Morgunblaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2008 25 upp kom ekki annað til greina. Hún útskrifaðist frá leiklistarskólanum í Árósum 1992 og réðst strax til starfa hjá Árósaleikhúsinu, þar sem henni farnaðist vel. Hún fékk m.a. þrenn verðlaun, tvenn hæfileikaverðlaun og Henkelverðlaunin sem leikkona árs- ins 1995, þremur árum eftir að hún lauk leiklistarnáminu. Það var í fyrsta skipti sem leikkona utan Kaupmannahafnar hlaut þessi verð- laun, sem Bodil Kjær hlaut fyrst leik- kvenna 1965. Charlotte lék í Árósum í fjögur ár, alls konar hlutverk, smá og stór. Síðan lá leiðin til Kaup- mannahafnar, þar sem hún bætti enn við leikaraorðstír sinn. „Ég var mjög upptekin af því að vera leikkona á þessum árum. Mér gekk vel en ég þurfti líka að vinna fyrir því.“ En mitt í þessum leikframa öllum kynntist hún Benedikt Erlingssyni, varð ófrísk, ól dóttur og var áður en varði komin til Íslands. Kvennaskólinn braut ísinn – Hvernig fór það í þig? „Ég var búin að vinna bæði lengi og mikið í leikhúsinu og var satt að segja komin á einhverja endastöð. Ég upplifði vissan tómleika, það var mér ekki lengur nóg að vinna mitt hlutverk vel. Hins vegar vissi ég ekki, hvað ég vildi, og fannst í raun og veru ágætt að flytja til Íslands og fara bara að gera eitthvað allt annað, mála eða búa til keramik. Eða læra til ljós- móður. Anna okkar var bara hálfs árs þegar við fluttum til Íslands og ég vildi gjarnan vera með hana sjálf fyrsta kastið. Ég sótti um í ker- amikdeild Listaháskólans, en hætti við þremur dögum fyrir inntöku- prófið og sótti um í fjöltæknideild í staðinn. Þótt ég kæmist ekki inn, þá voru þessi sinnaskipti auðvitað skila- boð til mín um að ég væri ekki búin með leikhússkammtinn í mínu lífi, en í stað þess að vera túlkandi leikkona ætti ég að gerast skapandi listamað- ur.“ – Hvernig gekk með íslenzkuna? „Þetta er alveg hrikalega erfitt tungumál. Ég vogaði mér ekki að reyna að tala íslenzku fyrr en eftir tvö ár. Bara það að fara í bakaríið var stórmál, rúnnstykki er hvorugkyns, kaka kvenkyns og ostur karlkyns, það er erfitt að hafa allar þessar end- ingar á hreinu. En ég fór á námskeið eftir nám- skeið og smám saman bætti ég við mig. En ég má enn passa mig á end- ingunum. Og svo sem ekki bara þeim! Maður verður eiginlega að vera fæddur Íslendingur til að kom- ast til botns í málfræðinni.“ Þegar þau komu aftur til Íslands fékk Benedikt nóg að gera. Hann var beðinn að leikstýra í Kvennaskól- anum, en hafði ekki tíma, en sagðist þekkja manneskju sem gæti örugg- lega tekið verkefnið að sér. Hann var ekkert að segja þeim að það væri konan hans. Og Charlotte vildi gjarn- an komast út af heimilinu, en íslenzk- an þvældist enn fyrir henni og at- vinna lá ekki á lausu. Hún segir nú að þetta hafi allt tekið á. En Kvenna- skólanemar fengu hana til liðs við sig fyrir hans orð og hún leikstýrði þeim í Cabaret, sem hún reyndar sneið til svo það hentaði betur. Leikfélag Hafnarfjarðar bauð henni svo að leik- stýra þar barnaleikriti og hún spurði hvort það væri bara ekki í lagi að hún skrifaði það sjálf. Beinagrindina sótti hún í Rauðhettu og úlfinn. „Mín saga varð túlkun á þeirri hefðbundnu. Ég skrifaði textann út frá því sjónarmiði að börn eiga að hlusta á innsæi sitt og láta það ráða en stjórnast ekki bara af því sem sagt er við þau.