Morgunblaðið - 01.06.2008, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 01.06.2008, Qupperneq 14
14 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ VAKNING Í HJÓLREIÐUM verða í meiri forgrunni eftirleiðis. „Oft koma tvö eða fleiri sveitarfélög við sögu og þá er það á okkar könnu að ræða við viðkomandi sveitarfélög, hvort þau vilji hafa hjólastíga inni á skipulagi hjá sér.“ Hann segir ekki mörg erindi ber- ast varðandi hjólastíga, en umræða fari vaxandi um meiri aðkomu Vega- gerðarinnar. Sjálfur fær hann stund- um lánað hjól sonar síns, sem er í Há- skólanum á Akureyri, 21 gírs rauðbrúnt DBS-fjallahjól, „helvíti flott“, og hjólar þá í Elliðaárdalnum. „Ég tók reyndar ekki þátt í átakinu Hjólað í vinnuna, en Vegagerðin lenti þar í fjórða sæti.“ Hetjurnar á vegunum Umferðin á þjóðvegunum getur verið varhugaverð fyrir hjólreiðafólk, enda eru hjólum eru ekki helgaðar sérakreinar. Sesselja segir mikilvægt að miðla því til bílstjóra hvernig það sé fyrir hjólreiðamenn að mæta þeim á þjóðvegum landsins. „Nú er sum- arið að byrja og þá verður hjólreiða- fólk á hringveginum. Það halda alltaf einhverjir að það sé gaman og ætla sér að standa við það, þó að flestir fari aðrar leiðir.“ Hún nefnir sem dæmi að ef hjólað sé á vegi með 90 km hámarkshraða, eins og til dæmis þurfi að gera á milli Reykjavíkur og Selfoss, þá sé tillits- semi að bílstjórar á dragi aðeins úr ökuhraðanum og bíði færis að taka smásveig, ekkert síður en ef þeir tækju fram úr dráttarvél. „Er það til of mikils mælst þegar haft er í huga að bílstjórar keyra varla framúr fleiri en tveim hjólreiðamönnum á mán- uði?“ Og hún bætir við: „Það væri líka vel til fundið af þeim sem mæta hjólreiðamönnunum að hægja á sér svo þeir feyki hjólunum ekki út af veginum. Svo er óþægilegt ef flautað er leiðinlega á okkur. Sjálf verð ég alltaf hálfklökk þegar ég sé hjólafólk á hringveginum, því mér finnst það svo miklar hetjur. Helst vildi ég eiga hristu til að hvetja það áfram!“ Bílar hafa forgang Bílar hafa gjarnan haft forgang hér á landi og stóð raunar til að Naut- hólsvíkin yrði vegstæði fyrir bíla, „en sem betur fer var hætt við það,“ segir Pálmi Freyr. „Það átti að leiða um- ferðina þeim megin við Öskjuhlíðina, enda góð tenging við Vesturbæinn, en nú eru þar aðeins stígar fyrir gangandi vegfarendur og hjólreiða- menn.“ Sumum þykir reyndar nóg um hversu mannvirki Háskólans í Reykjavík teygja sig nálægt útivist- arsvæðinu. Annað er lýsandi fyrir þann for- gang sem bílar hafa í umferðinni. Hjólreiðafólk kvartar undan því að þegar til dæmis Orkuveita Reykja- víkur grafi skurði eða verktakar grunna, þá séu engin tímamörk á því hversu lengi megi stöðva umferð gangandi fólks eða reiðhjóla. Ef bíla- umferð sé trufluð séu hinsvegar strax gerðar ráðstafanir. Það eigi að setja þeim tímamörk sem hindri um- ferð hjólandi og gangandi og auglýsa þau. Þess er þó farið að gæta að stjórn- völd sýni meiri áhuga á að koma til móts við hjólreiðafólk og aðra þá sem velja aðrar samgönguleiðir en bens- ínfáka. Til marks um það eru orð Geirs H. Haarde forsætisráðherra, sem sagði í nýlegu viðtali í Morg- unblaðinu að Íslendingar yrðu að breyta neyslumynstri sínu hvað varðar olíuvöru og reyna að færa sig „yfir í aðra orkugjafa og eyðsluminni tæki“. Hægri rétt á stígum Að einu leyti eru hjólreiðamenn betur settir hér á landi en víða er- lendis. Hér hafa þeir val um hvort þeir eru á gangstéttum eða á götum. „Við erum gestir á gangstéttum og eigum að ganga vel um og láta vita af okkur kurteislega,“ segir Sesselja. En hún kvartar undan því að stund- um séu sérmerkingar á göngustígum fyrir reiðhjól, en fáir viti hvernig eigi að umgangast slíkar merkingar og af því geti skapast slysahætta. „Í raun verðum við að fá almennilegan hægri rétt á stígum, eins og tíðkast í al- mennri umferð.