Morgunblaðið - 01.06.2008, Síða 14

Morgunblaðið - 01.06.2008, Síða 14
14 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ VAKNING Í HJÓLREIÐUM verða í meiri forgrunni eftirleiðis. „Oft koma tvö eða fleiri sveitarfélög við sögu og þá er það á okkar könnu að ræða við viðkomandi sveitarfélög, hvort þau vilji hafa hjólastíga inni á skipulagi hjá sér.“ Hann segir ekki mörg erindi ber- ast varðandi hjólastíga, en umræða fari vaxandi um meiri aðkomu Vega- gerðarinnar. Sjálfur fær hann stund- um lánað hjól sonar síns, sem er í Há- skólanum á Akureyri, 21 gírs rauðbrúnt DBS-fjallahjól, „helvíti flott“, og hjólar þá í Elliðaárdalnum. „Ég tók reyndar ekki þátt í átakinu Hjólað í vinnuna, en Vegagerðin lenti þar í fjórða sæti.“ Hetjurnar á vegunum Umferðin á þjóðvegunum getur verið varhugaverð fyrir hjólreiðafólk, enda eru hjólum eru ekki helgaðar sérakreinar. Sesselja segir mikilvægt að miðla því til bílstjóra hvernig það sé fyrir hjólreiðamenn að mæta þeim á þjóðvegum landsins. „Nú er sum- arið að byrja og þá verður hjólreiða- fólk á hringveginum. Það halda alltaf einhverjir að það sé gaman og ætla sér að standa við það, þó að flestir fari aðrar leiðir.“ Hún nefnir sem dæmi að ef hjólað sé á vegi með 90 km hámarkshraða, eins og til dæmis þurfi að gera á milli Reykjavíkur og Selfoss, þá sé tillits- semi að bílstjórar á dragi aðeins úr ökuhraðanum og bíði færis að taka smásveig, ekkert síður en ef þeir tækju fram úr dráttarvél. „Er það til of mikils mælst þegar haft er í huga að bílstjórar keyra varla framúr fleiri en tveim hjólreiðamönnum á mán- uði?“ Og hún bætir við: „Það væri líka vel til fundið af þeim sem mæta hjólreiðamönnunum að hægja á sér svo þeir feyki hjólunum ekki út af veginum. Svo er óþægilegt ef flautað er leiðinlega á okkur. Sjálf verð ég alltaf hálfklökk þegar ég sé hjólafólk á hringveginum, því mér finnst það svo miklar hetjur. Helst vildi ég eiga hristu til að hvetja það áfram!“ Bílar hafa forgang Bílar hafa gjarnan haft forgang hér á landi og stóð raunar til að Naut- hólsvíkin yrði vegstæði fyrir bíla, „en sem betur fer var hætt við það,“ segir Pálmi Freyr. „Það átti að leiða um- ferðina þeim megin við Öskjuhlíðina, enda góð tenging við Vesturbæinn, en nú eru þar aðeins stígar fyrir gangandi vegfarendur og hjólreiða- menn.“ Sumum þykir reyndar nóg um hversu mannvirki Háskólans í Reykjavík teygja sig nálægt útivist- arsvæðinu. Annað er lýsandi fyrir þann for- gang sem bílar hafa í umferðinni. Hjólreiðafólk kvartar undan því að þegar til dæmis Orkuveita Reykja- víkur grafi skurði eða verktakar grunna, þá séu engin tímamörk á því hversu lengi megi stöðva umferð gangandi fólks eða reiðhjóla. Ef bíla- umferð sé trufluð séu hinsvegar strax gerðar ráðstafanir. Það eigi að setja þeim tímamörk sem hindri um- ferð hjólandi og gangandi og auglýsa þau. Þess er þó farið að gæta að stjórn- völd sýni meiri áhuga á að koma til móts við hjólreiðafólk og aðra þá sem velja aðrar samgönguleiðir en bens- ínfáka. Til marks um það eru orð Geirs H. Haarde forsætisráðherra, sem sagði í nýlegu viðtali í Morg- unblaðinu að Íslendingar yrðu að breyta neyslumynstri sínu hvað varðar olíuvöru og reyna að færa sig „yfir í aðra orkugjafa og eyðsluminni tæki“. Hægri rétt á stígum Að einu leyti eru hjólreiðamenn betur settir hér á landi en víða er- lendis. Hér hafa þeir val um hvort þeir eru á gangstéttum eða á götum. „Við erum gestir á gangstéttum og eigum að ganga vel um og láta vita af okkur kurteislega,“ segir Sesselja. En hún kvartar undan því að stund- um séu sérmerkingar á göngustígum fyrir reiðhjól, en fáir viti hvernig eigi að umgangast slíkar merkingar og af því geti skapast slysahætta. „Í raun verðum við að fá almennilegan hægri rétt á stígum, eins og tíðkast í al- mennri umferð.