Morgunblaðið - 01.06.2008, Page 15

Morgunblaðið - 01.06.2008, Page 15
„Það átta sig til dæmis ekki allir á því hversu langt er hægt að komast í Reykjavík á 15 mínútum. Við ætlum að fjölga verulega hjólastígum í borginni og breyta viðhorfum þannig að litið verði á hjólreiðar sem sam- göngumáta, ekki bara frístundagam- an.“ 15 mínútna kortið, sem Gísli Mar- teinn vísar til, er ein af þeim nýstár- legu hugmyndum sem hrint hefur verið í framkvæmd til að auka veg hjólreiða. „Við ákváðum að vinna gegn þeim mýtum sem standa í veg- inum fyrir hjólreiðum, svo sem að ekki sé hægt að komast í sturtu, það sé svo mikið af brekkum, það sé allt- af rok og byggðin sé alltof dreifð,“ segir Pálmi Freyr. „Fyrsta verkefnið var að sýna hversu fjarlægðirnar eru í raun litlar í Reykjavík. Ráðlagður dags- skammtur af hreyfingu er hálftími og við athuguðum því hversu langt fólk kæmist á kortéri, miðað við að það færi til og frá vinnu. Ég fór í þungamiðju Reykjavíkur og hjólaði þaðan, bara á aðalstígum, og stillti símann þannig að hann hringdi eftir kortér. Ég hélt að síminn ætlaði aldrei að hringja og trúði því varla hvað ég komst langt. Maður nær eig- inlega yfir alla borgina á korteri. 40% af störfum á höfuðborgarsvæð- inu eru á smáfrímerki og það búa ansi margir í kortérsfjarlægð frá því svæði.“ – Og þarna varstu ekki kominn á nýja hjólið! „Nei, akkúrat,“ segir hann og hlær. „En þetta var fínn dagur í vinnunni.“ Hjólaborgin Reykjavík Gísli Marteinn segist vilja koma því inn í allt stjórnkerfi Reykjavík- urborgar að þegar hannaðar séu nýj- ar götur, ný hverfi eða opinberar byggingar, þá sé alltaf hugsað fyrir hjólreiðafólki. Ekkert sé því til fyr- irstöðu að Reykjavík verði réttnefnd „hjólaborg“. „Margar borgir, þar sem hjólreið- ar eru algengari, eru mun hæðóttari og veðrið þar er svipað og hér. Og við erum öll vön því að hjóla, hjólum mikið sem krakkar, þannig að ég er sannfærður um að við getum smám saman aukið hlut hjólreiða í sam- göngum og að það verði valkostur að hjóla til og frá vinnu einu sinni í viku eða oftar.“ En mörg fyrirtæki mættu vera duglegri við að hvetja starfsfólk sitt til að ferðast til og frá vinnu á hjól- um, að mati Gísla Marteins. „Það er ótrúlegt að horfa upp á annars fram- sækin fyrirtæki eyða hundruðum milljóna í bílastæði, en hreyfa ekki litla fingur til þess að hvetja fólkið sitt til þess að koma til vinnu á reið- hjóli og umbuna því í staðinn. Enda þarf þá ekki að leggja undir það bíla- stæði.“ Hann bendir á að erlend stórfyr- irtæki séu iðulega með samgöngu- stefnu, sem gangi út á að greiða fyrir samgöngum starfsmanna á sem ódýrastan, einfaldastan og umhverf- isvænstan hátt. Inn í það spili heilsu- far starfsmanna, en starfsfólk sem hjólar til vinnu notar að jafnaði færri veikindadaga. Þó megi sjá þess merki að þetta sé að breytast hér á landi. „Heilbrigð- isráðherra hefur til dæmis fengið okkur hjá umhverfissviði Reykjavík- ur til að gera drög að samgöngu- stefnu fyrir Landspítala-háskóla- sjúkrahús,“ segir Gísli Marteinn. „Markmiðið er að búa til kerfi í sam- starfi við starfsmenn spítalans, sem er þá þannig að ef starfsmaður kem- ur í strætó eða á reiðhjóli til vinnu, þá er komið til móts við hann í stað- inn. Honum stendur til boða reiðhjól ef hann vill skjótast eitthvað í hádeg- inu og það verður til staðar lítill um- hverfisvænn bíll ef hann þarf til dæmis að flýta sér til að sinna veiku barni.