“ Og það er nauðsynlegt fyrir hjól- reiðamenn að fá líka vera á götunum „Það er mikils virði að litið sé á reið- hjól sem ökutæki,“ segir Sesselja. „Við megum alltaf vera á götunni, líka þó að stígur sé nálægur. Enda er hættan síst meiri á götunum. Við sem höfum lært hjólafærni höfum lært að vera sýnileg á götunni og tökum stundum ríkjandi stöðu á ak- rein þegar við komum að gatnamót- um til að við dettum ekki úr sjónlínu. Oft þarf að hægja aðeins á bílnum sem kemur á eftir, en á flestum göt- um er það eðlilegt og víðast hvar er of mikill hraði í kringum íbúðahverfi. Það er því ávinningur að fá reiðhjól inn í umferðina.“ Sesselja byrjaði á sínum tíma að hjóla reglulega í átak- inu Hjólað í vinnuna. „Þá kemst maður að því hvað borgin er lítil. Með því að fara ýmsa króka og hlið- arleiðir ná hjólreiðamenn ótrúlega stuttum leiðum á milli áfangastaða í borginni. Ef það er einstefna, þá för- um við bara upp á gangstétt. Það má alveg!“ segir hún og hlær. Á fimmtán mínútum Í grænu skrefunum, stefnumörk- un borgarinnar í umhverfismálum, er lagt upp með að fjölga verulega hjólreiðamönnum í borginni. Þar varðar mestu að bæta aðstöðu reið- hjólafólks með því að leggja betri hjólreiðastíga og tryggja öryggi hjól- reiðamanna, að sögn Gísla Marteins. „Það þarf líka að kynna þennan ferðamáta fyrir fólki,“ segir hann. Morgunblaðið/Kristinn Rigning Þótt veðrið sé ekki alltaf árennilegt láta sumir það ekkert á sig fá. Mestu varðar að bæta aðstöðu hjólreiðafólks með því að leggja betri hjólastíga og tryggja ör- yggi hjólreiðamanna, að sögn Gísla Marteins Baldurssonar borgarfulltrúa. Hann fer fyrir starfshópi sem vinnur að hjólreiðaáætlun fyrir borgina. Og er áhugamaður sjálfur, flutti inn gamaldags hjól frá Kaupmannahöfn í fyrra, flöskugrænt Raleigh Tourist Deluxe. „Það er til fólk sem safnar þessum hjólum,“ segir hann. „Þau eru þung, enda búin til úr vatnsrörum.“ Morgunblaðið/Valdís Thor Gísli Marteinn Baldursson Bætt aðstaða og ör- yggi hjólreiðafólks „Stefnan er sú að ýta undir að fólk gangi eða ferð- ist með hjóli eða strætó. Til þess er óhjákvæmilegt að draga úr notkun einkabílsins,“ segir Pálmi Freyr Randversson á umhverfis- og samgöngu- sviði, sem vinnur að útfærslu samgöngustefnu borgarinnar. Hann geymir nýja reiðhjólið við hliðina á skrifborðinu, ekki Nimbus 2000 heldur Trek 7500, 27 gíra hjól sem Pálmi hjólar á úr Garðabænum í Borgartún. „Svo set ég kannski nagladekk undir í vetur,“ segir hann. Morgunblaðið/Valdís Thor Pálmi Freyr Randversson Hjólað, gengið eða strætó í vinnuna „Það er mikils virði fyrir hjólreiðamenn að mega vera bæði á gangstéttum og götunni,“ segir Sesselja Traustadóttur, varaformaður Lands- samtaka hjólreiðamanna, regnhlífarsamtaka hjólafólks á Íslandi. Að samtökunum standa nokkur félög, misjafnlega virk, og er þetta póli- tíski armurinn. „Við gerum athugasemdir við vegaframkvæmdir og bendum á það sem betur má fara.“ Sesselja segir reiðhjól oft hægja á um- ferð í íbúðahverfum, sem sé gott fyrir íbúana. Morgunblaðið/Valdís Thor Sesselja Traustadóttir Hjólin leyfð á göt- um og gangstéttum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.