar eru allar lausnir í skipulags- og umferðarmálum úr hófi dýrar, eins og glöggt sést á því, að nú eru á teikniborðinu jarðgöng frá gömlu öskuhaugunum í Gufunesi til Hrafns Gunnlaugssonar í Laugarnesi. Íbúa- byggð í Vatnsmýrinni kallar á önnur umferðarmannvirki og meiri. Kostn- aðartölur verða áreiðanlega nær 20 milljörðum kr. en 10 milljörðum kr. í fyrstu lotu. Og auðvitað efna menn ekki til nýrrar flugvallargerðar. Keflavíkurflugvöllur verður látinn duga því litla innanlandsflugi sem eftir verður. Enginn fjárhagslegur grundvöllur er fyrir rafmagnslest milli Reykjavíkur og Keflavíkur. Tekjurnar munu ekki einu sinni standa undir daglegum rekstri, en stofnkostnaðurinn, sem hleypur á milljörðum kr., falla á skattborg- arana. Nei, nú er kominn tími til þess fyrir okkur Íslendinga að vera praktískir í lausnum okkar á dag- legum þörfum. Síðustu vikur hafa verið okkur þörf áminning í þeim efnum. Á þessum vordögum hef ég gengið mér til skemmtunar um gömlu Reykjavík, þar sem ég lék mér drengur. Margt er á sínum stað, eins og ég man það: Við Laugaveginn Brynja og Herrafataverslun Guð- steins. Jafnvel heilu götumyndirnar hafa haldið sér eins og Grettisgatan, þó að búið sé að rífa fjósið fyrir neð- an Frakkastíg. En annað er breytt, svo að ég þekki mig ekki fyrir ölk- rám. En við því er ekkert að gera. Tímans tönn vinnur sitt verk og ég eldist. Og Reykjavík verður aldrei söm og hún var. En tvennt var þó það, sem ég gladdist yfir: Víðsýnið af Hringbrautinni og úr Hljóm- skálagarðinum til suðurs. Því vil ég ekki glata fyrir fjölbýlishús og stór- PISTILL »Mér finnst ég þekkjaAustfjarðaþokuna eins og Sigurður Guðjónsson, bæjarfógeti á Ólafsfirði, lýsti henni, þegar ég hugsa um Samfylkinguna og flugvallarmálin hér í Reykjavík. Halldór Blöndal Flugvöllurinn fer ekki svo glatt markaði. Og hreina loftið úti í Örfir- isey. Það er skemmtilegt að rölta þar og virða umsvifin fyrir sér, lítil þjón- ustufyrirtæki í bland við verbúðir. Og um nóg að spjalla. Gamla Ziem- senhúsið stendur þar á grindum og er flutt til og frá. Dagróðrabátar liggja við bryggju. Glaðlegur sjómað- ur ræddi við mig um pólitík og kvóta og gaf mér rauðmaga í soðið. Og mér fannst allt í einu að afi minn héldi í höndina á mér og leiddi mig niður á Skúlagötu. Hljóðpistlar Morgunblaðsins, Halldór Blöndal les pistilinn HLJÓÐVARP mbl.is STANGVEIÐI Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is VEIÐI hófst í Laxá í Þingeyjarsýslu, ofan virkjunar, á þriðjudaginn í síðustu viku. Hafa aflabrögð að sögn veiði- manna verið þokkaleg, þótt þeir hafi stundum veitt betur þar nyrðra. Að sögn Maríu Kristjánsdóttur í veiðihúsinu Rauðhól- um í Laxárdal, þá eru sumir að fá fína veiði en frekar dauft hjá öðrum. „Menn eru þó bjartsýnir – sumir segja að áin sé ekki vöknuð eftir langan og kaldan vetur. Áin er samt alls ekki köld núna, hún var ellefu gráður í gær.“ María segir svæðin í dalnum gefa mismikið en nokkrir boltafiskar hafi þegar veiðst, fimm sex punda, og hafi hún séð einhverja þeirra á myndum sem teknar voru áður en þeim var sleppt aftur. Í Mývatnssveitinni sögðu menn svipaða sögu, ein- hverjir hafa lent í veislu en aðrir að taka einn og einn. Á urriðasvæðunum í Laxá neðan virkjunar hófst veiðin á föstudaginn fyrir rúmri viku. Samkvæmt fréttavef SVFR hefur veiðin verið mjög góð. Meðal annars segir af veiðimanni sem sá fisk taka flugur í yfirborðinu og beitti þá þurrflugu. Setti hann þá í um 40 fiska, og suma væn- um, á tveimur tímum. Laxinn mættur Urriðaveiðitímanum í efsta hluta Elliðaánna lauk nú um helgina. Ágæt veiði var síðustu dagana og var algengt að veiðimenn fengju þrjá til fimm fiska á vakt. Stærri fiskar veiddust á seinni hluta tímabilsins, þar meðal einn um sex pund, sem féll fyrir Peacock í Höfuðhyl. Fyrstu laxarnir