Morgunblaðið - 01.06.2008, Qupperneq 10
10 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
VAKNING Í HJÓLREIÐUM
hjólaborgir erlendis, og um margt
eru Íslendingar enn á byrjunarreit.
Tengingum er einkum ábótavant
þegar kemur að því að ferðast á milli
stórra hverfa og segir Sesselja það
bagalegt. „Allir hjólreiðamenn eru til
dæmis sammála um að það er hræði-
lega vont að ferðast úr Breiðholti í
Hafnarfjörð. Og það er skrýtið að
ekki skuli gert ráð fyrir þessari stóru
samfélagslegu fjárfestingu, því hér
eru samgöngumál ofarlega á baugi.“
Skortur á leiðum fyrir hjólreiða-
menn á milli norður- og suðurhluta
Reykjavíkur er einnig áberandi.
„Það eru ágætar tengingar á milli
austurs og vestur, svo sem meðfram
Miklubrautinni og um Fossvoginn,
en það á enn eftir að ljúka við stíginn
um Snorrabraut og Hofsvallagötu,“
segir Pálmi Freyr Randversson hjá
umhverfis- og samgöngusviði borg-
arinnar. „Það mætti gera betur í
þeim málum, en við munum þó ljúka
við Suðurgötu á þessu ári.“
Í því felst stefnubreyting þegar
akreinar fyrir bíla verða þrengdar á
Suðurgötu og yst á götunni verða ak-
„Hjólastígurinn er lagður til þess
að greiða fyrir umferð hjólreiða-
manna og draga úr slysahættu,“ seg-
ir Gísli Marteinn Baldursson borg-
arfulltrúi. „Víða er farin styttri leið
með hjólastíginn, sneitt hjá kröppum
beygjum, jafnaðar út brekkur og
krækt hjá blindbeygjum, svo sem við
dælustöðina út frá Reykjavíkurflug-
velli. Á Suðurgötu næst tenging við
Háskóla Íslands og þegar Háskólinn
í Reykjavík rís í Öskjuhlíðinni tengist
hann einnig stígnum. Þá er lagt upp
með að framlengja stíginn alla leið í
útivistarperluna Heiðmörk í framtíð-
inni.“
Gísli Marteinn segir fjölgun hjól-
reiðamanna næsta „risaskref“ í
grænu skrefunum, en þegar hafi far-
þegum með strætó verið fjölgað um
milljón á ári, sem ella væru á bílunum
sínum. „Þetta er hljóðlát bylting í
borginni.“
Krókar og útúrdúrar
Ekki fer þó á milli mála að margt
má enn laga í samgöngum fyrir hjól-
reiðafólk, ekki síst í samanburði við
S
ífellt fleiri Íslendingar
nota reiðhjól til að
komast leiðar sinnar.
„Það vilja allir vera í
formi og ferskir á
því,“ segir Sesselja
Traustadóttir, vara-
formaður Lands-
samtaka hjólreiðamanna, „en það
breytir miklu hvað bensínlítrinn er
hár – þá leitar fólk nýrra leiða. Ég
keypti síðast bensín í febrúar og hef
ekkert saknað þess að þurfa ekki að
kaupa meira bensín!“
Þrátt fyrir nokkra vakningu er
hjólreiðafólk þó í miklum minnihluta
þegar horft er til bílaeignar lands-
manna. Og leiddar eru líkur að því að
aukin reiðhjólanotkun komi fyrst og
fremst fram í því að fólk selji þriðja
bílinn á heimilinu.
Segja má að „kúnnar“ hjólastíga-
netsins um höfuðborgarsvæðið séu
tvennskonar, annarsvegar þeir sem
hjóla í vinnuna allan ársins hring og
vilja fara sem stystar leiðir og hins-
vegar þeir sem nota stígana til úti-
vistar og hjóla kannski annað slagið í
vinnuna.
Ef til vill er langt seilst að tala um
„hjólastíganetið“, því eiginlegir hjóla-
stígar eru aðeins tveir, en gangandi
vegfarendum er meinað að nota þá.