“ Og það er nauðsynlegt fyrir hjól- reiðamenn að fá líka vera á götunum „Það er mikils virði að litið sé á reið- hjól sem ökutæki,“ segir Sesselja. „Við megum alltaf vera á götunni, líka þó að stígur sé nálægur. Enda er hættan síst meiri á götunum. Við sem höfum lært hjólafærni höfum lært að vera sýnileg á götunni og tökum stundum ríkjandi stöðu á ak- rein þegar við komum að gatnamót- um til að við dettum ekki úr sjónlínu. Oft þarf að hægja aðeins á bílnum sem kemur á eftir, en á flestum göt- um er það eðlilegt og víðast hvar er of mikill hraði í kringum íbúðahverfi. Það er því ávinningur að fá reiðhjól inn í umferðina.“ Sesselja byrjaði á sínum tíma að hjóla reglulega í átak- inu Hjólað í vinnuna. „Þá kemst maður að því hvað borgin er lítil. Með því að fara ýmsa króka og hlið- arleiðir ná hjólreiðamenn ótrúlega stuttum leiðum á milli áfangastaða í borginni. Ef það er einstefna, þá för- um við bara upp á gangstétt. Það má alveg!“ segir hún og hlær. Á fimmtán mínútum Í grænu skrefunum, stefnumörk- un borgarinnar í umhverfismálum, er lagt upp með að fjölga verulega hjólreiðamönnum í borginni. Þar varðar mestu að bæta aðstöðu reið- hjólafólks með því að leggja betri hjólreiðastíga og tryggja öryggi hjól- reiðamanna, að sögn Gísla Marteins. „Það þarf líka að kynna þennan ferðamáta fyrir fólki,“ segir hann. Morgunblaðið/Kristinn Rigning Þótt veðrið sé ekki alltaf árennilegt láta sumir það ekkert á sig fá. Mestu varðar að bæta aðstöðu hjólreiðafólks með því að leggja betri hjólastíga og tryggja ör- yggi hjólreiðamanna, að sögn Gísla Marteins Baldurssonar borgarfulltrúa. Hann fer fyrir starfshópi sem vinnur að hjólreiðaáætlun fyrir borgina. Og er áhugamaður sjálfur, flutti inn gamaldags hjól frá Kaupmannahöfn í fyrra, flöskugrænt Raleigh Tourist Deluxe. „Það er til fólk sem safnar þessum hjólum,“ segir hann. „Þau eru þung, enda búin til úr vatnsrörum.“ Morgunblaðið/Valdís Thor Gísli Marteinn Baldursson Bætt aðstaða og ör- yggi hjólreiðafólks „Stefnan er sú að ýta undir að fólk gangi eða ferð- ist með hjóli eða strætó. Til þess er óhjákvæmilegt að draga úr notkun einkabílsins,“ segir Pálmi Freyr Randversson á umhverfis- og samgöngu- sviði, sem vinnur að útfærslu samgöngustefnu borgarinnar. Hann geymir nýja reiðhjólið við hliðina á skrifborðinu, ekki Nimbus 2000 heldur Trek 7500, 27 gíra hjól sem Pálmi hjólar á úr Garðabænum í Borgartún. „Svo set ég kannski nagladekk undir í vetur,“ segir hann. Morgunblaðið/Valdís Thor Pálmi Freyr Randversson Hjólað, gengið eða strætó í vinnuna „Það er mikils virði fyrir hjólreiðamenn að mega vera bæði á gangstéttum og götunni,“ segir Sesselja Traustadóttur, varaformaður Lands- samtaka hjólreiðamanna, regnhlífarsamtaka hjólafólks á Íslandi. Að samtökunum standa nokkur félög, misjafnlega virk, og er þetta póli- tíski armurinn. „Við gerum athugasemdir við vegaframkvæmdir og bendum á það sem betur má fara.“ Sesselja segir reiðhjól oft hægja á um- ferð í íbúðahverfum, sem sé gott fyrir íbúana. Morgunblaðið/Valdís Thor Sesselja Traustadóttir Hjólin leyfð á göt- um og gangstéttum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.