“ Slík samgöngustefna leysir mörg vandamál að mati Gísla Marteins, minnkar umferð á götunum, dregur úr mengun og minnkar bílastæða- þörf. Um leið minnkar umferð- arvandinn sem stærsti vinnustaður landsins skapar í sínu nánasta um- hverfi. „Í þessu eiga ekki að vera nein boð og bönn,“ segir hann. „Starfsmenn geta komið á bíl ef þeir raunverulega þurfa, en með því að bjóða upp á aðra valkosti, þá sýnir reynsla annarra þjóða að starfsmenn velja fjárhags- lega hagkvæman kost fyrir sjálfa sig og fyrirtækið verður vænna og grænna með því að umbuna þeim fyrir það.“ Slík stefna hefur verið rekin að nokkru leyti á umhverfissviði Reykjavíkur, að sögn Gísla Mar- teins. „Hún hefur gefist ákaflega vel, sparað peninga og áreiðanlega bætt heilsu starfsfólksins. Nú er í und- irbúningi að gera slíka stefnu fyrir alla borgarstarfsmenn sem vonandi lítur dagsins ljós á næstu mánuðum.“                                     !"#                          $%&'()*($+ ',$- %%',*$-               ./.($+ *.)*0($+ 0/'0'+$- ".0$- 0122* .,.0($+                   ! $-%*( 3*%$-0' "    # $   #%   4/ ' % + + 2*,*5% 4, & % %   '  '  (                      !    "   #  $$ %" 6 + + 36) +&* % . 0 +"7.8 !5%4, %  &     " ' (      0(*0($+ )$ '         ! )*% *     ( '   +  %   $" %',+($+ , !      ..! * !  !         !  % %       ' !$  *  #    + '   ) !   ! *  $("  *%59+*8 !!5:,       !" # $  %  !& # $ $'#'%&;! #53$0/'+8!6)!+*#)<().+3',! $-"7*34".0=60)*0    )'++4,*                                Í HNOTSKURN »Á hverju ári er gefið út upp-fært hjóla- og göngustíga- kort fyrir höfuðborgarsvæðið í tilefni af samgönguviku. »Kortið kemur út í nýjum lit áhverju ári, þó ekki vegna tíðra meirihlutaskipta í borginni. »Kortið er unnið í samráði viðLandssamtök hjólreiða- manna, sem „þekkja stígakerfið langbest, vita um galla þess og kosti.“ »Metþátttaka er á hverju ári ílandsátakinu „Hjólað í vinn- una“ og voru þátttakendur 7065 í vor. »Flestir fóru á hjóli og fer þaðhlutfall hækkandi, en margir ferðast á tveim jafnfljótum. »Alls voru farnir 410.398 kmeða yfir 300 hringir í kring- um landið. »Um 45 þúsund lítrar af elds-neyti spöruðust með átakinu sé miðað við meðalbifreið sem eyðir um 11 lítrum á hundraðið í innanbæjarakstri. »Átakið hefur því dregið úrinnflutningi á jarðefnaelds- neyti um 375 tunnur. »Það þýðir líka að átakið dróúr útblæstri koltvísýrings um 80 tonn. »Þó að æ fleiri velji sér hjólsem ferðamáta eru þeir þó í miklum minnihluta, en bílaeign á höfuðborgarsvæðinu hefur farið úr 400 bílum á hverja þúsund íbúa árið 1995 í yfir 700 bíla. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2008 15

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.