Morgunblaðið - 01.06.2008, Qupperneq 34
flug
34 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
A
ðeins 16 árum eftir að
fyrsta vélknúna flug-
vélin hóf sig til flugs í
Bandaríkjum Norður-
Ameríku og frægt er í
sögunni hófu Íslendingar tilraunir
til þess að nýta flugið í veglausu og
strjálbýlu landi sínu. Flugfélag Ís-
lands hafði árið 1919 fest kaup á
tveggja sæta tvíþekju af Avro-gerð
og kom flugvélin til landsins ásamt
flugmanninum Kapt. Faber og vél-
virkjunum hr. Kenyon og Clarke.
Notast var við grasigróna bala
Vatnsmýrarinnar í Reykjavík sem
flugvöll. Ritari stjórnar Flugfélags-
ins, Halldór Jónasson frá Eiðum,
hafði áhuga á að flogið yrði til Vest-
mannaeyja, skrifaði orðsendingu og
kveðju til íbúa eyjanna, sem látin
yrði svífa niður yfir byggðinni væri
ekki hægt að lenda.
Svo fór að lending þótti ekki
örugg vegna misvinda og því var
orðsendingin látin svífa niður yfir
byggð Heimaeyjar. Allhvass norð-
anvindur var þennan dag og því
fauk orðsendingin að mestu á haf
út. Þrátt fyrir það náðust nokkur
eintök, sem varðveizt hafa, og birt-
ist hér eitt þeirra ásamt ágripi af
ferðasögu þeirra Kapt. Fabers og
Halldórs Jónassonar, sem fór sem
fulltrúi félagsins í þessa fyrstu flug-
ferð til Vestmannaeyja. Viðtalið
birtist í Morgunblaðinu 20. sept-
ember 1919 og er hér nokkuð stytt.
Undirbúningur
Flugvélin okkar er ekki stærri en
það, að hún ber aðeins benzín til 2½
stundar flugs. Til Vestmannaeyja er
klukkutímaflug í logni hvora leið.
En hver ábyrgist að við fáum ekki
sterkan mótvind aðra hvora leiðina
og tefjumst meira en þennan hálf-
tíma, sem fram yfir er. Þess vegna
sendum við vélamanninn, Mr. Ke-
nyon, austur að Kaldaðarnesi í bif-
reið með dálítið af benzíni í viðbót.
Leggur hann af stað kl. 10½. Veðrið
er bjart en kalt, stinningsgustur að
norðri. Þess vegna er betra að vera
vel útbúinn. Ég fer í skinnfóðraðan
jakka, tvennar buxur og legghlífar,
set upp skinnhúfu, og belgvettlinga
úr leðri utan yfir íslenzka ullarvett-
linga, set upp gleraugu, sem falla
þétt að, og þykist nú allvel útbúinn.
Capt. Faber er í sinni venjulegu leð-
urúlpu, en með þunna enska húfu á
höfði, öfuga eins og siður er flug-
manna.
Lýsing Halldórs þegar þeir
fara að nálgast Kaldaðarnes
Nú breiðist út Suðurlandsund-
irlendið. Það næsta er skýrast, en
úr því er fjær liggur verður jafnvel
minna en þegar horft er af venju-
legum sjónarhól. Öll lægri fjöll
verða svo lítilfjörleg. Það er aðeins
Hekla og Eyjafjallajökull, sem
halda nokkurn veginn virðingu sinni
óskertri. Úr þessu líður varla svip-
stund, og við erum komnir yfir Ölf-
usá og lækkum nú flugið óðum. Kýr
og hestar niðri á völlunum tryllast
og taka á rás. Einhver svört flyksa
sýnist fara með feikna hraða eftir
jörðinni og hrossin hafa ekkert við
henni. Það er skugginn af flugvél-
inni.
Kl. 12.28 lendum við á vellinum
fyrir framan bæinn í Kaldaðarnesi.
Bíllinn með vélamanninn og benz-
ínið er ekki kominn enn, svo við
verðum fegnir gestrisni sýslu-
mannsfjölskyldunnar og bíðum.
– Svo fara þeir frá Kaldaðarnesi
og hér grípum við niður í frásögn
Halldórs þegar þeir koma yfir Eyj-
ar.
Við lækkum flugið og beygjum
suður fyrir Klifið. Þar sjáum við
strax vel afmarkaðan völl innundir
klettinum. Hafði Sigurður lyfsali
látið merkja hann með hvítu lérefti,
sem lagt var á jörðina í kring. En
jafnskjótt og við erum komnir í hlé
við fjallið fer að bera á megnum
óróleika í loftinu, sem eykst er neð-
ar dregur. Vélin tekur snögga kippi
og hriktir og brestur í henni. Við
rennum niður og mótorinn gengur
ekki. Allt í einu dettur vélin beint
niður og lá nærri að hún færi um og
hrapaði niður á jörð. En á næsta
augnabliki tekur hún snögt við-
bragð upp á við og út á hlið, og
mátti nú ekki tæpara standa að við
værum kollsigldir. Faber setur
mótorinn á með fullum krafti og við
skrúfum okkur út úr hvirfilbylj-
unum og erum á næsta augabragði
komnir yfir bæinn. Ég fer að draga
upp póstpoka, sem ég hafði með-
ferðis, ef vera kynni að Faber vildi
reyna að snúa aftur og leita að
tryggari stað, þar sem við gætum
látið hann falla út. En Faber hristir
höfuðið til merkis um að hann vilji
ekki eiga neitt á hættu í þessu efni.