“ Charlotte Böving var ekki einasta höfundur textans, sem Þórarinn Eld- járn þýddi, heldur líka söngtextanna og stærsta hluta tónlistarinnar. Rauðhetta og úlfurinn var tilnefnt til Grímuverðlaunanna. Góðar viðtökur juku henni kjark og hún ákvað að skrifa verk um ný- búa á Íslandi. Það var Hin smyrjandi jómfrú, sem Charlotte lék sjálf í Iðnó; einleikur eftir nýbúa, um nýbúa og leikinn af nýbúa í leikstjórn Stein- unnar Knútsdóttur. Og aftur fékk Charlotte Grímutilnefningu. „Mér fannst þetta voðalega skrýtið með þessar Grímutilnefningar. Það var bara eins og ég mætti ekki prumpa á Íslandi án þess að fá eina.“ Nú hlær Charlotte hjartanlega. En hún átti eftir að kynnast Grímunni betur og þau hjón bæði. Smurbrauðsdaman til Hafnar Þegar hér var komið sögu ventu þau kvæði sínu aftur í kross og fluttu til Kaupmannahafnar. „Ég fann að ég var ekki alveg tilbúin til þess að setjast að á Íslandi, ég var ekki búin að gera það upp við mig að flytja til Íslands. Og Benni var til í Kaupmannahöfn aftur svo ég gæti gert upp minn hug. Við erum ótrúlega sterk saman. Við setjum líf- ið og fjölskylduna í fremstu röð, en vitum að við þurfum bæði pláss til þess að vera skapandi listamenn. Þótt ég hefði notið meðbyrs í Kaupmannahöfn áður, stjarna er fædd, bla, bla, bla, þá beið borgin nú Ófagra veröld Charlotte og Þórhallur Sigurðsson/Laddi. En nú er komið að mér að klappa fyrir mömmu. Hún gaf mér trú á sköpunar- mátt minn, hvort heldur í skriftum, leik, leikstjórn, teikningu og raunar hverju sem er. Bakgrunnsmynd: Roger Hiorns / Object - a manipulated growth. © 2007 Serpentine Gallery. Ljósmynd: Alastair Fyfe. Miðasala á listahatid.is & midi.is Miðasala við innganginn hefst klukkustund fyrir tónleika. Á vef Listahátíðar færðu nánari upplýsingar um alla viðburði, þar með talið þær fjölmörgu myndlistarsýningar sem eru á hátíðinni. Litið um öxl á ferli eins virtasta tónskálds Íslands Afmælistónleikar tileinkaðir Þorkeli Sigurbjörnssyni Fram koma þau Sigurbjörn Bernharðsson, fiðluleikari sem er frændi tónskáldsins og meðlimur Pacifica-kvartettsins og Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanóleikari. Íslenska óperan mið. 4. júní kl. 20.00 | Miðaverð: 3.000 Laugarborg, Hrafnagili 5. júní. Miðasala í Laugarborg. Bang Gang, Keren Ann, Lady & Bird og Sinfóníuhljómsveit Íslands Hin fjölhæfu og snjöllu Barði Jóhannsson og Keren Ann Zeidel flytja tónlist sína í splunkunýjum hljómsveitarbúningi Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar. Miðasala á www.sinfonia.is Háskólabíó fim. 5. júní kl. 19.30 | Miðaverð: 3.200 / 2.800 Ein glæsilegasta söngdíva heims! Einsöngstónleikar Denyce Graves messósópran - MÖGNUÐ efnisskrá „Hún er næstum of góð til að það geti verið satt; einstakur listamaður, fögur kona, konungleg framkoma.“ - Washington Post Háskólabíó sun. 1. júní kl. 20.00 | Miðaverð: 6.800 / 6.200 Í kvöld 20.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.