Morgunblaðið - 01.06.2008, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 01.06.2008, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2008 47 Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. Borgartúni 22 • 105 Reykjavík • Fax 5 900 808 fasteign@fasteign.is • www.fasteign.is 5 900 800 OPIÐ HÚS Í DAG KL.15.30–16.00 ÁLFATÚN 37 – 3.H.H M b l 993780 Björt og mikið endurnýjuð 80 fm 3ja herb. endaíbúð á besta stað í litlu fjölbýli neðst í Fossvogsdal með einstöku útsýni. Íbúð skipt- ist í: Gang/hol, 2 herb., rúmgott eldhús, nýtt baðherb., stofu/- borðstofu, tvennar svalir suður/vestur, sérgeymsla. Mikil og góð sameign og húseign í góðu ástandi. V. 25,0 M. Sveinn Eyland gsm: 6-900-820 frá fasteign.is á staðnum. Tvær eignarlóð við Kóngsveg í Grímsnesi. Lóðirnar eru samtals 10.056 fm og er falleg tjörn með hólmum á lóðinni, mikið fuglalíf er við tjörnina. Ca. 35-40 fm hús á steyptum grunni er á lóðinni ásamt tveimur gróður reitum. Falleg eign á góðum stað. V 7,9 millj Laugavegi 170, 2. hæð Opið virka daga kl. 8-17 Sími 552 1400 • Fax 552 1405 www.fold.is • fold@fold.is Þjónustusími eftir lokun er 694 1401 Sumarhúsalóð Kóngsvegi Grímsnes mb l. 1 01 08 82 FOLD SELUR SUMARHÚSIN VANTAR HÚS Á VERÐBILI 5- 15 MILLJ. TIL SÖLU LÍTIÐ PARHÚS Til sölu er 84 m2 parhús í Kópavogi. Stórt svefnherbergi, stofa með garðskála og lítilli verönd. Gott eldhús og nýuppgert baðherbergi. Eignin er í góðu ástandi og sérlega hentug eldri borgurum. Upplýsingar í síma 660-2930. BORGARTÚN LEIGA ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFU I I I GLÆSILEGT ATVINNUHÚSNÆÐI MEÐ STÓRKOSTLEGU ÚTSÝNII I I I Sími 510-3800 Reynir Björnsson, lögg. fasteignasali Elías Haraldsson, lögg. fasteignasali Til leigu í Borgartúni annars vegar óvenju bjart og skemmtilegt 665 fm skrifstofuhúsnæði á jarðhæð með mikilli lofthæð, gólfsíðum gluggum og góðu aðgengi. Hins vegar glæsilega innréttað og vandað u.þ.b. 350 fm skrifstofuhúsnæði á 4. hæð í sama húsi. Húsnæðið er frábærlega staðsett við sjávarsíðuna við eina af mestu umferðaræðum höfuðborgarsvæðisins í þessu ört vaxandi viðskiptahverfi borgarinnar. Auglýsingagildi hússins er því mjög sterkt. Stórkostleg fjalla- og sjávarsýn er úr eigninni. Þing RE/MAX Þing - Háholt 13-15 - 270 Mosfellsbær - Sími: 4123300 - www.remax.is Bergur Steingrímsson Lögg. Fsteignasali. bergurst@remax.is Fyrirtæki í ferðaþjónustu til sölu Er með hópferðabíla í eigin húsnæði. Til greina kemur að selja þetta í sitthvoru lagi. Ársvelta 2007 um 60 milljónir. Uppl. hjá REMAX Þing Garðar Skarphéðinsson Sölufulltrúi 893 0082 gs@remax.is Óskum eftir 150-200 fm sérhæð eða sérbýli í vesturborginni. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson fasteignasali. Sérhæð eða sérbýli í vesturborginni óskast M bl 1 01 17 67 Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Síðumúla 21 - www.eignamidlun.is - eignamidlun@eignamidlun.is - Fax: 588 9095 Sími: 588 9090 FRÁ þeim tíma sem Rimaskóli var stofnaður árið 1993 hafa margar mik- ilvægar breytingar orðið á skólakerf- inu. Er þar helst að nefna flutning grunnskólans yfir til sveitarfélaganna árið 1996, einsetningu skólanna, boð- ið er upp á heitan mat í hádeginu og frístundaheimili fyrir yngstu börnin í lok skóladags. Rimaskóla hefur geng- ið vel að aðlagast þessum breytingum og skólinn var meðal þeirra fyrstu sem komu á einsetningu og mötu- neyti fyrir nemendur. Undirritaður hefur verið skóla- stjóri Rimaskóla frá upphafi. Með fyrstu verkum mínum var að láta teikna merki skólans sem Guðni Björnsson hannaði og fá skólanum einkunnarorðin „Regla – metnaður – sköpun“. Bæði merkið og einkunn- arorðin standa ennþá vel fyrir sínu. Við í Rimaskóla viljum að reglusemi ríki og skólareglur gildi sem nem- endur virði. Í skólanum skapist já- kvæður metnaður fyrir öllu skóla- starfi bæði varðandi námsárangur og ekki síður með þátttöku í verkefnum og keppnum. Sköpunargáfa