Morgunblaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2008 23 Síðumúla 3 · 108 Reykjavík · 553 7355 Opið 10-18 virka daga, 11-15 laugard. Hæðasmára 4 · 201 Kópavogur · 555 7355 Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugard. Tvær verslanir – Frábært úrval m b l 1 0 0 5 6 7 9 Lepel undirföt - sundföt - náttföt Lejaby, Charnos, Elixir undirföt N&N, Miraclesuit aðhaldsundirföt Panache undirföt - sundföt Peter Murray kvenfatnaður Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is Hann fékk boltann á vítateigsjaðrinum.Fyrsta snertingin var ekki góð enmeð styrk sínum hélt hann valdi áhonum. Þá var ekkert annað í stöð- unni en að snúa sér við og þruma boltanum yfir bjarglausan markvörðinn. Þvílíkt mark. Flestir hefðu talið þetta nóg í sínum fyrsta landsleik en Bafé Gomis var ekki hættur. Seinna í leiknum fékk hann sendingu frá hægri. Hún var ekki í notalegri hæð, þar sem hann stóð fyrir miðju marki í teignum. En hvað með það. Þá var bara að hefja sig á loft og klippa tuðruna í bláhornið niðri. Aumingja þulirnir fóru hér um bil í hjarta- stopp. Hvers vegna hefur þessi maður ekki klæðst franska landsliðsbúningnum fyrr? Vináttuleikur Frakka og Ekvadora í vikunni var ekki upp á marga fiska en verður eigi að síð- ur lengi í minnum hafður vegna tilþrifa nýliðans Bafés Gomis. Flestir framherjar væru full- sæmdir af því að eiga tvö mörk af þessu tagi á öllum sínum landsliðsferli – hvað þá í fyrsta leiknum einum og sér. Í öllum regnbogans litum Þeim sem séð hafa Gomis í leik með liði sínu St-Étienne var þó hvergi brugðið. Vita að hann hefur getuna. Kappinn hefur skorað mörk í öll- um regnbogans litum í frönsku deildinni í vetur og enda þótt hann sé miðherji virðist hann kunna ákaflega vel við sig fyrir utan teig. Þetta eru ekki fyrstu fleygarnir sem hann rekur í net andstæðingsins. Ýmsir hnykluðu brýnnar þegar Raymond Domenech landsliðsþjálfari valdi Gomis í 30- manna æfingahóp sinn fyrir Evrópumótið í sum- ar á kostnað gömlu hetjunnar Davids Trezegu- ets sem var iðinn við kolann hjá Juventus í vetur. En hann var viss í sinni sök og gegn Ekvador sáu menn hvers vegna. „Ég vona að Gomis eigi langan feril fyrir höndum með franska landslið- inu,“ sagði Domenech eftir leikinn. Daginn eftir lá fyrir að Gomis verður í 23- manna hópnum sem ver heiður Frakklands á Evrópumótinu sem senn hefst í Sviss og Aust- urríki. Frammistaðan gegn Ekvador skaut hon- um fram fyrir aumingja Djibril Cissé, miðherja Marseille, sem missir þar með af enn einu stór- mótinu. Síðasti Frakkinn til að skora tvívegis í frum- raun sinni með landsliðinu heitir Zinédine Zid- ane og franska pressan var upptekin af þeirri staðreynd í vikunni. „Það er nú heldur mikið af því góða að bera mig saman við Zidane,“ sagði Gomis auðmjúkur eftir leikinn. „Ég á margt ólært og þarf að leggja hart að mér.“ Samanburður er siður í sparkheimum og eigi endilega að bera Gomis saman við einhverja stálpaða kempu kemur Didier Drogba fyrst upp í hugann. Síðan Emmanuel Adebayor. Líkams- burðir hans eru með þeim hætti, líka styrkurinn og snerpan. Gomis ræðst af fullum þunga á varnir og lætur fátt koma sér úr jafnvægi. Síðan er bara látið vaða. Engin líknsemi. Bafétimbi Gomis fæddist í La Seyne-sur-Mer í Frakklandi 6. ágúst 1985. Hann er af sene- gölsku foreldri og hefði því verið löglegur með landsliði þjóðarinnar. Á það reyndi þó aldrei – Frakkar völdu hann fyrst. Nokkrum dögum áð- ur en Domenech hringdi í hann sagði Gomis: „Franska landsliðið? Það væri heimtufrekja að biðja um það en ég hef ekkert á móti því ágæta liði.“ Hann hóf feril sinn hjá St-Étienne árið 2003, gerði þá tvö mörk í 11 leikjum. Árið eftir var hann lánaður til Troyes þar sem hann kom knettinum sex sinnum í netið í 13 leikjum. Vet- urinn 2005-06 olli Gomis hins vegar vonbrigðum, gerði aðeins tvö mörk í 24 leikjum. Á þeim tíma- punkti benti ekkert til þess að hér væri heims- stjarna í mótun. Eyjólfur hresstist veturinn 2006-07 en þá gerði Gomis tíu mörk í 30 leikjum og á liðinni sparktíð sprakk hann út. Skilaði knettinum 16 sinnum í markið í 34 leikjum. Aðeins leikmaður ársins, Karim Benzema, Lyon, og Mamadou Ni- ang, Marseille, skoruðu meira. Gomis hefur ítrekað lýst því yfir að hann sé ánægður hjá St-Étienne en nýverið viðurkenndi hann að ekki væri víst að hann yrði þar áfram. „Þjálfarinn lagði mikið á sig til að halda mér í fyrra og hann hefur hjálpað mér að bæta mig mikið. Mér líkar vel að hafa hann í brúnni og verði hann áfram hjá félaginu gæti það haft áhrif á mína framtíð,“ sagði hann nýverið en knattspyrnustjóri St-Étienne er Laurent Rous- sey. Vitað er að Gomis hefur áhuga á því að leika á Ítalíu en eigi að síður hefur hann aðallega verið orðaður við bresk félög undanfarið, Bolton, Rangers og einkum Newcastle United en Kevin Keegan þekkir framherjana þegar hann sér þá. Eftir afrek vikunnar er hins vegar spurning hvort þetta séu réttu liðin fyrir Bafé Gomis. Með fullri virðingu fyrir þeim. Engin líknsemi Reuters Stormsveipur Nýliðinn Bafé Gomis skorar seinna mark sitt fyrir Frakkland gegn Ekvador á Stade des Alpes í Grenoble í vikunni. Bæði mörkin voru einkar glæsileg. Í HNOTSKURN »Frakkar hafa verið óhemju duglegirað framleiða framherja á heims- mælikvarða undanfarin misseri. Nú eru Thierry Henry, Nicolas Anelka, Sidney Govou og David Trezeguet að rétta næstu kynslóð kyndilinn. Þar eru í fylking- arbrjósti Karim Benzema og Bafé Gomis. »Frakkar eru í dauðariðlinum á EM íSviss og Austurríki með Hollend- ingum, Ítölum og Rúmenum. KNATTSPYRNA»  Miðherjinn kraftmikli Bafé Gomis sló rækilega í gegn í sínum fyrsta landsleik fyrir Frakkland gegn Ekvador  Hann er í landsliðshópnum sem ver heiður Frakka á Evrópumótinu nú í júní
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.