Morgunblaðið - 01.06.2008, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 01.06.2008, Qupperneq 10
10 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ VAKNING Í HJÓLREIÐUM hjólaborgir erlendis, og um margt eru Íslendingar enn á byrjunarreit. Tengingum er einkum ábótavant þegar kemur að því að ferðast á milli stórra hverfa og segir Sesselja það bagalegt. „Allir hjólreiðamenn eru til dæmis sammála um að það er hræði- lega vont að ferðast úr Breiðholti í Hafnarfjörð. Og það er skrýtið að ekki skuli gert ráð fyrir þessari stóru samfélagslegu fjárfestingu, því hér eru samgöngumál ofarlega á baugi.“ Skortur á leiðum fyrir hjólreiða- menn á milli norður- og suðurhluta Reykjavíkur er einnig áberandi. „Það eru ágætar tengingar á milli austurs og vestur, svo sem meðfram Miklubrautinni og um Fossvoginn, en það á enn eftir að ljúka við stíginn um Snorrabraut og Hofsvallagötu,“ segir Pálmi Freyr Randversson hjá umhverfis- og samgöngusviði borg- arinnar. „Það mætti gera betur í þeim málum, en við munum þó ljúka við Suðurgötu á þessu ári.“ Í því felst stefnubreyting þegar akreinar fyrir bíla verða þrengdar á Suðurgötu og yst á götunni verða ak- „Hjólastígurinn er lagður til þess að greiða fyrir umferð hjólreiða- manna og draga úr slysahættu,“ seg- ir Gísli Marteinn Baldursson borg- arfulltrúi. „Víða er farin styttri leið með hjólastíginn, sneitt hjá kröppum beygjum, jafnaðar út brekkur og krækt hjá blindbeygjum, svo sem við dælustöðina út frá Reykjavíkurflug- velli. Á Suðurgötu næst tenging við Háskóla Íslands og þegar Háskólinn í Reykjavík rís í Öskjuhlíðinni tengist hann einnig stígnum. Þá er lagt upp með að framlengja stíginn alla leið í útivistarperluna Heiðmörk í framtíð- inni.“ Gísli Marteinn segir fjölgun hjól- reiðamanna næsta „risaskref“ í grænu skrefunum, en þegar hafi far- þegum með strætó verið fjölgað um milljón á ári, sem ella væru á bílunum sínum. „Þetta er hljóðlát bylting í borginni.“ Krókar og útúrdúrar Ekki fer þó á milli mála að margt má enn laga í samgöngum fyrir hjól- reiðafólk, ekki síst í samanburði við S ífellt fleiri Íslendingar nota reiðhjól til að komast leiðar sinnar. „Það vilja allir vera í formi og ferskir á því,“ segir Sesselja Traustadóttir, vara- formaður Lands- samtaka hjólreiðamanna, „en það breytir miklu hvað bensínlítrinn er hár – þá leitar fólk nýrra leiða. Ég keypti síðast bensín í febrúar og hef ekkert saknað þess að þurfa ekki að kaupa meira bensín!“ Þrátt fyrir nokkra vakningu er hjólreiðafólk þó í miklum minnihluta þegar horft er til bílaeignar lands- manna. Og leiddar eru líkur að því að aukin reiðhjólanotkun komi fyrst og fremst fram í því að fólk selji þriðja bílinn á heimilinu. Segja má að „kúnnar“ hjólastíga- netsins um höfuðborgarsvæðið séu tvennskonar, annarsvegar þeir sem hjóla í vinnuna allan ársins hring og vilja fara sem stystar leiðir og hins- vegar þeir sem nota stígana til úti- vistar og hjóla kannski annað slagið í vinnuna. Ef til vill er langt seilst að tala um „hjólastíganetið“, því eiginlegir hjóla- stígar eru aðeins tveir, en gangandi vegfarendum er meinað að nota þá. Sjötíu metra kafli á Laugaveginum varð fyrsti íslenski hjólastígurinn og svo var lagður sérhannaður hjólastíg- ur um Lönguhlíðina. En í þessari grein og á meðfylgjandi korti skír- skotar „hjólastíganetið“ til „að- alstíga“, sem eru fyrir blandaða um- ferð hjólandi og gangandi. 300 milljónir í hjólastíg Breyttan tíðaranda má kannski helst merkja á því að sífellt fleiri taka þátt í átakinu „Hjólað í vinnuna“, en einnig á fjárframlögum til hjólastíga- gerðar, sem hafa stóraukist. Þar munar líklega mest um hjólastíg sem lagður verður í sumar frá Ægisíðu í Elliðaárdal, en kostnaður við þá fram- kvæmd er áætlaður um 300 milljónir. reinar í báðar áttir merktar hjóla- umferð. Það verður því ekki lagður stígur utan götunnar, eins og oftast hingað til í Reykjavík. Pálmi Freyr segir þetta ódýrari og fljótlegri lausn og að með þessu móti sé hægt að búa til fleiri hjólaleiðir á skemmri tíma. Eins þykir hjólreiðamönnum sein- legra að fara sérstaka hjólastíga, oft með krókum og útúrdúrum, í stað þess að fylgja bílaumferðinni stystu leið. Reynslan er sú að sérstakir hjólastígar utan götunnar séu jafnvel hættulegri, því ökumenn eru síður meðvitaðir um þá. Í Kaupmannahöfn er slysatíðni einna mest þar sem hjólreiðafólk kemur af slíkum stígum og ætlar yfir göturnar, en þá er hættan sú að beygt sé í veg fyrir það. Ákvörðun sveitarfélaga Kvartað er undan því að teng- ingum sé afar ábótavant fyrir hjól- reiðafólk á milli bæjarfélaga. Gagn- rýnt var nýverið að hjólreiðastígar skyldu ekki hafa verið lagðir við tvö- földun Vesturlandsvegar og Reykja- nesbrautar í umfangsmestu vega- gerð síðari ára á höfuðborgarsvæð- inu. „„Það er svolítið vandræðalegt að ekki sé hægt að hjóla héðan og til Keflavíkur,“ segir Sesselja, „að ekki sé gert ráð fyrir þessum umhverfis- væna samgöngumáta.“ Ein af skýringunum er sú að Vegagerð ríkisins sér um fram- kvæmdir við stofnbrautir en hafði fyrst á þessu ári lagalega heimild til að fjármagna hjólastíga meðfram þeim. Fram að því hafði Vegagerðin aðeins leyfi til þess að fjármagna reiðstíga, sem er kannski lýsandi fyrir tíðarandann í samgöngumálum á Fróni. Hreinn Haraldsson vegamálstjóri reiknar með því að ákvörðunin um hjólastíga verði áfram í flestum til- vikum „meira á hendi sveitarfélaga“, en Vegagerðin komi að fjármögnun og hönnun ef hjólastígar liggi við stofnbrautir. Lagning hjólastíga á milli byggðarlaga hljóti hinsvegar að Morgunblaðið/Kristinn Sumar Fjölmargir draga fram hjólin á sumrin, enda góð líkamsrækt og leið til að sneiða hjá hækkandi eldsneytisverði. HLJÓÐLÁT BYLTING Mikil vakning í hjól- reiðum hefur átt sér stað hér á landi. Ef til vill má rekja það fyrst og fremst til áherslu á umhverfisvernd og heilbrigðari lífsstíl. Og bensínið er orðið svo dýrt! Hér er farið yfir stöðu hjólreiða hér á landi, stígar þræddir um höfuðborgarsvæðið og rýnt fram á veginn. Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Göturnar Meira verður um að akreinar verði merktar hjólreiðamönnum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.