og list- fengi nemenda fær útrás í metn- aðarfullri kennslu í list- og verk- greinum. Þar hefur skólinn verið heppinn með kennara og komið á fyr- irmyndaraðstöðu í viðkomandi kennslugreinum. Rimaskóli hefur fylgt helstu stefnumálum Reykjavíkurborgar í menntamálum um einstaklingsmiðað nám, náin tengsl skólans við grennd- arsamfélagið og skóla án aðgrein- ingar. Í því síðastnefnda hefur Rima- skóla auðnast með frábæru starfsfólki og vel útbúnum náms- verum að koma til móts við nemendur með mikla líkamlega fötlun eða sér- tæka námsörðugleika að skapa þeim tækifæri til náms sem foreldrar telja betri kost frekar en formlega sér- skóla. Þau þrjú verkefni sem Rimaskóli er þekktastur fyrir og hafa haldið merki skólans mest á lofti hafa öll fengið Hvatningarverðlaun mennta- ráðs Reykjavíkur sem fyrirmynd annarra skóla á þróunar-og ný- breytnisviði. Þessi verkefni eru Kokkakeppni Rimaskóla, Skák í skólastarfi og Vísindadagur Rima- skóla. Þetta eru markmiðsverkefni sem fjölmiðlar hafa gert góð skil enda mikil umræða nú um stundir um heill og hamingju barna okkar í nánustu framtíð. Kokkakeppni Rimaskóla sem Áslaug Traustadóttir heim- ilisfræðikennari skólans fékk „Fjör- eggið“, verðlaun Matvæla- og nær- ingafræðingafélags Íslands, fyrir gengur út á að nemendur í grunn- skóla fái sterka og samfellda heim- ilisfræðikennslu frá yngsta bekk og til loka skólaveru. Í kokkakeppninni er lögð áhersla á spennandi upp- skriftir að einföldum, hollum og fljót- legum réttum. Þessi keppni og kennsla ýtir undir áhuga og frum- kvæði nemenda að elda hollan og góð- an mat. Kokkakeppnin er ekki síður á sviði lífsleikninnar því rannsóknir sýna aukna meðalþyngd barna, ein- hæfni skyndibitarétta og minni sam- vistir fjölskyldunnar á matmáls- tímum. Nemendur Rimaskóla eru miklir afreksmenn á sviði skáklistarinnar. Skólinn vann Íslandsmeistaratitil grunnskóla í skák 2008 og stúlknalið skólans hefur unnið Íslandsmót stúlknasveita síðustu sex árin sam- fellt. „En skákin snýst ekki bara um að búa til nýja stórmeistara í skák. Hún ýtir undir rökfimi, skipulag, frumkvæði og kennir að hugsa fram í tímann“ eins og komist var að orði í leiðara Morgunblaðsins þann 23. maí sl. Skákhefðin í Rimaskóla hefur ein- mitt veitt nemendum skólans þetta tækifæri. Skákin á sér sterkar rætur hér á Íslandi og hefur verið ein af þjóðaríþróttum landsins frá stofnun lýðveldis. Foreldrar í Rimaskóla hafa sýnt viðleitni skólans varðandi skák- þjálfun mikinn áhuga og þakklæti. Fjölmörg dæmi eru um nemendur í skólanum þar sem skákiðkun hefur haft grundvallaráhrif til bóta og betri líðan varðandi ofvirkni, athyglisbrest, einhverfu og einbeitingarleysi. Rima- skóli hefur með aðstoð frábærra skák- þjálfara náð athyglisverðum árangri með slíka nemendur. Loks ber að nefna Vísindadaginn sem er afrakstur samstarfs á vett- vangi Kómeníusarverkefnisins „Chalk away“, eða krítina burt. Rimaskóli tók þátt í verkefninu ásamt fleiri skólum í Evrópu. Vísindaverkefnin hvetja nemendur á öllum aldri til frekari vís- indaafreka. Verkefnin tengjast öll áfangamarkmiðum aðalnámskrár grunnskóla. Nemendur stunda rann- sóknir, mælingar og gerð líkana. Já- kvæðar niðurstöður hvetja þá til að halda áfram tilraunastarfsemi með aðferðum sem koma að hversdagslíf- inu. Jónína Ómarsdóttir kennari Rimaskóla hefur náð einstökum ár- angri í vísindakennslu innan Rima- skóla og komið öllum kennurum og starfsmönnum að vísindaverkefnum. Þessi áhugaverðu verkefni Rima- skóla hafa eins og áður segir vakið mikla athygli og tengjast öll heill og hamingju barna okkar inn í tækni og menningarsamfélag 21. aldar. Vonandi ber Rimaskóli gæfu til að halda áfram á sömu braut. HELGI ÁRNASON, skólastjóri Rimaskóla. Rimaskóli 15 ára Frá Helga Árnasyni Öflug Skáksveit Rimaskóla vann Íslandsmót grunnskóla 2008 og keppir á Evrópu- og Norðurlandamótum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.