Morgunblaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2008 43 SAGT hefur verið að trúar- brögðin séu ópíum hinna trúuðu og að vísindin séu ópíum hinna trú- lausu. Margar fróðlegar greinar um trú og trúleysi hafa birst að und- anförnu og eins og svo oft á Íslandi gætir nokkurs hroka í garð andstæðra skoð- ana. Þegar kemur að sköpun heimsins er einungis um tvo mögu- leika að ræða. Annars vegar; að baki sköp- unarverkinu sé vits- munavera, eða Guð, sem sé höfundur heimsins, hvort sem litið er á heiminn ver- andi í stöðugri þróun eða fullskapaðan. Öll trúarbrögðin hafa þennan skilning á til- urð heimsins, þótt ágreiningur sé um ýmislegt, sem snýr að vits- munaverunni sjálfri, Guði. Hins vegar; að baki sköpuninni sé tilvilj- unin ein. Þeir sem aðhyllast þessa afstöðu kalla sig gjarnan trúleys- ingja, og telja margir sína afstöðu jafnvel vísindalega sannaða þeir sem lengst ganga. Tilvist sköp- unarverksins blasir við, en leiti maður í auðmýkt skilnings á tilurð þess vekja svör beggja aðila fleiri spurningar en þau svara. Trú er það, þegar maður ákveður að eitt- hvað sé rétt, án þess að vita það með vissu. Trúarbrögð eru hópur manna, sem mótar samfélag um það sem þeir trúa. Í þessum skilningi hefur trúin á að tilviljun sé að baki sköpuninni ýmis einkenni trúar- bragða og vísindamenn eins konar prestar/spámenn þeirra. Báðir að- ilar telja sig leita sannleikans. Hinir trúuðu leita sannleikans í trúar- ritum, bænum og persónulegri leit að sambandi við höfund sköpunar- innar, eða treysta blint á svör trúar- leiðtoga sinna. Hinir trúlausu treysta gjarnan á aðferðir vís- indanna við leit sannleikans, eða treysta blint á svör vísindamanna. Því miður hefur hvorugur aðilinn höndlað allan sannleik- ann og skortur á um- burðarlyndi (oft bein- línis óþol) gagnvart trúarafstöðu annarra gerir alla umræðu erf- iða. Það hefur hægt á þróun þekkingar í þessum málum. Hvað eigum við að kenna börnunum okkar? Ýmsir hafa birt áhyggjur sínar af því að skólakerfið stundi trúboð fyrir hina trúuðu og ekki síst kristið trúboð. Sérstaklega skal það vera varhugavert vegna blóðugs ferils ýmissa kirkjunnar manna frá fyrri tíð og þess hve margir hafa verið drepnir og limlestir „í Guðs nafni“ eins og sagan ber með sér. Það er mikilvægt að geta gert greinarmun á núverandi leiðtogum trúarbragða á Íslandi og ýmsum ill- mennum sögunnar, svipað og maður ætlar ekki trúlausum að vera á neinn hátt líkir trúlausum ill- mennum sögunnar, s.s. Hitler, Stal- ín og Maó svo nefndir séu frægir trúleysingjar, sem boðuðu þjóðum sínum trúleysi. Mikill meirihluti heimsins trúir á tilvist vits- munaveru, Guðs. Það er ekki hægt að segja að börnin okkar séu vel menntuð ef þau þekkja ekki vel helstu trúarbrögð landsins og heimsins. Jafnframt er ekki hægt að kalla þau vel menntuð ef þau þekkja ekki trú hinna trúlausu á mátt tilviljunarinnar. Þekking er eina vopnið gegn fordómum. Best væri að börnin okkar þekktu trúa- brögðin svo vel að þau gætu greint á milli hefðbundinna trúarbragða og öfgastefna. Jafnframt að þau virtu sannleiksleit annarra og skildu að þau ættu meira sameiginlegt með öðrum en það sem greinir að. Eðli- legast væri að börnin okkar lærðu bænir allra trúarbragða og gætu þannig fordómalaust tekið þátt í siðum annarra þjóða ef þau kærðu sig um. Jafnframt