Enda leit þá helzt út fyrir að hann
væri að ganga í storm og því
kanske ekki seinna vænna að ná
landi. Svo sárleiðir sem við erum út
af því að þurfa að yfirgefa Eyjarnar
svona fljótt, þá er það þó það eina
skynsamlega, eins og útlitið er, og
við höldum út á sjóinn aftur á
fleygiferð bókstaflega talað. Hátíð-
legu ávarpi til Vestmannaeyinga,
frá Flugfélaginu, höfum við kastað
út og auk þess blaðaböggli og
nokkrum lausum eintökum af
Morgunblaðinu, sem komið hafði út
samdægurs, en að líkindum hefur
allt farið í sjóinn, því að ekki var
neitt af þessu fundið svo menn vissu
síðar um daginn.
– Á leið til Kaldaðarness þar sem
þeir lenda aftur kl. 4:36. Og Halldór
segir: Okkur fannst loftið heitt þeg-
ar við komum niður aftur og er þó
svalur andvari.
Góður miðdegisverður er þegar
framreiddur hjá sýslumanni og við
hann minkar í okkur hrollurinn. Á
eftir fer sýslumaður og dóttir hans,
ungfrú Halla, stuttar loftferðir með
Faber, og verða hrifin af að fá svo
óvenjulegt útsýni yfir sveit sína. –
Það kemur værð yfir okkur á þessu
gestrisna heimili, og klukkan er far-
in að ganga sjö þegar við förum að
hugsa til ferðar. Ég hefi þó áður
náð símasambandi við Sigurð lyf-
sala í Vestmannaeyjum, sagt honum
málavöxtu og beðið hann að afsaka
okkur við Eyjabúa, sem við vissum
að höfðu ætlað að taka okkur með
kostum og kynjum. – Capt. Faber
óskar þess að hafa Mr. Kenyon með
sér í vélinni síðasta áfangann, svo
að ég fer með Skúla Skúlasyni yfir
um ána, þar sem bíll Gríms Sig-
urðssonar bíður eftir okkur. Bíllinn
var góður og ferðin gekk svo greitt
að allir hefðu mátt vel við una, sem
ekki hafa þekkt annað fljótara far-
artæki en hrossin, sem lengst hefir
verið notast við hér á landi. – Nú er
það mín skoðun, að bifreiðar séu
mikið framtíðarfarartæki til styttri
ferða, en mér verður varla láð það,
þótt mér fyndist nú í þennan svip-
inn þær vera orðnar á eftir tím-
anum.
– Útdráttur úr grein í tímaritinu
„Flight“ 27. nóvember 1919.
Avro á Íslandi.
Cecil Faber, flugstjóri hjá danska
flugfélaginu (The Danish Aviation
Co eins og það er orðað í greininni),
var einn af þessum hlutlausu en
hugrökku mönnum, sem fundu hjá
sér köllun til þess að berjast með
Bretum í styrjöldinni. Hann er nú
nýkominn heim frá Íslandi þar sem
hann var flugstjóri á flugvél sem
nefndist „Standard 504 K Avro“.
Hann hóf flugstarfsemina í Reykja-
vík 3. september. Á þrem vikum
flaug hann með 140 farþega, þar á
meðal allnokkrar rosknar konur.
Engin óhöpp áttu sér stað og ekki
þurfti að nota neitt af varahlut-
unum, sem voru með í för. Það leið-
ir af sjálfu sér, að flug Cecils Fa-
bers mæltist vel fyrir meðal
íbúanna í Reykjavík. Ísland virðist
vera góður kostur til flugstarfsemi.
Allir þéttbýliskjarnar eru við
ströndina og allar samgöngur á
milli landshluta eru með skipum.
Það tekur nú tveggja daga skips-
ferð að ferðast u.þ.b. þriðjung leið-
arinnar í kringum landið. Slík ferð
tæki nálægt 4 klst. með Avro. Sjó-
flugvélar virðast henta þessum
kringumstæðum sérstaklega vel.
Avro-flugvél Flugfélags Íslands 1919 sem breski listamaðurinn W. Hardy málaði fyrir Snorra Snorrason.
Fyrsti fundur um stofnun flugfélags
á Íslandi var haldinn í Iðnó 22. mars
1919 og hér getur að líta reikning
fyrir leigu á þessum fundarstað.
Reikningur frá Morgunblaðinu í
september 1919 til Flugfélagsins.
Reikningur frá Eimskipafélaginu
um flutning á flugvél með Villemo-
es, það skip fékk síðar nafnið Sel-
foss.
Árdagar flugsins á Íslandi
Hér birtist ágrip af
ferðasögu þeirra Kapt.
Fabers og Halldórs
Jónassonar þegar þeir
flugu fyrstir til Vest-
mannaeyja aðeins 16
árum eftir að fyrsta
vélknúna flugvélin hóf
sig til flugs í Bandaríkj-
unum. Snorri Snorra-
son tók saman.
Orðsending Bréfið sem dreift var til Vestmannaeyinga úr flugvél 1919.
Höfundur er
fyrrverandi flugstjóri
»Nú er það mín skoð-
un, að bifreiðar séu
mikið framtíðarfarar-
tæki til styttri ferða, en
mér verður varla láð
það, þótt mér fyndist nú
í þennan svipinn þær
vera orðnar á eftir tím-
anum.