sáust í vikunni bæði við Laxfoss í Norðurá og Laxfoss í Laxá í Kjós – áminning um að nú fari laxveiðin að hefjast. Í fyrrasumar var opnun Norður- ár færð frá 1. júní til 5. júní og verður sami háttur hafður á í ár, veiðin hefst því á fimmtudaginn kemur. Ágæt veiði á urriðasvæðum Morgunblaðið/Einar Falur Við strenginn Sigurbrandur Dagbjartsson þekkir urr- iðasvæðið í Mývatnssveit betur en flestir. Hér hefur hann landað einum fallegum. Gögn úr Baugsmál- inu birt opinberlega „SEM EINN sakborninga í Baugs- málinu hef ég lagalegan rétt – sem ég hef nýtt mér – til að fá aðgang að öllum málsskjölum og gögnum málsins. Vegna fjölda áskorana hef ég nú ákveðið að birta opinberlega hluta af þessum gögnum þar sem illskiljanlegt er hvernig íslenskir dómstólar hafa tekið á Baugsmál- inu að mínu mati.“ Svo segir Jón Gerald Sullenberger í formála á vefsvæði sínu, baugsmalid.is. Þar er að finna málsskjöl og skýringar Jóns Geralds á ýmsum þáttum. Jón Gerald segist hafa sett vef- svæðið upp til að opna augu Ís- lendinga. „Þarna eru ekki nein leiðindi í garð Baugsmanna. Þetta eru bara gögnin og svo verður fólk að lesa þau og kynna sér málið,“ segir Jón og bætir við að hugs- anlega verði bætt við fleiri gögnum síðar. Gögnunum er raðað upp í kafla og bera þeir heiti á borð við „Hvert fóru allir peningarnir?“ og „Lög- menn Baugs og sannleikurinn“. Í þeim leitast Jón Gerald við að skýra málið frá sinni hlið og notar málsgögn því til stuðnings. Auk þess dregur hann saman þær spurningar sem hjá honum hafa vaknað við lestur gagnanna. Spurð- ur hvort vefsvæðið sé vísir að út- gáfu bókar um Baugsmálið segir Jón Gerald allt opið í þeim efnum. „Það hefur einn ágætur maður sent mér póst þar sem hann spyr út í þau mál. Það er alveg klárt mál að þetta er efni í bók.“ BJÖRN Bjarna- son dóms- og kirkjumálaráð- herra hefur skipað Þórólf Halldórsson, sýslumann á Patreksfirði, sem sýslumann í Keflavík frá og með 15. júlí 2008. Guðgeir Eyjólfsson, sem skip- aður hefur verið sýslumaður í Kópavogi frá og með 1. júní 2008, hefur jafnframt verið settur til að gegna sýslumannsembættinu í Keflavík til 15. júlí þegar Þórólfur tekur við. Alls bárust átta umsóknir um sýslumannsembættið, samkvæmt upplýsingum dómsmálaráðuneyt- isins. Skipaður sýslumaður Þórólfur Halldórsson VÍKIN – Sjóminjasafnið í Reykjavík var opnuð í gær- morgun eftir gagngerar endurbætur. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands tók safnið formlega í notkun. Guðmundur Hallvarðsson, formaður Hollvinasamtaka varðskipsins Óðins, afhenti safninu skipið til varðveislu. Þá afhenti Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður stjórnar Faxaflóahafna, dráttarbátinn Magna til varðveislu í safninu. Gestir gengu síðan um og skoðuðu sýningarnar. Sjóminjasafnið verður opið í dag og aðgangur ókeypis í tilefni af Hátíð hafsins. Morgunblaðið/Árni Sæberg Víkin opnuð með viðhöfn ELLIÐI Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir í samtali við fréttavef Morgunblaðsins að heimamenn þar hafi grunað það í nokkurn tíma, að ekki yrði gengið að tilboði þeirra um smíði og rekst- ur nýrrar Vestmannaeyjaferju. Hins vegar fagni Eyjamenn því, að ríkisstjórnin ætli að tryggja að ný ferja taki við siglingum milli Land- eyjahafnar og Eyja fyrir 1. júlí 2010. Samgönguráðuneytið til- kynnti á föstudag að ákveðið hefði verið að falla frá hugmyndum um smíði Vestmannaeyjaferju í einka- framkvæmd. Í stað þess yrði smíði ferju boðin út með hefðbundnum hætti og í framhaldi af því yrði rekstur hennar boðinn út sér- staklega. Vinnslustöðin hf. og Vest- mannaeyjabær lögðu fram tilboð í smíði og rekstur ferju en nú hefur því verið hafnað þar sem það sé 45% yfir kostnaðaráætlun. Segir Eyja- menn fagna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.