Sjötíu metra kafli á Laugaveginum
varð fyrsti íslenski hjólastígurinn og
svo var lagður sérhannaður hjólastíg-
ur um Lönguhlíðina. En í þessari
grein og á meðfylgjandi korti skír-
skotar „hjólastíganetið“ til „að-
alstíga“, sem eru fyrir blandaða um-
ferð hjólandi og gangandi.
300 milljónir í hjólastíg
Breyttan tíðaranda má kannski
helst merkja á því að sífellt fleiri taka
þátt í átakinu „Hjólað í vinnuna“, en
einnig á fjárframlögum til hjólastíga-
gerðar, sem hafa stóraukist. Þar
munar líklega mest um hjólastíg sem
lagður verður í sumar frá Ægisíðu í
Elliðaárdal, en kostnaður við þá fram-
kvæmd er áætlaður um 300 milljónir.
reinar í báðar áttir merktar hjóla-
umferð. Það verður því ekki lagður
stígur utan götunnar, eins og oftast
hingað til í Reykjavík. Pálmi Freyr
segir þetta ódýrari og fljótlegri lausn
og að með þessu móti sé hægt að búa
til fleiri hjólaleiðir á skemmri tíma.
Eins þykir hjólreiðamönnum sein-
legra að fara sérstaka hjólastíga, oft
með krókum og útúrdúrum, í stað
þess að fylgja bílaumferðinni stystu
leið. Reynslan er sú að sérstakir
hjólastígar utan götunnar séu jafnvel
hættulegri, því ökumenn eru síður
meðvitaðir um þá. Í Kaupmannahöfn
er slysatíðni einna mest þar sem
hjólreiðafólk kemur af slíkum stígum
og ætlar yfir göturnar, en þá er
hættan sú að beygt sé í veg fyrir það.
Ákvörðun sveitarfélaga
Kvartað er undan því að teng-
ingum sé afar ábótavant fyrir hjól-
reiðafólk á milli bæjarfélaga. Gagn-
rýnt var nýverið að hjólreiðastígar
skyldu ekki hafa verið lagðir við tvö-
földun Vesturlandsvegar og Reykja-
nesbrautar í umfangsmestu vega-
gerð síðari ára á höfuðborgarsvæð-
inu. „„Það er svolítið vandræðalegt
að ekki sé hægt að hjóla héðan og til
Keflavíkur,“ segir Sesselja, „að ekki
sé gert ráð fyrir þessum umhverfis-
væna samgöngumáta.“
Ein af skýringunum er sú að
Vegagerð ríkisins sér um fram-
kvæmdir við stofnbrautir en hafði
fyrst á þessu ári lagalega heimild til
að fjármagna hjólastíga meðfram
þeim. Fram að því hafði Vegagerðin
aðeins leyfi til þess að fjármagna
reiðstíga, sem er kannski lýsandi
fyrir tíðarandann í samgöngumálum
á Fróni.
Hreinn Haraldsson vegamálstjóri
reiknar með því að ákvörðunin um
hjólastíga verði áfram í flestum til-
vikum „meira á hendi sveitarfélaga“,
en Vegagerðin komi að fjármögnun
og hönnun ef hjólastígar liggi við
stofnbrautir. Lagning hjólastíga á
milli byggðarlaga hljóti hinsvegar að
Morgunblaðið/Kristinn
Sumar Fjölmargir draga fram hjólin á sumrin, enda góð líkamsrækt og leið til að sneiða hjá hækkandi eldsneytisverði.
HLJÓÐLÁT BYLTING
Mikil vakning í hjól-
reiðum hefur átt sér
stað hér á landi. Ef til
vill má rekja það fyrst
og fremst til áherslu á
umhverfisvernd og
heilbrigðari lífsstíl. Og
bensínið er orðið svo
dýrt! Hér er farið yfir
stöðu hjólreiða hér á
landi, stígar þræddir
um höfuðborgarsvæðið
og rýnt fram á veginn.
Eftir Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Göturnar Meira verður um að akreinar verði merktar hjólreiðamönnum.