er mikilvægt að vekja forvitni gagnvart heimssýn annarra. Til að ná þessu markmiði þyrfti að fá einlæga trúmenn og trúleysingja, sem þekkja vel helstu kenningar, sem þeir sjálfir hafa val- ið að lifa eftir, til að kenna börn- unum. Kennsla er ekki trúboð. Hvaða kenningar börnin tileinka sér að lokum verður svo þeirra að ákveða, ekki trúaðra eða trúlausra foreldra. Holl áhrif bænarinnar óháð trú Þegar manneskja biður bæn er hún ekki eingöngu að tala við Guð sinn, heldur einnig við sitt eigið sjálf. Hún leitar inn á við og kafar í undirvitund sína, oft eins djúpt og hún getur. Hún skoðar gjarnan sál- arlíf sitt, þarfir, væntingar og drauma á einlægari hátt en venju- lega. Flestir vanda sig þegar þeir biðja bænir og varast að biðja um það sem þeir eru ekki vissir um að þeir vilji að rætist, því Guð gæti tekið upp á að bænheyra þá og þá er of seint að skipta um skoðun. Þess vegna er mikilvægt að skoða hug sinn vel áður en bænin er formuð. Flestir eyða of litlum tíma í að skoða hvað þeir vilja raunveru- lega í lífinu, láta reka á reiðanum og enda margir á rangri hillu. Fyrir þá sem ekki trúa á Guð, eða eru í vafa, getur bænin gert gagn sem leið til sjálfsskoðunar. Hér er auð- vitað átt við persónulegar bænir, sem viðkomandi biður með sjálfum sér. Bænaþulur geta hins vegar gert gagn fyrir þá sem upplifa kvíðavekjandi aðstæður eða háska. Við slíkar aðstæður getur bænin hjálpað til að róa hugann og virkað kvíðastillandi. Þess vegna er mik- ilvægt að kenna börnum okkar já- kvæðar bænir svo þau geti leitað styrks í hugsun, sem dregur úr kvíða og vekur von, þegar mikið liggur við. Kennsla um Djöfulinn og Helvíti ætti að vera bönnuð innan 18 ára vegna skaðlegra áhrifa á barnssálina. Trúleysi er ekki hlutleysi Einar Guðmundsson skrifar um trúmál og trúarbragðakennslu » Það er ekki hægt að segja að börnin okk- ar séu vel menntuð ef þau þekkja ekki vel helstu trúarbrögð landsins og heimsins Einar Guðmundsson Höfundur er geðlæknir, með hópsálgreiningu sem sérsvið. Lögmannsstofunni hefur verið falið að finna leigjanda eða kaupanda að skrifstofuhúsnæði við Suðurlandsbraut 22. Um er að ræða: Skrifstofuhúsnæði á 2. hæð að gólffleti 372,7 fm Skrifstofuhúsnæði á 3. hæð að gólffleti 409,3 fm Skrifstofuhúsnæði á 5. hæð að gólffleti 242,9 fm Skrifstofuhúsnæði í bakhúsi (samtengt 2. hæð) að gólffleti 268,7 fm Húsnæðið er mjög vel staðsett og útsýni gott. Hæðirnar eru allar nýstandsettar og í mjög góðu ástandi. Húsnæðið samanstendur af sjö eignarhlutum sem geta leigst eða selst saman eða í sitthvoru lagi. Upplýsingar gefa: Ólafur í síma 551-1349 / 697-3379, netfang olafur@aaa.is eða Árni Ármann í síma 551-1348, netfang logmannsstofa-aaa@simnet.is SUÐURLANDSBRAUT 22 TIL LEIGU EÐA SÖLU Skúlagata 17 • 101 Reykjavík • Sími 566 8800 • www.vidskiptahusid.is • Jón Sigfús Sigurjónsson Hdl & Löggiltur FFS M bl 1 01 16 12 Skúlagata, 101 Reykjavík Til leigu að Skúlagötu 17 Glæsilegt skrifstofuhúsnæði á jarðhæð í miðbænum, með frábæru útsýni. Húsnæðið er alls 12 herbergi, 1-3 manna og 1-2 fundarherbergi, glæsileg móttaka og kaffistofa. Í kjallara er líkamsræktaraðstaða með heitum potti og sauna. Allar innréttingar og gólfefni mjög vandað, góð lofthæð. Upplýsingar veitir Jóhann Ólafsson í 863-6323.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.