Morgunblaðið - 01.06.2008, Page 24

Morgunblaðið - 01.06.2008, Page 24
daglegtlíf |sunnudagur|1. 6. 2008| mbl.is É g er mjög stolt af Mömmumömmu, sem leikhópurinn Opið út vann í sameiningu,“ segir hún, en leikritið hefur verið sýnt í Hafnarfjarðarleik- húsinu. Þær María Ellingsen standa fyrir leikhópnum. „Ég skrifaði mastersritgerð um leikstjórn og lýðræðislegar aðferðir í leikhúsinu. Ég er alin upp í hefð- bundnu leikhúsi þar sem leikstjórinn er allsráðandi og allt fer í gegnum hann. Sú aðferð stendur alveg fyrir sínu. En hún losar leikarann undan ábyrgð á því að taka á öllum sínum sköpunarkrafti og skapa leik- hússtykki í samvinnu við aðra. Verkið Mammamamma er unnið upp úr reynslusögum kvenna um móðurhlutverkið. Við létum þessar reynslusögur kveikja á okkar eigin ímyndunarafli og fleygðum hug- myndum okkar út í loftið og fylgd- umst svo með því hvert þær fóru. Já svona fer þessi. Hún er fín þarna. En svo kom kannski önnur betri og þá var hin lögð til hliðar.“ – En verður ekki bara tómur hringlandaháttur, þegar enginn er leikstjórinn? „Við allar fæðingar er ljósmóðir og það er leikstjóri til staðar. Hann skipuleggur vinnuna og meðan leik- ararnir eru í leikritinu og reyna að hleypa lífi í það á sviðinu, þá sit ég úti í sal og horfi á. Og ég verð auðvitað að segja hópnum það sem ég sé og hvernig við getum lagfært það sem ekki gerir sig. En ég held því ekki fram að mitt álit sé það eina rétta. Mammamamma á að vekja okkur til umhugsunar um mæðra- sambandið. Sjálf hef ég allt í einu skilið hvað ég stend í stórri þakkarskuld við mömmu. Hún uppgötvaði ekki hvað henni þótti vænt um móður sína fyrr en hún lá banaleguna. Og þá var orð- ið of seint fyrir mömmu að tjá henni væntumþykjuna. Við mamma höfum átt erfitt með að segja ég elska þig hvor við aðra. Hins vegar er þetta ekkert mál milli mín og dóttur minnar. En nú er kom- ið að mér að klappa fyrir mömmu. Hún gaf mér trú á sköpunarmátt minn, hvort heldur í skriftum, leik, leikstjórn, teikningu og raunar hverju sem er. Hún ól okkur upp fjögur systkinin og þótt ýmislegt kæmi upp á og ég flytti til dæmis að heiman sextán ára gömul, þá reyndi hún að gera sitt bezta. Það skil ég nú þegar ég er komin á fullorðinsár og sjálf með fjölskyldu. Það kostar sitt að halda fjölskyldu gangandi og helzt með kærleika.“ – Hvað myndi mamma þín segja um Mömmumömmu? „„Flott sýning. Ég fíla hvernig þið notið sviðið.“ (Sviðið er bleikt og hringlaga og áhorfendur sitja allt í kring.) Svo myndi hún gráta inn á milli. Og hlæja. Það er svo margt lagt á okkur kon- urnar. Sjáðu bara,“ segir Charlotte og strýkur óléttuna. „Ég er móðir og veit að það er vinna að ganga með barn. Og nú sé ég fram á að fá tvö í fangið. Meðgangan vekur alls konar spurningar, eins og til dæmis hvaða áhrif hún hafi á líkamann. Fæ ég lík- amann minn aftur? Fæ ég brjóstin mín aftur? Svo lesum við um konur sem eign- uðust kannski tíu börn. Hvernig gátu þær alltaf verið ófrískar? Og hvernig fóru þær að því að ala upp öll þessi börn? Og halda utan um fjölskylduna í leiðinni.“ – Mammamamma er þá óður til móðurinnar. „Tilgangur minn með sýningunni var að fá fólk, karla og konur, til að hugsa um og tala saman um móð- urhlutskiptið og að eiga móður, velta því fyrir sér hvert móðurhlutverkið væri í raun og veru. Ég var alls ekki með það í huga að stýra áhorfand- anum til þess að klappa fyrir móður sinni. Efalaust hafa einhverjir reynslu sem þeim finnst ekki ástæða til að klappa fyrir. Það kom til mín maður eftir frum- sýninguna og sagði að hann hefði fyrst klappað fyrir leikurunum og leikritinu, en þegar hann hélt áfram þá fann hann að hann klappaði fyrir móður sinni.“ Með verðlaun í farangrinum Charlotte Böving er fædd í Árós- um, á stofusófanum í lítilli íbúð við Frederiksbjerg í miðbænum. Mamma hennar, sem kenndi leik- skólakennurum leiklist og rytma/ tónlist fyrir börn, segir að sem barn hafi Charlotte leikið sér ein tímunum saman og búið til sinn heim. Sjálf segist hún ekki hafa viljað leika við stóru systur af því hún var svo fyr- irferðarmikil og truflaði einkaheim Charlotte. „Ég er enn góð í því að vinna ein, reyndar hefur mér alltaf liðið vel að skapa ein, en þegar eitthvað bita- stætt er orðið til vill ég fara með það út í hópinn. Þegar maður er góður í einu, þá er gott að æfa sig í öðru, til dæmis að taka þátt í sköpunarsam- starfi eins og Mömmumömmu. Það er gaman að skapa, þegar hugmyndin er skýr og veltur ein- hvern veginn fyrirhafnarlaust áfram, eins og það getur verið erfitt, þegar hún kemur ekki hlaupandi.“ Þegar Charlotte var 15 ára þurfti hún að velja sér vettvang til viku starfskynningar og hún valdi stóra leikhúsið í Árósum. Hún segist núna ekki vera viss um hvað réð því vali, en sennilega hafi hún samsamað sköpunarheiminn leikhúsinu. Það var hins vegar ekki fyrr en fjórum árum síðar að hún uppgötvaði að það var hægt að mennta sig í leiklist. „Ég þekkti engan leikara eða annan leik- hússtarfsmann og ég hélt að maður þyrfti að vinna sig inn í leikhúsið, til dæmis með því að mála leiktjöld eða gera eitthvað annað.“ Hugurinn hneigðist til myndlistar, en þegar möguleikinn á leiklistarnámi rann Kaupmannahöfn Smurbrauðsjómfrúin og múslimakonan. Ást Charlotte Böving leikur með tilþrifum. Ferðalagið er áskorunin Morgunblaðið/Frikki Órög Charlotte Böving er hvergi hrædd við að brydda upp á nýjungum og fylgja þeim eftir. Hún hefur kallað sig ljósmóður leiksýning- arinnar Mömmumömmu og Charlotte Böving hefur komið víðar við í íslenzku leikhúsi; leikið, skrifað og leikstýrt. Og svo er hún sjálf mömmu- mamma og gengur með tvíbura undir belti. Freysteinn Jóhannsson talaði við hana. Reykjavík Það sópar að smurbrauðsjómfrúnni .

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.